Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 11
AUK/SlA M09d26-193 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 11 KOMATSU þungavinnuvélarnar hafa sannað getu sína við erfiðustu skilyrði víða um heim. Enda er KOMATSU með allra stærstu framleiðendum þungavinnuvéla í heiminum, en fyrirtækið hefur starfsemi í 130 löndum. \ Enn sem fyrr eru vélarnar tilbúnar til stórræða og það sama er að segja um starfsmenn P. Samúelssonar og Co. hf., sem nýverið tóku við umboðinu fyrir þessar öflugu vélar. P. Samúelsson og Co. hf. sér um innflutning og sölu KOMATSU þungavinnuvélanna og innflutning varahluta. En V.Æ.S. Vélaverkstæði mun áfram sjá um þjónustu fyrir KOMATSU þungavinnu- vélarnar, enda hafa starfsmenn verkstæðisins þjónað eigendum þeirra um árabil. VERKTAKAR OG NOTENDUR ÞUNGAVINNUVÉLA! Laugardaginn 15. september, kl. 10:00-17:00, verður sýning á hinni afkastamiklu KOMATSU WA 420 hjólaskóflu við Toyota-húsið Nýbýlavegi 8, Kópavogi. KOMATSU WA 420 hjólaskóflan er afar afkastamikil og hljóðlát þungavinnuvél sem lætur vel að stjórn. Vélin er vel útbúin og er meðal annars með: ► Upphitaðri yfirbyggingu. ► Sjálfvirku vali á skófluskurði. ► Veltistýri. ► 204 hestafla Diesel turbovél. ► Fullkomnu digital mælaborði og góðri staðsetningu stjórntækja. ► Sjálfvirku viðvörunarkerfi á öllum öryggistækjum. ► 3,4 rúmmetra skóflu. KOMATSU TILBUNIR TIL STÓRRÆÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.