Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
Kjartan Gissurarson
fisksali - Minning
Fæddur 30. nóvember 1914
Dáinn 5. september 1990
Mig langar að kveðja afa minn,
Kjartan Gissurarson fisksala, með
nokkrum orðum. Þær eru ófáar
stundirnar sem koma upp í hugann
þegar ég lít til baka. Öll skiptin sem
ég fór með afa niður á bryggju
snemma á morgnana að sækja fisk.
Þær voru ófáar sögumar sem afi
var vanur að segja, frá því þegar
hann var ungnr maður, eins og þeg-
ar ferðast var á milli staða hvað það
var miklu meira gengið heldur en
nú er. Afi var alltaf mjög sanngjarn
og skipti öllu jafnt á milli okkar
bamabarnanna. Alltaf var gott að
koma til afa og ömmu og eru þær
mjög margar'-minningarnar sem ég
á þaðan. Afi var alltaf hress og hafði
mjög gaman af að tala við fólk.
Ég vil þakka afa fyrir góðar stund-
ir. Blessuð sé minning hans.
Hanna Kristín
Tilvera okkar er undarlegt ferðalag.
Við erum gestir og hótel okkar er jðrðin.
Einir fara og aðrir koma í dag,
því alltaf bætast nýir hópar i skörðin.
Og til eru ýmsir sem ferðalag þetta þrá,
en þó eru margir, sem ferðalaginu kviða.
Og sumum liggur reiðinnar ósköp á,
en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða.
Nú er hann Kjartan farinn í þá
ferð sem allir hljóta að fara fyrr eða
síðar, hvort sem þeim líkar betur eða
verr. En alltaf er jafn erfitt að sætta
sig við það þegar góðir vinir hverfa
yfir landamærin, þó komnir séu á
efri ár. Hann Kjartan var ekki bitur
þó hann vissi fullvel að hveiju
stefndi, fannst það ekkert meira þó
hann fengi þennan illkynja sjúkdóm
en aðrir sem yrðu að lúta í lægra
haldi fyrir honum. Húmorinn var sá
sami, hann fylgdist af lífi og sál með
íþróttunum í útvarpi og sjónvarpi
allt fram í andlátið. Hann kvartaði
aldrei og ekki hef ég fyrr orðið vitni
að öðru eins æðruleysi og þvílíkum
sálarstyrk sem hann sýndi til hinstu
stundar og með hve mikilli reisn
hann kvaddi þetta líf.
Kjartan var fæddur í Byggðar-
horni í Flóaþann 30. nóvember 1914,
sonur hjónanna Ingibjargar Sigurð-
ardóttur og Gissurar Gissurarsonar.
Hann var þriðji yngstur af 16 systk-
inum en nú eru aðeins 8 á lífi og
einn fósturbróðir. Ég kynntist Ingi-
björgu lítilsháttar, hún var þá komin
á efri ár en enga konu hef ég séð
fallegri en hana á þeim aldri.
Skammt er stórra högga á milli í
þessum systkinahóp, því Óskar og
Kjartan" létust með aðeins fjögurra
daga millibili.
Kjartan fór ungur að vinna fyrir
sér enda þekktist ekki annað í þá
daga en hann langaði til að læra og
fór í Reykholtsskóla og var þar einn
vetur. Fimmtíu ára nemendur þaðan
hittust síðastliðið haust og var Kjart-
an einn þeirra.
Framan af ævi stundaði hann sjó-
inn, var á smærri og stærri skipum
og skömmu fyrir stríð réð hann sig
á danskt skip og iokaðist inni í Dan-
mörku ötl stríðsárin. Ekki hætti
Kjartan á sjónum þó kominn væri
til Danmerkur og stríðið í algleym-
ingi og komst þá oft í hann krappan
eins og nærri má geta.
Eftir stríð kom hann heim með
konu sína og dóttur og var þá á tog-
urum eða þar til hann fór að vinna
í fískbúð hjá Hafliða Baldvinssyni
en stuttu seinna opnaði hann sína
eigin fiskbúð, Saltfískbúðina á
Frakkastígnum. Árið 1960 keypti
hann verslunarhúsnæði í Álfheimum
2 og rak þar fiskbúð þar til fyrir sex
árum að hann settist í helgan stein
að mestu.
Það er orðið langt síðan leiðir okk-
ar Kjartans lágu fyrst saman, um
það bil þijátíu og sex ár, hann var
þá nýbyijaður í fisksölubransanum
og bóndi minn fór út í slíkt hið sama
skömmu síðar. Hann leitað þá stund-
um ráða hjá kollega sínum sem orð-
inn var forframaðri í starfinu. Þá var
meira fyrir því haft að fá fisk í búð-
irnar en nú, að vetrinum var farið
suður með sjó og beðið eftir að bát-
arnir kæmu að landi, oft seint á
kvöldin og ekki komið í bæinn fyrr
en komin var miðnótt.
Mikið vatn hefur til sjávar runnið
síðan þetta var og margt hefur breyst
með tilkomu fískmarkaðanna.
- Margar ferðir fórum við með þeim
hjónum til Danmerkur og er mér
sérstaklega minnisstæð ferðin þegar
þau buðu okkur með sér til Vejle á
æskustöðvar Karenar. Þangað var
gott að koma og þar. var Kjartan
eins og kóngur í ríki sínu, enda
heimavanur þar, þangað sótti hann
brúði sína, Karen fædda Sloth, og
þar giftu þau sig 27. maí 1944. Það
duldist mér ekki hvað tengdafaðir
hans var ánægður með þennan
íslenska tengdason, hann Kjartan,
og hvað tengdafólkið hans allt mat
hann mikils og var það gagnkvæmt.
Ég veit líka að fólkið hennar Karen-
ar í Vejle er með hugann hjá henni
og börnunum hennar þessa dagana
og sakna nú vinar í stað.
Margar stundirnar höfum við átt
með þeim Karenu og Kjartani og af
þeim hefði ég ekki viljað missa, og
nú þegar Kjartan er allur sé ég eftir
að hafa ekki notað tímann betur
meðan hans naut við. Kjartan var
hrókur alls fagnaðar í góðra vina
hópi og hvergi hef ég verið oftar í
mannfagnaði við ýmis tækifæri en á
hans heimili og þá var oft í koti
kátt, spilað á píanó og mikið sungið
því systkinin frá Byggðarhorni eru
mikið söngfólk. Nú hefur stórt skarð
verið höggvið í þennan glaðværa hóp
sem ekki verður fyllt. Síðastliðið
haust hélt Kjartan upp á sjötíu og
fimm ára afmælið sitt með miklum
myndarbrag, sendi gestunum boðs-
kort með skrípamynd af sjálfum sér
þar sem fiskkösin nær honum upp
fyrir tiöfuð, það var honum líkt.
Kjartan var sérlega geðgóður maður,
tryggur vinur vina sinna og svo
umtalsfrómur að ég minnist þess
ekki að hann hafi halimælt nokkrum
manni í mín eyru og mætti margur
taka það sér til fyrirmyndar.
Að mínu mati var Kjartan mikill
gæfumaður, hann var heilsugóður
fram undir það síðasta, átti einstak-
lega góða konu sem stóð alla tíð sem
klettur við hlið hans og átti miklu
barnaláni að fagna og ég dáist oft
að samheldni þessarar fjölskyldu og
hef ég óvíða séð annað eins.
Börn Kjartans og Karenar urðu
átta en tvö létust í frumbemsku. Þau
sem upp komust eru; Inga f. 27.12.
1945, fyrrv. deildarstjóri í Lands-
banka íslands, Gunnar f. 6.3. 1948,
viðskiptafræðingur, Anna f. 12.7.
1954, húsmóðir á Selfossi, Erla f.
6.6. 1956, skrifstofustúlka hjá Osta-
og smjörsölunni, Sonja f. 5.8. 1964,
gjaldkeri hjá Tryggingu hf., Kristján
f. 5.8. 1964, fiskiðnaðarmaður hjá
Lifrasamlagi Vestmannaeyja. Oll
hafa þau komist vel áfram í lífinu
og eru foreldrum sínum til mikils
sóma.
Börnin mín vilja færa Kjartani
hjartans þakkir fyrir allt, hann var
í miklu uppáhaldi hjá þeim frá því
þau voru smábörn.
Að hryggjast og gleðjast hér um
vora daga, heilsast og kveðjast það
er lífsins saga. Það er komið að leið-
arlokum. Ég og fjölskylda mín kveðj-
um kæran vin og þökkum honum
fyrir allt og allt. Ég veit að Kjartan
mun engu þurfa að kvíða í þeim
heimi þar sem hann dvelur nú, þar
munum við aftur hittast hress og
kát. Elsku Karen mín, ég votta þér,
börnunum þínum, og öllum öðrum
ástvinum Kjartans mína innilegustu
hluttekningu.
Guðrún Elísabet Vormsdóttir
Þú, Guð, sem stýrir sljama her
og stjómar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr minni tungu að tala gott
og tignar þinnar minnast,
lát aldrei baktal, agg né spott
' í orðum mínum finnast.
(Vald. Briem)
Ég get varla trúað því að hann
afi minn sé dáinn og að ég eigi aldr-
ei eftir að sjá hann oftar. Hann var
alltaf svo góður við mig og við áttum
svo margar skemmtilegar stundir
saman. Afi hringdi oft í mig og var
að glettast við mig, því hann gerði
svo oft að gamni sínu.
Það vaf gaman að vera í veislum
hjá afa, því þegar systkini hans komu
var sungið dátt og hlegið svo hátt,
eins og þeim einum er lagið.
Stundum fórum við afi með honum
pabba á togaranum til Þýskalands,
þá var afí í essinu sínu því hann var
gamall sjóari. Þá var hann oft að
segja mér sögur af því hvernig það
var þegar hann var til sjós.
Afí hafði alltaf jafn gaman af að
spila, hvort sem það var við okkur
krakkana eða þegar hann spilaði
brids við félaga sína.
Ég fór oft á spítalann í heimsókn
til afa í sumar. Þar var hann alltaf
t Faðir okkar, SNORRI BENEDIKTSSON stórkaupmaður, lést á heimili sínu í Kaupmannahöfn 8. september. Hulda Snorradóttir, Soffía Snorradóttir, Ásdis Snorradóttir. t Eiginmaður minn, AÐALSTEINN DAVÍÐSSON, Arnbjargarlæk, lést í sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 11. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Brynhildur Eyjólfsdóttir.
t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN Þ. SIGURÐARDÓTTIR, Jökulgrunni 1, Reykjavík, lést á heimili sínu 11. september. Ólafur E. Eínarsson, Ólafúr E. Ólafsson, Þorbjörg Jónsdóttir, Ásdís Ýr Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir. t SIGURÐUR BJARNASON rafvirkjameistari, Lindargötu 29, Reykjavík, andaðist í Borgarspítalanum 5. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd vina og vandamanna, Magnús Alexíusson.
t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ARI LÁRUSSON frá Heiði, Langanesi, til heimilis að Heiðarvegi 23a, Keflavík, áður búsettur á Brimbakka, Bakkavegi 7, Þórshöfn, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 14. september kl. 14.00. Þeir sem vildu minnast hins látna, láti Hjartavernd njóta þess. Nanna Baldvinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
t Hjartfólgin móðir mín, eiginkona og systir okkar, MILDRÍÐUR SIGRÍÐUR FALSDÓTTIR frá Barðsvík, Grunnavíkurhreppi, húsfreyja í Bólstaðarhlið 50, Reykjavík, verður kvödd frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. september kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látny, láti kvennadeild Slysa- varnarfélags íslands njóta þess. Fyrir hönd ástvina. Helgi Falur Vigfússon, Vigfús Jóhannesson, Jakob Faisson, Rósa Falsdóttir. -
svo kátur og ég var alltaf að vona
að hann færi að koma heim, en hann
var veikari en við héldum.
Amma bað mig um að skila þakk-
læti til þeirra sem hjúkruðu afa svo
vel á Landspítalanum og lungnadeild
V ífílsstaðaspítala.
Við söknum afa öll mikið en amma
hefur misst mest og ég bið Guð að
styrkja hana. Að lokum þakka ég
afa fyrir allt, og bið Guð að geyma
hann.
Maren Dröfn
Ákveðnum atburðum í lífi hverrar
manneskju minnist hún alla ævi eins
og þessir atburðir hefðu gerst í gær.
Fæðing barna og aðrir ánægjulegir
atburðir eru að sjálfsögðu ofar í
huga þegar litið er til baka.
Flestir minnast þeirrar stundar
þegar þeir voru fyrst kynntir fyrir
nýrri fjölskyldu þegar þeir bundust
maka úr þeirri fjölskyldu. Móttökur
eru oft blendnar og makaval barn-
anna skoðað og skeggrætt frá öllum
hliðum.
Við sem tengdumst fjölskyldu
Kjartans minnumst fyrstu kynna
fyrst og fremst vegna þess að við
urðum strax frá fyrsta degi, hvert
og eitt okkar, einn af fjölskyldumeðli-
munum. Áhugi Kjartans á störfum
og lífsafkomu íjölskyldna okkar var
mikill en laus við öll afskipti að fyrra
bragði. Ef leitað var til Kjartans var
hann boðinn og búinn til aðstoðar
en gjaman fylgdu ráð undir rós eða
ábendingar í gátum eins og honum
var gjarnt að tala. Hvað sem við
tókum okkur fyrir hendur hvatti
hann okkur áfram og fýlgdist náið
með framvindunni.
Kjartan fæddist á Byggðarhorni í
Flóa og fór ungur til sjós og kom
víða við á ferðum sínum. í lok seinni
heimsstyijaldarinnar festi hann ráð
sitt í Danmörku og kvæntist tengda-
móður okkar, Karen Gissurarson,
sem fædd er í Danmörku. Heim komu
þau að stríði loknu og Kjartan hóf
rekstur Saltfískbúðarinnar í
Reykjavík. Kjartan var ekki einn af
þeim sem lauk viðskiptum við við-
skiptavininn með því að loka af-
greiðslukassanum. Spjall um daginn
og veginn, hnyttin tilsvör og glað-
værð fengu viðskiptavinirnir í kaup-
bæti.
Hjónaband Kjartans og Karenar
var farsælt. Aldrei skipti hann skapi
eða gerði upp á milli manna og
danska glaðværð tengdamóður okkar
treysti enn betur hjónabandið.
Kímnigáfa Kjartans var einstök og
stundum kaldhæðnisleg en særði
engan.
Fram til síðustu stundar fylgdist
hann vel með öllu sem gerðist í þjóð-
félagimi og þá sérstaklega íþróttum
sem hann fylgdist með af áhuga.
Sérstakan áhuga hafði hann á brids-
íþróttinni og tók gjarnan í spil til að
„kenna“ okkur hinum.
Börnin urðu sex en þau eru; Inga
gift Guðna J. Guðnasyni, Gunnar,
kvæntur Ágústu Árnadóttur, Anna,
gift Birni S. Lárussyni, Erla, gift
Sigurbirni Kristjánssyni, Kristján,
sambýliskona hans er Stefanía K.
Karlsdóttir og Sonja. Bamabömin
em orðin 9 og barnabamabörnin 2.
Okkur langar að leiðarlokum að
þakka Kjartani fyrir allar samveru-
stundimar sem við áttum með hon-
Blessuð sé minning hans.
Tengdabörn
Legsteinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASQN HF
STEINSMIÐJA
SKEMMLWEGI48. SIMI76677