Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 51 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Færeyingar skelltu Austurríkismönnum „Austurríkismenn voru ekki eins „eitraðir" og ég hafði fréttfrá íslandi. Við áttum auðvelt með að lesa leik þeirra," sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Færeyinga, sem unnu, 1:0 Páll Guðlaugsson Mm FOLK ■ PÁLL Guðlaugsson er frá Vestmannaeyjum, en fór til Fær- eyja fyrir nokkrum árum til að þjálfa félagslið. Hann hefur þjálfað færeyska landsliðið undanfarin misseri. ■ KRISTINN Lárusson, leik- maður í 2. flokki Stjörnunnar og 18 ára landsliðsins, hefur fengið boð frá skoska liðinu Kilmarnock um að æfa með félaginu. ÚRSLTT EM í knattspyrnu Gefn, Sviss - Riðill 2: Sviss - Búlg-aría.......2:0 Marc Hottiger (19.), Thomas Bickel (74.). 12.000. Glasgow, Skotlandi - RiðiII 2: Skotland - Rúmenía...............2:1 John Robertson (37.), Ally McCoist (75.) - Rodion Camataru (13.). Moskva, Sovétríkin - Riðill 3: Sovétríkin - Noregur..............2:0 Andrei Kanchelskis (22.), Oleg Kuznetsov (60.). Landskrona, Svíþjóð - Riðill 4: Færeyjar - Austurríki.............1:0 Torkil Nielsen (63.). 1.265. BFæreyjar: Jens Martin Knudsen, Jóannes Jakobsen, Tummas Eli Hansen, Mikkjal Danielsen, Julian Hansen, Allan Mörkere, Torkil Nielsen, Jan Dam, Abraham Hansen, Kari Reynheim, Kurt Mörkere. Betfast, N-írlandi - RiðiII 4: N-írland - Júgóslavia.............0:2 Darko Pancev (36.), Robert Prosinecki (88.). 9.000. Helsinki, Finnlandi - Riðill 6: Finnland - Portúgal...............0:0 10.240. Vináttulandsleikir Gijon, Spánn: Spánn - Brasilía....................3:0 Carlos Munoz (9.), Fernando Gomez (63.), Michel Gonzalez (89.). 21.500. Briissel, Belgía: Belgía - A-Þýskaland................0:2 Matthias Sammer 2 (73., 90.). 12.000. Dublin, írlandi: írland - Marokkó....................1:0 David Kelly (74.). 19.450. Wembley, London: England - Ungveijaland..............1:0 Gary Lineker (44.). 51.459. KORFUBOLTI Santos farínn fráUMFG 4T Igærdag liélt Gus Santos, körfuknattleiksmaður, heim á leið eftir þriggja vikna dvöl í Grindavík. Að sögn forráða- manna Grindavíkurliðins fór hann af persónulegum ástæð- um. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins reis Santos ekki undir þeim væntingum, sem gerðar voru til hans og upplýs- ingar um veru hans í landsliðs- hópi Puerto Ríkó í sumar reynd- ust ekki á rökum reistar. Auk þess mun hann hafa gert kröfur í peningamálum, sem ekki var hægt að ganga að. GEYSILEGUR fönuður braust út í Færeyjum í gaérkvöldi eftir að Færeyingar höfðu lagt Aust- urríkismenn að velli, 1:0, í Evr- ópukeppni iandsliða íLands- krona í Svíþjóð. Leiknum var sjónvarpað beint til Færeyja og eftir leikinn var sem þjóð- hátíð væri um allar eyjarnar. Færeyingar unnu óvænt í fyrsta leik sínum í Evrópu- keppninni. „Þetta var geysilega Ijúft. Við áttum aldrei von á sigri hér,“ sagði Vestmannaey- ingurinn Páll Guðlaugsson, þjálfari Færeyinga, í viðtali við Morgunblaðið eftir leikinn. að eru ekki liðnir nema þrír mánuðir síðan að Austurríkis- menn tóku þátt í HM_ á Ítalíu, eftir að hafa m.a. lagt íslendinga að velli í undankeppni HM. Fyrir leik- inn í gær var Josef Hickersberger, þjálfari Austurríkismanna, kok- hraustur í sænska útvarpinu og sagði: „Það er ekki spurning hvor fer með sigur af hólmi, heldur hvað sigur okkar verður stór.“ „Við tókum íslenska liðið til fyrir- myndar, eins og það hefur leikið gegn sterkum þjóðum undanfarin ár. Vörðumst og beittum skyndi- sóknum. Austurríkismenn voru ekki eins „eitraðir“ og leikmenn og for- ráðamenn íslenska landsliðsins höfðu sagt mér. Það var auðvelt að lesa út leik þeirra og veijast þeim. Austurríkismennirnir voru þrumu slegnir á eftir, en þeir voru aftur á móti léttir fyrir leikinn. Töldu okkur ekki erfiða mótheija og til marks um það fóru þeir til Kaupmannahafnar á þriðjudas- kvöldið til að sjá landsleik Dana og Walesbúa, í staðinn fyrir að hvílast hér í Landskrona,“ sagði Páll. Austum'kismenn sóttu grimmt, en Færeyingar vörðust hetjulega og fengu ekki verri færi en mót- heijarnir. Torkil Nielsen skoraði sigurmarkið á 63. mín. eftir að hann fékk stungusendingu fram völlinn. Hann braust laglega fram hjá tveimur Austurríkismönnum og sendi knöttinn í netið. Kári Reyn- heim fékk rétt á eftir tækifæri til að bæta öðru marki við. „Ég er viss um að við hefðum náð að skora þá ef hann hefði ekki verið meidd- ur. Ég varð að tefla honum fram því að við höfum ekki svo stóran hóp reyndra leikmanna," sagði Páll. „Ég sagði við mína menn fyrir leikinn að við færum til leiks með eitt stig og bað þá að beijast til að halda því. Það tókst fullkomlega og gott betur. Það voru um þrettán hundruð áhorfendur sem sáu leikinn og nær allt Færeyingar. Það er grátlegt að eiga ekki grasvöll heima til að leika á. Ef við hefðum leikið í Þórshöfn er ég viss um að átta til tíu þúsund áhorfendur hefðu séð leikinn,“ sagði Páll. Mikill áhugi var í Færeyjum í gær og tóku menn sér frí úr vinnu til að hlusta á lýsingu frá leiknum, sem var leikinn í Landskrona í Svíþjóð, þar sem Færeyingar leika? heimaleiki sína í EM. „Þessi árang- ur kallar á grasvöll í Þórshöfn,“ sagði Páll Guðlaugsson. Jögvan Sundstein, landstjóri \ Færeyjum og'öll bæjarstjórn Þórs- hafnar var á leiknum. „Þetta var stórkostlegt. Við áttum eins von á að tapa með sjö til átta mörkum. Það verður mikil gleði í Þórshöfn í kvöld,“ sagði Sundsein. „14:2 ævintýríð geríst ekki aftur“ - segir Páll Guðlaugsson, þjálfari Færeyinga, sem leika næst í Kaupmannahöfn Fæieyingar leika næst gegn Dönum í Kaupmannahöfn í Evrópu- keppninni - 10. oktúber. „Danir segja að það verði auðveldur leik- ur hjá þeim og að ljósataflan á Idrætsparken komi til með að springa," sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Færeyinga. „Ég er ekki hræddur við leikinn gegn Dönum þó svo að þeir hafi verið að rifja upp leikinn gegn íslendingum 1967, sem þeir unnu, 14:2. Það ævintýri gerist ekki aflur,“ sagði Páil. Morgunblaðið/Einar Falur íslendingar fagna öðru marki Þórðar Guðjónssonar, sem er lengst til hægri. A myndinni má að auki greina frá vinstri Óskar Þorvaldsson, Sturlaug Haralds- son (nr.5), Rút Snorrason (nr.8), Guðmund Benediktsson og Flóka Halldórsson. Ísland-England2:3 Varmárvöllur í Mosfellsbæ, Evrópu- keppni landsliða U-18, miðvikudaginn 12. september 1990. Mörk íslands: Þórður Guðjónsson (vsp. á 18. og 49.). Mörk Englands: Hall (20.), McKey (69.) ^g Barry (84.). Lið íslands: Friðrik Þorsteinsson, Óskar Þorvaldsson, Sturlaugur Har- aldsson, Flóki Halldórsson, Pálmi Har- aldsson, Rúnar Sigmundsson, Rútur Snorrason, Þórður Guðjónsson, Hákon Sverrisson, Guðmundur Benediktsson, og Kristinn Lárusson (Arnar Arnarsson vm. á 70.). Lið Englands: Thomson, Marlow, Hughes, Harriot, Hall, Winsworth, Howe (Myers vm. á 55.), McKey, Barry, Hodges, Lee. Áhorfendur: Um 150. því fyrra, því Þórður skoraði úr víta- spyrnu eftir að Guðmundur hafði ver- ið felldur innan teigs. Það var greinileg að Englendingar ætluðu ekki að sætta sig við tap því þeir sóttu án afláts, en gekk þó erfið- lega að skapa sér færi. Tvö litu samt dagsins ljós á 57. mínútu, en Friðrik Þorsteinsson, markvörður, bjargaði meistaralega í bæði skiptin. Sókn Englendinga var þung og jöfnunar- markið lá í loftinu. Það kom loks á 69. mínútu og var heldur klaufalegt. McKey tók aukaspyrnu af um 35 m færi og lyfti boltanum inn í teiginn. Friðrik var of framarlega í markinu og missti boltann yfir sig. Enn sóttu Englendingar og var nú greinilegt að þeir ætluðu sér sigur. Pálmi Haraldsson, ÍA, bjargaði einu sinni á línu áður en sigurmark Eng- lendinga kom. Eftir hornspyrnu sló Friðrik boltann út í teig, en beint á höfuðið á Barry, sem skallaði í netið. Á lokamínútum leiksins munaði ekki nema hársbreidd að Guðmundi tækist að krækja í þriðju vítaspyrn- una. Hann var felidur við vítateigshor- nið vinstra megin og fékk dæmda aukspyrnu. Hann tók hana sjálfur, en markvörður Englendinga varði gott skot. Þórsarinn ungi, Guðmundur Bene- diktsson, átti stórleik og var án efa besti maður vallarins. Einnig átti Óskar Þorvaldsson úr KR mjög góðan leik sem aftasti varnarmaður, en ann- ars lék liðið vel og baráttuandinn var í góðu lagi. Hörður Helgason, þjálf- ari, var enda ánægður með frammi- stöðu þeirra. „Ég get ekki neitað því að ég var farinn að eygja sigur enda áttum við alla möguleika á að sigra eins og leikurinn spilaðist. Englend- ingar eru með mjög sterkt lið og því engin skömm að tapa fyrir því. Strák- arnir stóðu sig allir mjög vel og boro- ust af miklum krafti. Við vorum óheppnir að fá annað markið á okkur, því Friðrik hafði staðið sig mjög vel í markinu." Engleiidingar hafa sterku liði á að skipa og verður fróðlegt að fylgjast með því gegn Waies og Belgíu, sem eru í sama riðli. Flugvél til taks KSÍ ákvað í gær að breyta fyrri ákvörðun sinni varð- andi afhendingu íslandsmeist- arabikarsins, fari hann til Vest- mannaeyja. Flugfélagið Höldur verður með flugvél til taks og verði Eyjamenn meistarar verð- ur flogið með bikarinn til Eyja á laugardag og hann afhentur, annaðhvort á knattspyrnuvellin- um eða seinna um kvöldið. Áætlaður flugtími til Eyja er um 20 mínútur. EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA U-18 Engin skömm aðtapa fyrir Eng- landi - sagðiHörður Helgason, þjálfari ENGLENDINGAR unnu íslend- inga, 3:2, ífyrsta leik þjóðanna íEvrópukeppni landsliða undir 18 ára eftir að íslendingar höfðu tvívegis komist yfir. Leik- urinn fór fram á Varmárvelli f Mosfellsbæ, sem var mjög góður, en veðrið, rok og rign- ing, setti leiðindasvip á hann. Eftir 18 mínútur skoruðu íslending- ar fyrsta mark leiksins úr víta- spyrnu. Guðmundur Benediktsson, hinn kornungi og bráðefnilegi leik- maður úr Þór, átti þá Skúli í kapphlaupi um bolt- Unnar ann við markvörð Sveinsson Englendinga, sem skrilar endaði með því að markvörðurinn felldi Guðmund. Þórð- ur Guðjónsson, félagi hans úr KA, skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrn- unni. Aðeins tveimur mínútum síðar jöfn- uðu Englendingar með glæsilegu marki. Þeir fengu aukaspyrnu út við hægri hornfána, boltinn kom fyrir markið, þar sem Hall, aftasti varnar- maður þeirra, stökk manna hæst og skallaði glæsilega í netið. 10 mínútum fyrir leikhlé fékk Þórður Guðjónsson ákjósanlegt færi, en markvörðurinn náði boltanum af tánum á honum áður en hann náði að skjóta. Strax í upphafi síðari hálfleiks kom- ust íslendingar aftur yfir og má segja að markið hafi verið endurtekning á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.