Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
41
JarþrúðurS. Guð-
mundsdóttir frá
Flateyri - Minning
Þann 16. júlí síðastliðinn andað-
ist tengdamóðir mín Jarþrúður Sig-
urrós Guðmundsdóttir eftir lang-
varandi veikindi. Þrúða eins og hún
var ávallt kölluð fæddist á Flateyri
24. ágúst 1913. Foreldrar hennar
voru Fríða Bjarnadóttir og Guð-
mundur Hjálmarsson frá Mosvöll-
um í Önundarfirði. Sem ungbarn
var hún tekin í fóstur af ömmu sinni
Guðbjörgu Björnsdóttur á Mosvöll-
um og þar ólst hún upp til fullorð-
insára. Minningarnar um uppvaxt-
arárin á Mosvöllum voru Þrúðu
mjög kærar og minntist hún ávallt
Guðbjargar ömmu sinnar með virð-
ingu og þökk. Systkini Þrúðu voru
fimm, en nú eru aðeins tvö þeirra
á lífi, Kjartan sem býr á Akureyri
og Guðbjörg sem býr á Húsavík.
Mjög kært var með þeim systkinum
öllum svo og uppeldissysturinni
Gróu Björnsdóttur sem býr á Flat-
eyri.
27. september 1935 gekk Þrúða
í hjónaband með eftirlifandi manni
sínum Jóni S. Jónssyni ættuðum
úr Súgandafirði. Settust þau að á
Flateyri og þar var þeirra starfs-
vettvangur þangað til fyrir fáum
árum að þau fluttust til Reykjavík-
ur en þá var heilsa Þrúðu tekin að
bila.
Þau hjón eignuðust tíu börn, eitt
þeirra dó í frumbernsku en hin níu
lifa móður sína. Þau eru Hjálmar,
Svandís, Valborg, Salóme, Guðrún,
Birna, Magnfríður, Ólafur og Björn.
Það vefst eflaust fyrir ungu fólki í
dag hvernig hægt var að koma öll-
um þessum börnum til manns, án
allra þeirra þæginda sem fylgja
nútíma lífi. En þau hjón voru með
afbrigðum samhent óg með mikilli
eljusemi og dugnaði var grunnurinn
lagður að framtíð barnanna.
Þrúða var kona mjög jákvæð, hún
sá alltaf það góða í fari náungans,
tók alltaf málstað þeirra sem á var
hallað, hún var glaðsinna og bros-
mild og hefur þessi létta lund
ábyggilega auðveldað henni lífsbar-
áttuna. Þrúða hafði góða söngrödd
og var unnandi góðrar tónlistar og
í eðli sínu var tengdamamma mik-
ill fagurkeri. Kynni mín af þessari
góðu konu hófust fyrir röskum
þijátíu árum er ég gekk að eiga
Guðrúnu dóttur þeirra, það fylgdi
því viss kvíði þegar ég skyldi í
fyrsta sinn hitta væntanlega
tengdaforeldra, en sá kvíði varð að
engu við hinu góðu móttökur sem
ég fékk, og ég tel það lán mitt í
lífinu að hafa kynnst þessum góðu
hjónum og er þakklátur þeim góða
leiðsögn í gegnum árin.
Útaf þeim hjónum er kominn stór
ættleggur því barnabörnin eru 26,
barnabarnabörn eru 40 og eitt
langalangömmubarn. Það var
hreint til fyrirmyndar hvað þau létu
sér velferð þessa stóra hóps varða.
Strax á haustdögum var farið að
huga að og kaupa jólagjafir handa
öllum hópnum því alla skyldi gleðja.
Það var líka alveg með ólíkindum
að Þrúða skyldi muna afmælisdaga
alls þessa stóra hóps. Ég minnist
þess fyrir tveim árum þegar Þrúða
hélt upp á sjötíu og fimm ára af-
mælið sitt hvað hún var glöð og
ánægð innan um stóra hópinn sinn,
þó vissulega gætu ekki allir verið
viðstaddir þá var hugurinn hjá
þeim. Þegar þau hjón fluttust til
Reykjavíkur bjuggu þau stuttan
tíma í Breiðholti en fluttu síðan að
Bauganesi 38. Þar dvöldu þau þar
til í apríl á þessu ári en þá fóru þau
á Hrafnistu í Reykjavík og fengu
hjónaíbúð í Jökulgrunni. Ekki auðn-
aðist tengdamömmu að dveljast
lengi þar því þá var heilsu hennar
tekið að hraka, að hún varð að
leggjast inn á Landspítalann og
síðan á sjúkradeild á Hrafnistu þar
sem hún andaðist eins og fyrr seg-
ir að kvöldi 16. júlí síðastliðinn. Það
var aðdáunarvert að sjá hversu vel
tengdapabbi hugsaði um hana allt
til hinstu stundar, og er söknuður
hans mikill, en minningarnar um
hartnær 55 ára hjónaband verða
honum styrkur í sorginni. Að leiðar-
lokum vil ég þakka tengdamóður
minni góða leiðsögn í gegnum lífið.
Tengdaföður mínum, börnum þeirra
hjóna svo og öllum ættingjum votta
ég mína dýpstu sámúð.
Kristinn Þórhallsson
Elín H. Gunnars-
dóttir - Kveðjuorð
Fædd 15. júlí 1961
Dáin 5. ágúst 1990
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
Vininn sinn látna,
er sefur hér hinn siðsta blund. -
(V. Briem.)
Sú sorgarfregn barst okkur þann
7. ágúst sl. að góð vinkona okkar,
Elín Halla Gunnarsdóttir, hefði lát-
ist af slysförum tveimur dögum
áður.
Við kynntumst Ellu, eins og hún
var kölluð, árið 1980. Það sem helst
einkenndi EIlu, voru góðir hæfileik-
ar hennar til að sjá björtu hliðarnar
'á öllu. Hún var alltaf létt í lund og
vinur vina sinna.
Það er svo stutt síðan hún kvaddi
okkur og hélt' út til Svíþjóðar, þar
sem hún hugðist setjast að ásamt
eiginmanni og syni.
En enginn veit sína ævina fyrr
en öll er og nú verðum við að horf-
ast í augu við þá bláköldu stað-
reynd, að við eigum ekki eftir að
sjá Ellu aftur í þessu lífi.
Við sendum eiginmanni hinnar
látnu, Sæmundi, og syni hennar,
Elíasi, móður og systkinum okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Megi
okkar elskulega vinkona hvíla í
friði.
Ásta, Tóta og Jóhanna
Hræðileg frétt barst okkur að
kvöldi 6. ágúst þegar okkur var til-
kynnt að vinkona okkar Elín Halla
Gunnarsdóttir hefði látist að slys-
förum þann 5. ágúst aðeins tuttugu
og níu ára gömul. Með fáum orðum
langar okkur að minnast Ellu eins
og hún var alltaf kölluð af okkur.
Ella bjó á sínum uppvaxtarárum
á Hörpugötunni í Skeijafirði. 22ja
ára gömul eignaðist Ella litla sólar-
geislann sinn, hann Elías Inga.
Þegar hún stofnaði sitt eigið heim-
ili fluttist hún á Tjarnarbraut í
Hafnarfirði. Fyrir fáum árum giftist
Ella Sæmundi Sigurðssyni. Nú í
sumar ákváðu Ella og Sæmundur
að flytjast búferlum til Svíþjóðar
en voru varla búin að koma sér
fyrir þegar hún lendir í þessu hræði-
lega bílslysi.
Okkar fyrstu kynni af Ellu hóf-
ust þegar við unnum saman í Slát-
urfélaginu fyrir um það bil tólf
árum. Ella var glaðlynd og skapgóð
og var góður vinur vina sinna enda
átti hún marga góða vini. Margar
góðar og skemmtilegar stundir átt-
um við saman á unglingsárumum
en eftir að við stofnuðum heimili
fækkaði því miður okkar samveru-
stundum en við höfðum þó alltaf
samband í gegnum árin og höfðum
gaman af að minnast gamalla
stunda.
Sorgin og söknuðurinn er mikill.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
og varðveita Elías litla, Sæmund,
Lóu og aðra aðstandendur í þeirra
miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Br.)
Anna María og Sirrý
+
Fósturfaðir okkar,
ÞORSTEINN KRISTLEIFSSON,
fyrrum bóndi á Gullberastöðum,
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi,
verður jarðsunginn frá Lundarkirkju laugardaginn 15. september
kl. 14.00.
Ferð verður frá Sæmundi í Borgarnesi kl. 13.00.
Erla Magnúsdóttir,
Kristín Herbertsdóttir.
t
Útför föður okkar og tengdaföður,
SIGTRYGGS ÁRNASONAR
fv. yfirlögregluþjóns
i Keflavík,
verður gerð frá Keflavíkurkirkju laugar-
daginn 15. september kl. 14.00.
Börn og tengdabörn.
Bróðir okkar,
+
BJARNI PÁLSSON
frá Seljalandi,
sem andaðist á Sólvangi 9. september verður jarðsunginn frá
Kapellu kirkjugarðsins í Hafnarfirði, mánudaginn 17. september
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hins látna láti Sólvang njóta þess.
Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna,
Helga Pálsdóttir.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BJARNI SIGURVIN SIGURBJÖRNSSON
frá Hænuvík,
Brunnum 1,
Pateksfirði,
sem andaðist í Borgarsjúkrahúsinu 10. september, verður jarð-
sunginn frá Sauðlauksdalskirkju laugardaginn 15. september kl.
14.00.
Dagbjörg Una Ólafsdóttir,
Sigurjón Bjarnason, Gyða Vjgfúsdóttir,
Guðjón Bjarnason, María Ólafsdóttir,
Pálmey Gróa Bjarnadóttir, Sveinn Rögnvaldsson,
Rögnvaldur Bjarnason, Ólafía Karlsdóttir,
Óiafur Bjarnason, Sandra Skarphéðinsdóttir,
Búi Bjarnason
og barnabörn.
+
Þakka veitta samúð við fráfall fósturmóður minnar,
BERGRÓSARJÓNSDÓTTUR,
Hvassaleiti 10.
Þorgrímur Þórðarson.
+
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför,
ASTVALDS JONSSONAR
rafvirkjameistara,
Beykihlíð 6,
Reykjavík.
Guðlaug Helga Árnadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar,
HILDAR BJÖRNSDÓTTUR,
Merkurteigi 10,
Akranesi.
Steinunn Sigurbjörnsdóttir,
Björn Sigurbjörnsson,
Ásmundur Sigurbjörnsson.
+
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, er auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns og föður
okkar,
KRISTJÁNS HÓLM JÓNASSONAR,
Laufskógum 41,
Hveragerði'
Guð blessi ykkur öll.
Sigurlaug Jónsdóttir og fjölskylda.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
NJÁLS FRIÐBJARNARSONAR,
Sandi.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Erla Njálsdóttir, Magnús Pétursson,
Lilja Njálsdóttir, Gunnlaugur Jósefsson,
Vilborg Njálsdóttir, Jóhannes G. Einarsson,
Snæfríður Njálsdóttir, Hákon Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGURBJARGAR PÁLSDÓTTUR,
Sólvallagötu 43.
Bestu þakkirfærum við starfsfólki hjúkrunardeildar Heilsuverndar-
stöðvarinnar og Grensásdeildar Borgarspítalans fyrir sérstaka
umönnun á undanförnum árum.
Pétur Ingimundarson,
Áslaug Pétursdóttir, Jón Haukur Jóelsson,
ingimundur Pétursson, Magna Sigfúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.