Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
29
Mel Gibson og Goldie Hawn í hlutverkum sínum í myndinni „Á blá-
þræði“ sem Laugarásbíó sýnir um þessar mundir.
Laugarásbíó sýn-
ir „ A bláþræði“
LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til
sýninga myndina „Á bláþræði".
Með aðalhlutverk fara Mel Gibson
og Goldie Hawn. Leikstjóri er
John Badham.
Muffy, Goldie Hawn, er stödd í
Detroit, þegar hún kemur auga á
mann sem hún hefur ekki séð í 15
ár. Þetta er Rick Jarmin, Mel Gib-
son, sem hafði verið unnusti hennar
þegar liann hvarf í ferð til Mexíkó.
Rick neitar Muffy að hann sé sá sem
hún heldur, hann forðar sér, enda
eru tveir erkifjendur hans líka búnir
að snuðra hann uppi þegar þetta
gerist.
FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
12. september.
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 92,00 90,00 90,52 17,708 1.603.041
Ýsa 113,00 90,00 98,48 8,794 866.032
Karfi 60,50 43,00 46,52 15,891 739.182
Ufsi 50,00 40,50 44,43 41,974 1.865.065
Steinbítur 99,00 80,00 90,52 1,601 134.205
Langa 58,00 51,00 56,18 1,184 66.487
Lúða 280,00 220,00 263,71 0,136 35.865
Koli 105,00 43,00 46,52 15,891 739.182
Skata 74,00 74,00 74,00 0,026 1.924
Skötuselur 190,00 190,00 190,00 0,088 16.720
Samtals 61,28 88,267 5.409.222
FAXAMARKAÐUR hf. 'i Reykjavík
Þorskur 111,00 89,00 97,06 26,597 2.581.381
Ýsa 131,00 79,00 114,85 6,358 730.266
Karfi 48,00 46,00 46,13 8,626 397.915
Ufsi 47,00 44,00 44,89 90,562 4.065.322
Ufsi smár 47,00 37,06 44,81 91,444 4.097.956
Steinbítur 91,00 75,00 77,27 1,025 79.203
Lax 110,00 97,00 103,01 1,736 178.829
Langa 65,00 57,00 61,18 1,793 109.690
Lúða smá 360,00 70,00 223,27 0,764 170.575
Lúða stór 245,00 70,00 193,73 0,620 120.110
Skarkoli 102,00 62,00 65,51 0,285 18.670
Keila 29,00 29,00 29,00 0,172 4.988
Skata 72,00 72,00 72,00 0,283 20.376
Skötuselur 200,00 200,00 200,00 0,007 1.400
Kinnar 290,00 290,00
Gellur 340,00 270,00 292,99 0,067 '19.630
Undirmál 64,00 64,00 64,00 0,020 1.280
Samtals 360,00 29,00 60,44 139,178 8.412.160
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 136,00 76,00 121,89 17,444 2.126.192
Ýsa 129,00 86,00 97,89 1,505 147.327
Karfi 49,00 15,00 36,12 0,066 2.384
Ufsi 52,00 40,00 47,73 3,249 15.082
Steinbítur 80,00 58,00 67,82 0,223 15.124
Langa 58,00 58,00 58,00 1,204 69.831
Lúða 305,00 305,00 305,00 0,012 3.660
Skarkoli 59,00 59,00 59,00 0,053 3.127
Keila 52,00 40,00 47,43 3,249 155.082
Samtals 100,19 25,673 2.572.090
Selt var m.a. úr Alberti GK 31 20 kör af þorski, stór, og úr Barðanum 19
kör, þar af 9 kör af þorski.
Olíuverö á Rotterdam-markaði
1. ág. -11. sept., dollarar hvert tonn
BENSÍN
475-------
3. ág. 10. 17. 24. 31. 7. sept.
GASOLÍA
425-----------
375-----------
350-----------
325—----------
175-
150
3. ág. 10. 17. 24. 31. 7. sept.
ÞOTUELDSNEYTI
425--------------
3. ág. 10. 17. 24. 31. 7.sept.
SVARTOLÍA
300---------------
275---------------
225--------------
200---------------
175--------------
25
3. ág. 10. 17. 24. 31. 7.sept.
Þórshöfn:
Góð rabarbarauppskera
Þórshöfn.
„Ræningjar frá Rómaborg,
rændu og rupluðu, rabarbara og
rófum, hvað eru mörg R í því?“
Þetta sungu kátir krakkar á
Þórshöfn, sem sátu úti í garði í
ágústblíðunni og brytjuðu rab-
arbara í stóran bala.
Rabarbarauppskera þorpsbúa al-
mennt er mjög mikil og nýtist lítið
af henni til neyslu. Framboðið er
meira en eftirspurn.
Kartöfluuppskera í görðum
þorpsbúa virðist einnig ætla að
verða góð, eins og víðar á landinu
og er fólk að byrja að gægjast und-
ir grösin.
Beijamónum má ekki gleyma og
eru hæg heimantökin fyrir þorps-
búa að skreppa þangað, Stutt er í
gott beijaland og eru myndarlegar
húsmæður þegar tilbúnar með jóla-
saftina og sultuna. Það verður ekki
vanþörf á ljúfu sumarbragði í norð-
lensku stórhríðinni.
í landi Fells í Skeggjastaðahreppi
er ágætt beijaland og er það stutt
frá Þórshöfn. Þar starfrækja hjónin
á Felli, Vilborg Reimarsdóttir og
Siguijón Josep Friðriksson, ferða-
þjónustu bænda.
Regnboginn sýn-
ir „Náttfarar“
REGNBOGINN hefur tekið til
sýninga myndina „Náttfarar".
Með aðalhlutverk fara Craig
Shelter og David Cronenberg.
Leikstjóri er Clive Barker.
Myndin fjallar um Boone sem
þjáist af ýmsum sálrænum kvillum,
en er á góðum batavegi, aðeins
martraðirnar eftir. Þær fjalla yfir-
leitt um bæ sem heitir Midian og
íbúa hans, sem eru furðuverur.
Boone hefur verið í meðferð hjá
sálfræðingi, Dr. Decker, sem í raun
er geðbilaður morðingi. Hann gefur
Boone ofskynjunarlyf og telur hon-
um trú um að hann sé hinn geð-
veiki morðingi. Boone flýr því til
Midian og upphefst þá hin enda-
lausa martröð.
Atriði úr myndinni „Náttfarar"
sem Regnboginn hefur tekið til
sýningar.
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Krakkar á Þórshöfn brytja rabarbara úti í garði.
Fréttaritara lék foi’vitni á að vita,
hvort ferðamenn nýttu sér þessa
þjónustu og kom þá í ljós að full
þörf hefur verið fyrir þjónustu af
þessu tagi og aðsókn í sumar verið
góð. Boðið er t.d. upp á veiði í Sil-
ungsvatni, auk þess sem beijatínsl-
an er vinsæl á þéssum árstíma.
Örstutt er upp á Gunnólfsvíkur-
fjali, en þaðan er stórkostlegt út-
sýni í góðu skyggni. Upp á fjallið
er nú kominn góður akvegur, sém
gerður var í tengslum við nýja rat-
sjárstöð sem þar er í smíðum en
einnig er gaman að ganga upp fjall-
ið.
Fjöruferðir eru einnig vinsælar
og er ljóst að bændur geta nýtt
sitt fallega land til annarra hluta
en hefðbundins búskapar ef áhugi
er fýrii' hendi.
- L.S.
Vitni vantar vegna um-
ferðarslyss og bílstulds
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík lýsir eftir vitn-
um að því er roskinn maður var-
að fyrir bíl á Miklubraut við
Rauðagerði um klukkan 12.20
föstudaginn 7. september síðast-
liðinn. Maðurinn slasaðist alvar-
lega, hlaut innvortis meiðsli og
mjaðmarbrotnaði. Þar sem mikil
umferð var um Miklubrautina á
þessum tíma, í hádeginu á föstu-
degi, væntir lögreglan þess að
vitni hafí orðið að umferðarslys-
inu og biður þau að hafa við sig
samband.
Þá óskar rannsóknardeild lög-
reglunnar í Reykjavík eftir upplýs-
ingum um hvort einhver hafi tekið
mann eða menn upp í bíl við Hafra-
vatn eða skammt þar frá aðfara-
nótt sunnudagsins eða að morgni
síðastliðins sunnudags. Þá um
klukkan tíu um morguninn fannst
úti í Hafravatni stórskemmd Saab-
fólksbifreið sem stolið hafði verið
frá húsi í Breiðholti kvöldið áður
og er þeirra sem þar voru að verki
leitað.
Leiðrétting
í grein eftir Hope Knudson, „Öðru-
vísi ferming", sem birtist í blaðinu
í gí^r, féll niður setningarhluti þar
sem upp eru taldir þeir málaflokkar
sem kenndir eru á námskeiði til
undirbúnings borgaralegrar ferm-
ingar. Rétt er setningin svona:
Vikulegir fyrirlestrar og umræður
hafa verið um eftirtalda mála-
flokka: Siðfræði, lífsskoðanir, sam-
skipti foreldra og unglinga, rétt
ungmenna í samfélaginu, mann-
réttindi, jafnrétti, samskipti kynj-
anna, friðarfræðslu, umhverfismál,
vímuefni og virka þátttöku í samfé-
laginu.
Þjóðnýting ferðaþjónustunnar
í GREIN um ferðaþjónustuna
sem birtist í Morgunblaðinu þann
7. september sl. er villa í uppsetn-
ingu Morgunblaðsins á skipuriti.
Rétt er skipuritið eins og hér
birtist. Þá féll niður úr handriti
undirritaðs skýring á skipuritinu
og fylgir hún hér með. Undirrit-
aður biðst velvirðingar á þessum
mistökum.
Hugmyndin er sú að ýmsir sér-
hagsmunahópar ferðaþjónustunnar
myndi hagsmunasamtök hennar.
Virðisaukaskattur af veitingahús-
um, flugvallarskattur og launa-
skattur verði afnuminn. Ríkið fái í
staðinn allan hagnað af Fríhöfninni
eða bjóði rekstur hennar út. Heima-
niönnum verði í sjálfs vald sett
hvort þeir innheimta gjald af vin-
sælum ferðamannastöðum sem
renni til viðhalds og eftirlits þeirra.
Ferðamálasamtök landshlutanna og
Reykjavíkur sjái um rekstur upplýs-
ingamiðstöðva hvert í sínu héraði
og landkynningu í samvinnu við
skrifstofu ferðamála og hagsmuna-
samtök ferðaþjónustunnar. Stofnuð
verði samtök starfsfólks í ferða-
þjónustu þ.e. starfsfólks hótela,
veitingastaða, flugfélaga, hópferða-
fyrirtækja, leiðsögumanna o.fl.
Með þessu er sjálfsákvörðunar-
réttur atvinnugreinarinnar virtur
án þess að ganga á hagsmuni heild-
arinnar. Öll nauðsynleg starfsemi
núverandi skipulags rúmast innan
þessarar hugmyndar. Skrifstofur
ferðamálaráðs i útlöndum má reka
undir stjórn hagsmunasamtakanna
og ferðamálasamtaka.
Björn S. Lárusson,
ferðamálafulltrúi Suður-
lands og Suðurnesja.