Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ftitstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hagræðing í sjávarútvegi Isérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, Úr ver- inu, í gær, kom fram, að við- hald á íslenzkum fiskiskipum, sem eru stærri en 200 brúttó- rúmlestir, er talið nema á fjórða milljarð króna á ári á núvirði. Þetta er hærri upp- hæð en nemur^ olíukostnaði þessara skipa. í samtali við Morgunblaðið sagði Helgi Laxdaþ formaður Vélstjóra- félags Islands, að menn hefðu lengi undrast hve þessum stóra útgjaldalið útgerðarfyr- irtækja hefði verið lítill gaum- ur gefinn. A undanförnum árum hef- ur skapast nokkuð almenn samstaða um nauðsyn þess að fækka þeim skipum, sem sækja aflann á miðin til þess að fiskveiðarnar verði hag- kvæmari og skili þjóðarbúinu meiri arði. Þótt samstaðan sé almenn um þetta markmið gengur hægt að koma því í framkvæmd. Þegar olíuverð snarhækk- aði vegna deilunnar við Persaflóa kom fram, að olíu- notkun fiskiskipa okkar hefur aukizt svo mjög, að sá ávinn- ingur, sem við höfum náð með uppbyggingu á hitaveit- um víðs vegar um landið og öðrum aðgerðum til þess að draga úr olíukaupum, hefur horfið í aukinni notkun fiski- skipa á olíu. Hér var komin enn ein röksemd fyrir nauð- syn þess að fækka fiskiskip- um og draga þar með úr olíu- eyðslu við að sækja fiskinn á miðin. Nú kemur í ljós, að viðhald á fískiskipum nemur ótrúlega háum upphæðum á ári hveiju og kunnáttumenn undrast, að athygli manna hefur ekki beinzt að þessum kostnaðar- lið útgerðarinnar .í ríkari mæli. Að vísu stendur nú til að efna til námskeiðs um betri vinnubrögð við viðhald skipa. Þessi þrjú dæmi, sem hér hafa verið nefnd: of mörg fískiskip, sem sækja aflann, of mikil olíunotkun og of mik- ill viðhaldskostnaður sýna, að svigrúm tíl hagræðingar í útgerð á íslandi er mikið. Ef útgerðin væri veigaminni þáttur í þjóðarbúskap okkar væru kröfur á hendur henni um hagræðingu minni. En útgerðin og fiskvinnslan eru undirstöðuatvinnugrein þjóð- arinnar og afkoma okkar byggist að svo miklu leyti á þessum þætti atvinnulífsins, að óhjákvæmilegt er að hafa þessa kröfugerð uppi, þar til einhver vísbending kemur fram um, að alvarlega sé unnið að hagræðingu og end- urskipulagningu í þessum höfuðatvinnuvegi þjóðarinn- ar. Ástæða er til að hafa mikl- ar og vaxandi áhyggjur af því hvað lífskjör hafa versnað mjög á síðustu misserum. Þessari neikvæðu þróun verð- ur ekki snúið við nema með mikilli uppstokkun í þeirri atvinnugrein, sem mestu máli skiptir. Atvinnurekendur í sjávarútvegi verða að líta á þá kjarasamninga, sem nú eru í gildi sem tækifæri til þess að einbeita sér að hag- ræðingu. Ef þessir kjara- samningar skila sér ekki í svo mikilli hagræðingu í sjávarút- vegi, að hægt verði að bæta lífskjör fólks umtalsvert á næsta ári, er mikil hætta á, að það jafnvægi, sem náðst hefur í efnahagsmálum rask- ist á ný. Þess vegna veldur það óneitanlega vonbrigðum, að ekki er meiri hreyfing á end- urbótum í rekstri útgerðar og fiskvinnslu. Nokkur dæmi eru vissulega um slíkt en þau eru. ekki nógu mörg. Nú er aðeins ár þar til núgildandi kjarasamningar renna út og að því kemur að gera þarf nýja samninga. Þá þarf þjóðin öll að sannfærast um, að til einhvers hafi verið unnið, þegar til lengri tíma er litið. Launþegar hafa sýnt ótrú- lega þolinmæði á undanförn- um misserum. Þess vegna er þeim mun meiri ástæða til að atvinnurekendur taki al- varlega þá kröfu, sem til þeirra er gerð um hagræð- ingu og endurskipulagningu, sem skilar sér í meira bol- magni fyrirtækjanna til að tryggja starfsmönnum sínum betri kjör. Einstaklingnr með hæsta tilboðið í togarann Hafþór RE ALLS bárust 13 tilboð í rækjutogarann Hafþór RE en eitt tilboð var dregið til baka. Ingólfur Vestmann Ingólfsson, véltæknifræðingur í Hafnarfírði, var með hæsta tilboðið, 240 milljónir króna. Ingólfur býður 80 milljóna króna útborgun en sjávarútvegsráðuneytið hefur gefíð Ingólfí frest til næstkomandi mánudags til að leggja fram banka- tryggingu fyrir útborguninni og fullnægjandi veð fyrir eftirstöðvun- um. Ráðuneytið er ekki reiðubúið að heimila meira veð fyrir eftir- stöðvum én 100 milljónir í skipinu. Tryggingaverðmæti skipsins er rúmar 200 milljónir króna en það hefur 660 tonna rækjukvóta og 165 tonna þorskkvóta og verðmæti kvótans er um 80 milljónir. Hafþór RE er í eigu Hafrann- sóknastofnunar, um 800 brúttó- rúmlestir að stærð og smíðað í Póll- andi árið 1974. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja andvirðið af sölu skipsins í sjóð til endurnýjunar á skipum Hafrannsóknastofnunar. Ingólfur Vestmann Ingólfsson segir að stofnað verði hlutafélag um rekstur Hafþórs RE, ef tilboði hans í skipið verður tekið og hluta- féð verði meðal annars notað til að kaupa aflakvóta fyrir Hafþór. „Það er ekki frágengið hvaðan skipið Rætt um að senda ís- lenskt vatn til Persaflóa Ríkisstjórnin hugleiðir að leggja fram fé til að kaupa hluta af því vatni, sem er framleitt og pakkað til utflutnings hér á landi, og senda það til Persaflóa, sem framlag Islands til aðgerða Vesturlanda á svæðinu. Ósk hefur komið fram frá Banda- ríkjunum um að ísland, eins og önnur aðildarríki NATO, leggi sitt að mörkum til aðgerða við Persa- flóa. Málið hefur verið rætt í ríkis- stjórninni og segist Ólafur Ragnar Grímsson fjármýlaráðherra hafa tekið vel í að íslendingar tækju þátt í fjármögnun aðgerðanna við Persaflóa, og tengi það víðtækum aðgerðum, svo sem flóttamanna- aðstoð Sameinuðu þjóðanna, m.a. með því að senda þangað íslenskt neysluvatn. yrði gert út og við erum opnir fyrir því að skipið leggi upp afla á þeim stað, eða stöðum, sem vilja leggja fram hlutafé eða veð. Við höfum hugsað okkur að veiða vannýttar tegundir, eins og gulllax, kolmunna og úthafskarfa. Reksturinn á að standa undir sér og þetta er ekki hugsað sem hugsjónastarf.“ Ingólfur lærði véltæknifræði í Danmörku og hann hefur meðal annars verið vélstjóri á loðnuskipinu Albert GK, kennt við Iðnskólann á ísafírði og starfað í tækniþróunar- deild álversins í Straumsvík. Þessir aðilar buðu einnig í Haf- þór RE: Ljósavík: hf. í Þorlákshöfn bauð 233 milljónir, rækjuverksmiðj- an Dögun hf. á Sauðárkróki 212 milljónir, Eldey hf. 205 milljónir, Ingimundur hf. og Gjögur hf. 200 milljónir, Togaraútgerð ísaijarðar hf. 200 milljónir, Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf. og fleiri 200 milljón- ir, Særún hf. 196 milljónir, Sam- heiji hf. og Söltunarfélag Dalvíkur 180 milljónir, Fiskiðjan hf. og Skag- fírðingur hf. 180 milljónir, Sjóla- stöðin hf. 131 milljón og Nidana hf. 500 þúsund Bandaríkjadali (tæpar 30 milljónir króna). Tilboðin byggjast á mismunandi forsendum, svo sem ástandi skips- ins við afhendingu. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur ákveðið að hefja viðræður við ofangreinda aðila eftir mati á raunvirði tilboðanna og þeim verður gefinn frestur til að leggja fram fullnægjandi tryggingar fyrir útborgun og eftirstöðvum. „Við kunnum enga aðra leið en að láta viðskiptaleg sjónarmið gilda við sölu á opinberum.eignum," seg- ir Gylfí Gautur Pétursson lögfræð- ingur sjávarútvegsráðuneytisins. Hann segir að Eldey hf. sé með sjötta hæsta tilboðið í skipið, miðað við raunvirði tilboðanna, en sem kunnugt er hafa Suðurnesjamenn lagt mikla áherslu á að fá togarann. Morgunblaðið/Einar Falur Frá undirritun samkomulags Landsbanka íslands og Sjómannadagsráðs varðandi fjármögnun fram- kvæmda á lóð Hrafnistu í Reykjavík. Bygging þjónustuíbúða við Hrafnistu í Reykjavík: Landsbankinn ábyrgist greiðslur til verktaka SJÓMANNADAGSRÁÐ og Landsbanki íslands hafa gengið frá sam- komulagi um að bankinn ábyrgist greiðslur til verktaka vegna bygg- ingar þjónustuíbúða fyrir aldraða, sem framkvæmdir eru hafnar við á lóð Hrafnistu í Reykjavík. Samkomulagið var undirritað á fundi sjómannadagsráðs s.l. mánudag, þar sem fulltrúar Landsbankans voru viðstaddir. Að sögn Péturs Sigurðssonar formanns sjómannadagsráðs hófust á síðasta ári viðræður við Lands- bankann varðandi aðstoð við fjár- mögnun framkvæmda við þjónustu- íbúðir fyrir aldraða á lóð Hrafnistu í Reykjavík, og þá jafnframt aðstoð við það fólk sem kaupir íbúðirnar. „Landsbankinn mun samkvæmt samkomulaginu ábyrgjast að verk- faki fái greiddar allar samnings- bundnar greiðslur á réttum tíma. Það sem þó kannski er meginmálið í þessu er að bankinn ætlar sér að aðstoða væntanlega kaupendur yfir fyrstu hjallana, þannig að enginn þurfi að rasa um ráð fram við að selja ofan af sér eldri íbúð eða hús. Við í Sjómannadagssamtökunum erum mjög fegnir því að þetta sam- starf við Landsbanka íslands hefur komist á, en við vissum að ef við næðum slíkum samningum við bankann, þá myndum við ekki lenda úti á köldum klaka kannski á miðj- um byggingartíma," sagði hann. Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans, sagði að segja mætti að bankinn væri á vissan hátt nýgræðingur á þessu sviði, en þó hefði álíka samningur verið gerð- ur áður við önnur samtök. „Það má raunar furðu gegna að jafn ein- föld leið og þessi skuli ekki hafa verið tíðkuð áður, þannig að banki brúi bil að þessu leiti, og hagræði þannig bæði fyrir því að bygginga- raðili geti byggt á sem skemmstum og hagkvæmustum tíma án þess að fjárskortur verði, og ekki síður að fólk neyðist ekki til að selja í ótíma eigur sínar til að mæta þess- um nýja kostnaði. Við erum auðvit- að sérstaklega ánægðir með að fá að hlaupa undir bagga með sjó- mannassamtökunum, þessum landsfrægu framtakshiönnum, sem hafa leyst stórkostlegari vanda með byggingum fyrir aldraða, auk þess sem við munum gera úr þessu frek- ari viðskipti við samtökin, sem við ætlum okkur meðal annars að efla með þessu.“ Framkvæmdir vegna byggingar 26 raðhúsa eru hafnar á lóð Hrafn- istu, auk 19 bílskúra, sem áfastir Okkur finnst leiðin út úr landi ekki nógu örugg - segir Kristín Kjartansdóttir í bréfi, sem skrifað var í Kúvæt 3. september „AÐEINS nokkrar iínur með nágranna sem er að fara. Af okkur er allt gott að frétta, nema að við vildum gjarnan fá gamalt lag á. Við erum öll við góða heilsu, höfum nógan mat. Stjórnin gamla lét okkur hafa hrísgijón, hveiti, þurrmjólk, feiti, baunir o.fl. án greiðslu. í bili á ég um 100 kg af hrísgrjónum, 50 kg af heilhveiti og margt annað. Fólk hamstrar mikið.“ Þetta er upphaf bréfs sem Kristín Kjartansdóttir í Kúvæt skrifaði móður sinni Valborgu Lár- usdóttur og dagsett er 3. septem- ber sl. Kristín hefur sem kunnugt er verið búsett í landinu í 16 ár og býr þar með eiginmanni og fjór- um börnum. Kristín heldur áfram I bréfinu: „Birna og Gísli koma daglega. Þau hafa það lfka gott, miðað við aðstæður. Hvað um okkur verður veit ég ekki í bili. Sameh ætlar að reyna að fá sem mest af peningun- um, sem hann á hér í banka. Ástandið hjá okkur er ekki eins slæmt og fréttir segja. Ég og börnin erum hér á há- skólasvæðinu. Við förum ekki út af svæðinu. Sameh sér um öll in- kaup. Okkur fínnst leiðin út úr landi ekki nógu örugg en við höfum heyrt að börn hafa látist við erfið- ar ferðir. Ég treysti Selmu minni ekki f svona ferð. Auk þess er svo mikil umferð. Hvort Gísli fær að fara út er lfka óljóst. Hann getur farið ferða sinna hér f landi. Flest- ir Skandinavar eru farnir en menn- irnir fá ekki leyfi tli. að fara heim. Við munum reyna að senda ykkur fréttir um Þýskaland f gegnum PLO (landa Sameh). Ég bið ykkur að hafa samband þá við foreldra Gísla, eða móður Birnu, því það mundu vera fréttir af okkur öllum. Við höfum látið marga hafa heimil- isfang ykkar fyrir bréf og bið ég ykkur að geyma þau fyrir okkur. Ég vona að þessi þverhaus taki bráðum her sinn og fari heim. Það er bú\ð að ræna öllu steini léttara héðan úr landinu. Sjúkrahúsin eiga varla sjúkrabíla. Verst er að allt er brotið og bramlað. Skrifstofa Sameh stóð á haus. Ör tilrauna- stofu hans er m.a. búið að stela mjög góðri myndavél, ísskáp, sjón- varpi, myndbandsvél o.fl. Ásíubúar (Indvetjar, Pakist. Filipsbúar og aðrir) hafa stolið miklu, rænt húsbændur sína o.s.frv. Loftvarnasírenur voru teknar úr sambandi svo að „stórar fjölsk“. hér kæmust úr laridi. Bandaríkin vöruðu þá víst við. Við áttum aldrei von á þessu öllu. Sameh-Vala á enn efni og saumar. Við Sameh erum að sortera. Bílar og ferðatöskur eru tibúin ef við þurfum að tjúka. Það er erfítt að þurfa e.t.v. að skilja margt af sínu eftir og vita ekki hvort maður fær það nokkur sinni. Sameh og Gísli voru að koma. Þeir eru að byija að ræna lækna- deildiná. Svo vorum við að frétta að búið er að ræna öllu á tiirauna- stofu ríklsins. Þeir eru að tærna landið! Verð að slá botninn í þetta hrip, þar sem maðurinn er að fara. Vona að við heyrumst eða sjáumst áður en lángt um líður. Biðjum að heilsa öllum ættingjum og vinúm. Hjaitans kveðjúr frá okkur öil- um, ávalit ykkar elskandi Kristin óg Íjöisk. verða 19 húsanna, og að sögn Pét- ur Sigurðssonar hafa margar þess- ara íbúða þegar verið seldar. Því næst verða hafnar framkvæmdir við íbúðablokk við Kleppsveginn, en í henni verða 36 íbúðir, og aust- an megin við Hrafnistu verður síðan komið upp endurhæfingaraðstöðu fyrir aldraða ásamt æfingasund- laug, sem nýtast mun öllu öldruðu fólki í nágrenni Hrafnistu. Opinber heimsókn forseta íslands: Heimsóknin vekur mikla at- hygli fjölmiðla í Lúxemborg Lúxemborg, frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbladsins. I gær lauk opinberri heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, til Lúxemborgar. Síðasta dag þessarar þriggja daga heim- sóknar tók forseti á móti blaða- mönnum í höll stórhertogans, skoð- aði glerverksmiðju og snæddi há- degisverð í boði borgarstjórnar Lúx- emborgar. Frá Lúxemborg hélt for- seti síðdegis í gær til Gautaborgar þar sem hún verður viðstödd ís- landskynningu. Heimsókn forseta íslands vakti mikla athygli í Lúxemborg og alla daga heimsóknarinnar var efni henni tengt fyrirferðarmikið í fjöl- miðlum. Auk íslenskra blaðamanna fylgdu rúmlega tíu blaðamenn frá Lúxemborg forseta á ferðum henn- ar. Á fundi forseta með blaðamönn- um í gærmorgun var spurt mikið um samskipti landanna, samninga og formlegt samstarf á milli ríkjanna auk skógræktarátaks á Islandi. Mest er ánægjan nieð heim- sókn forsetans meðal íslendinga sem búsettir eru í Lúxemborg. Eyj- ólfur Hauksson flugstjóri sem hefur verið búsettur í Lúxemborg í tutt- ugu ár sagði að líklega áttaði fólk á Islandi sig ekki á því hversu mikla þýðingu heimsókn Vigdísar Finn- bogadóttur hefði fyrir íslendinga- byggðina þar. íslendingar sem bú- settir væru erlendis þyrftu á stuðn- ingi að halda til að varðveita menn- ingu sína og tungu. Vitneskja al- mennings í Lúxemborg um Island og Islendinga liefði til þessa verið lítil en ljóst væri að á þessu hefði orðið mikil breyting undanfarin þrjú dægur. Kynni Lúxemborgara af forseta íslands yrðu óyggjandi til að auðvelda íslendingum að vera íslendingar í Lúxemborg. Ef tii vill skipti heimsóknin mestu máli fyrir börnin en þau ávarpaði forseti sér- staklega í móttöku sem hún hélt Islendingum. Þar hrósaði hún þeim fyrir einarða framkomu og hvatti þau til að standa vörð um íslenska tungu og menningu. Evrópustefnunefnd til fundahalda í útlöndum Evrópustefnunefnd Alþingis heldur af stað í ferð til Kaup- mannahafnar og Brussel fimmtu- daginu 13. september. Nefndin mun í Kaupmannahöfn ræða við EB-nefnd danska þjóð- þingsins um viðhorf Dana til við- ræðna EFTA og ÉB, sameiginlega markaðar EB og um ýmis önnur máiefni er snerta Island, Norður- löndin og EB sérstaklega. Einnig mun Evrópustefnuriefnd kynna sér reynslu dönsku EB-nefndarinnar af meðferð mála hjá danska þinginu samhliða málsmeðferð og ákvarð- anatöku hjá Evrópubandalaginu. I Brussel mun nefndin meðal annars hitta að máli Henning Christophersen, varaforseta fram- kvæmdastjórnar EB, og Robert Cohen, skrifstofustjóra EFTA-mál- efna við utanríkisviðskiptaskrif- stofu framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins. Einnig mun nefndin eiga fundi með þingmönnum úr utanríkisviðskiptanefnd og físki- málanefnd Evrópubandalagsins og ræða við þingmenn er sérstaklega hafa unnið að pólitísku samstarfi og varnar- og öryggismálum innan EB. Ennfremur heldur Evrópu- stefnunefnd fund með sendiherrum EFTA-ríkja hjá Evrópubandalag- inu. í Evrópustefnunefnd sitja: Eyj- ólfur Konráð Jónsson, formaður, Ásgeir Hannes Eiríksson, Eiður Guðnason, Guðmundur H. Garðars- son, Guðmundur G.Þórarinsson, Hjörleifur Guttormsson, Kristín Einarsdóttir, Páll Pétursson og Ragnhildur Helgadóttir, íþróttahöll vegna HM 1995 og skóli í Kópavogi: Kostnaður Kópavogsbæjar allt að 880 milljónum króna - segir Gunnar Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs i GUNNAR Birgisson formaður bæjarráðs Kópavogs segir, að Kópa- vogsbær þurfí að greiða allt að 880 milljónum króna fyrir væntan- lega íþróttahöll vegna Heimsmeistarakeppninnar í handknattleik 1995, ásamt áföstu skólahúsi og öðrum tilheyrandi mannvirkjum. Hann kveðst draga þessa ályktun af endurskoðuðum áætlunum um stærð hússins og kostnað við að stækka það svo að þar rúmist sjö þúsund áhorfendur, en skýrsla um þá endurskoðun, unnin af Verk- fræðistofu Stefáns Olafssonar hf, var lögð fram í nefnd um íþróttahús í gær.' Gunnar segir að skýrslan sýni að stækkun íþróttahússins auki kostnað við það eitt og sér úr áður áætluðum 634 milljónum króna í um 720 milljónir. Áætlað er að skólahúsið kosti 190 milljónir, í stað 173 milljóna, flýting gatnagerðar kosti 70 milljónir, bílastæði 73 millj- ónir og að 84 milljónir kosti að breyta mannvirkjunum eftir heims- meistarakeppnina. Samtals yrði því byggingarkostnaðurinn 1.137 millj- ónir króna. Fyrri áætlun gerði ráð fyrir 954 milljóna króna kostnaði. Mismunur þessara áætlana er því 183 milljónir. Gunnar segir að eftir að gert sé ráð fyrir frádráttarliðum sem eru ríkisframlag, þar af 300 milljónir króna vegna íþróttahússins, og 85 milljónir króna frá UBK, sé kostn- aðarhlútúr Kópavogs af mann- virkjagerðinni .650 til 760 milljónir króna, eftir því hvérnig óvissuþætt- ir eru reiknaðir. „Þetta er hlutur Kópavogs fyrir íþróttahöliina og það er allt öf dýrt. Það sem við gerum eftir þessá nið- úrstöðú, og er verið að gerá, það er að leita að öðruin lausnúm og ódýrari,“ segir Gunnar. Hann segir ennfremúr, að sé einnig reiknað með fjártnagns- kostnaði að upphæð 85,6 milljónir króna og gert ráð fyi-ir 10% óvissu í útreikningum, einkum vegna þess að eftir er að gera brunatæknilega hönnun sem haft getur aukinn kostnað í för með sér, og litið á það, að framlag UBK sé fyrst allt greitt úr bæjarsjóði Kópavogs til UBK á næstu árum, þá sé kostnað- ur sá, sem greiða þarf úr bæjar- sjóði vegna mannvirkjanna, kominn í allt að 880 milljónum króna. Gunnar segir að þessar niður- stöður sýni að samningurinn um 300 milljóna króna ríkisframlag sé mjög óhagstæður Kópavogi. „Það þarf því að gera þetta tvennt, að reyna að finna betri lausnir og fá endurskoðun á samningnum við ríkið.“ í fyrrnefndri skýrslu segir meðal annars: „Við teljum að áhorfenda- fjöldi sé verulega ofmetinn. Ef allir áhorfendur sitja á útdraganlegurri bekkjum, sömú gerð og miðað er við I núverahdi húgmynd, þá rúmi áhorferidasvæðin 5.866 mahris.“ Þar segir erinfremur, að sé heiðurs- géstum, fréttamönnum og fötluðum ætlað meirá rúm en öðrum, þurfi að skerða önnur rýrni Uttt 250 vegna heiðursgesta, 240 vegna frétta- manna og 26 vegria hjóiastólá. Að teknu tilliti til þessa riiundi húsið- þvi rúmá 5.350 ttianriS. Gurinar segir engar fyrirætlanir Líkan af íþrótta- og skólahúsi í Kópavogi. vera um að hætta við byggingu hússins, staðið verði við gefín fyrir- heit um að byggja það. Einnig sé verið að kanna notkunarmöguleika fyrir húsið eftir keppnina, þar á meðal hvort hægt verði að nota það sem tónlistarhús, ráðstefnuhöll, ein- göngu íþróttahús eða samspil margra notagilda. Eftir því verði að fara þegar ákveðin verði til dæmis gerð sæta. „Þetta eru dæmi um hugmyndir sem við erum að vinna með. Ég held að við séum að fara núna leiðina sem átti að fara í upphafi,'“ segir Gunnar Birg- isson. Ferð ráðherra til Grænlands frestað FEItl) þriggja ráðherra til Grænlands, í boði heimastjórnarinnar, hefur verið frestað og verður væntanlega í október. Grænlending- ar hafa áhuga á að koma upp umskipunarhöfn á fslandi vegna fyrirhugaðrar gullvinnslu í Grænlandi. Til stóð að Steingrímur Hef- Inaririsson forsætisráðherra, Jórt Baldvin Hannibaisson utanfíkisráð- herra og Júlíus Sólnes umhverfis- ráðherra færu til. Græníarids um siðustú helgi en ferðinni var frestað vegiia útfarar Geirs Hallgrímssonar seðlábankastjóra. Steingrímur Sig- fússön samgönguráðherra er liiris vegar Staddúr á Græriíandi, og sagðist Júlíus Sólnes hafa beðið hann að kanna hvernig undirbún- ingi Grænleridingariha fyrir gull- vinrisluna liði. Júlíus Sólnes ságði, að ef af námuvinnslurini yrði, teldu Græh- lendingáf henta bést að hafa urii- skipunarhöfn og bækistöð á ís- íandi, þar sem gúllnáhiurriar yrðú á óbyggðu svæði á áústúrströnd Grænlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.