Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990 25 Sovésk vikurit íjalla um efnahagsóreiðu og upplausn: Foringjar í Rauða hernum kunna að ráðgera valdarán Moskvu. Reuter. í greinum sem birtust í tveimur sovéskum vikuritum í gær segir að vera kunni að háttsettir foringjar innan Rauða hersins ráðgeri valda- rán í Sovétríkjunum til að binda enda á upplausnina sem þar ríkir jafnt á stjórnmála- sem efnahagssviðinu. ■ BELGRAD - Fjögurra ára gömul stúlka lést þegar albanskir landamæraverðir skutu að 19 manna hópi fólks sem flýði til Júgó- slavíu, að sögn júgóslavnesku fréttastofunnar Tanjug. Hópurinn flýði á bátum yfir Skadar-vatnið tii Montenegro í Júgóslavíu. Dagblöð í Júgóslavíu segja að um 100 Alb- anir hafi flúið til landsins á síðustu þremur mánuðum. ■ JOLIET - Fyrsta aftakan í Iilinois-ríki í 28 ár fór fram á mið- vikudag. Charles Walker, sem myrti ung hjón og rændi af þeim 40 dölum, var sprautaður með eitri í Stateville-fangelsinu. Walker, sem eyddi meira en hálfri ævinni í fang- elsi, hafði sagt að hann vildi frekar deyja en sitja lengur í fangelsi. Hann er 139. maðurinn sem tekinn er af lífi í Bandaríkjunum síðan hæstiréttur landsins leyfði dauða- refsingu á nýjan leik árið 1976. Yfir 2.200 manns bíða aftöku í Bandaríkjunum. ■ VÍN - Kommúnistastjórnin í Albaníu hefur tilkynnt 20% launa- hækkun frá 1. október til að reyna að ýta undir framleiðslu og blása lífi í staðnaðan efnahag landsins, sem er sá bágbornasti í Evrópu. Ríkisrekna fréttastofan ATA til- kynnti á mánudag að ráðherraráð landsins hefði samþykkt hækkun mánaðarlauna að meðaltali úr 523 í 570 lek (3.200 ÍSK) og að lág- markslaim yrðu tryggð 450 lek (2.500 ÍSK) á mánuði. Hækkunin nær til 642.000 verkamanna. ■ LUNDÚNUM - Meiraen 500 manns hafa verið teknir af lífi í Kína það sem af er þessu ári í mestu herferð gegn glæpum síðan 1983, að sögn mannréttindasam- takanna Amnesty International. Að sögn AI eru aftökurnar fram- kvæmdar af skotsveitum en dóms- yfirvöldum var skipað að „uppræta“ glæpi fyrir Asíuleikana sem fram fara í Peking síðar í þessum mán- uði. „Hinir líflátnu eru meðal 1.100 manna sem dæmdir hafa verið til dauða á síðasta ári, þ.á m. margir þeirra sem voru handteknir á síðasta ári eftir að hafa krafist umbóta í lýðræðisátt," sögðu tals- menn Amnesty International. ■ BONN - Áætlað var að byijað yrði að flytja bandarísk efnavopn frá V-Þýskalandi með lestum í skjóli myrkurs í gærkvöldi. Sérfræðingar slökkviliðs, lögreglu og hers voru í viðbragðsstöðu þar sem leið þeirra liggur um nokkur þéttbýlustu svæði landsins. Á næstu vikum á að flytja 400 tonn af bandarískum efna- vopnum um 600 km leið frá Misau í suðvesturhluta landsins til Nord- enham við Norðursjó. Þaðan verða þau flutt til Kyrrahafs þar sem þeim verður eytt. ■ SEOUL. - Leiðtogi Norður- Kóreu, Kim Il-sung er í leynilegri heimsókn til Kína til að ræða við formann kínverska kommúnista- flokksins, Jian Zemin, að sögn suður-kóresku fréttastofunnar Yon- hap á miðvikudag. Talið var að Kim myndi gera Jiang grein fyrir heim- sókn utanríkisráðherra Sovétríkj- anna, Eduards Shevardnadze til höfuðborgar Norður-Kóreu, Pyongyang í síðustu viku. Dagblöð í Suður-Kóreu sögðu að ástæðan fyrir ferð Kims væri einnig hræðsla við það að samskipti Sovétríkjanna og Suður-Kóreu væru að færast í eðlilegt horf. Sovétríkin eru einn af fáum bandamönnum N-Kóreu. ■ BANGKOK - Rauðu ljósin í Patpong-hverfinu í Bangkok verða ekki eins áberandi á næstunni og þau hafa verið hingað til vegna ástandsins við Persaflóa. Neon- ljós, þ.á m. skilti á nektar- og næt- maurklúbbum, mega ekki loga eftir kl. 9 á kvöldin til að spara orku, en vegna viðskiptabanns Samein- uðu þjóðanna á Irak hefur olíuverð hækkað talsvert. Ríkisstjórn Tæ- lands samþykkti sparnaðarað- gerðirnar á þriðjudag og fela þær einnig í sér tvöföldun á vegatollum fyrir einkabíla, meira eftirlit með hraðakstri, sjónvarpsútsendingum eftir miðnætti verður hætt og fólk hefur verið hvatt til að nota ekki rafmagn og loftkælingu yfir miðjan daginn. í grein eftir Vladímír Sokolov, sem er einn aðstoðarritstjóra vikuritsins Líteratúrnaja Gazeta, segir að í ljósi þess gríðarlega vanda sem Sovét- menn standi frammi fyrir kunni her- foringjar að hugsa sem svo að bæði sé einfaldast og hagkvæmast að ræna völdum þar eystra. Verði raun- in þessi verði einræði á ný komið á í Sovétríkjunum og færa megi rök fyrir því að andstaða yrði lítil þar sem ófriður sé ríkjandi milli fjöl- marga þjóða Sovétríkjanna. Vera kunni að ríki Vesturlanda myndu fagna valdaráni því þar með yrði stöðugleiki alltjent tryggður í Sov- étríkjunum á ný. Að auki myndi hættan á því að róttækir þjóðernis- sinnar komist yfir kjarnorkuvopn Rauða hersins minnka. Kveðst höf- undurinn telja að Míkhaíl S. Gorb- atsjov, leiðtogi sovéska kommúnista- flokksins, gæti reitt sig á stuðning yngri manna innan hersins sem hafi allt aðra heimssýn en eldri herfor- ingjar. Með stuðningi þeirra kynni honum að takast að framkvæma umbætur þær sem hann hefur boðað í Sovétríkjunum. í tímaritinu Moskvu-fréttum kveðst leiðtogi samtaka umbótasinn- aðra hermanna, er nefnast „Skjöld- ur“, hafa heimildir fyrir því að ráða- menn innan hersins hafí þegar gert áætlanir um valdarán. Ungir herfor- ingjar, sem jafnframt eiga sæti á fulltrúaþinginu, segja í samtali við vikuritið að líklegast yrði valdaránið réttlætt með tilvísun til þess að „æv- intýramaðurinn" Gorbatsjov hefði allt í senn lagt efnahag ríkisins í rúst, stuðlað að upplausn þess og svikið helstu kennisetningar sósíal- ismans. Hvetur tímaritið sovéska lýð- ræðissinna til að halda vöku sinni. } báðum greinunum segir að ein ástæða vaxandi óánægju innan Rauða hersins sé dapuiegar fram- tíðarhorfur þeirra 360.000 her- Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem samtök er sérhæfa sig í því að miðla upplýsingum um mál- efni tengd kjarnorkuiðnaðinum í Norður-Evrópu („North European Nuclear Information Group“) dreifðu til fjöimiðla í gær. í fréttatilkynning- unni segir að þetta sé fyrsti samning- urinn sem Dounreay-verið gerir um slt'ka endurvinnslu en í ráði sé að ná manna-, sem Sovétmenn hafa nú skuldbundið sig til að kalla heim frá Austur-Þýskalandi á næstu fjórum árum. ’ samningum um endurvinnslu á úr- gangi frá 50 kjarnakljúfum víða um heim. Kveðast samtökin hafa heim- ildir fyrir því að úrgangurinn verði fluttur sjóleiðina til Bretlands. Segja samtökin samning þennan lýsa hróp- legu ábyrgðarleysi; mengunarhættan sé mikli auk þess sem endurvinnslan sé ástæðulaus. HLUTABRÉFAÚTBOÐ Útgefandi: Nafnvirði hlutabréfa: Upphafssölugengi: Fyrsti söludagur: Aðalsöluaðilar: Útgerðarfélag Akureyringa hf. 24.269.350 krónur. 3,0. 13. september 1990. Kaupþing hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími (91)689080. Kaupþing N orðurlands hf., Ráðhústorgi 1,600 Akureyri, sími (96)24700. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. hefur ákveðið, að hámark þess hlutafjár sem einstakir kaupendur geta skráð sig fyrir verði 300.000 krónur að nafnverði. Þær óskir sem berast dagana 13.-21. september verða afgreiddar í einu lagi þann 24. september. Ef saman- lagðar óskir um hlutabréfakaup á þessu tímabili nema hærri fjárhæð en til sölu er í útboðinu, verður hverjum umsækjanda úthlutað kauprétti hlutfallslega. Tilkynning urn kauprétt, ásamt gíróseðli, verður send hverjum kaupanda þann 24. september. Óskir sem berast eftir 21. september verða því aðeins afgreiddar, að enn sé óráðstafað einhverjum hlutabréfum. Þær verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. Upplýsingar: Umsjón meö útboði: Útboðslýsing liggur frammi hjá aðalsöluaðilum. KAUPÞING HF Löfiíiill vcrdbrcfujyrirtœki, Kringlfwni ,5, IOJ ftcyijaviA, s(wi 9/-6B9IKW Urgangur frá V-Þýskalandi endurunninn í Dounreay GERÐUR hefur verið samningur milli kjarnorkuendurvinslustöðvarinn- ar í Dounreay á Skotlandi og kjarnorkuvers í Vestur-Þýskalandi um endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi frá tilraunaeldiskljúfí í verinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.