Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
13
eftirBjörn S.
Stefánsson
Þegar 200 sjómílna fiskveiðiland-
helgi varð alþjóðlegur réttur fyrir
frumkvæði fslendinga, var hafnað
ævafornri reglu Rómarréttar um að
fiskislóðir væru almenningur.
Norski réttarsagnfræðingurinn
Knut Robberstad telur að sam-
kvæmt fornum norskum rétti hafi
jarðirnar átt fiskveiðiréttinn í sjón-
um úti fyrir, en í verstöðvum hafi
útgerðarréttur verið takmarkaður
við þau byggðarlög sem lágu að.
Þetta hafí farið að breytast fyrir
áhrif Rómarréttar um 1500 og loks
farið svo á 19. öld að svo til öll fiski-
slóð hafi orðið almenningur.
íslendingar minnast þess hvernig
komið var á fyrri hluta þessarar
aldar með stórvirkan erlendan fisk-
veiðiflota uppi við strendur og inni
á fióum, síðast með sérstökum
samningi Dana og Englendinga.
Samkvæmt þessum skilningi Robb-
erstads voru það þá ekki aðeins ein-
stök ríki, sem Islendingar áttu í
formlegum deilum við, sem töpuðu
í landhelgismálinu, heldur vék forn
Rómarréttur fyrir fomum rétti
strandbúa.
Evrópubandalagið Býr nú sjálft
við 200 mílna fískveiðilandhelgi, en
vill hafa hana af íslendingum. Það
krefst þess að mega nýta mikilvæg-
ustu auðlind íslands án þess að
bjóða aðgang að nokkurri auðlind á
móti. Það hefur í raun ekki sætt sig
við þá réttarreglu sem varð alþjóð-
leg við sigur íslendinga árið 1976.
Gunnar H. Kristinsson gerir grein
iyrir afstöðu Evrópubandalagsins í
nýju riti sínu, Evrópustefnunni, m.a.
með eftirfarandi athugasemdum
(bls. 30);
„Evrópubandalagið skaðaðist
mjög verulega af alþjóðlegri viður-
kenningu 200 mílna fískveiðilögsög-
unnar, þegar strandríki fengu yfírr-
áðarétt yfir stærstum hluta fískveið-
iauðlinda. Sú endurskoðun hins upp-
haflega sjávarútvegspakka banda-
lagsins frá 1970 sem átti sér stað
1976—83 var nauðsynleg ekki síst
vegna þess að almenn viðurkenning
200 mílna fiskveiðilögsögunnar olli
því að bandalagsríkin höfðu miklu
minni aðgang að fiskimiðum en
áður og þess vegna allt of stóran
flota. Við þær aðstæður var hætta
á að reglan um jafnan aðgang
ieiddi til gífurlegi-ar ofveiði, og hin
nýja sjávarútvegsstefna gekk því
út á að hindra að slíkt gæti komið
fyrir, með því að skipta þeim afla
sem til skiptanna var milli aðildar-
ríkja bandalagsins. Innganga Spán-
ar og Portúgals í bandalagið — en
Spánn á stærsta fískveiðiflotann
innan bandalagsins þrátt fyrir tak-
markaðar auðlindir — var ekki látin
breyta í meginatriðum því samkom-
ulagi sem náðist innan bandalagsins
1983 um skiptingu fískistofna milli
allt of stórs flota aðildarríkjanna.
Hins vegar jók aðild Spánar mjög
á þrýstinginn innan bandalagsins
að afia fískveiðiheimilda innan lög-
sögu annarra ríkja.“
Þótt bandalagið vilji endurheimta
fiskyeiðiréttindi sem ríki þess áttu
við ísland fyrir 1950, hafa fískimenn
þess sjálfs ekki rétt til veiða hvar
sem er á fiskislóðum þess. Þar sem
það er þvert gegn almennri stefnu
bandalagsins um almennan rétt til
atvinnurekstrar, hlýtur það að vera
verkefni ráðamanna þess að fylgja
því máli eftir, þegar færi gefst. Eins
og alkunna er, eru nú mörg erfið
mál til úrlausnar í bandalaginu, og
er ekki nema von að sum úrlausnar-
efni verði að bíða, svo sem það að
gera fískveiðislóðir bandalagsins að
almenningi.
Hvenær skyldi geta orðið breyt-
ing þar á, svo að bandalagið geti
fellt sjávarútveg sinn undir þá reglu
„Vegna afstöðu Evr-
ópubandalagsins til við-
skipta við Island á sjáv-
arútvegurinn tvo kosti,
og er hvorugur góður.“
að réttur fyrirtækja til rekstrar sé
hinn sami hvar sem þau kunna að
vera skráð í bandalaginu? Það er
vitaskuld auðveldara að koma slíkri
reglu á, ef svigrúm sjávarútvegs
bandalagsins ykist. Þar sýnist geta
orðið tækifæri við inngöngu Noregs
og íslands í bandalagið.-
Vegna afstöðu Evrópubandalags-
ins til viðskipta við ísland á sjávarút-
vegurinn tvo kosti, og er hvorugur
góður. Annar er að láta af hendi
fískveiðiréttindi gegn lækkuðum
tolli á unnum fiski. Hinn er að ját-
ast undir hinn nýja Rómarrétt
(Rómarsáttmálann) með inngöngu
í bandalagið og eiga það þá undir
stofnunum þess hvenær forn Róm-
arréttur um fiskslóðir sem almenn-
ingur verður að fullu endurreistur.
í þessari stöðu virðist það vera í
þágu hagsmuna Evrópubandalags-
ins að láta allt kyrrt um sinn sem
lýtur að því að opna fiskislóðir band-
alagsins fyrir öllum fiskimönnum
þess. Spánveijum og öðrum sem eru
aðþrengdir með fiskveiðiflota sinn
má þykja vinnandi að bíða og sjá
hvað setur, ef ástæða er til að ætla
að bilbugur sé á Norðmönnum og
íslendingum á hvorn veginn sem
færi, en það væri gegn grundvallar-
reglu hins nýja Rómarréttar að
heimila nýju aðildarríki lengur en
til aðlögunar að halda yfirráðum
yfir auðlindum sjávarins.
Þessi mál yrðu enn auðveldari
viðfangs fyrir bandalagið, ef ísland
gerðist aðili að því og íslenzka ríkið
hefði áður komið á sölu veiðileyfa.
Með veiðileyfasölp ríkisins er réttur
til fískveiða við ísland ekki veittur
þeim sem byggt hafa afkomu sína
sérstaklega á þeim, heldur er hann
orðinn tekjulind ríkisins af auðlind
sem hinn nýi Rómarréttur stefnir
Björn S. Stefánsson
að verði almenningur, eins og var
í hinum forna Rómarrétti. Það er
ólíklegt, að slík tekjuöflun eins ríkis
af auðlind, sem bandalagið hefur
þegar tekið sér ráðstöfunarrétt yfir
og stefnt er að verði almenningur,
geti samrýmzt þeim rétti. Ætli
þætti ekki sjálfsagt í Brussel að
Evrópubandalagið sjálft tæki til sín
tekjurnar?
Höfundurerdr. scient. ogstundar
þjóðfélagsrannsóknir.
IBM RISC System/6000
Enn kemur IBM keppinauluni sínuin í
opna skjöldu, aö {þessu sinni meö nýn i
fjölskyldu firnaöfluj»ra tölvuniiðstööva 04»
vinnustööva, RISC Systein/6000, og nú
eru möguleikarnir nánast ótakmarkaöir.
js-
Blomberq
þvottavélar.
7 gerðir.
Gott verð - greiðslukjör
Elnar Farestvett&Co.hf
BORGARTÚNI28, SÍMI622901.
L*I6 4 stoppar vM dymar
Þessar nýju tölvur byggja á
nýrri POWER-hönnun (Perform-
ance Optimization With En-
hanced RISC), sem felur m.a. í
sér að margir örgjörvar geta
framkvæmt aðgerðir samtímis.
Þannig er hraði minnstu vélar-
innar í hópnum 27,5 MIPS (mill-
jón skipanir á sekúndu), eða
mun meiri en hjá öðrum sam-
bærilegum tölvum á markaðn-
um.
Allt sem við kemur þessum
tölvum er mjög fullkomið og
ýmist hannað frá grunni eða
endurhannað til að mæta af-
kastakröfum RISC System/
6000. Sem dæmi má nefna nýja
og hraðvirka IBM microchannel
braut, sem afkastar allt að 40 MB
á sekúndu með möguleikum á
tvöföldun og jafnvel fjórföldun
þess hraða, nýja diska með að-
gangstíma allt niður í 11,4 msek,
ný segulbönd sem geta afritað
allt að 2,3 GB á litlar spólur,
geisladisk sem geymir allar
handbækur með kerfinu, sam-
tals 600 MB, og þannig mætti
lengi telja.
FYRSÍ OG FREMST
SKAFTAHLÍÐ 24 REYKJAVÍK SÍMI 697700
VIÐURKENNDUR SÖLUAÐILI:
TÖLVUMIÐLUN HF.
SKEIFUNNI 11
SÍMAR: 688517, 37222
\wxm>ém MiWV:,..
í RISC System/6000 röðinni
eru sex nýjar vélar. Þær má nota
sem vinnustöðvar (t.d. fyrir
teiknikerfi), sem netþjóna (t.d.
sem skráamiðlara fyrir UNIX eða
DOS vélar) og sem fjölnotenda-
vélar (með tengingar fyrir fleiri
en 500 tæki).
Kerfið notar AIX 3, IBM útgáf-
una af UNIX stýrikerfinu, sem
hefur verið endurhannað til þess
að nýta sér alla kosti RISC
System/6000.
Nú er cilveg sama að hverju þú
vinnur: IBM er með tölvu fyrir
Ng!
l:/:t:l:/:/:l:f