Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 1990
47
Um stj örnusambands-
stöðvar í Eddukvæðum
Til Velvakanda.
Víða í Eddukvæðum má sjá þess
glögg merki að fornmenn hafi haft
allnáin sambönd — að fjarhrifaleið-
um — við mannkyn annarra hnatta,
enda eru mörg kvæðanna allmörg
blönduð frásögnum frá slíkum stöð-
um. í þessari litlu grein vil ég að-
eins tilfæra eina vísu, þar sem mér
virðist þetta koma mjög skýrt fram.
Vísan er í Fáfnismálum og 'hljóðar
svo.
Salur er á háu
Hindarfjalli,
allur er hann utan
eldi sveipinn,
þann hafa horskir
halir um görvan
úr ódökkum
Óparljóma.
Sippa er týnd
Hún Sippa fór að heiman frá sér
að Hamraborg 26 í Kópavogi 3.
september. Það var fólk að flytja
þennan dag og gæti hún hafa
þvælst með milli hverfa. Hún er
eyrnamerkt ELF 019. Þeir sem
hafa orðið varir við Sippu eru vin-
samlegast beðnir að hringja í síma
641195.
Hrifning skáldsins á þessari sýn,
höllinni fögru, leynir sér ekki, enda
tekst því hér einstaklega vel upp,
svo að á vísunni er mikill snilldar-
bragur.
Auðsætt virðist mér, að skáldið,
sjáandinn, sé hér að lýsa stjörnu-
sambandsstöð á öðrum hnetti, þar
sem framvinda lífsins er komin á
hina réttu leið.
í hrifningu sinni notar skáldið
hin fegurstu orð til að lýsa hinni
mikilfengu höll, og þeirri birtu og
Ijómandi bjarma, sem umlykur hana
og frá henni stafar, enda er slík
lýsing mjög í samræmi við það, sem
best hefur orðið skynjað á ýmsum
tímum.
Skáldið lýsir þessu svo að öll sé
höllin utan eldi sveipin, og er hér
óefað átt við það sama sem á öðrum
stöðum í Eddu er kallað vafurlogi,
m.ö.o. hún er öll jómandi til að sjá.
Þá talar hann um „horska hali“ sem
gert hafi salinn, og ber svo að skilja,
að færustu snillingar þess hnattar
hafi unnið þetta mikilvæga starf,
og talað er um að byggingarefnið
sé úr ódökkum Ógnar Ijóma“ þ.e.
úr skírasta gulli (eða öðrum hlið-
stæðum bergtegundum) sem ljóma
stafar af. Öll lýsingarorð vísunnar
bera þess merki, að skáldið velur
aðeins þau orð, sem lýsa birtu og
ljóma, þar sem þessi fagra höll á í
hlut. Enda mun það svo, að stjörnu-
sambandsstöðvar á framfarahnött-
um, eru þær byggingar lífstefnu-
mannkynja sem mest er vandað til
og jafnan eru reistar á hálendum
stöðum eða á fjöllum, enda kemur
það fram í fyrstu orðum vísunnar,
þar sem segir að höllin standi á háu
Hindarfjalli.
Ég mun ekki fjölyrða hér frekar
um að sinni, þótt margt mætti um
tala. En benda mætti þeim, sem
lesa Eddukvæði á, að veita sérstaka
athygli þeim atriðum kvæðanna,
sem vísa til sambands við lengra
komið líf annarra hnatta, .og til
þeirra atriða, sem einkum benda til
sambandsstöðva, eins og þeirrar,
sem á var minnst hér að framan.
Ingvar Agnarsson
Mengrmarlaus stóriðja
Til Velvakanda.
Merkilegt er að nokkur maður
skuli vilja að álver verði reist við
Eyjaijörð. Ef þetta væri gert er
hætt við að mikið mengunarslys
yrði sem aldrei fengist bætt, enda
spumingin hvort nokkur væri bóta-
skyldur. Eins og allir vita er mikil
loftmengun umhverfís álverksmiðj-
ur og þurfa menn ekki annað en
litast um í Sti'aumsvík á logndegi
til að sjá það. En logndagar eru
ekki algengir á Suðurnesjum eins
og kunnugt er. í Eyjafirði myndi
loftmengunin hins vegar lokast inni
í firðinum í stillum og væri þá eng-
inn öfundsverður að eiga þar heima.
Sú hugmynd að staðsetning álvers
þarna gæti orðið Norðlengingum til
framdráttar er hæpin.
Reyndar tel ég álverksmiðju ekki
eftirsóknarverða fyrir neinn lands-
hluta. Skynsamlegra væri að nota
rafmagnið til að framleiða vetni en
nú eru að opnast möguleikar til að
flytja það út. Þetta er alveg meng-
unarlaus stóriðja og mætti því stað-
setja hana hvar sem er á landinu.
Stjórnmálamenn eru jafnan
skammsýnir en þeir ættu nú að
hrista af sér doðann og vinna að
því að vetnisframleiðsla komist í
gagnið hér á landi. Álver er ekki
lausnin hvar sem það verður stað-
sett á landinu..
R.G.
KostaB
KOSTABODA
KRINGWN
KBIkieNH Sími 689122
Sjúkraþjálfun
Hef hafið störf hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, Seljavegi 2.
Tekið er á móti tímapöntunum í síma 621916.
Stefán Ólafsson,
löggiltur sjúkraþjálfari.
BORGARAFLOKKSFÓLKS
Vetrarstarfið er að hefjast. í dag, fimmtu-
daginn 13. september, verður fyrsti
fimmtudagsfundur Borgaraflokksins á
komandi vetri. Fundurinn hefst kl. 17.00
á aðalskrifstofu flokksins í Síðumúla 33.
Guðmundur Ágústsson, þingmaður
flokksins, mun ræða stjórnmálaástandið
og starfsemi flokksins í vetur. Kaffiveit-
ingar og létt meðlæti verður á boðstóium.
Allir velkomnir.
Borgaraflokkurinn.
Tannlæknir
Hef flutt tannlæknastofu mína
úr Mosfellsbæ á Snorrabraut 29,
sími 13133
SNORRABRAUT
HLEMMUR
Gunilla Skaptason, tannlæknir.
-skór
Teg. 1014
Litur: Svart leður
Stærðir: 40-47
Verð kr. 5.820,
Ecco-skór
gæðana vegna.
Laugavegi 41,
sími 13570.
SIEMENS
• Stórt lúguop og stór lósía
• Öryggislæsing og kæling í lok
þurrkunar til að forðast krumpur.
• Tekur 4,5 kg af þvotti.
• Sérlega hagkvæmur og spameytinn.
Staðgreiðsluverð: 39.900 kr.
SMITH&NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300