Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.09.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 13. SEPTEMBER 1990 7 Skagfírðingar og Sunnlend- ingar kaupa Kveik frá Miðsitju Hrossaræktarsambönd Skag- firðinga og Sunnlendinga hafa keypt stóðhestinn Kveik frá Miðsitju sem stóð efstur Qög- Menntamála- ráðherra kærður til Jafnréttisráðs TVEIR konur hafa kært Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, til Jafnréttisráðs vegna ráðningu Jóns Hjartarsonar í embætti fræðslustjóra Suðurlandsum- dæmis í júlímánuði. Elsa Þorkelsdóttir, fram- kvæmdastjóri Jafnréttisráðs, segir tvær kærur hafa borist ráðinu í lok ágúst. Er önnur frá Sigurlínu Svein- bjarnardóttur en hin frá Pálínu Snorradóttur sem báðar voru meðal margra umsækjenda um fræðslu- stjórastöðuna. Þær eru báðar kenn- arar að mennt með viðbótarmennt- un. Sigurlína er framkvæmdastjóri nefndar til undirbúnings ráðstefnu um umhverfisfræðslu og Pálína er yfirkennari við Grunnskólann í Hveragerði. Málið var nýlega tekið fyrir á fundi hjá Jafnréttisráði og á þriðju- dag sendi ráðið menntatnálaráð- herra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjölda umsækj- enda, menntun þeirra og starfs- reynslu. Einnig er spurt um hvað hafí ráðið því að ráðið var í stöðuna eins og gert var. Elsa sagði algengt að um þijár vikur tæki að fá svar- bréf frá atvinnurekendum og bjóst því ekki við að málið yrði tekið fyr- ir aftur hjá Jafnréttisráði fyrr en um miðjan október. urra vetra stóðhesta á Lands- mótinu á Vindheimamelum í sumar. Að sögn Einars E. Gísla- sonar, formanns Hrossaræktar- sambands Skagfirðinga, er um að ræða kaupleigusamning þannig að hesturinn verði greiddur að fullu á fimm árum. Sagði Einar að við undirritun samningsins verði greiddar 2,5 milljónir króna en síðan verði selj- endum hestsins greiddar 12.500 krónur af hveijum folatolli á 280 hryssum. Skilyrt er að hesturinn anni þessum fjölda á næstu fimm árum. Alls eru þetta 6 milljónir króna sem hrossaræHarsamböndin koma til með að ere i fvrir Kveik. Taldi Einar ljóst að folatollurinn undir Kveik yrði ekki undir 20 þús- undum króna með virðisaukaskatti en með því móti myndi hann borga sig upp á næstu fimm til tíu árum. Seljendur hestins eru Jóhann Þorsteinsson, Miðsitju, Þormar Andrésson, Hvollsvelli og Jón Þórð- arson, Eyvindarmúla. Kveikur hlaut 8,06 í einkunn á landsmótinu, 7,98 fýrir byggingu og 8,14 fyrir hæfileika. í kynbóta- einkunn samkvæmt tölvuspá Bún- aðarfélagsins sem gerð var í júní er hann með 124 sem 'þykir gott hjá ekki eldri hesti. Hann er undan Gusti 923 frá Sauðárkróki og Perlu 4119 frá Reykjum á Reykj aströnd. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Kveikur á Landsmótinu á Vindheimamelum í sumar, Jóhann Þor- steinsson á Miðsitju situr hann. Atlanta flýgur fyrir Lufthansa ZQrich. Frá Öiinii Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. ATLANTA, flugfélag Arngríms Jóhannssonar flugstjóra, gerði samning um vöruflug fyrir þýska flugfélagið Lufthansa í vikunni. Flugið mun heQast í október og felast í vöruflutningum milli Frankfurt og London og Frank- furt og Kaupmannahafnar. Atl- anta mun hefja flug fyrir júgóslav- neska flugfélagið Yugoslavian Airlines milli Belgrad og London um svipað leyti. Flugfélagið á tvær vélar. Önnur verður í áður nefndum verkefnum en hin mun áfram sinna flugi fyrir Finnair. Arngrímur sagðist eiga von á að þurfa að ráða nokkra flugmenn til viðbótar en nú starfa 6 áhafnir, meirihluti þeirra íslendingar, hjá Atlanta. m },. Sebamed fæst í apótekinu. Tillagan er algjórlega raunhœf því hvort sem þú veistþaö eöa ekki, þá er húö þín nú þegarþakin þunnu náttúrulegu sýrulagi, sem Sebamed verndar og vióheldur. Sýrulagiö, eins ogþaö er oftkallaó, heldur húöinni mjúkri og heilbrigóri. Þetta lag er einnigfyrsta vórngegn bakterium, sveppum, vírusum og eyöileggingaráhrifum frá loftslagi. Sýrulagið hefurpH-gildiö 5.5, sem er einmittþaó sama og pH-gildiMiWÍ húöhreinsivaranna. Venjuleg sápa hefuraftur á mótipH-gildi 10-11 (erbasísk) og eyöileggurþví náttúrulegar varnir húöarinnar. LágtpH-gildiSÚmtÍ gerirþœr aó frábœrum húöhreinsivórum fyrirþá, sem ekkiþola venjulega sápu, þvo sér oft, hafa óhreina húö eða þá, sem vilja vernda húöina ogheilbrigöi hennar. Sebamed hreinsar á mildan hátt og er án sápu og skaölegs basa. Sebamed erþróaö ísamvinnu viö húösjúkdómalækna og veldur ekki ofnæmi. Sebamed húðhreinsivórurnar eru til ífóstu ogfljótandi formi. Sebamed fljótandi léttsápan erþykk og freyöir hœfilega. Ilmurinn a/Sebamed er bœöi mildur ogþœgilegur. Óbreytt at- vinnuástand Atvinnuástand í ágústmánuði var nánast óbrcytt frá júlimánuði samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eða um 1,5% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Nokkur breyting verður á sam- setningu atvinnuleysisins, þannig að það dregur úr því á höfuðborgar- svæðinu, en það vex að sama skapi á landsbyggðinni. Það er breyting frá því sem verið hefur, því atvinnu- leysi hefur heldur verið í vexti undan- fama mánuði á höfuðborgarsvæðinu. Atvinnuleysið það sem af er þessu ári hefur verið um 2% af mannaflan- um að meðaltali, sem er miklu meira en verið hefur samfellt undanfarin ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.