Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B 224. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sendiherra Marokkó í Frakklandi: Saddam vill ekki verða píslarvottur París, Nikósíu, Abu Dliabi, Bagdad. Rcuter. SADDAM Hussein íraksforseti heimsótti í gær Kúvæt í fyrsta sinn eftir innrásina og ráðgaðist við herstjórnendur sína. íraska fréttastof- an INA sagði mannlíf með miklum blóma í Kúvæt og hefðu hermenn Saddams í Kúvæt-borg heitið því að fórna lífi sínu fyrir leiðtogann ef þörf krefði. Sendiherra Marokkó í Frakklandi segir Saddam engan hug hafa á því að verða píslarvottur araba og hægt sé að semja um innlimun Kúvæts í írak. Sérstakur sendimaður frá Ma- rokkó var nýlega í Bagdad. Sendi- herrann í París segir að Sadddm muni aldrei sætta sig við að furstinn af Kúvæt taki aftur við völdum. írak- ar muni einnig krefjast betri að- Hefðbundin vopn: Samið um stórfelldan niðurskurð New York. Reuter. RISAVELDIN tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, náðu í gær samkomu- lagi um öll meginatriði samnings um víðtækan niðurskurð hefð- bundins herafla í Evrópu. Talið er að samkvæmt ákvæðum samn- ingsins muni Sovétmenn þurfa að eyðileggja allt að 40.000 skrið- drekum en á því sviði vopna hafa þeir nú mikla yfirburði. Utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, James Baker, og starfs- bróðir hans sovéskur, Edúard She- vardnadze, skýrðu frá þessum áfanga á sameiginlegum frétta- mannafundi í New York í gær eftir fimm klukkustunda viðræður. Þeir sögðu að eingöngu ætti eftir að leysa fáein minniháttar mál áður en hægt yrði að undirrita CFE-samninginn svonefnda auk þess sem ríkin þyrftu að ráðfæra sig við bandamenn sína. Samningurinn gerir ráð fyrir mik- illi fækkun skriðdreka, flugvéla og fallbyssna sem varnarbandalqgin tvö, Atlantshafsbandalagið og Var- sjárbandalagið, ráða yfir. gangs að sjó, samnýtingar olíulinda á landamærum Kúvæts og íraks og jafnframt að skuldir íraka við Kúvæt verði strikaðar út. Saddam leggi nú áherslu á að verða ekki auðmýktur. Hosni Mubarak Egyptalandsfor- seti sagði á þriðjudag að viðskipta- bannið gegn írökum væri farið að hafa áhrif og gæti þvingað'þá til að hverfa frá Kúvæt. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að æ fleiri ríki virtust styðja hernaðaraðgerðir að því tilskildu að Sameinuðu þjóðirnar hefðu sam- þykkt þær fyrirfram. Reuter Mikill fögnuður ríkti í Berlín í fyrrinótt þegar sameiningardagurinn rann upp. Hér sést ónefndur Austur-Þjóðveiji sem vart ræður sér af gleði. Skjaldarmerkið hefur verið skorið út úr gamla a-þýska fánanum og maðurinn stungið höfðinu í opið. Þýskaland er sameínað — Þýskaland er fij álst - segir George Bush Bandaríkjaforseti í heillaóskaávarpi til þýsku þjóðarinnar Berlín. Bonn. Washington. Reuter. ÞJÓÐVERJUM bárust hamingjuóskir hvaðanæva úr heimin- um í gær vegna sameiningar þýsku ríkjanna. Við athöfn í Hvíta húsinu sendi George Bush Bandaríkjaforseti Þjóðveij- um heillaóskir. „I 45 ár bjó sundruð þjóð í hjarta tvískiptrar álfu. Og á þessari markalínu í deilum austurs og vesturs var einni þjóð bókstaflega skipt milli tveggja heima,“ sagði Bush. „Draumar verða stundum að veruleika. Þýskaland er samein- að — Þýskaland er frjálst.“ Á miðnætti aðfaranótt 3. októ- ber var Frelsisklukkunni hringt í Berlín til marks um að sameining- arstundin væri runnin upp og sam- þýskur fáni var dreginn að húni fyrir utan gamla’ þinghúsið (Reichstag). Richard von Weizsác- ker, forseti Þýskalands, flutti Leníngrad-búar vilja kenna borgina á ný við Pétur postula Moskvu. Reuter. MARGRA áratuga dýrkun á stofnanda _ Sovétríkjanna, Vladímír Íljíts Úljanov, er nefndi sig Lenín, virðist nú á undan- haldi í borginni sem ber nafn hans, Leníngrad. Vikublaðið Moskvufréttiv segir að félags- HEd| rannsóknastöð i borginni hafi wj|pH| nýlega gert skoðauakönnun sem W fS. gefi til kynna að meirihluti íbú- anna vilji á ný kenna hana við viadímír Lenín. Pétur postula. Pétur mikli keisari lagði grundvöll að borginni á 17. öld, nefndi hana Skt. Pétursborg og gerði að höfuðborg Rússaveldis; bolsévíkar gerðu síðan Moskvu aftur að höfuðborg. Heitið Petrograd var tekið upp í fyrri heimsstyrjöldinni og notað þar til eftir dauða Leníns. Leníngrad hefur um 4,2 milljón- ir íbúa og er næststærsta borg Sovétríkjanna. 44% aðspurðra sögðust vilja að borgin héti Skt. Pétursborg, fimm af hundraði vildu nefna hana Petrograd, aðeins 37% vilja enga breytingu. Mál- gagn kommúnistaflokksins í borginni hefur lagt til þá ötvæntingarfullu málamiðlun að miðborgin verði nefnd Skt. Pétursborgarsvæðið. Núverandi borgar- stjóri, Anatólíj Sobtsjak, er eindreginn umbótasinni og hefur sagt sig úr kommúnistaflokknum. Hann styður hugmyndir um nafnbreytingu en vill fresta framkvæmdum vegna kostnaðar. Æ fleiri sovéskir sagnfræðingar telja að Lenín hafi Iagt grundvöllinn að harðstjórn Jósefs Stalíns sem olli dauða tugmilljóna manna. Róttækur þing- maður kallaði Lenín nýlega „höfund ríkisrekinnar hermdarverkastefnu." ávarp þar sem' hann sagði m.a. að Þjóðverjar vildu þjóna heims- friðinum í sameinaðri Evrópu. Margir erlendir þjóðarleiðtogar vísuðu til fyrri reynslu af samein- uðu Þýskalandi og þótti þetta sýna að fortíð Þjóðverja væri ekki gleymd. „Á þessari sögulegu stund fyrir þýsku þjóðina er ég sann- færður um að sameinað Þýskaland mun ekki misnota traust heims- byggðarinnar, og sérstaklega ná- granna sinna,“ sagði Wojciech Jaruzelski, forseti Póllands, í heillaóskaskeyti til von Weizsác- kers. Francois Mitterrand Frakk- landsforseti sagði að sameiningin væri „réttlátur dómur sögunnar". Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, óskaði Þjóðveij- um til hamingju en minnti á að það væri undir öðrum ríkjum kom- ið að sjá til þess að Þjóðveijar yrðu ekki allsráðandi í Evrópu. Israelar fögnuðu sameiningu Þýskalands með nokkrum semingi og eitt dagblaðið sagði hana móðg- un við gyðinga. Yitzhak Shamir, forsætisráðherra landsins, sagði að það hefði valdið sér vonbrigðum að ekki væri minnst á helför gyð- inga í samningi þýsku ríkjanna um sameiningu. . Óvæntasta heillaóskaskeytið kom sennilega frá Bagdad þar sem írösk stjórnvöld óskuðu Þjóðveij- um til hamingju og liktu samein- ingunni við „samruna" íraks og Kúvæts. Stjórnleysingjar, sem mótmæltu sameiningunni, lentu i átökum við lögreglu í miðborg Berlinar. Við Alexandertorg var bíl velt og kveikt í honum; um 150 óeirða- seggir voru handteknir. Sjá fréttir á bls. 23 og miðopnu. Rússajeppi á góðu verði Berlín. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. PYLSUR, blöðrur, vín og her- búnaður eru meðal varnings sem er til sölu á sameiningar- hátíð Þýskalands í Berlín. Það var ekki fyrr búið að Ieysa upp austur-þýska herinn er grænn „Rússa“-jeppi var boðinn til sölu fyrir framan minnismerk- ið um fórnarlömb fasisma og hervalds á breiðgötunni Unter den Linden. Jeppinn kostaði 5.000 þýsk mörk (um 180.000 ÍSK) og grænn Trabant á kerru fyrir aft- an hann var boðinn á 2.500 mörk. Faðir átta ára stúlku skellti henni upp á vélarhlíf jeppans en barnið hafði ekki meiri trú á herbúnaði austursins en svo að hún hrópaði í skelfingu sinni: „Taktu mig nið- ur, húddið heldur mér ekki!“ Austur-þýskur fáni fékkst á 10 mörk og herfrakkar, jakkar, bux- ur og skór voru til sölu auk hatta og merkja af ýmsum gerðum. Pólskir kaupahéðnar á staðnum virtust hafa verið fljótir að átta sig á að það yrði eftirspurn eftir þessum hlutum. Verðirnir við minnismerkið, sem voru hættir að nota gæsa- gang, voru á vakt fram eftir degi og vegfarendur notuðu tækifærið til að mynda þá í bak og fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.