Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990
fclk f
fréttum
K^SsYNING
Mikið mjálmað í Gerðuberg’i
Fyrsta kattasýning Kattaræktar-
félags íslands fór fram í
Gerðubergi í Breiðholti á sunnudag-
inn eins og frá hefur verið greint
í fréttum. Kattaræktarfélagið var
stofnað á þessu ári, nánar tiltekið
í apríl, og þetta var frumraunin í
sýningarhaldi. Þótti vel takast til
og fjölmargir áhugasamir aðilar um
ketti litu inn á samkunduna. Fyrir
ýmsa forvitna var það framandi
sjón að sjá ketti í búrum, en þar
eru þeir þó aðeins meðan á sýn-
ingu stendur. Ljósmyndari Morg-
unblaðsins, Ámi Sæberg, var með-
al kattaskoðara á sunnudaginn og
myndir hans tala sínu máli.
M.C. Hammer
TÓNLIST
Velgengni
M.C.
Hammer
Popparinn M.C. Hammer
hefur átt gífurlegri vel
gengni að fagna. Hljómplata
hans sem kom út fyrr á árinu
hefur náð feiknalegum vinsæld-
um beggja vegna Atlantsála
síðustu mánuði, einkum þó og
sér í lagi lag hans „U can’t
touch this“ sem náð hefur efsta
sæti vinsældalista um alla Evr-
ópu og í Bandaríkjunum. Fyrir
skömmu bættist honum rós í
hnappagatið er sjónvarpsstöðin
MTV í Bandaríkjunum veitti
árleg leiklistar- og tónlistar-
verðlaun. Hammer hreppti
tvenn verðlaun; fyrir besta
músíkmyndbandið og fyrír
besta myndbandið í „rap“-
flokki. Á myndinni hampar
Hammer öðrum verðlauna-
gripnum.
Fyrir skömmu var fjölskyldan á leiðindaveður eins og títt er á
myndinni stödd hér á landi þessum árstíma, en það kom
með þennan kostulega farkost. Em- lítið að sök, því eins og sjá má
hvers konar aftanívagn fyrir reið- var fólk þetta vel búið. Ferð
hjól sem heimilisfaðirinn dró á eftir þeirra hingað til lands átti nokk-
sér, en í vagninum sátu börn þeirra uð athyglisverðan uppruna, hún
hjóna, Will 6 ára og Ruth 3 ára. féU í þeirra hlut úr sjóði sem
Krakkamir, ásamt foreldrunum stofnaður var til minningar um
Stuart og Patrice, voru hér í nokk- bandarísku konuna sem fórst
urra daga ferð og ferðuðust tals- með geimfetjunni Challenger á
vert með þeim hætti sem myndin sínum tíma.
ber með sér. Þau hrepptu yfírleitt
LEIKLIST
Olin vill
losna við
Steadman
Leikarinn Ken Olin, sá hinn sami
og leikur auglýsingamanninn
Michael Steadman í hinum vinsælu'
þáttum um fertugsaldurinn, er ekki
beinlínis ánægður með gang mála
í seinni tíð. Það em raunir í starf-
inu sem angra hann og em margir
undrandi, því vinsældir umræddra
þátta em gífurlegar og Olin í lykil-
hlutverki. Hann ætti þvi að vera
himinlifandi samkvæmt formúl-
unni. En það er hann ekki.
Vandinn er sá, að persónan Mich-
ael Steadman er í miklum hávegum
höfð hjá aðdáendum þáttanna. Hins
vegar renna persónumar Michael
Steadman og Ken Olin saman, því
ungi maðurinn virðist vera að leika
sjálfan sig. Olin hefur sömu rödd-
ina, talandann, rólega yfirbragðið
og svipbrigðin og Steadman. Olin
heldur því hins végar fram, að per-
sónurnar séu gerólíkar, menn ein-
faldlega trúi því ekki og svo rammt
kveði af þessu að almenningur
mgli nöfnunum saman. Kalli leikar-
ann Michael Olin eða jafnvel Micha-
el Steadman og viti ekki einu sinni
nafn leikarans. Nýlega er virt tíma-
rit birti nokkur nöfn leikara í lista,
stóð „Ken Olin/Michael Steadman",
svona eins og mörkin milli þeirra
væru óljós.
Þetta tekur allt saman töluvert
á Olin sem er mjög áhugasamur
og metnaðargjarn ungur leikari.
Ken Olin
Hann er sannfærður um að þessi
vitleysa standi leikaraferli hans fyr-
ir þrifum og hann fái engin boðleg
hlutverk í kvikmyndum á meðan
að fólk telji að hann sé engu skárri
en „mélkisan“ Michael Steadman.
Því var það, að Ken Olin greip
æstur tækifærið til þess að leika
geðveikan morðingja í kvikmynd-
inni „Good Night Sweet Wife“, þar
er hann maður sem myrðir konu
sína á skuggalegan hátt en reynir
að skella skuldinni á heimilislausan
flækingsnegra. Þegar bróðir morð-
ingjans kemst að hinu sanna kom-
ast lögreglan og æðri yfirvöld í
spilið og það endar með því að Olin
hoppar fram af brú og fyrirfer sér.
Saga þessi er byggð á sönnum at-
burðum og telur Olin að hann muni
fylla löngu tæmt sjálf sitt á nýjan
leik með þátttöku í myndinni og
með honum verði reiknað framveg-
is sem hæfum leikara.