Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 1990 35 Torfi Guðmundsson frá Drangsnesi Fæddur 1. janúar 1906 Dáinn 12. september 1990 Mig langar til að minnast tengda- föður míns, sem lést í sjúkrahúsi ísafjarðar 12. september síðastlið- inn. Vaj hann jarðsunginn frá kap- ellu á ísafirði og lagður til hinstu hvíldar í ísaijarðarkirkjugarði. Foreldrar Torfa voru Guðmundur Torfason og Anna Jóhannsdóttir. Guðmundur og Anna bjuggu fyrst á Bassastöðum, síðan á Hafnarhól- um í Strandasýslu. Torfi var á ýmsum stöðum sem unglingur, sem algengt var á þéssum árum. Kona Torfa er Ása María Áskelsdóttir. Foreldrar hennar voru Áskell Páls- son og'Guðríður Jónsdóttir. Bjuggu þau lengst á Bassas1,öðum og einn- ig á Kaldrananesi. Torfi og Ása bjuggu alla sinn búskap á Drangs- nesi. Þar stundaði Torfi sjó, sem hefur verið erfitt á þeim árum, langt sótt og skipin ekki stór, en á sjónum kunni Torfi vel við sig. Hann stund- aði sjómennsku þangað til hann veiktist 1955 og þurfti að ganga undir mikla aðgerð. Þá var sjó- mennskunni hjá Torfa lokið. Það vantaði verkstjóra við frystihúsið á Drangsnesi. Hann dreif sig því á fimm vikna námskeið og tók við verkstjórastöðunni og gegndi hann því starfi í 28 ár. Ég held ég megi segja að hann hafi verið vel liðinn öll þessi ár, þó alltaf sé erfitt að gera svo öllum líki. En létta lundin hjálpaði honum yfir allt. Torfi og Ása áttu 8 börn sem öll eru á lífi. Þau eru þessi talin í aldursröð: Elst er Dagbjört, gift Guðmundi Hall- dórssyni og eiga þau 6 börn. Guð- mundur, giftur undirritaðri og eiga þau 5 börn. Haukur, giftur Svand- ísi Jóhannsdóttur og eiga þau 2 dætur. Áslaug, hennar sambýlis- maður er Karl Siguijónsson og á hún 6 börn. Gunnar, giftur Guðríði Jóhannsdóttur og eigajoau 5 börn. Þórdís, gift Hannesi Olafssyni og eiga þau 3 börn. Guðjón, giftur Bergljótu Friðþjófsdóttur og eiga þau 4 dætur. Anna, hennar sambýl- ismaður er Aðalbjörn Jónsson og á hún 2 syni. Það var stundum mannmargt hjá Torfa og Ásu á Grund, en svo hét húsið, sem þau áttu á Drangsnesi. Það var alltaf tilhlökkun fyrir barnabörnin að koma til afa og ömmu. Það var svo margt hægt að skoða og gera þar. Barnabörnin eiga öll góðar minningar um afa sinn, sem þau kveðja nú með trega. Fyrir u.þ.b. þremur árum ákveða þau Torfi og Ása að flytja frá Drangsnesi og kaupa_ sér íbúð í Hlíf, húsi aldraðra á ísafirði. Þar leið þeim vel, stutt var að labba niður að höfn og fylgjast méð bát- unum koma og fara og spjalla við sjómennina. Fyrir u.þ.b. tveimur árum fékk Torfi slag og lamaðist, og hann náði sér aldrei eftir það. Þá reyndi mikið á tengdamóður mína en hún var sterk þessi ár. Ég bið góðan Guð að styrkja hana sem nú sér á eftir elskulegum lífsföru- naut. Öllum afkomendum Torfa votta ég mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning hans. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Tengdadóttir, Elsa Krisljánsdóttir Ribena sólberjasafi varla til neitt hollara SKÁTABÚÐIN SNORRABRAUT 60, S. 624145 FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA « Stinga ekki «Úr fínustu merinóull «Mjög slitsterk « Má þvo viö 60°C IBESTAI HÆTTIÐ AD BOGRA m Nýbýlavegi 18 Sími 641988 Auðveldara, • fljótlegraog hagkvæmara! ú fást vagnar með nýrri vindu par sem moppan er undin með einu handlaki án pess að taka þurfi hana afskaftinu. Moppan fer alveg inn í horn og auðveldlega undlr húsgögn. Einnig er hún tilvalin í veggjahreingerningar. Þetta þýðir auðveldari og Petri þrif. -NOT/V TÆKÍFSR/Ð - MmxmAserr m 2m 9 Óseyri4, Auðbrekku2, Skeifunni 13, Akureyri Kopavorji Reykjavik j- TEAM '85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.