Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 32 Minning: SigiuTÓs Guðmundsdótt- ir Guðnabæ, Akranesi Fædd 22. júní 1912 Dáin 27. september 1990 Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Þessi bæn kom í huga okkar þegar við fengum að vita að elsku amma Rósa væri farin. Hún kenndi okkur þessa bæn þegar við vorum 'vr*ítil kríli og bað okkur að fara með hana áður en við færum að sofa. Það er erfitt að trúa og hvað þá ■ að skilja að amma sé ekki meðal okkar núna, hún sem var okkur svoN mikið. Alltaf var hægt að fara til ömmu þegar eitthvað bjátaði á, hún var eins og klettur, huggaði og hughreysti okkur öll. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um, hún missti fyrsta barnið sitt aðeins rúmlega tveggja ára gamalt. Afi dó aðeins 58 ára að aldri, enn verður amma fyrir áfalli þegar hún missir hana Maren, ömmubarnið sitt, sem var henni svo mikils virði. Trú og vissa um eilíft líf og að hún myndi hitta ástvini sína aftur hjálp- aði henni mikið í sorg hennar. Amma hafði brennandi áhuga á andlegum efnum, Hafsteinn miðill var henni einstaklega kær, sótti hún fundi hjá honum eins og hún hafði heilsu til og oft eftir að hún veikt- ist bað hún okkur um að fá að koma með á slíka fundi. Okkur er minnisstætt þegar við vorum lítil, hvað var gott að fá að sofa hjá ömmu, fá kringlukaffi í rúmið og spæld egg, það var sko stjanað við mann i Guðnabæ, svo ekki sé minnst á kjötsúpuna hennar sem allir sóttu í. Það er yndislegt að hugsa til þess hvað amma átti í raun góða að. Bömin hennar hugsuðu um liana eftir að hún veiktist fyrir 10 árum og alltaf gaf Sigga systir hennar sér tíma til að kíkja til henn- ar og hvað henni ömmu þótti vænt um það. Við hugsum um það með trega hvað ömmu þótti gott að hafa öll barnabarnabörnin sín hjá sér, hvað Fæddur 5. apríl 1931 Dáinn 24. september 1990 Hinsta kveðja frá eiginkonu, börnum og barnabörnum A þessum tímamótum viljum við, með tregum huga, þakka honum samfylgdina. • Sárt er að skilja um sinn, en minningin um ástríkan og ljúfan föður, afa og eiginmann mun lifa "'og eftir standa bjartar og blíðar endurminningar um Ármann, sem við munum geyma í hjörtum okkar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Nú dagur þverr og nálgast nótt til náða sem að kveður drótt, ó, faðir Ijóss og alls sem er gef öllum frið og hvíld í þér. (Stgr. Thorst;) í dag er iagður ríl hinstu hvíldar kær bróðir minn. Ég er harmi sleg- in og mér vefst tunga um tönn. Ekki hvarflaði að mér er við sát- um saman hönd í hönd í Áskirkju við útför móður okkar fyrir réttum tveim mánuðum, að við ættum ekki eftir að hafa hann lengur hér á henni fannst gaman þá. Hún potaði í þau með stafnum sínum og skelli- hló þegar þau reyndu að ná honum af henni. Álltaf varð hún leið ef við skömmuðum þau og bað hún okkur að gera það ekki, þau væru svo lít- il og þau væru henni svo mikið. Okkur fínnst yndislegt að hafa fengið að hafa hana hjá okkur þenn- an tíma, það eru ófá kvöldin sem við hugsuðum til hennar og að fá að hafa hana hjá sér dag og dag þegar þannig stóð á. Megi Guð geyma elsku ömmu Rósu. Minning hennar mun lifa með okkur. Með söknuði. Barnabörnin í dag fer fram frá Akraneskirkju útför systur minnar, Sigurrósar Guðmundsdóttur frá Guðnabæ Akr- anesi. Lést hún í Borgarspítalanum í Reykjavík 27. september sl. Sigurrós var fædd 22. júní 1912 að Sigurðsstöðum, Akranesi, dóttir hjónanna Kristínar Jónsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar. Var hún 4. í röðinni af 10 börnum þeirra hjóna. 2 börn átti Kristín frá fyrra hjónabandi. Á skömmum tíma hefur stórt skarð verið höggyið í þennan stóra systkinahóp þegar 4 systkini falla frá á 3 árum og aðeins 5 mánuðir á milli þeirra síðustu tveggja. Rósa eins og hún var jafnan köll- uð ólst upp í þessum stóra hóp. Húsakynnin voru ekki stór á þess- um tíma en samheldnin var mikil með okkur systkinunum. Rósa giftist 21. maí 1932 Jóni Guðmundssyni trésmið frá Guðnabæ hér1 í bæ, andaðist hann árið 1965. Hann var mjög vel látinn af öllum sem hann þekktu, góður smiður, gamansamur, hlýr og léttur í lund og vildi hann hvers manns vanda leysa. Var hann góður vinur okkar hjóna og átti margar ferðir heim til okkar að fá kaffisopa og spjalla. Þau hjón eignuðust 7 börn. Elsta barnið misstu þau tæpra 3 ára en meðal okkar. Þó vissi ég að hann var sársjúkur, en gamalt mein hafði tekið sig upp. Foreldrar okkar voru hjónin Jón J. Ármannsson stýrimaður, fæddur 23.11. 1889, dó 20.7. 1987, og Guðlaug M. Guðmundsdóttir fædd 14.8. 1900, dó 14.7. 1990. Þau eignuðust þijú börn. Elst er Elín (sú er þessar línur ritar), þá Ármann, sem nú er kvaddur, og Guðmundur. Hugurinn reikar ósjálfrátt meira en hálfa öld aftur til bernskuáranna þar sem við áttum í skjóli ástríkra foreldra bjarta og góða daga. Við á efri hæðinni, amma og afi og öll föðursystkinin á neðri hæðinni, já, sannkölluð kjarnafjölskyída. Margs er að minnast, sem of langt væri að telja upp hér. Ármann bróð- ir minn var sérlega dagfarsprúður og drengur góður og snyrtilegur svo af bar, samviskusamur og vandvirk- ur við það sem hann tók sér fyrir hendur. Það var eins og fagmaður stæði þar að verki, svo vel skilaði hann öllu sem hann vann að enda ber heimili hans því fagurt vitni. Það var hans stóra gæfuspor í lífinu er hann gekk að eiga unnustu sína, Önnu Benediktsdóttur, þann 16. apríl 1960. Ármann og Ánna urðu strax svo samstiga og sam- hent að varla var annað nafnið nefnt að hitt nafnið fylgdi ekki með og saman stóðu þau í að fegra og síðan koma: Guðríður, hennar mað- ur Pétur Elísson, Guðmundur, hans kona Ingunn Ivarsdóttir, Kristín, hennar maður Allan Sveinbjörns- son, Hildur, hennar maður Val- mundur Eggertsson, Valur, hans kona Elín Geirsdóttir, Guðrún, hennar maður Davíð Aðalsteinsson. Barnabörnin eru orðin 22, barna- barnabörnin eru 23. Afkomenda- hópurinn er orðinn stór. Einnig dvaldi á heimilinu móðir Jóns meðan hún lifði. : Jón og Rósa bjuggu öll sín bú- skaparár í Guðnabæ. Mikill gesta- gangur var hjá þeim alla tíð. Þang- að voru alltaf allir ýelkomnir. Það var nóg að gera fyrir Rósu með allan þennan barnahóp en aldrei heyrðist hún kvarta. Rósa var létt í lund,_ gamansöm og vinnusöm mjög. Ég sem þessar línur rita var heimagangur á heimilinu sem barn. Átti það að heita að ég væri að passa en ég hef nú kannski ekki verið mjög dugleg við það. Þegar ég var sjálf komin með börn sóttu þau mjög að komast að Guðnabæ því þar var alltaf svo mikið að krökkum að leika sér við. Svo bætt- ust barnabörn þeirra hjóna við, sóttu þau mikið til a'fa og ömmu. Eftir að Jón lést fór Rósa að vinna utan heimilis, bæði í frysti- húsi og í mötuneyti í Hvalfirði. Hún veiktist 1968 og þurfti að fara til Englands í hjartaaðgerð. Guðríður dóttir hennar dvaldi hjá henni allan tímann. Rósa náði sér nokkuð vel eftir þessa aðgerð og komst til vinnu á nýjan leik og stundaði hana bæta heimili sitt hvort á sinn hátt. Ármann og Anna eignuðust þijú indæl og góð börn, en þau eru Díana, Anna Dóra og Brynjar, sem öll eru uppkomin og hafa stofnað sín eigin heimili. Barnabörnin eru orðin fjögur, tvær stúlkur og tveir drengir. Ármann elskaði ykkur öll, það sá ég vel. Barnabörnin hænd- ust að honum og hann umvafði þau kærleika sínum. Elsku Anna mín, við eigum öll um sárt að binda, sárastur er harm- ur þinn og barnanna, enda búin að eiga saman yfir þrjá áratugi. Það er sagt að trúin flytji fjöll og ég veit að trúna skortir þig ekki, hún býr í hjarta þínu. Ef kærleikann vantar þá er.tómá- rúm. Ég bið góðan Guð að milda sársaukann og þerra tregatárin. Minningin um tryggan og góðan í 10 ár. Þá fær hún heilablóðfall og varð máttlítil en ekki gafst Rósa upp. Sýnir það hve kraftmikil kona hún var. Þetta var erfiður tími fyr- ir hana, oft var hún mikið veik. Ekki hafði það verið vani hennar að vera upp á aðra komin en þann- ig fór það nú samt. Börnin hennar hafa verið alveg einstök, höfðu þau hana til skiptis hjá sér og önnuðust hana. Ekki létu barnabörnin sér síður annt um ömmu sína en þau tóku hana til sín ef á þurfti að halda. Við þessa lömun sína mátti hún búa í 10 ár. Því hefur hún eflaust verið hvíldinni fegin. Dóttir hennar sagði við mig: „Mikið sökn- um við hennar mömmu, hún var alltaf svo jákvæð og þægileg, aldrei heyrðist frá henni styggðaryrði.“ Þegar við systurnar komum tily hennar var það alltaf sama hlýja brosið sem mætti okkur og gerði hún að gamni sínu eins og hún hafði getu til. Við systurnar frá Sigurðsstöðum viljum færa börnum hennar sér- stakar þakkir fyrir hve vel þau önn- uðust móður sína öll þessi ár. Ég og mín fjölskylda vottum börnum hennar, tengdabörnum og aðstand- endum öllum okkar dýpstu samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Ester Guðmundsdóttir, Akranesi í dag kveðjum við ömmu okkar, Sigurrós Guðmundsdóttur. Um hana eigum við margar góðar minn- ingar og langar okkur að minnast hennar með fáeinum línum. Á okkar yngri árum fórum við mörg sumur í ferðalög með pabba, mömmu og ömmu Rósu. Þá vakti amma okkur ætíð með kaffi í svefn- pokann en hún hafði vanið okkur á unga aldri á kaffidrykkju. Einnig var hún óþreytandi við að tína steina ásamt okkur krökkunum sem við síðan settum á gólfið í bílnum. Oft var orðið lítið pláss á gólfinu þegar heim kom og eitt sinn á Stein- grímsfjarðarheiði var bíllinn orðinn svo þungur að við þurftum að ganga upp á heiðina til að bíllinn tæki ekki niðri á leiðinni. Þegar heim kom þvoði amma steinana og rað- aði á hillu í eldhúsinu. Amma Rósa var alveg einstök á þessum ferðum og eitt sinn á Tjörnesi þegar við sáum trillukarla koma úr róðri, datt ömmu í hug að upplagt væri að hafa ýsu í kvöldmatinn. Engum eiginmann, föður, afa og bróður mun fylgja okkur meðan við lifum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Um leið og ég kveð kæran bróð- ur er ég beðin fyrir kveðjur frá eig- inmanni mínum, börnum okkar og fjölskyldum þeirra. Við þökkum samfylgdina. Ella systir Með örfáum orðum viljum við minnast ástkærs mágs og svila, Ármanns G. Jónssonar, er snögg- lega hefur kvatt þess jarðvist. Ármann Guðni fæddist í Reykja- vík 5. apríl 1931, sonur hjónanna Jóns Ármannssonar og Guðlaugar Guðmundsdóttur, sem nú eru bæði látin. Var hann næst yngstur barna þeirra en hin eru: Elín, gift Halld- óri Christensen, og Guðmundur, giftur Jónu Gróu Sigurðardóttur. Ármann giftist systur minni og mgkonu, Önnu, dóttur Benedikts Sveinssonar frá Firði i Mjóafirði, en hann er látinn fyrir nokkrum árum, og konu hans, Sesselju Sveinsdóttur. Anna og Ármann bjuggu í ástríku og farsælu hjónabandi og einguðust þau sérlega hlýlegt og fallegt heimili. Þeim varð þriggja barna auðið: Elst er Sesselja Díana, fædd 4. febr- úar 1960, gift Ellert Helga Sigurðs- syni og eiga þau tvo syni, Arnar Sigurð og Birki Frey. Næst er Anna Dóra, fædd 24. júlí 1963, sem á eina dóttur, Þóru Kolbrúnu. Yngst- Armann G. Jóns- son - Minning öðrum hefði dottið í hug að sjóða heila ýsu í tjaldi og það í rigningu. Öll höfðum við mjög gaman af þess- um ferðum og eigum frá þeim margar góðar minningar. Alltaf fórum við upp í Guðnabæ til ömmu Rósu á jóladag og fengum þá hangikjöt og ijómabúðing og varð engin breyting á því þrátt fyr- ir veikindi hennar. Eftir að amma veiktist skiptist hún á að vera hjá börnum sínum. Amma kvartaði aldrei og þó að maður héldi á stund- um að hún fylgdist ekki mikið með kom yfirleitt annað í ljós og hafði hún oft ákveðnar og skemmtilegar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún hafði mjög gaman af barna- barnabörnunum og uppátækjum þeirra. Mest dálæti hafði hún þó á þeim sem okkur fannst óþekkust. En nú er amma farin frá okkur og er erfitt að hugsa sér tilveruna án hennar en við vitum að nú líður henni vel og hún vakir yfir okkur. Við þökkum elsku ömmu fyrir þær yndislegu stundir sem við átt- um saman. Guð geymi hana. Ingibjörg, Sigurjón og Eggert Valmundarbörn Elsku amma Rósa er dáin. Amma sem var alltaf svo ljúf og góð. Amma sem var alltaf tilbúin til að gefa. Amma sem mátti reyna svo margt um ævina, þ. á m. að vera sjúklingur síðustu tíu árin sem hún lifði. Aldrei heyrði maður hana kvarta fyrir sína hönd, en hún hafði alltaf áhyggjur af því að hún væri byrði á öðrum. Minningar um elsku ömmu mína hafa hrannast upp í huga mér þessa síðustu viku. Minningar sem ég á alltaf eftir að varðveita í huga mér. Minningar eins og þegar ég var að vinna með henni hjá íslensk- um aðalverktökum í Hvalfirði. Hún var matráðskona þar áður en hún fékk áfallið fyrir tíu árum. Hún amma var sko ekki að fara út í bakarí og kaupa brauð og kökur heldur bakaði hún allt sem til þurfti. Og ósjaldan var heitt kakó með kaffibrauðinu til að ylja starfs- mönnunum. Amma gat aldrei feng- ið sig til að henda mat svo hún reyndi ávallt að fá mig til að borða það sem hún gat ekki nýtt aftur. Ég átti oft í mesta basli með að útskýra fyrir henni að að ég væri að reyna að passa upp á línurnar. Eftir áfallið 1980 var amma Rósa ur er Brynjar, fæddur 25. maí 1965, í sambúð með Tínu Marie Johnson, þeirra dóttir er Natasha Björk. Ármann heitinn vann við bygg- ingariðnað í mörg ár og reyndist traustur og samviskusamur starfs- kraftur. Til marks um það skipti hann sjaldan um vinnuveitendur. Eitt af áhugamálum hans var að taka myndir og minnumst við margra ánægjustunda á heimili þeirra hjóna við að skoða þær. Ármann var glæsilegur ásýnd- um, hár og grannur, brúneygður og dökkur yfirlitum og ávallt snyrti- maður í hvívetna. Að eðlisfari var hann dagfarsprúður og hæglátur maður og flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var gleðimaður í kunn- ingjahópi og eigum við margar ógleymanlegar gleðistundir með þeim hjónum. Unun var að horfa á þau dansa, en auðsjáanlegt var að þau höfðu yndi af músík og að taka dansspor. Ármann var sérlega barngóður, því fengu börnin okkar að kynnast, og nú síðast litlu afabömin hans. Sár er söknuður okkar allra, en það er huggun harmi gegn að minn- ingin um góðan dreng mun lifa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Elsku Anna, Díana, Anna Dóra, Brynjar ög aðrir ástvinir. Hugljúfar samúðarkveðjur. Megi góður Guð gefa ykkur styrk. Blessuð sé minning Ármanns G. Jónssonar. Sveinn Benediktsson og Guðríður Guðbjartsdóttir, Neskaupstað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.