Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990
,ég gx£i þurft ai eyðil&pg 'ja. fn*kkani\
þinn. ••
hugsunar.
Með
morgnnkaffinu
Þetta eru bara sokkar og
skyrtur sem þurfa að kom-
ast í þvottavélina.
Yfirdrepsskapur marxista
Til Velvakanda.
Nú heyrir maður í útvarpinu
fréttir af hörmulegu ástandi í heil-
brigðismálum í Sovét-Rússlandi.
Þetta kemur þeim ekki á óvart sem
hafa fylgst með gangi mála í Rúss-
landi eftir öðrum leiðum en hlýða
á fréttastofu útvarpsins. Allt frá
byltingunni hefur þjóðin þurft að
líða skort á lífsnauðsynjum, þolað
andlega kúgun, illan aðbúnað á
vinnustöðum og heilsuspillandi hús-
næði. Allt þetta hlýtur að skila ár-
angri og ekki bætti það úr skák,
að stofnuð voru sérstök sjúkrahús
fyrir verkamenn. Öreigastjórnin
skipti ekki sjúklingum niður eftir
litarhætti, eins og gert var í Suður-
Afríku, heldur í stéttir og stjórnend-
urnir voru svo heilagir að verka-
maðurinn mátti ekki koma inn á
sjúkrahús þeirra.
Ég vissi þess vegna ekki hvernig
átti að skilja „heilbrigðisfréttina",
þar sem því var bætt við að ástand-
ið hefði ekkert batnað „þrátt fyrir
breytingarnar sem orðið hefðu í
Rússlandi“.
Manni finnst að tjáningarfrelsið
sem loksins er komið geti ekki á
svipstundu bætt heilsufarið, það
tekur ábyggilega langan tíma og
mikið fé. Þeir ætla að verða lengi
að átta sig á hlutunum, þessir sem
trúðu á marxismann. Þeir leita með
logandL ljósi, að öllu sem miður fer
í lýðræðisríkjum og mikla það, en
þegja alveg yfir öllu sem gerist í
kommúnistaríkjunum. Aldrei koma
þeir með skýringar á flótta fólksins
vestur yfir, þrátt fyrir að þetta lang-
kúgaða fólk hafi alsnautt orðið að
leita á náðir harðrar markaðs-
hyggju, eins og sagt var um höfund
bókarinnar Blóðugur blekkingar-
leikur. Höfundur hefði sjálfur verið
Týndur köttur
Fressköttur, þriggja ára, svartur
með hvítar tær og bringu og hvítan
blett á trýni, hvarf síðast í júní.
Hann er ómerktur. Vinsamlegast
hringið í Eddu í síma 653384 eða
690200.
blóðugur upp að öxlum og hann
hefði engar áhyggjur af 20 milljón-
um manna sem lifðu á hungurmark-
inu í Bandaríkjunum. Sá sem gagn-
rýndi bókina gleymdi að minnast á
það að það urðu tveir sjúklingar
að liggja í sama rúmi á sjúkrahús-
inu í Búdapest. Það er þrisvar sinn-
um meiri ungbamadauði í Sovét-
Rússlandi en í Bandaríkjunum.
Regan skammaði stjórnina í Banda-
ríkjunum fyrir fátækina þar, en ég
held að það sé ekki mikil sanngirni
í því að bera saman lífskjörin í
Bandaríkjunum og kommúnistaríkj-
unum. Af hveiju stafar fólksflóttinn
til Bandaríkjanna?
Húsmóðir
A
Skjaldarmerki Islands
Til Velvakanda.
Nokkur umræða hefur verið að
undanförnu í dagblöðum um skjald-
armerki íslands og einkum í sam-
bandi við áform forseta Alþingis
um að setja skjaldarmerkið utan á
framhlið Alþingishússins. Hvort það
væri viðeigandi að skreyta húsið
að utan með skjaldarmerki eða
hvort það bryti í bága við húsfriðun-
arreglur skal ég ekki dæma um.
Það sem ég hef hér að segja, að
vel fiestir íslendingar álíta að hinir
svonefndu landvættir fjórir, sem í
raun eru tákn guðspjallamannanna
fjögurra, sem umkringja skjöldinn
séu hluti af skjaldarmerkinu, en
samkvæmt heraldry-fræðum sem
ég hef lítillega gluggað í þá eru
landvættirnir aðeins skraut (orna-
ment) utan um merkið. Ég veit
ekki hvort nokkuð annað land notar
þjóðfána sinn sem skjaldarmerki
eins og við gerum. Saltfiskurinn og
fálkinn voru skjaldarmerki sem telja
má rétt hönnuð samkvæmt reglum
skjaldarmerkjafræðinnar.
Skjaldarmerkjafræði eða her-
aldry er aldagömul fræðigrein og
þegar litið er í bækur um efni sér
maður að algengast er að á skildin-
um séu dýr, fuglar, fiskar eða blóm
og annar gróður. Vilji menn hafa
landvættina í skjaldarmerkinu þá
mætti gera það á svipaðan hátt og
gert er á tíukrónupeningnum í dag.
Annars mundi ég vera því fýlgjandi
að fálkinn yrði aftur í skjaldar-
merki íslands.
Hvað varðar Alþingishúsið þá er
vel að horfið var frá þeirri firru að
taka niður konungsmerkið. Slíkt
hefði sama og að rífa blað úr sögu
lands og þjóðar.
Þ.R.
SAS ekki vinsælt á íslandi
Til Velvakanda.
Margur íslendingur varp öndinni
léttar þegar slitnaði upp úr samning-
um Flugleiða og SAS um áformaða
einingaraðild þeirra síðarnefndu í
hinu íslenska flugfélagi. Skandinav-
iska flugfélagið SAS tilkynnir um
þessar mundir í blöðum, að það sé
að ná betri fótfestu á íslandi. Marg-
ir spyija: Hvað er þetta ofætufélag
þjóðanna við Kattegat að vilja inn í
okkar lofthelgi? - félag sem er snúið
saman úr einokun, ríkishjálp og þjóð-
arembu þeirra Skandinava. Það er
hreint ótrúlegt ef núverandi forysta
Flugleiða gerir sér ekki grein fyrir
því, að samningar við SAS eru ekki
vinsælir á íslandi. Márgir eru minn-
ugir fyrri afskrifta þess félags og
neikvæðra viðbragða í Skandinavíu
þegar umsvif Islendinga í flugi yfir
N-Atlantshafi tóku að vaxa. Hið
mikla flug okkar milli heimsálfa
hefur þróast og dafnað, m.a. fyrir
velvilja bandarískra stjórnvalda og
flugmálayfírvalda, flug okkar er orð-
ið umfangsmikið vegna samvinn-
unnar við Bandaríkin. Ætla nú Flug-
leiðamenn að læða hinu ágenga-SAS
inn í Bandaríkin bakdyramegin?
Eiga þeir að sigla á þeirri bylgju
velvildar sem við höfum alla okkar
flugsögu notið frá Nýja heiminum?
Það má alls ekki til þess koma að
SAS eignist eitt einasta hlutabréf í
Flugleiðum og því skal ekki trúað
að íslenskir ferðalangar kjósi að
skipta við flugfélag þeirra Kattegat-
manna ef annarra kosta er völ.
Amsterdam, Baltimore, Glasgow,
Lundúnir, Lúxemborg og París
hljóta að uppfýlla öll skilyrði er varða
tengiflug fyrir íslenska ferðamenn.
Geta ekki Flugleiðir og Luxair
ruglað saman reitunum, er ekki
KLM boðlegur samstarfsaðili í fiugi
eða North-West Orient?
E.A.
HÖGNI HREKKVÍSI
„G/eTlftÐU stumpad Þbssi 'aflog þiw
'A 1CR4STIL E-GRI TÍ/WA?*
Víkveiji skrifar
Víkveiji hefur fylgst furðu lost-
inn með bægslagangi þing-
manna og ráðherra Alþýðubanda-
lagsins gegn byggingu álvers. Allir
þjóðhollir menn hljóta að fordæma
þennan málflutning. Stærsta hags-
munamál íslendinga í dag er að
efla atvinnulíf í landinu og útrýma
atvinnuleysi. Stóriðja sem nýtir
orku fallvatnanna og veitir hundr-
uðum manna atvinnu er alger nauð-
syn ef bæta á lífskjörin. Álverið sem
nú er verið að semja um á Keilis-
nesi hefði átt að hefja starfrækslu
fyrir 10 árum ef allt hefði verið
eðlilegt. En þau miklu mistök að
afhenda Alþýðubandalaginu ráðu-
neyti orku- og iðnaðarmála á
síðasta áratug urðu þess valdandi
að erlend stóriðjufyrirtæki misstu
áhuga á því að fjárfesta á íslandi.
Víkveiji trúir því hreinlega ekki að
Alþýðubandalaginu verði leyft enn
eina ferðina að spiila góðu máli sem
skiptir þjóðin miklu. Bezt væri auð-
vitað að gera Alþýðubandalagið
áhrifalaust á íslandi en til þess
gefst væntanlega ekki tækifæri fyrr
en næsta vor.
XXX
Kjarni málsins er sá að álver á
Keilisnesi á að vera fyrst
nokkurra stórra iðjuvera, sem
byggja þarf á íslandi á næstu árum
og áratugum. Stjórnvöld þurfa sem
fyrst að huga að heppilegum sam-
starfsaðilum að slíkum iðjuverum.
Bezt væri ef tækist að semja um
byggingu stóriðju í Eyjafirði og
Reyðarfirði fyrir næstu aldamót.
Siík fyrirtæki veita mörg hundruð
manns atvinnu og beint og óbeint
fá 5-7 sinnum fleiri atvinnu við
þjónustu við fyrirtækin. Þjóðhags-
legt gildi stóriðjuvera er því ótví-
rætt. Reynsla okkar íslendinga af
álvérinu í Straumsvík ogjárnblendi-
verksmíðjunni á Grundartanga er
góð. Styrr hefur oft staðið um ISAL
en menn virðast gleyma því að fyrir-
tækið hefur á rúmum 20 árum
greitt allan kostnað við Búrfells-
virkjun og íslendingar eiga brátt
þessa miklu virkjun skuldlaust,
virkjun sem á eftir að framleiða
raforku í a.m.k. hálfa öld í viðbót.
xxx
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar hefur
lýst yfir miklum áhyggjum ef álver-
ið á Keilisnesi verður ekki að veru-
leika. Segir Guðmundur réttilega
að stórfellt atvinnuleysi blasi við
að öðrum kosti. Verkalýðsforustan
verður að setja mikinn þrýsting á
stjórnmálamenn á næstu dögum til
að tryggja að samningar takist um
byggingu álvers. Verkalýðsforustan
hefur ekki fengið mikilvægara
verkefni síðan tókst að koma á þjóð-
arsátt um kaup og kjör.