Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 Pétur og Viðar báðir í bann Pétur Ormslev og Viðar Þorkelsson verða báðir i leikbanni í næsta leik Fram í Evrópukeppninni. Pétur fyrir að fá rauða spjaldið og Viðar fyrir að fá annað gulá spjaldið, en hann fékk einnig gult spjald í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Jón Sveinsson fer í dag til Bandaríkjanna þar sem hann er í skóla og verður líklega ekki með Fram í 2. umferð keppninar. Eins er óvíst hvort Pétur Arnþórsson verði með. Hann meiddist í leiknum í gær og talið að hann hafi brákað rif. Mikið áfall fyrir okkur - sagði aðstoðarþjálfari Djurgárden - Morgunblaðið/Lennart Isaksson Anton Björn Markússon fékk lítinn frið í gærkvöldi. Hér hafa tveir Svíar góðar gætur á honum. Lennart Wass, þjálfari Djurgárden, neitaði að tala við blaðamenn eftir leikinn. Aðstoðarþjálfari liðsins, Tommy Forsberg, kom fyrir hönd liðsins og sagðist hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. „Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir okkur. Við töldum okkur geta komist áfram, en eftir markið áttum við enga möguleika.“ Hann hældi Fram fyrir mikla baráttu og vinnu og sagði vörnina hafa verið afar sterka. „Ég get ekki neitað því að við lékum gróft, en Fram byrjaði af krafti og átti að rnínu mati einnig sök á því hve grófur leikurinn var. Við sáum möguleika okkar fjara út og vonbrigðin voru mikil og það hafði líka sitt að segja.“ íuém FOLK ■ PÉTUR Ormslev setti leikja- met fyrir Fram í gær er hann lék í 320. sinn með meistaraflokki liðs- ins. Hann stóð við loforð sitt um að skora og markið var reyndar hans fyrsta sem hann hefur gert í Evrópukeppni. B ÖFLUG löggæsla var á leikn- um, en áhorfendur voru rólegir. Reyndar svo rólegir að íslendingar á vellinum áttu í fullu tréi við þá í hvatningarhrópunum. ■ SÆNSKU blöðin voru ekki bjartsýn fyrir Evrópuleikina í gær. Sænska dagblaðið sagði í grein í gær að nú þegar menn væru rétt að jafna sig eftir áfallið gegn Kosta Ríka í HM mætti jafnvel búast við tveimur í yiðbót, og það frá Tyrk- landi og íslandi. Sagt var... Að duga eða drepast „Ég hugsaði lítið um vítið, vissi að það var að duga eða drepast og reyndi bara að setja boltann fast í hornið og það tókst,“ sagði Pétur Ormslev, fyrirliði Fram. „Ég get ekki sagt annað en þeir hafi komið mér á óvart með grófum leik og það var svekkjandi að fá rauða spjaldið en við eigum stóran hóp og það kemur maður í manns stað,“ sagði Pétur. Ótrúlega erfitt „Þetta var frábært, en ótrú- lega erfitt," sagði Pétur Arn- þórsson. „Markið okkar var kjaftshögg á þá og eftir það hafði ég litlar áhyggjur. Ég hef spilað víða, en aldrei kynnst svona liði. Það virtist leggja allt í hörkuna og var leiðinlega gróft. En við erum komnir áfram og það er fyrir öllu.“ Aldrei hætta Framararörugglega áfram eftirviðureign gegn Djurgárden Logi Bergmanrt Eiösson skrifarfrá Stokkhólmi FRAMARAR sýndu mikið ör- yggi gegn Djurgárden í síðari leik liðanna í Evrópukeppni bik- arhafa í Stokkhólmi í gær- kvöldi. Skynsamlegur varnar- leikur og hættulegar skyndi- sóknir komu Svíunum í opna skjöldu og það var aldrei, aldr- ei hætta á því að Djurgárden, sem lék oft ótrúlega gróft, kæmist áfram í 2. umferð. Liðið mátti í lokin þakka fyrir að ná jafntefli, 1:1. Framarar, sem sigruðu ífyrri leiknum 3:0, voru einum færri nær allan sfðari hálfleik eftir að Pétur Ormslev fékk rauða spjaldið, en það breytti engu. Djurgárden byijaði af krafti, enda nauðsynlegt fyrir liðið að ná marki strax í byijun. En ról- egur og yfirvegaður varnarleikur Fram stöðvaði flest- ar sóknir þeirra. Smám saman jafn- aðist leikurinn og Framarar færðu sig framar á miðjunni og sjálfstraustið jókst. Og þá voru þau fimm Þegar níu mínútur voru liðnar af leiknum kom fyrsta markið, og ekki úr þeirri átt sem flestir bjugg- ust við. Eftir laglegt spil Framara átti Ríkharður Daðason frábæra sendingu inn á Pétur Ormslev. Hann var kominn einn í gegnum vörn Djurgárden, sem átti greini- lega ekki von á sókn úr þessari átt, og markvörðurinn sá þá leið eina að skella honum í vítateignum. Vítaspyrna var að sjálfsögðu dæmd og úr henni skoraði Pétur af miklu öryggi. Áhorfendur, sem voru líklega færri en auglýsingaskiltin á vellinum, voru furðu lostnir. Svona átti þetta alls ekki að vera! Djurgárden þurfti því fimm mörk til að komast áfram en liðið fékk aðeins tvö góð færi í fyrri hálfleik. í fyrra skipti skaut Burwall fram- hjá og í því síðara varði Birkir glæsilega fast skot Nilssons frá markteig. Framarar áttu ekki síðri færi. Anton Björn átti góða send- ingu inn á Jón Erling, en hann var kominn of nálægt markverðinum sem varði vel. Skömmu síðar fékk Jón Erling svipaða sendingu frá Pétri Ormslev, en missti boltann of langt frá sér. Þrátt fyrir að varnarmenn Fram hafi verið pressaðir stíft af Svíunum voru þeir salla rólegir. Þeir gáfu sér góðan tíma, héldu boltanum og skipulögðu hættulegar skyndisókn- ir. Pétur Ormslev stjórnaði miðju liðsins að skynsemi og miklu ör- yggi. Hann fékk gult spjald í fyrri hálfleik fyrir grófan leik og mátti skömmu síðar þakka fyrir að fá ekki það rauða eftir stuttan leik- þátt Svía. Og rauða spjaldið fór á loft er tíu mínútur vour liðnar af síðari hálfleik fyrir ljótt brot. Grófir Svíar Það var lítið hægt að segja við rauða spjaldinu sem Pétur fékk. Brotið var klaufalegt og hann hafði áður staðið tæpt. En Djurgárden lék oft ótrúlega gróft og hafði hugann meira við tilgangslaus fólskubrögð en knattspyrnu. Hvað eftir annað skelltu þeir Frömurum og ef gest- irnir sýndu einhveija hörku engdust heimamenn um af ímynduðum kvöl- um. Dómarinn hafði lítil sem engin tök á leiknum. Framarar héldu þó sínu striki og virtust jafnvel enn ákveðnari í að sigra. En Mikael Martinson jafnaði skömmu fyrir leikslok eftir aö hafa komist einn í gegnum vörnina. Barátta og skynsemi Framarar léku af baráttu en gleymdu sér þó sjaldan. Vömin var örugg, Birkir vel vakandi fyrir aftan hana og á miðjunni unnu Kristinn og Pétur Arnþórsson mjög vel. Anton Björn var ógnandi í sókninni og vængmennirnir, sem hugsuðu meira um vörnina, skiluðu sínu. Djurgárden lék af krafti og hörku en oft að lítilli hugsun og þegar á heildina er litið er ekki hægt að segja en að úrslitin hafi verið sann- gjörn og rétt lið farið áfram. Djurgárden - Fram 1:1 Rásunda-leikvangurinn í Stokkhólmi, Evrópu- keppni bikarhafa, fyrsta umferð - síðari leik- ur, miðvikudaginn 4. október 1990. Mark Djurgárden: Martinson (82.). Mark Fram: Pétur Ormslev (9. vsp.). Gul spjðld: Ludmark (68), Nordin (72.), Djurgárden. Pétur Ormslev (33.) og Viðar I>orkelsson (80.), Fram. Rautt spjald: Pétur Ormslev, Fram (55.). Dómari: Eero Aho frá Finnlandi.Kjarklaus. Áhorfendur: 956. Lið Djurgárden: Almgren, Schiller, Kullberg, Bergkvist, Nilsson, Lundmark, (Mörk 75. inín.), Kariström, (Martinseon 57. mín.), Bur- wall, Fjellström, Nordin, A. Nilsson. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Jón Sveinsson, Viðar Þorkelsson, Kristján Jónsson, jlíkharður Daðason, Steinar Guðgeirsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Arnþórsson, Pétur Ormslev, Anton Bjöm Markússon, Jón Erling Ragnars- son, (Baldur Bjamason 67. mín.). Dettur Fram í lukkupottinn? Dregið verður í 2. umferð Evr- ópumótanna í Genf í Sviss á morg- un, föstudag. Spennandi, verður að sjá hveijir mótheijar Framara verða. Liðum í Evrópukeppni bikar- hafa er raðað niður eftir styrkleika. Framarar lenda á móti liði úr fyrsta styrkleikaflokki. Einhverru eftirtal- inna: Juventus, Sampdoria (bæði frá Italíu), Dynamo Kiev (Sovétríkj- unum), Steaua Búkarest (Rúm- eníu), Barcelona (Spáni), Liege (Belgíu), Wrexham (Wales) og Montpellier (Frakklandi). „Þeir eru grófari en alls ekki betri“ - sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari íslandsmeistara Fram „ÉG sagði í gær að ef við mynd- um leika fimm leiki gegn þeim myndu þeir vinna fleiri. Ég get tekið það aftur. Þeir eru grófari en alls ekki betri og það mætti halda að þetta hafi verið íshokki- liðið þeirra,“ sagði Ásgeir Elias- son, þjálfari Fram, eftir leikinn. Ásgeir sagði leikinn hafa þróast eins og hann bjóst við. „Það var frábært að fá markið en fyrri hálfleikurinn var þó mun erfiðari en sá síðari. Þá fannst mér ekk- ert vera að gerast og sá enga ástæðu til að hafa áhyggjur.“ Ásgeir sagðist hafa velt þvi fyrir sér að taka Pétur Ormslev útaf. „Hann var orðinn heitur og ég var að spá í að taka hann útaf í leikhléinu, en hélt að hann mundi passa sig. Það er mjög slæmt að missa hann, Viðar og hugsanlega Pétur Arnþórsson en við verðum að taka því,“ sagði Ásgeir. Ættu að hugsa um fótbolta „Þetta var frábær leikur en ég botna ekkert í þessum Svium. Þeir ættu að hugsa um fótbolta í stað þess að einbeita sér að hör- kunni. Þeir slóu okkur hvað eftir annað þegar boltinn var víðsfjarri og það var satt að segja mjög þreytandi,“ sagði Ríkharður Daðason. „Ég átti ekki von á sigri, bjóst við að tapa með einu eða tveimur mörkum, og þetta var frábært.“ Svekkjandi að vinna ekki „Þetta var örugglega erfiðasti leikur sem ég hef spilað, en eins og staðan var orðin, var svekkj- andi að vinna ekki,“ sagði Anton Björn Markússon. „Ég á mér ekk- ert óskalið í annarri umferð, en vona bara að við lendum ekki á móti Steaua Búkarest eða Dyn- amo Kiev.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.