Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 14
fSLENSKA AUGlfSINGASTOFAN HF. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 ■■■ iiliíifflÆBMBBBaiBW KRYDDJURTIR, KRYDD OG BRAGÐEFNI >, Bls. 12-41 Hvar væri hefðbundin matargerð stödd án kryddjurta, krydds og bragðefna? Hún :»>.—« væri einfaldlega ekki til. I i 1 Þessi kafli er í rauninni bragðveisla í máli og fpF js M myndum, þar sem sagt er £ 9 frá fjölmörgum gerðum W kryddjurta, krydds og ” bragðefna, meðferð þeirra, geymslu og notkun. Rætt er um ferskar og þurrkaðar kryddjurtir og ilmandi austurlensk krydd, en einnig um borðsósur, edik, vín og marga aðra bragðgjafa. IÐUNNAR MJÓLK, OSTUR OG EGG Bls. 68-95 Mjólk og mjólkurafurðir eru ómissandi í matargerð víða um heim, ekki síst rjóminn, sem notaður er til að bæta og mýkja alls konar rétti, í sósur, súpur, aðalrétti, ljúffenga eftirrétti og bakstur. Víðtækt yfirlit er um alls konar osta og notkun þeirra við matseld auk leiðbeininga um val, geymslu og framreiðslu. Egg má nota í ótal rétti og elda þau á marga vegu. Hér er t.d. sýnt hvernig á að búa til léttar og fjaðrandi eggjakökur og gullinbrúnt, loft- mikið frauð. SKELDÝR Bls. 152-173 Skeldýr eru í augum margra vandasöm í meðferð og matreiðslu og aðeins á færi lærðra matreiðslumanna að fást við þau. En það er ekki rétt. í þessum kafla er sýnt hvernig á að hreinsa, undir- búa, elda og bera fram alls kyns krabbadýr, lindýr og annað sæfang. Leiðbeiningar og myndir sýna hvernig eiga á við humar, krabba, rækjur, letur- humar, kuðunga, snigla, ostrur, hörpudisk, samlokur, kræklinga, smokkfisk og margt fleira. 'C 6 é SUPUR OG SOÐ Bls. 42-51 Súpur og soð eru einfaldir, en um leið ótrúlega mikilvægir undirstöðuþættir í margs konar matreiðslu. Við gerð þeirra skiptir gott hráefni og rétt matseld öllu. Hér er ítarlega skýrt hvernig gera á ljúffengt kálfakjöts-, kjúklinga-, fisk- og grænmetissoð, sem er undirstaða í alls konar soð- súpum, kjötseyði, fisk- og skelfisksúpum, biskum, mauksúpum, rjómasúpum og köldum súpum. FITA OG OLÍA Bls. 96-107 Feiti og olíur eru notaðar við margs konár matreiðslu og það skiptir miklu að rétt tegund sé valin. Á að nota gullið smjör, græna, tæra ólífuolíu, svínafeiti eða smjörlíki? Það er auðveldara að finna rétta tegund ef eðli og gerð hráefnisins er þekkt, hvort sem nota á feitina í bakstur, snögg- eða djúp- steikingu, pönnusteikingu eða til bragðauka. Einnig er lýst ýmiss konar aðferðum við steikingu og ‘fnar uppskriftir að kryddsmjöri. FUGLAR Bls. 174-193 Kjöt af ýmsum tegundum fugla er fáanlegt í verslunum árið um kring og margir hafa villta veiðifugla á borðum. Hér er sýnt hvernig fuglar eru reyttir, sviðnir og ham- flettir, hlutaðir sundur, úrbein- aðir, fylltir, bundnir upp og sneiddir niður. Fjallað er um kjúklinga, kalkúna, endur, gæsir og margar tegund- ir villtra fugla. GRÆNMETI Bls. 258-303 Ferskt, stökkt grænmeti og jarðarávextir gegna lykilhlutverki í nær hverri máltíð nú á dögum. Hvort sem græn- metið er borið fram titt, sem meðlæti eða í blönduðum réttum er úr mörgum að ferðum að velja við matreiðslu þess. Lit- myndirnar í kaflanum sýna ótrúlegan fjölda grænmetistegunda, kunnuglegra og framandlegra, og sagt er frá • notkun og eiginleikum hverrar um sig. Áhersla er V lögð á hlutverk grænmetis y í því að skreyta tilbúna rétti og — gera þá aðlaðandi og lystuga. SOSUR Bls. 52-67 Sósur, höfugar og léttar, eru aðall hefðbundinnar franskrar matargerðar og mikilvægar í allri nútíma- matseld. Til að sósan heppnist vel þarf góð hráefni og réttar aðferðir við sósugerðina. En það er einnig mikilvægt að bera sósuna fram á viðeigandi hátt og með viðeigandi réttum. í kaflanum er sagt frá öllum grunnaðferðum við sósugerð og gefnar uppskriftir að fjölmörgum sósum, bæði krydduðum, bragðmildum og sætum. FISKUR Bls. 110-151 Sífellt fleiri fisktegundir sjást nú á borðum íslendinga og þennan fisk má matreiða á fjölmarga vegu. Kaflinn gefur greinargott yfirlit yfir fisktegundir sem hafðar eru til matar, kunnuglegar sem framandlegar. Sagt er frá nytingu þeirra og matreiðsluaðferðum í ýmsum löndum, og þar má finna ótal hugmyndir að nýstárleg- um fiskréttum. Jafnframt er veitt kennsla í máli og myndum um slægingu, afhreistrun, roðflettingu, snyrtingu, úrbeiningu og flökun á fiski. igÖT OG igÖTVÖRUR Bls. 194-255 Kjöt og kjötréttir skipa háan sess í matar- gerð um allan heim. Þessi kafli segir frá margs konar kjöti, en þó fyrst og fremst nautakjöti, kálfakjöti, lambakjöti og svínakjöti, gæðum, bragði og notkun og alls konar aðferðum við tilreiðslu og eldun. Sér- staklega er fjallað um með- höndlun og matreiðslu á inn- mat. Einnig er ítarlegur kafli um unna kjötvöru, t.d. skinku, beikon, pylsur og verkað kjöt, og þar eru upp- skriftir af kæfum, bökum og soðhlaupi ásamt glöggum leiðbeiningum um gerð þeirra. SVEPPIR Bls. 304-313 Sveppir eiga sér marga trygga aðdáendur og þótt ræktaðir æti- veppir séu algengastir i matar- gerð eru til fjölmargar gerðir af sveppum, ræktuðum eða villtum, sem lagt geta réttum til sérstakan keim og njóta mikillar hylli. Þessi kafli er myndskreyttur leiðarvísir um matsveppi, þar sem lýst er vaxtarstöðum þeirra, útliti og hvernig skuli matreiða þá. MATREIÐSLUBOK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.