Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990
19
vanmáttugu fífli — lögfræðingur,
sem sefur hjá hveijum þeim sem hún
heldur að fái arfinn.“ Þetta segir
Súsanna.
Þarna er þyí miður ennþá á ferð-
inni meinlegur misskilningur, sem
annaðhvort orsakast af því að Sús-
anna hefur ekki gefið sér nægan
tíma til að ígrunda verkið, eða þá
að einhver hefur skrökvað að henni
að svona væri í pottinn búið, og það
er hreint ekki fallega gert ef satt
er. En lítum nánar á þá „mynd sem
blasir við“. í dæminu um hvíslarann
er tekið fyrir hið sígilda minni, hinn
eilífi ástarþríhyrningur. Þar er á
ferðinni vangavelta um það hvað
gerist þegar ástir takast með persón-
um sem staðsettar eru hvor í sínu
plani verksins, annars vegar hinum
drykkfellda Hreiðari, sem lifír í raun-
veruleika leikverksins, og hins vegar
hvíslarans, sem lifir hinn hversdags-
lega veruleika leikhússins sem vinn-
ustaðar. Síðan er þríhyrningurinn
þaninn, þar til úr verður ástarfer-
hyrningur, og loks fimmhyrningur.
Það er einnig misskilningur hjá Sú-
sönnu að hvíslarinn „splæsiJíkama
sínum fyrir eina skítarullu“. í fyrsta
lagi er þetta ágætis rulla, og í öðru
lagi eru hreint engar splæsingar í
gangi. Samband Hreiðars og hvíslar-
ans kemur hlutverkaskipan sýn-
ingarinnar ekkert við, heldur er það
liður í dramatísku bragði þar sem
teflt er saman hinum fornu hellensku
frumöflum hubris og nemesis annars
vegar, og hins vegar tesu og antit-
esu Hegels, sem holdgerast í kven-
skörungunum tveimur sem bítast um
hlutverk Ólafíu, og sameinast í sinte-
sunni, sem í raun verður niðurstaða
verksins. Sannarlega djörf tilraun,
en allrar athygli verð, að mínu viti.
Vegna þess að Súsönnu lánast
ekki að aðgreina eitt lag verksins
frá öðru kallar hún eina persónuna
„prímadonnu”, „sem þarf að sitja
undir andstyggilegum lýsingum á
sjálfri sér“. Enn er hér misskilningur
á ferð, þar sem lýsingamar sem um
er rætt eiga alls ekki við leikkonuna
(sem reyndar er ekki „prímadonna“,
en látum það liggja á milli hluta)
heldur persónuna sem hún er að
leika. Óánægja leikkonunnar kemur
hins vegar til af því að þurfa að
leika hlutverk sem henni finnst alls
ekki henta sér. Eins og fjölmargir
áhorfendur hafa bent réttilega á,
gera höfundar verksins þarna afar
beinskeytta og miskunnarlausa árás
á karlasamfélagið, jafnt innan leik-
hússins sem utan: Leikkonunni
finnst sem sér sé þröngvað inn í
ramma sem ekki passi sér. Loks er
enn einu lajginu flett og leikkonan
sem leikur Olafíu verður skyndilega,
og öllum að óvörum, að Lilju Guð-
rúnu Þorvaldsdóttur. „Ég vissi bara
ekki hvaðan á mig stóð veðrið," _er
haft eftir einum leikhúsgesta. „Ég
hef aldrei séð leikhústeoríum
Brechts beitt á jafn effektífan og
sjokkerandi hátt.“ Jafnvel þótt hann
hefði mátt vanda málfarið ögn bet-
ur, fer ekki á milli mála að hér er
hugsandi maður á ferð. Og ekki nóg
með það. Þegar umrædd leikkona
yfirgefur sviðið með reisn og neitar
að taka lengur þátt í þessum þrúg-
andi leik, verður hún í raun að Nóru
í Brúðuheimili Ibsens, sem einnig
„rýkur reið út af sviðinu", eins og
Súsanna kemst svo skemmtilega að
orði. Hins vegar hefur engum ennþá
dottið í hug að líta svo á sem Nóra
hafi gert sig að „vanmáttugu fífli“,
með sínum heimsfræga hurðarskell.
Síðan er það lögfræðingurinn. Það
er alls ekki rétt skilið hjá Súsönnu
að Ingibjörg lögfræðingur sofi hjá
GLÆSIBÆ - SÍMI82966
„hverjum þeim sem hún heldur að
fái arfinn“. Guð minn almáttugur,
nei! Nei, eins og margir hafa oft orð
á er persóna Ingibjargar sterk vísun
í persónu Guðrúnar Ösvífursdóttur,
sem hafði um tvo góða kosti að velja,
en var þeim verst er hún unni mest,
og tókst því aldrei að höndla gæf-
una. Með öðrum orðum eru höfund-
ar þarna að velta vöngum yfir því
hversu gæfa einstaklingsins veltur
á eigin vali, eða hvort utanaðkom-
andi kraftar fái þar meiru ráðið.
Og þá á ég einungis eftir að drepa
á persónuna sem Súsanna segir að
sé „heimsk gella sem vísar til sæt-
is“. Og því verður hreint ekki neitað
að í þessu tilviki er greining Sús-
önnu hárrétt, og úttekt hennar á
persónunni gæti tæplega verið ná-
kvæmari. Hér er á ferðinni „heimsk
gella“, sem einungis er ætlað að
vera fulltrúi fyrir þær „heimsku
gellur“ sem við rekumst öll á fyrr
eða síðar.
Það sama má segja um marga
af þeim „heimsku gaurum“ sem
skjóta upp kollinum í umræddri leik-
sýningu, og í fullri hreinskilni sagt
veldur það mér nokkrum vonbrigð-
um að Súsanna skuli ekki sýna karl-
leikurum sýningarinnar nokkra með-
aumkun, jafnvel þó að þeir séu sett-
ir í þá „niðurlægjandi stöðu" að
„leika einhvers konar skopstælingu
á sjálfum sér“ og öðrum starfsmönn-
um leikhússins.
í lok greinar sinnar veltir Súsanna
fyrir sér hvort leikhúslistamenn eigi
rétt á faglegri umfjöllun um störf
sín. Niðurstaða þeirrar vangaveltu
er svolítið kúnstug, en trúlega er
það enn einu sinni misskilningur sem
setur strik í reikninginn. Hún heldur
sumsé að sýningin „Örfá sæti laus“
sé ekki faglega unnin. Þeir sem
komið hafa í leikhús áður hafa veitt
því athygli að margir af færustu
fagmönnum íslensks leikhúss hafa
starfað • að sýningunni. Höfundar
verksins hafa samanlagt ríflega
þijátíu ára reynslu af fagmannleg-
um vinnubrögðum sem höfundar
leikins gamanefnis, jafnt í útvarpi
og sjónvarpi sem á leiksviði. Leik-
hópinn skipa einstaklingar sem hafa
um lengri eða skemmri tíma notið
virðingar alþjóðar fyrir fagmennsku
og ást á starfi sínu, og satt best að
segja var það sönn hugfró að verða
vitni að áhuga leikhópsins alls, og
virðingu fyrir viðfangsefninu á æf-
ingatíma verksins. Og hitt má einn-
ig gjarnan spyijast að undirritaður
hefur sjaldan orðið vitni að jafn sam-
stilltu átaki, eða viðlíka einhug um
að gera sitt besta. Þetta er einmitt
ástæðan fyrir því hversu fagmann-
lega sýningin „Örfá sæti laus“ er
unnin. Þetta sjá allir sem þekkja til
vinnubragða í leikhúsi. Og nú veit
Súsanna líka hver ástæðan er.
Svona í lokin er rétt að geta þess
að sá sem hér heldur á penna sér
ekki betur en að margívitnuð skrif
Súsönnu Svavarsdóttur séu að hluta
til svar við símaviðtali sem blaða-
maður Morgunbla^ðsins átti við hann
í liðinni viku, þar sem hann gefur í
skyn að sumum gagnrýnendum hafi
orðið á í messunni er þeir fjölluðu
um sýninguna „Örfá sæti laus“, þeir
hafi alls ekki reynt að átta sig á
hverslags sýning þa'rna væri á ferð-
inni. Að vísu er það misskilningur
hjá Súsönnu að þar hafi ég beint
orðum mínum til hennar. Mér fannst
hreint ekki ástæða til þess, af ástæð-
um sem ég hef þegar tilgreint. Hins
vegar vildi svo einkennilega til að
grein Súsönnu birtist í Morgunblað-
inu laugardaginn 29. september
1990, en viðtalið við mig kom aftur
á móti ekki fyrir almenningssjónir
fyrr en daginn eftir, eð'a sunnudag-
inn 30. september sama ár. Þetta
þykja eflaust afar fagmannleg
vinnubrögð í blaðamannastétt nú á
dögum, þ.e. að svar við leiðréttingu
birtist degi á undan leiðréttingunni.
Þegar sá sem þetta skrifar lagði
stund á blaðamennsku, hefðu svona
fimleikar verið ótvíræð brottrekstr-
arsök, en sem betur fer eru nú aðr-
ir og fijálslegri tímar gengnir í garð,
annað siðferði, svo enginn þarf að
óttast að Súsanna láti af störfum í
bráð.
Eins og ljóst er af þessu greinar-
korni mínu hittir Súsanna býsna oft
naglann á höfuðið í „umfjöllun" sinni
um sýninguna „Örfá sæti laus“, þó
svo að annað misskilji hún, eins og
gengur og gerist. Eitt af því sem
réttilega kemur fram i grein hennar
er að leikhúsið er fyrst og fremst
til fyrir áhorfendur. Þetta er afar
þörf ábending hjá Súsönnu, og
mættu fleiri gagmýnendur hafa ná-
kvæmlega þetta í huga. Þegar upp
er staðið eru það áhorfendur sem
segja til um hvort leiksýning á er-
indi á fjalirnar eður ei — það er
kviðdómur þeirra, hlátrasköll og ló-
fatak sem á endanum vitna um það
hvort gamanleikur hefur heppnast
eða misheppnast. Hitt er einnig hár-
rétt athugað hjá Súsönnu að „sýn-
ingin verður einfaldlega ekkert
skemmtilegri við það“ að gagnrýn-
endur skilji hana réttum skilningi.
Enda veit ég ekki hvort húsnæði
íslensku óperunnar þyldi það að sýn-
ingin yrði öllu skemmtilegri en raun
ber þegai' vitni, því eins og fyrrum
uppfræðari minn og andlegui' leið-
sögumaður, Jói múrari, sagði gjarn-
an: „Það eru takmörk fyrir öllu.
Meira að segja steypan getur gefið
sig. Það vita allir." Og nú ætti Sú-
sanna að vita það. líka.
Höfundur er leikari, leikstjóri og
rithöfundur.
SIEMENS
Frystikisfur og frystiskápar
Siemens frystitækin eru eins og aðrar
vörur frá þessu öndvegisfyrirtæki:
traust, endingargóð og falleg.
Lítið inn til okkar og skoðið úrvalið.
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Loksins.
Handkrem sem
verndar
ánkláða.
ACO Mjuk Hand er notalegt handkrem sem ver og verndar hendurnar
aðeins meir en venjulega. Það er mýkjandi og í þvíer tvöfaldur skammtur
náttúrulegra, rakabindandi efna.
Og því fylgir enginn kláði. Það er því hægt að nota oft á dag, sé þess þörf.
ACO Mjuk Hanti
Með og án ilmefna.
Fæst aðeins í apótekinu.