Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 1990 Alvarlegt ástand skapast við heimahjúkrun: Enginn hefur sótt um tvær stöður af fjórum TVEIR af fjórum hjúkrunarfræðingum við heimahjúkrun hafa sagt upp störfum og hefur enginn sótt um störf þeirra þrátt fyrir að auglýst hafi verið í tvígang. Það lítur þvi út fyrir að alvarlegt ástand skapist í heimahjúkrun um áramót þegar uppsagnarfrestur er úti. Valgerður Jónsdóttir deildar- stjóri heimahjúkrunar sagði að við heimahjúkrun væru fjögur stöðu- gildi og hefðu tveir hjúkruna- rfræðingar sagt upp störfum. „Ég veit ekki hvemig þetta fer, en allt bendir til að við neyðumst til að skera niður þjónustuna. Hins veg- ar þýðir ekki annað en vera bjart- sýnn og vona að einhver sæki um þær lausu stöður sem við höfum hér,“ sagði Valgerður. Svæði það sem hjúkrunarfræð- ingar við heimahjúkrunina sinna er allstórt, frá Akureyri austur á Svalbarðsströnd, inn Öxna- og Hörgárdal og einnig sinna þær sjúklingum í hreppunum framan Akureyrar. „Við erum í rauninni akandi sjúkrahús, við förum um allan bæinn og um sveitir á einkabílum okkar og það hefur óneitanlega verið erfitt síðustu tvo vetur, sem voru afar snjóþungir.“ Valgerður sagði að aksturs- kostnaður fengist greiddur, en hins vegar hefðu hjúkrunarfræð- ingar lent í árekstri sem valdið hefðu kostnaðarsömum skemmd- um á bifreiðum þeirra. Þann kostnað bera hjúkrunarfræðing- amir sjálfir. „Það era eflaust mörg atriði sem valda því að ekki fást hjúkranarfræðingar til starfa við heimahjúkran, m.a. launamálin, en við sem ríkisstarfsmenn fáum ekki 15 þúsund króna launaumbun eins og tíðkast á sjúkrahúsinu, þá má líka nefna að þetta er erfitt starf, en það er jafnframt mjög gefandi," sagði Valgerður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Foreldrar fylgjast með kennslustund Opið hús var í Glerárskóla í gær og var foreldrum boðið að koma í skólann og fylgjast með börnum sínum í kennslustund. Margir foreldrar nýttu sér tækifærið, einkum foreldrar barna í yngri bekkjardeildum. Vil- berg Alexandersson skólastjóri sagði að vel hefði tek- ist til og væru kennarar ánægðir með daginn. „For- eldrar eru velkomnir hingað tii okkar hvenær sem er og þetta opna hús er skref í þá átt að bjóða þeim að fylgjast með störfum okkar hér,“ sagði Vilberg. Á myndinni eru nemendur í 2. bekk í 23 stofu. Hrefna dró smábát í hálftíma um Eyjafjörð: Mér brá ekki því maður er mörgu vanur til sjós - segir Brynjar Baldvinsson sjómaður „ÉG LÆT þetta ekki hafa nein áhrif á mig og held í róður um leið og veðrið batnar,“ sagði Brynjar Baldvinsson sjómaður á Arskógss- andi sem setti í hrefnu skammt innan við Hrólfssker í fyrradag. Brynjar rær einn á báti sínum, Kópi EA-325, en það er 6 tonna dekkbátur. Hrefnan flæktist í línu og dró hún bátinn inn fjörðinn í um það bil hálftíma. Mjög mikið er af hrefnu í firðinum, að því er sjómenn segja og sjást þær iðulega á sundi allt inn til Akureyrar. „Ég var rétt byrjaður að draga, búinn að draga tvö bjóð og þá fer að þyngjast á þannig að ég hélt að það væri fast í botni hjá mér. En þetta var dálítið einkennilegt allt saman, því allt í einu finn ég að báturinn er kominn á ferð og keyrir áfram fulla ferð inn fjörð. ___[hutibi r ■- s giE S_3a.s!15SJlÍjRiL*tít LEIKFÉLAG AKUREYRAR ÁSKRIFTARKORT Sala áskriftarkorta fyrir komandi leikár hefst í dag kl. 14.00. í vetur verða þrjú verkefni í áskrift: „LEIKRITIÐ UM BENNA, GÚDDA OG MANNA“ eftir Jóhann Ævar Jakobsson, gleðileikurinn „ÆTTARMÓT- IГ eftir Böðvar Guðmundsson og söngleikurinn „KYSSTU MIG, KATA!“ eftir Spewack og Cole Porter. Verð áskriftarkorta er aðeins 3.500,- krónur. Verð áskriftarkorta á frumsýningar er 6.800,- krónur. VERÐ ÁSKRIFTARKORTA ER 30% LÆGRA EN FULLT AÐGÖNGUMiÐAVERÐ. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 14.00-18.00. Greiðslukortaþjónusta. SÍMI: (96) 2 40 73. Þetta gengur þannig fyrir sig að ég dreg alltaf slakann af, jafnóðum og slaknar. Svona gekk þetta í um það bil hálftíma þar til hrefnan kom upp,“ sagði Brynjar. Er hann sá hvers kyns var skar hann á línuna. Hrefnan var ekki mjög stór, að sögn Brynjars. Er hún kom upp úr kafinu var hún mjög þrekuð og flaut á sjónum eins og hálf- dauð. Brynjar kvaðst hafa lenti í ýmsu á sjómennskuferlinum, en engu í líkingu við þennan atburð. „ “ sagði Brynjar. Hann taldi sig ekki hafa verið í hættu, „en ég var viðbúinn öllu,“ sagði hann. Brynjar sagði að sjómenn hefðu séð mikið af hrefnu í sumar og kæmu þær í leit að æti inn fjörðinn. Gunnlaugur Konráðsson á Ár- skógssandi, sem stundaði hrefnu- veiðar um margra ára skeið, tók í sama streng og sagði vaðandi hrefnu um allan sjó. „Menn hafa mjög orðið varir við hrefnu í sum- ar og það er mikið af henni hér í fírðinu allt inn til Akureyrar. Mér þykir afar sárt að mega ekki veiða hana,“ sagði Gunnlaugur og benti á að stofninn væri vannýttur, en að því hefði vísindanefnd Alþjóða- hvalveiðiráðsins komist við rann- sóknir á stofnstærðinni. Óhætt væri að veiða 200-400 hrefnur á ári án þess að skaða stofninn, „Ég hef enn ekki misst vonina um að hrefnuveiðar hefjist aftur, ef ég væri vonlaus um það væri ég flutt- ur burtu héðan því þessar veiðar hafa verið lífsbjörg okkar," sagði Gunnlaugur. Hann sagði að fyrir nokkram áratugum hefði sá atburður gerst, að hrefna hefði farið undir bát sem á voru tveir menn, en báturinn var að veiðum skammt undan Rauðuvík i Eyjafirði. Velti hrefnan bátnum og drukknaði annar mann- anna, en hinn komst við illan leik í land. Auglýst hefur verið deiliskipulagstillaga að hafnarsvæðinu við Torfu- nef, en gert er ráð fyrir að á svæðinu verði smábátahöfn, farþega- og leguhöfn, svæði fyrir miðbæjarstarfsemi, lóð fyrir sjóbjörgunar- stöð auk útivistarsvæða. Tillöguna vann Svanur Eiríksson arkitekt. Deiliskipulag svæðis við Torfunef: Fjölbreytt starfsemi ráðgerð við höfnina AKUREYRARBÆR hefur auglýst deiliskipulagstillögu um landnýt- ingu á svæði austan Glerárgötu, frá hafnarmannvirkjum við Torfu- nef, norður Strandgötu og austur með henni sunnanverðri að Hjalt- eyrargötu. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði smábátahöfn, far- þega- og leguhöfn, svæði fyrir miðbæjarstarfsemi og lóð fyrir sjó- björgunarstöð auk útivistarsvæða. Innan þessa svæðis eru hafnar- mannvirki við Torfunef sem gerð voru 1906-7 og 1927-28. Miklar breytingar hafa verið gerðar á svæðinu síðan þau voru gerð. Svanur Eiríksson arkitekt vann að tillögunni sem nú liggur fyrir, en í henni felst m.a. að syðri bryggja er framlengd til norðaust- urs, þar sem verður viðlegukantur fyrir stór skip. Suður frá Strand- götu mun koma uppfylling þannig að dokk verður innan hennar og viðlegukantsins með innsiglingu í hana miðja úr austri. Hafnarsvæð- inu er skipt í tvo hluta, annars vegar farþega- og leguhöfn og hins vegar smábátahöfn. Nyrst á svæðinu er afmarkað svæði fyrir miðbæjarstarfsemi, u.þ.b. 6.000 fermetrar, þar sem miðað er við að stórbygging geti risið með starfsemi tengdri höfn- inni á neðstu hæðinni. Við sjávar- mál austast í nýrri uppfyllingu er gert ráð fyrir lóð undir sjóbjörgun- arstöð og er miðað við að byggð verði tvö einnar hæðar hús með tengibyggingu á milli. Opin svæði eða útivistarsvæði eru í jaðri skipulagssvæðisins í vestri og norðri og auk þess yst og austast á uppfyllingunni. Gróð- ur á ysta svæðinu á fyllingunni verður lágvaxinn strandgróður en tré og runnar verða á hluta svæðis- ins meðfram götunum. Þá er af- markað svæði fyrir bílaumferð og almenn bílastæði. N |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.