Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 1990 3 Hvort sem þú ert 30, 40, 50 eða 60 ára, þarft þú að líta á ævina sem eina heild Eftirlaunaárin ættu að vera einn skemmtileg- asti tími ævinnar. Þágefsttóm til að sinnaýmsum hugðarefnum sem setið hafa á hakanum á langri starfsævi, s.s. ferðalögum, lestri eða garðyrkju. En það er því miður staðreynd að eftirlauna- árin verða ekki alltaf sá áhyggjulausi tími sem þau ættu að vera. Tekjur fólks minnka oft þegar dregið er úr vinnu og hrökkva svo skammt að íjárhags- áhyggjur koma í veg fyrir að fólk geti notið eftir- launaáranna sem skyldi. Því þarf að líta á ævina sem eina heild og byrja að skipuleggjafjármálin snemma, til að tryggja að sem mest- verði úr peningunum, bæði tekjum og eign- um. Þær eru ekki alltaf miklar, en geta dugað ótrú- lega vel, ef rétt er að staðið. Þannigmá tryggjaaðfjárhagsáhyggjur spilliekki besta tíma ævinnar, eftirlaunaárunum. Hvað átt þú mikið í lífeyrissjóði? Það er oft hægara sagt en gert að komast að því hvað maður á mikið í lífeyrissjóði. Eða öllu heldur, hvað maður á rétt á miklum lífeyri úr sjóðnum. Það er nefnilega svo að í sameignarsjóðum eins og flestir íslenskir lífeyrissjóðir eru, mynda greiðslur í sjóðinn ekki raunverulega eign heldur er þeim ædað að tryggja sjóðsfélaga tiltekinn rétt í framtíðinni. Þær mynda rétt til örorkulífeyris vegna skertrar star'sorku, í sumum tilvikum mynda þær maka og börnum rétt til lífeyris við fráfall sjóðsfélagans og loks mynda þær rétt til eftirlauna eftir að vinnu lýkur. Enginn veit hvað hver sjóðsfélagi kemur til með að nýta af réttindum sínum og greiðslur örorku-, maka- og barnalífeyris skerða nökkuð getu lífeyrissjóðanna til að greiða eftirlaun. Hvað þarf að eiga mikið í sjóði til að hafa 100.000 krónur í eftirlaim á mánuði? En hvað þarf að eiga mikið sparifé til að hafa sæmileg eftirlaun, ef réttindi í lífeyrissjóði eru engin? TilaðhafalOOþús. kr. í eftirlaun á inánuði í 15 ár þarf að eiga um 1B millj. kr. í sjóði ef vextir haldast 5%. Slíka upphæð leggur enginn fyrir í einu lagi nema með því að vinna í happdrætti. En þegar safnað er í langan tíma sannast gamla máltækið: Safnast þegar saman kemur, svo um munar. Flestír greiða nú 10% launa sinna í lífeyrissjóð og með því að leggja nokkra upphæð aukalega fyrir á mánuði má eignast góðan viðbótarsjóð án mikillar fyiirhafnar. H\tr hugsar um eftir- launin 30 ára? Fjármálin fylgja okkur alla ævina Fjármálin fylgja okkur alla ævina, allt frá ung- lingsárunum eða upphafi vinnualdurs til grafar. Það er mikilvægt að líta á æviskeiðið sem eina heild þegar fjármálin eru skipulögð því að gerðir manns á einu aldursskeiði munu hafa áhrif á afkomu hans á því næsta. Tekjur fólks eru að jafnaði lágar framan af ævinni og útgjöld og skuldir mestar á meðan börnin eru ung og fólk eignast þak yfir höfuðið. A aldrinum 40-65 ára eru tekjur aftur á móti yfirleitt hæstar og skuldir fara hratt minnkandi. Aþessum tíma ætti sparnaður til eftirlaunaáranna að vera í hámarki. Flestir fara á eftirlaun 67-70 ára. Þá er hægt að hafa góðar tekjur með því að ganga á sparnaðinn og njóta eftirlauna- áranna án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjármálunum. Hvað getur VIB gert fyrir þig? Ráðgjafar VÍB hjálpa þér að átta þig á stöðu þinni í lífeyrismálum og á því hversu mikið þú þarft að leggja fyrir sérstaklega til að eiga von á góðum eftirlaunum þegar vinnu lýkur. Ráðgjafarnir veita þó ekki upplýsingar um réttindi hvers og eins í einstökum lífeyrissjóðum en þær fást hjá starlsmönnum viðkomandi líf- eyrissjóðs. Að fengnum þeim upplýsingum má reikna út hversu mikið þarf að leggja fyrir á mánuði til að ná markmiðum hvers og eins, miðað við tekjur hans og þarfir. Þessa þjónustu má panta með einu símtali við ráðgjafa hjá VIB. í rólegheitunum heima... Með Lífeyriskringlu VÍB getur þú sjálf(ur) reikn- að út hversu mikið þú þarft að leggja fýrir sérstaklega til að auka við lífeyrinn á eftirlaunaárunum. Bæklinga um þjónustu VIB má einnig fá senda heim í pósti. Þannig getur þú ígrundað fjár- málin í rólegheitunum heima og lagt grunninn að fjárhagslegu öryggi á eftirlaunaárunum. Ef einhverjar spurningar hafa vaknað við lesturinn er hægt að leita svara hjá ráðgjöfum VÍB. Verið velkomin í VÍB! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.