Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 9 Börnum, vandamönnum og öðrum góðum vin- um, sem glöddu okkur á demantsbrúðkaups- degi okkar, viljum við senda okkar innilegustu þakkir og kveöjur. Guð blessi ykkur öll. Elín og Sigfús Kristjánsson. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílor með stoðgreiðsluverði eru einnig fáonlegir með lánakjörum skv. lónatöflu Joyota bílosölunnar. TOYOTA4WD '86 Silfur. 5 gíra. 2 dyra. Mikið breyttur. Ekinn 73 þús/km. Verð 1.850 þús. TOYOTA HI-LUX DIESEL '87 Grár. 5 gíra. 2 dyra. Ekinn 103 þús/km. Verð 1.370 þús. TOYOTA COROLLA LB '88 Grænn. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 32 þús/km. Verð 710 þús. stgr. Engin skipti. TOYOTA TERCEL 4 x 4 '86 Brúnn. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 72 þús/km. Verð 650 þús. TOYOTA TERCEL 4 x 4 '88 Silfur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 52 þús/km. Verð 850 þús. Engin skipti. MMC SAPPARO '82 Hvítur. Sjálfsk. 2 dyra. Ekinn 90 þús/km. Verð 290 þús. 44 1 44 44 7 33 TOYOTA NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI Prívatbréf? Fréttir herma, að sér- stakir sendimenn þeirra aðila, sem nú er verið að semja við um að reisa hér álver, hafi komið hingað til lands í þvi skyni að undirrita yfirlýsingu um stöðu álmálsins með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráð- herra. Ljóst er, að hvorki ríkisstjómin né þing- flokkar hennar standa að þessum gjörningi iðnað- arráðhcrra. I Morgun- blaðinu í gær segir Páll Pétursson, formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins, meðal annars um þessa undirritun: „Hann sagðist vilja taka það skýrt fram að iðnaðarráðherra myndi á fimmtudag ekki skrifa undir bindandi samning um álver, heldur frekar viljayfirlýsingu um að kanna hvort grundvöllur sé fyrir samningi. „Það er nánast ekkert annað en að iðnaðarráðherra lýsir þama vilja sinum til að byggja álver á Keilis- nesi og skrifar undir eitt- hvað prívatbréf eða fundargerð. Ég veit ekki hvort það er liður í því að hann er að leita sér að kjördæmi, en þetta em vinnubrögð sem ekki er beint hægt að taka alvarlega,“ sagði Páll.“ Það er sjaldgæft, svo að ekki sé meira sagt, að menn kalU á viðtak- endur prívatbréfs frá út- löndum til þess eins að þeir verði viðstaddir, þegar bréfið er undirrit- að. Ef marka má orð Páls Péturssonar er það eitthvað í þá áttina, sem er að gerast á fundi iðn- aðarráðherra með hinum erlendu ftdltrúum í dag. PáU hefur greinilega hom í síðu iðnaðarráð- herra eins og best kemur fram i dylgjum hans um að athöfnin í dag sé sett á svið til að styrkja ráð- herrann í baráttu alþýðu- flokksmanna um sæti á framboðslista í komandi kosningum. Ýmsum kaim I Félagsmálaráðherra: IFullur ágreiningur við| |ríkisstjóm um fram- I lag til húsnæðismála. Óvenjuleg stjórn Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra ætlar í dag að undirrita skjal varðandi álsamn- inga. Deilt er á þennan gjörning bæði innan ríkisstjórnar og utan og virðist engum Ijóst hvort þessi undirritun ráð- herrans skiptir einhverju máli eða ekki. Er óvenjulegt, svo að ekki sé meira sagt, að slík óvissa ríki um það, þegar ráð- herra skuldbindur sig og þar með ríkis- stjórnina með þessum hætti gagnvart erlendum samningsaðilum, þarsem millj- arðar eru í húfi. Einnig er óvenjulegt að ráðherra lýsi sig í andstöðu við ríkis- stjórnina, þar sem hann situr en það hefur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra gert. því að þylg'a hæpið að taka skýringu Páls á því, hvað í hinu margrædda skjali felst trúanlega. Fundurinn í dag snúist þannig um annað og meira, þótt augljóst sé af öllu að forystumenn í stuðningsliði ríkisstjórn- arinnar viti það ekki eða vilji ekki skýra frá því. Iðnaðarráðherra hlýtur að taka af öll tvimæli um það sem hér er að ræða. Álmálið er mikið vandamál innan ríkis- stjómarinnar um það verður ekki deilt, þótt fréttamenn ríkissjón- varpsins liafi á orði, að forsætisráðherra sé „ró- legur“ eftir fundi í ríkis- stjóminni um málið. Fréttamönnunum er mikið i mun að þessi „ró- legheit" Steingríms Her- mannssonar birtist öllum og em til að mynda tekn- ir upp á þeim nýstárfegu vinnubrögðum að fá hann í beina útsendingu í fréttatímum til að segja álit sitt á ummælum ann- arra viðmælenda sjón- varpsins, sem síðan er ekki gefinn kostur á að svara samstundis fyrir sig. Það er því víðar en í ríkissljóminni, þar sem álmálið kallar á óvenju- leg vinnubrögð um þess- ar mundir. Ein á móti Jóhanna Sigurðardótt- ir félagsmálaráðherra segir að hún hafi „lýst fullkomnum ágreiningi við ríkisstjómina um það framlag til húsnæðis- kerflsins sem gert er ráð fyrir í drögum að Ijár- lagafrumvarpi. Segist hún áskilja sér allan rétt til að ná fram viðunandi niðurstöðu í málinu á Alþingi, eins og segir í Morgunblaðinu í gær. Ástæða er til að velta því fyrir sér i tilefni af þessum orðum ráðherr- ans, hvernig Jóhanna Sigurðardóttir getur set- ið áfram í ríkisstjóm sem hún er í fullkomnum ágreiningi við um það málefni, sem hún ber mest fyrir bijósti og telur mestu skipta fyrir sig og allt starf í ráðuneytinu sem hún veitir forstöðu. Hvar annars staðar hefði ráðherra ákveðið að sitja áfram í háu embætti sínu við þessar aðstæður og til þess eins að því er virðist að heyja strið við samráðherra sína í sölum Alþingis? Og hið ein- kennilega er, að öllum virðist þykja það sjálf- sagt að ráðherra lýsi þannig yfir einkastríði við samráðherra sína og sitji siðan sem fastast með þeim í ríkisstjórn. Eru ekki gerðar sömu kröfur til þessarar ríkis- stjómar Steingríms Her- mannssonar og annarra rikisstjóma? Hefur hún komist i það álit hjá fólki og fjölmiðlum, að þeim finnist hin óvenjulegu vinnubrögð sem tiðkast innan hennar bara veiiju- leg? Á forsíðu Alþýðublaðs- ins í gær segir: „Samkvæmt ömggum heimUdum blaðsins er ekki um sama niðurskurð að ræða lýá fagráðuneyt- um sem ráðherrar Al- þýðubandalagsins stýra og er þar um vemlega aukningu að ræða í ýms- um tilvikum. Viðmælend- ur blaðsins telja að Ólaf- ur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sé með þessu ekki aðeins að hygla Alþýðubandalag- inu heldur einnig að kaupa sér frið lijá sam- ráðhermm sínum, þeim Svavari Gestssyni og Steingrími J. Sigfús- syni.“ Fyrr í sumar var Ólaf- ur Ragnar Grímsson ávít- aður af mönnum utan ríkisstjómarinnar um valdníðslu. Hann skyldi ekki eiga hið sama yfir höfði sér frá samráð- hermm sínum? ÞAÐ ER EKKERTINNLAUSNARGJALD AF EININGABRÉFUM SE TILKYNNT UM INNLAUSN MEÐ 60 DAGA FYRIRVARA Innlausnargjald Einingabréfa 1 og 3 hefur lækkaó úr 1,2-2% niður í 0,0-1,8% Innlausnargjald Einingabréfa 2 lækkar úr 2% nióur í 0,0-0,5% Eftirforandi innlausnargjold gildir því frá og meó 1. október 1990. Innlausargjold Innlausnargjald Innlausnargjald ef tilkynnt er ef tilkynnt er ef ekki er með 60 daga með 30 doga tilkynnt um fyrirvara fyrirvara innlausn Einingabréf 1 0,0% 0,9% 1,8% Einingabréf 2 0,0% 1,5% 1,5% Einingabréf 3 0,0% 0,9% 1,8% Tilkynningarnar gilda einungis í viku eftir áætlaðan innlausnardag. Dæmi: Þann 1. október tilkynnir viðskiptavinur okkur að innlausn muni fara fram eftir 30 daga, þ.e. í kring- um 30. október. Hann/hún hefur þá eina viku eft- ir þann 30. október til þess að innleysa bréfin og verður innlausn á þessu lækkaða jnnlausnargjaldi því að fara fram fyrir 6. nóvember. Sölugengi verðbréfa 4. okt.' ’90: EININGABRÉF 1..........................5.103 EININGABRÉF 2..........................2.772 EININGABRÉF 3..........................3.358 SKAMMTÍMABRÉF..........................1.720 KAUPÞING HF Löggilt wróbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 103 Reykjavik, simi 91-689080

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.