Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 1990 43 Þessir hringdu .. . Niðurrifsstefna Verkakona hringdi: „Fyrir nokkru birtist í Velvak- anda greinarkorn þar sem fjallað er um kjaradeilu Háskólamanna og og þá stefnu sem þeir hafa tekið að eigin sögn, það er að gera allt það sem ríkinu kemur verst. Það er ekki laust við að það fari um mann. Þetta fólk sem hér er á ferð nýtur alls konar forréttinda umfram aðra lands- menn, auk þess sem það hefur numið við ríkisrekna skóla sér að kostnaðarlausu. Almenningur hefur þurft að greiða menntun þess. Nú þakkar þetta fólk fyrir sig með þessu móti. Hingað til hafa menntamenn notið virðing- ar en haldi þeir þessari stefnu verður ekki langt þangað til hún verður rokin út í veður og vind. í gamla daga var talað um að sjaldan launaði kálfur ofeldi. Það virðist í fullu gildi enn i dag.“ Vinsæll harmóníkuþáttur Sigurður Jónsson hringdi: „Hvaða ástæða var til þess að Harmóníkuþáttur Ríkisút- varpsins var lagður niður? Er það skoðun manna á tónlistardeild Ríkisútvarpsins að þegar eitt- hvað er vinsælt beri að leggja það niður? Þá langar mig til að vita hvaða rök eru fyrir því að veita undanþágu frá því að nota bílbelti í leigubifreiðum. Otrúlegt þykir mér að minni hætta sé á ferðum í leigubifreiðum en öðr- um bifreiðum ef eitthvað ber útaf.“ Enginn við Guðný hringdi: „Ég þurfti að sinna erindi á Félagsmálastofnun vegna húsfé- lags. Það gekk greiðlega að ná sambandi við stofnunina en þeg- ar ég spurði eftir yfirmanni var enginn yfírmaður við. Þeir voru allir á fundi eða einhvers staðar þar sem ómögulegt var að ná í þá. Það virðist ekki vera auðvelt fyrir almenning að ná tali af þessum mönnum. Mér datt í hug að þeir sem eiga bágt og era kannski ekki miklir fyrir sér ættu ekki auðvelt með að fá áheym.“ Linsa Linsa framan af sjónauka fannst fyrir ofan Heiðmerkur- girðinguna. Upplýsingar í síma 37339. Drepið á vélunum Kona hringdi: „Það er mjög algengt að bif- reiðar séu látnar ganga meðan fólk bregður sér í verslanir og veldur þetta verulegri mengun. Fyrir nokkra var ég að bíða eftir strætisvagni. Þar_ sem ég var stóðu þrír strætisvagnar og vora ailir lokaðir en í gangi. Ég stóð þarna- í tólf mínútur og allan þann tíma gengu vélamar. Það gera sér víst flestir ljóst hversu mikilli mengun þetta veldur. Úlpa Græn og dökkblá barnaúlpa merkt „Björgvin Smári“ tapaðist í Kringlunni eða á leiðinni þaðan í Glæsibæ fyrir nokkru. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 40351. Leðurjakki Sá sem tók ljósbrúnan leður- jakka á Fógetanum aðfaranótt sunnudags vinsamlegast skili honum á sama stað. Jakkinn er auðþekktur. Gleraugu Miðvikudaginn 26. september fundust gelraugu í húsi Akoges í afmæli sem þar var haldið. Getur eigndinn vitjað þeirra þar. VtKTMIR BILAR ALIAR NCTUR SELDIR BÍLAR ALLADAGA Elsta bílasalan - stærsta sölusvæðið við Miklatorg í miðborginni, sími 15-0-14. Royal -uppáhaldið mitt! ROYAL skyndiréttur fyrir þá sem geta ekki beðið. Royal CARAMEK Aðrar bragðtegundir: Jarðarberja Súkkulaði Vanillu Sítrónu • • HA USTVORUR GARDEUR-dömufatnaður Stakir jakkar Buxur - buxnapils Pils, víÖ ogfelld Hnésíöar buxur SEIDENSTICKER-blússur Munstraöar, einlitar, röndóttar. DIVINA-MODEN Tvískiptir kjólar Stakir jakkar Stakir jakkar frá GEISSLER Þýskar dömupeysur, stœröir 38-52 Opið daglega frá kl. 9.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-14.00 HÓuntv. verslun, Skerjabraut 1 v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 611680 SIEMENS Mjó en dugleg! Uppþvottavél 3RJA23 • Breidd: 45 sm. • 6 þvottakerfi. • Fjórföld vöm gegn vatnsleka. • Hljóðlát og vandvirk. • Hentar vel þar sem • fáir eru í heimili eða þrengsli mikil í eldhúsi. I SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 ■ SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.