Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 48
BYSSUR OG SKOTFÆRI Heildsöludreifing: I.Guðmundsson, sími :24020 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Rafmagnsveitur: Evrópumet í vanskilum VANSKILAHLUTFALL á raf- magnsreikningum er mun hærra hér á landi en víðast hvar í Evr- ópu og nema áætluð vanskil á þessu ári um 10% af veltu raf- veitnanna, sem er áætluð 9 millj- arðar, um 900 milljónum króna. Að sögn Eiríks Briem hjá Raf- magnsveitum ríkisins og Þórsteins Ragnarssonar hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur er vanskiiahlutfall hér miklu hærra en á Norðurlöndum og víðast hvar í Evrópu. Innan rafveitnanna sjá menn fyr- ir sér tímaháða taxta, sem bætt mælitækni gerir mögulega, til að draga úr fjárfestingarkostnaði raf- - veitna með tímaháðum töxtum, þ.e. að rafmagnsverð hjá almenningi miðist við hvenær dags rafmagn er notað. Sjá nánar bls. B12 Sambandið: Nýju fyrir- tækin almenn- ingshlutafélög ENDURSKIPULAGNINGU Sam- bandsins í þá veru að breyta deild- um þess í sjálfstæð hlutafélög hefur miðað það vel að ætla má að hún geti tekið gildi um næstu áramót, eins og að hefur verið stefnt. Sigurður Markússon, stjórnarfor- maður Sambandsins, segir í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í dag að hann muni ekki eftir öðru máli, þá fjóra áratugi sem hann hafí starfað hjá Sambandinu, sem unnið Mínnsta sala á sementi hérlendis síðan árið 1970 hafi verið að af eins mikilli ein- drægni og almennum áhuga og þess- kri endurskipulagningu. Sigurður segir ennfremur að ein- hver þessara nýju félaga muni taka á sig mynd almenningshlutafélags. Áður en til þess komi verði þessi félög þó að vinna sér tilverurétt á þeim hlutabréfamarkaði sem sé í uppsiglingu hér á landi. Sjá „Við viljum opna hliðin...“ B6. ÚTLIT er fyrir að sementssala verði 10-12% minni á þessu ári en í fyrra og er það hlutfallslega svipaður samdráttur í sementssölu og varð í fyrra frá árinu áður. í áætlun Sementsverksmiðju ríkis- ins á Akranesi fyrir þetta ár var gert. ráð fyrir að salan yrði um 110 þúsund tonn, og þótti sú áætl- un að sögn Gylfa Þórðarsonar Ragnhildur Helgadótt- ir gefur ekki kost á sér til þingframboðs á ný RAGNHILDUR Helgadóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til þingframboðs í komandi alþingiskosningum. Ragnhildur skipaði þriðja sæti á lista flokksins í Reykjavík í kosn- ingunum 1987 en hún var fyrst kjörin á þing 1956. Ragnhildur Helgadóttir situr ný þing Evrópuráðsins í Strassborg, en undanfamar vikur hefur hún verið erlendis í erindum Alþingis og Evr- ópuráðsins. í samtali við Morgun- blaðið sagðist Ragnhildur hafa til- kynnt formanni Sjálfstæðisflokksins, formanni þingflokks sjálfstæðis- manna og formanni sjálfstæðis- kvennafélagsins Hvatar í Reykjavík, að hún ætlaði ekki að taka þátt í prófkjöri' Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Ragnhildur sagði, þegar hún var spurð um hvers vegna hún hefði tek- ið ákvörðun um að hætta þing- mennsku: „Eg hef setið samtals um það bil aldarfjórðung á þingi. Ég var fyrst kjörin þegar ég var enn við nám í Háskóla Islands og hef setið á þingí með hléum síðan. 'Mér fínnst tíma- bært að hætta á meðan ég hef fulla starfskrafta og húsmæður hafa aldr- ei lent í vandræðum með að nýta þá. Hins vegar er mér engin launung á því, að ég hef mikinn áhuga á margs- konar störfum og ekki þar með sagt að ég sé að gefa yfírlýsingu um að setjast í helgan stein.“ I samtalinu kom fram, að það væri sérstakt andrúrnsloft á þingi Evrópuráðsins um þessar mundir í Strassborg, þegar Þýskaland væri að sameinast og Ungveijar og Pól- veijar að ganga inn í ráðið, sem var stofnað um það leyti, sem Þýskaland klofnaði, af þjóðunum er vildu standa vörð um lýðræði í álfunni. Ragnhild- ur sagði, að haft hefði verið á orði síðastliðinn laugardagsmorgun að þá væri íslenskt andrúmsioft í þingsaln- frainkvæmdastjóra SR nokkuð svartsýn. „Nú lítur út fyrir að við megum þakka fyrir að salan nái 105 þúsund tonnum," segir hann. Gylfi sagði að mesti samdrátturinn hafi komið fram mánuðina júlí, ágúst og september, þegar sementssala hafí verið langt undir áætlun. Mesti Ragnhildur Helgadóttir um, þegar tekið var á móti forsætis- nefnd Norðurlandaráðs undir forystu Páls Péturssonar, alþingismanns, annar íslenskur þingmaður, Eiður Guðnason, hefði verið með framsögu í ræðustól og hún sjálf stjórnað fundi þingmannanna. Undir lok samtalsins sagði Ragnhildur: „Mér þætti mjög vænt um að geta komið á framfæri innilegu þakklæti til fjölda kjósenda Sjálfstæðisflokks- ins sem hafa á undanförnum árum stutt mig til starfa á Alþingi.“ samdrátturinn nú kemur fram á höf- uðborgarsvæðinu, eftir að sements- sala til landsbyggðarinnar hafði áður drégist saman. Gylfi segir að svo virðist sem það séu einkum minni íbúðabyggingar sem valdi samdrætti nú, í fyrra var það fremur atvinnu- húsnæði. Þessi sala, um 105 þúsund tonn á árinu, er langt fyrir neðan þau mörk sem talin eru þurfa til að reka Se- mentsverksmiðjuna á hagkvæman hátt, en til þess þarf að sögn Gylfa um 120 þúsund tonn á árí. Gylfí segir að komi ekki til miklar framkvæmdir á borð við virkjanir og álver stefni í enn meiri samdrátt á næsta ári, jafnvel allt niður í 95 þúsund tonn. Sala hefur ekki verið minni en nú síðan 1970, en það ár og 1969 voru mjög rýr vegna krepp- unnar sem hér varð í kjölfar hruns síldarstofnsins 1967 og verðlækkun- ar á erlendum mörkuðum um leið. Pálmi Kristinsson framkvæmda- stjóri Verktakasambands íslands segir að ekki hafi orðið teljandi sam- dráttur í byggingariðnaði þegar á heildina er litið, hins vegar megi ef til vill skýra þennan samdrátt í se- mentssölu með samsetningu fram- kvæmda. Þetta ár hafi verið minna um nýframkvæmdir og þá steypu- vinnu sem þeim fylgir, en tiltölulega meira unnið við frágang húsnæðis/ Iðnaðarráðherra um álverssamninginn: Lít svo á að stjórn- in standi öll að málinu JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segist líta svo á að ríkisstjórnin öll standi að þeim áfanga í álverssamningum sem hann hyggst staðfesta með fulltrúum erlendu fyrirtækjanna í dag. Ýmsir ráðherrar, þar á meðal for- sætisráðherra, hafa sagt að iðnaðar- ráðherra bindi engan nema sjálfan sig með því að staðfesta áfanga í samningaviðræðunum á þennan hátt. Þegar þetta var borið undir Jón Sigurðsson sagði hann að þetta væri áfangi í samningunum sem staðfestur væri til þess að leggja grundvöll að lokasamningunum. „Það er ekki gert með annað í huga en að standa við það af beggja hálfu,“ sagði hann. —Og að því stendur ríkisstjórnin öll um leið? „Jú, égjít svo á. En iðnaðarráð- herra kemur fram fyrir þennan málaflokk," sagði Jón Sigurðsson. Fulltrúar álfyrirtækjanna Alum- ax, Hoogovens og Gránges komu til landsins í gær og munu þeir, ásamt iðnaðarráðherra, hitta fulltrúa Ey- firðinga klukkan 11.30 í dag og full- trúa Reyðfirðinga klukkan 12. Klukkan 15 koma fulltrúar Suður- nesja á fund ráðherra. Blaðamenn hafa síðan verið boðaðir á fund klukkan 15.30 og þá fer undirskrift- in fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.