Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Krakkarnir á Flateyri ásamt umsjónarmönnum að huga að reitunum sínum i Kiwanisgarðinum. Flateyri: Kiwanisöfarðar Flateyri. 1 ^ FÉLAGAR í Kiwanisklúbbnum Þorfinni á Flateyri hafa í sumar starf- rækt skólagarða með 10-12 ára börnum á Flateyri, og eru þeir að sjálfsögðu kallaðir „Kiwanisgarðar“. Slíkir garðar hafa ekki fyrr ver- ið starfræktir á Flateyri. Þær Kristín Gunnlaugsdóttir og Kristjana Kristjánsdóttir félagar í Kiwanisklúbbnum sáu um garðana með börnunum og sögðu þær starfið hafa verið sérstaklega skemmtilegt. Uppskeran var með ágætum þrátt fyrir mikla byrjunarörðugleika vegna flölda óboðinna gesta í görð- unum fyrstu vikurnar. Ymislegt var sett niður s.s. blóm, tré og græn- meti, en kindunum þótti þetta býsna gott allt saman, kartöflurnar fengu frið í moldinni og áður en kálið kom upp hafði Flateyrarhreppur komið upp alveg öndvegis góðri rafmagns- girðingu umhverfis. Krakkarnir voru mjög áhuga- samir og hugsuðu vel um reitina sína, sum þeirra fóru á hveijum degi og vökvuðu en þess þurfti því sólin skein nánast í allt sumar hér á Flateyri. - Magnea VMSÍ: Þjóðarsáttiii í hættu vegua hækkunar á olíuverðinu MORGUNBLAðlNU hefur borist eftirfarandi samþykkt framkvæmda- sljórnar Verkamannasambands íslands í tilefni áformaðrar hækkunar á olíum og bensíni. „Með gerð febrúarsamningsins tók launafólk á sig meginþungann af þeim upphafsaðgerðum, sem þurfti til að keyra niður verðbólguna og reisa við atvinnulífið í landinu. Sá rekstrarbati sem orðið hefur í atvinnulífi okkar, samfara verulegri hjöðnun verðbólgu styður réttmæti þeirra stefnumörkunar sem samn- ingurinn fól í sér. Mikill bati hefur orðið í utanríkisviðskiptum og fjöl- mörg fyrirtæki sjá fram á verulegan rekstrarhagnað. Á sama tíma hefur kaupmáttur launa rýrnað og sú uppsveifla í kaup- mætti sem átti að koma seinni hluta þessa árs, er í hættu vegna áhrifa af hækkun olíuverðs erlendis, sem stjórnvöld virðast ætla að heimila að velt sé yfir á almenna neytendur. Nái það fram að ganga er „þjóðar- sáttin“ í hættu með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. í Ijósi þessa krefst framkvæmda- stjórn VMSÍ þess, að gjöld ríkissjóðs af olíum og bensíni verði óbreytt að krónutölu, að tekið verði til athugun- ar hið dýra og margfalda dreifinga- kerfi olíufélaganna. Þá krefst fram- kvæmdastjórn VMSÍ þess að farm- og fiutningagjöld verði ekki hækkuð, en fyrirtæki leiti leiða til frekari hagræðingar í rekstri sínum. Þannig Á vegum Bandalags íslenskra skáta hefur verið unnið að útilífs- dagskrá sem hentað getur ýmsum hópum, s.s. skólahópum og „ungl- ingaklíkum“. Mögulegt er aðlaga dagskrána þörfum, óskum og tíma hinna mismunandi hópa. í dagskránni er höfuðáherslan á útilífið sjálft að lokinni fræðslu um búnað og almenna ferðamennsku. Nú á haustdögum verður höfuð- verði spyrnt á móti áhrifum af hækk- andi olíuverði alls staðar þar sem því verður við komið, og reynt með öllum tiltækum ráðum að eyða sem mest áhrífum þessara hækkana með skipulegum hætti. Verkalýðshreyfingin getur ekki unað því að launafólk verði gert eini þolandinn í þessu máli.“ áherslan lögð á fræðslu um búnað og léttari gönguferðir og fjallahjóla- ferðir, en síðar í vetur taka við sér- hæfðari námskeið s.s. göngu- og fjallaskíðatækni, ísklifur og snjó- húsagerð. Bandalag íslenskra skáta veitir allar nánari upplýsingar um dag- skrána. „Út í náttúruna“. (Fréttatilkynning) Bandalag íslenskra skáta: Yetrarstarfið að hefjast VETRARSTARF skáta ér að hefjast víðast hvar um land og er yfir- skrift þessa starfsárs „Út í náttúruna“. Skátastarf er útilífsstarf og vilja skátar hvetja til og styðja útilífsstarfsemi meðal almennings. Islenski hlutabréfasjóðurinn er hlutafélag sem fjárfestir í verðbréfum, einkum hlutabréfum, margra arðbærra og vel rekinna íslenskra fyrir- tækja. Með því að fjárfesta í hlutabréfum félags- ins gefst þér kostur á að eignast hlutabréf með dreifðri áhættu og von um góða ávöxtun. íslenski hlutabréfasjóöurínn hf. nýtur viðurkenn- ingar ríkisskattstjóra þannig að kaup einstaklinga í félaginu eru að vissu hámarki frádráttarbær frá skattskyldum tekjum. Dæmi: Þú kaupir hlutabréf í íslenska hlutabréfasjóðn- um hf. fyrir 115.000.- krónur. Skattfrádráttur vegna kaupanna nemur kr. 45.758.-* en þá upp- hæð færð þú endurgreidda frá skattinum. Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir tvöfalt hærri upphæð fá að sama skapi tvöfalt hærri upphæð endurgreidda frá skattinum. * Miðað er við 39.79% skatthlutfall. Kynntu þér kosti þess að fjárfesta í hlutabréfum fé- lagsins með ráðgjöfum Landsbréfa hf. Upplýsingar vegna hlutafjárútboðsins liggja frammi hjá Landsbréfum hf. og í útibúum Lands- banka íslands, þ.m.t. Samvinnubankanum, um land allt. LANPSBREF H.F, Landsbankinn stendur með okkur Suðurlandsbraut 24,108 Reykjavík, sími 91-606080 Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.