Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 23 SAMEINING ÞYSKALANDS Kostnaður sameiningarinnar 80 |—j Kostnaður vegna *—« aiistiirhlntans E ® Upphafleg Fyrsta áætlun Onnur Þriðja e’ndursk. endursk.' endursk. Ljóst er að upphaflegar kostnaðaráætlanir um sameiningu Þýskalands hafa engan veginn staðist og margir telja að of mikillar bjartsýni gæti í síðustu endurskoðun. Samkvæmt henni nemur kostnaðurinn þó jafngildi 2.421 milljarðs íslenskra króna. D £ L Leipzig: Afrakstur þessara fjárútláta er nýtt Þýskaland I Miklar óeirðir og kirkja lokuð Leipzig. Reuter. NOKKUR fjöldi öfgasinnaðra nýnasista efndi til óeirða í Leipzig í gær vegna sameining- arinnar. Lítil þátttaka var í hát- íðahöldum þar en í borginni var vagga byltingarinnar gegn austur-þýskum kommúnistum. Að sögn heimamanna var þátt- taka í hátíðarhöldum dræm, ein- ungis um 2.000 manns fögnuðu sameiningunni á götum úti. Pylsu- sali, sem ræddi við fréttaritara Reuíers-fréttastofunnar, sagði að fólk væri hrætt við ofbeldisaðgerð- ir nýnasista og hefði kosið að sitja heima og horfa á sjónvarpið. Nikulásarkirkjan í Leipzig var lokuð í fyrrakvöld og safnaðar- stjómin virti að vettugi hvatningu yfirvalda um að kirkjuklukkum yrði hringt á miðnætti. Kirkjan var löngum griðastaður fyrir and- ófsmenn í valdatíð kommúnista. Prestur kirkjunnar sagði að engin ástæða væri til hátíðarhalda þegar á aðra milljón Austur-Þjóðveija væru án atvinnu. Gleðilega sameiningxi! Berlín. Reuter. GRÆNINGJAR í Þýskalandi héldu upp á sameininguna með því að dreifa smokkum í höfuð- borginni, Berlín. Smokkunum fylgdi áletrun þar sem sagði: „Gleðilega sameiningu — en gættu að þér!“ Einn græningj- anna sem dreifði vörunni úr hesta- kerru við Brandenborgarhliðið sagði að sameiningin væri einstæð tilraun sem fæli í sér margar óvænt- ar hættur. Sameiningin ógmin við hollenskar kýr? Amsferdam. Reiit.er. SAMEINING Þýskalands getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir hollenskar kýr og reyndar alla vestur-evr- ópska nautgripi, að því er starfs- maður hollenska kvikfjárveiki- varna sagði í gær. Þannig er mál með vexti að um 40% austur-þýskra kúa eru smituð af blóðsjúkdómi, enzootic bovine leucosis, sem fyrra eða síðar dregur þær til dauða. Sjúkdómurinn er ekki hættulegur mönnum. Nokkuð hefur borið á því að austur-þýsku kjöti væri smyglað til Hollands. Hollenski embættismaðurinn segir að hættan eigi eftir að aukast enn þegar Þýskaland er orðið eitt. Niðurdreginn fáni Jurgen Trautmann, austur-þýskur hermaður, heldur hér á austur- þýska fánanum eftir að hann var dreginn niður í síðasta skipti. Macintosh fyrir byrjendur Works - ritvinnsla, gagnasöfnun, töflureiknir og stýrikerfi á . © 15 klst námskeiði fyrir byrjendur! Fáiö senda námsskrá. 6g, jS? Tölvu- og verkfræöiþjónustan Grensásvegi 16 - fjögur ár í forystu Hagtölur nýs Þýskalands Flatarmál Fólksfjöldi (þús.) Þéttbýli (á ferkm) Herafli Varnarútgjöld (milljarðar marka) Þjóðarframieiðsla (milljarðar marka) Bifreiðar Erlendir ferðamenn Austur- Þýskaland 108.333 16.666 153,8 173.100 Vestur- Þýskaland 248.713 61.077 245,6 494.300 2.121,5 28.8 IVl 12.8 IVI Þýskaiand allt 357.046 77.743 217,7 I 667,400 32,5 IVI 14IVI 23 Heimild: Buropa World YearBook SIEMENS Öflug rvksuga! VS 91153 • Stillanlegur sogkraftur (250- 1100 W). • 4 fylgihlutir í inn- byggðu hólfi. • Fjórföld sýklasía í útblæsu-i. • Sjálfinndregin snúra og hleðsluskynjari. • SIEMENS framleiðsla Verð kr. 16.700,- 1 n gg: SMITH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 czozai peysur ^ Verð frá kr. 2.900,- ÍJtsaia STÓRÚTSÖLUMARKAÐIMUM Bíldshöfða 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.