Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 29 Afmæliskveðja: Jens Urup í dag, 25. september, er góðvinur íslands Jens Urup listmálari 70- ára. Urup fæddist í Esbjerg á Jót- landi og nam hann listhandverk sitt fyrst í heimabæ sínum. Siðan fór hann til framhaldsnáms við listahá- skólann í Kaupmannahöfn undir handleiðslu Kræsten Iversen. Jafn- framt stundaði Urup nám við „fresko“-skóla Elof Risebye. Haust- ið 1945 tekur hann í fyrsta sinn þátt í samsýningu teikni- og listmál- ara „Pá den frie“. Árið 1948 og næstu 10 árin vinn- ur hann svo ásamt Axel Salto við að endurskipuleggja „frise Sonnes“ (skreytingar) á Thorvaldsens-safn- inu í Kaupmannahöfn. Af fjölmörg- um þekktum listaverkum sem eftir Urup liggja má nefna: „Fersko" í Lindevangs kirkju í Kaupmanna- höfn, steinda glugga, gobelin og skírnarfont í Virumkirkju, gobelin (ofin altaristafla) í DFDS-skipafeij- unni Winston Churchill, steinda gluggaí Sauðárkrókskirkju, steinda glugga í Vester Nebelkirkju, steinda glugga í Skovlundekirkju. Af mörgum tugum málverkasýn- inga sem Urup hefur haldið má nefna: Charlottenborg vor- og haustsýningar, listsýningu í Stokk- hólmi 1953, málverkasýningu í Gautaborg 1952, sýningu í Helsing- fors 1950, sýningu í Riverside museum New York 1959, samsýn- ingu í Viborg og Skive 1972, far- andsýningar í Basel, Genf, Zurich og Luzern, Sviss, farandsýningar í Seattl'e, Los Angeles og Phoenix í Bandaríkjunum, sýningu í Norræna húsinu í Reykjavík 1975, gler- mosaiksýningu á Kjarvalsstöðum 1980 og er þó fátt eitt hér nefnt. Urup hefur hlötið fjölda viður- kenninga í heimalandi sínu og utan, svo og verðskuldaða styrki úr ýms- um sjóðum. Pennavinir Sænsk 31 árs kona með áhuga á bókalestri, tónlist o.fl. vill skrifast á við 25-35 ára konur: Susanne Sandahl, Sibeliusgangen 8, S-164 77 Kista, Sverige. Fertugur ástralskur karlmaður með margvísleg áhugamál: Peter Levis, 8 Cartela Street, Sandy Bay 7005, Tasmania, Australia. Sextán ára hollensk stúlka sem safnar flugvélalíkönum og frímerkj- um: Iris Nutzel, Bitgumerdyk 9, 9041 CB Berlikum, Netherlands. listmálari Dagana 29. september til 21. október stendur yfir viðarnikil sýn- ing á fjölbreyttum listaverkum Ur- ups að Gl. Holtegaard, Holte, N-Sjálandi, sem bæjarfélagið Sölle- röd kommune stendur að, en með styrk frá sparisjóðnum Bikuben. Hér gefst íbúum Sjálands svo og íslenskum ferðamönnum tækifæri til að kynnast verkum þessa ein- stæða listamanns. Jens Urup er giftur Guðrúnu Sig- urðardóttur, fv. sýslumanns frá Sauðárkróki, og eiga þau hjón fjög- ur uppkomin börn. í dag senda hinir fjölmörgu vinir og velunnarar Urups á íslandi hon- um ámaðaróskir, og vona að gæfa og gengi megi fylgja honum fram- vegis í menningaraukandi starfi. Heimili þeirra hjóna Guðrúnar og Jens Urup er á Vejlesövej 36, 2840 Holte, DK. Richardt Ryel Fimmtán ára vestur-þýskur pilt- ur með mikinn íslandsáhuga: Stefan Gross, Paffrather Strasse 4, D-5248 Wissen, West-Germany. Sovésk kona, 32 ára enskukennari, vill skrifast á við fólk 30 ára og eldri. Safnar póstkortum og daga- tölum: . Galya Litvinova, 7 mkrn., d.12 kv. 141, Raduzhny Town, 626448 Tyumen Region, U.S.S.R. Tvítug stúlka í Ghana með margvísleg áhugamál: Rebecca Dadzie, c/o Mr. P. A. Dadzie, T.M.C.C., Box B151, Tema, Ghana. West Africa. ANITECHéÖOO HQ myndbandstæki 14 daga, 6 stöðva upptökuminni, þráð- laus fjarstýring, 21 pinna „EuroScart" samtengi ,,Long play" 6 tíma upptaka á 3 tíma spólu, sjálfvirkur stöðvaleit- ari, klukka + teljari, ísl. leiðarvísir. Sumartilboð 29.950 •"* stgr. Rétt verd 36.950.- stgr. Afborgunarskilmálar [É FÁKAFEN 11 — SÍMI 688005 % OKTOBERIITGAFAN Á LEIB TIL FÉLAGA! Fjölbrejttar íatalmgniyiiilir Vandaðar sníðaarkir Handhægar safnmöppur Ráðgjöf og námskeið • Sauma- og prjonahandbok í kaupbæti Ertu komin í klúbliinn? Síminn er: 91-688 300 ÖNNUH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.