Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990
Tónlist Jóns Leifs á
hljómdisk CBS-Sony
I félagsskap með Grieg og Sibelius
ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ CBS-SONY hefur nýlega hljóðritað á geisla-
disk norræna tónlist í flutningi Útvarpshljómsveitarinnar í Stokk-
hólmi undir stjórn eins kunnasta hljómsveitarstjóra heims, Esa Pekka
Salonen. Meðal efnis á hljómdisknum er tónverkið Geysir eftir Jón
Leifs.
Onnur verk á disknum eru meðal
annars Valse Triste eftir Jean Sibel-
ius, Midsommervaka eftir Svíann
Wilhelm Stenhammer auk verks
eftir Edward Grieg.
Hjálmar H. Ragnarsson, sem
hitti Tryggve Nordwal, fram-
kvæmdastjóra Útvarpshljómsveit-
arinnar, að máli fyrir skemmstu í
Noregi, sagði að á hljómdisknum
yrðu vinsgglustu verk eftir þekkt-
ustu tónskáld Norðurlandanna.
„Þeir vildu hafa þetta verk eftir Jón
Leifs með á disknum en það hefur
reyndar aldrei verið gefið út á
hljómplötu áður,“ sagði Hjálmar.
„Það á að líta á Jón Leifs sem
ísbijót íslenskrar tónlistar erlendis.
Við vitum hvaða þýðingu Sibelius
hafði fyrir finnska tónlist og Grieg
fyrir norska. Það er enginn vafi á
því að tónlist Jóns á eftir að vekja
athygli á íslandi og ekki síst
íslenskri tónlist í ljósi þess að tón-
list hans fer í svona mikla dreif-
ingu,“ sagði Hjálmar.
Hann sagði að Esa Pekka Salon-
en, sem væri kominn á stall með
fimm bestu hljómsveitarstjórum í
heiminum, væri samningsbundinn
CBS-Sony fyrirtækinu, en auk þess
væri hann aðalstjórnandi Útvarps-
hljómsveitarinnar í Stokkhólmi og
yrði innan skamms einnig aðal-
stjórnandi Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar í Los Angeles. Hann sagði að
nafn Salonens tryggði að hljómdisk-
urinn færi í fjöldadreifingu um allan
heim í mörg hundruð þúsund ein-
taka upplagi. Hjálmar sagði að
Útvarpshljómsveitin í Stokkhólmi
stæði fremst norrænna sinfóníu-
hljómsveita og undir stjórn Salon-
ens hefði hún hlotið aukna athygli
athygli og náð miklum framförum.
Hjálmar sagði að tónverkið Geys-
ir væri nokkurs konar myndlýsing
í tónum á gosi í hvernum Geysi.
„Þetta er nokkuð hijúft verk og er
litað með sterkum tónum og á þessu
tónmáli Jóns sem er hans eigið
tungumál. í verkinu er mikið slag-
verk sem notað er til að byggja upp
spennuna fyrir gosið sjálft. Það_ er
mín reynsla að þetta tungumál Jons
sé í samræmi við þær hugmyndir
sem útiendingar gera sér sem hið
hijúfa og kalda norður," sagði
Hjálmar.
Varði doktorsritgerð
í rannsóknarsálfræði
HAUKUR Matthíasson varði
doktorsritgerð í rannsóknarsál-
fræði þann 19. júní sl. við
Emory-háskólann í Georgíuríki í
Bandaríkjunum.
Ritgerðin nefnist „Face recogn-
ition memory as a function of dist-
inctiveness and encoding strategy".
Prófað var hvort mismunandi að-
ferðir við að leggja andlit á minnið
hefðu áhrif á það hvaða andlit væri
auðveldast að bera kennsl á. Minn-
isaðferð hafði lítil áhrif á andlit sem
vóru sérstök en töluverð áhrif á þau
sem álitin voru „venjuleg". Rann-
sóknir á þessu sviði tengjast áreið-
anleika vitna en talið er að veruleg-
ur hluti af röngum dómum, a.m.k.
í Bandaríkjunum, sé vegna mistaka
vitna sem bera að þau hafi séð við-
komandi á vettvangi glæps.
Haukur er fæddur 20. júní 1948
og varð stúdent frá Verslunarskól-
anum 1970. Hann lauk BA-prófi í
sálfræði frá Háskóla íslands 1976
og MA-prófi í þroskasálfræði frá
Columbia University í New York
1979. Haukur hefur stundað upp-
eldis- og kennslustörf í Reykjavík
Dr. Haukur Matthíasson.
og var skóiastjóri Grunnskólans á
Hellissandi frá 1981-84.
Haukur er sonur Ásgerðar Ein-
arsdóttur og Matthíasar Matthías-
sonar. Hann er kvæntur Margréti
I. Skaftadóttur sem er við nám í
uppeldis- og kennslufræðum í
Emory University.
Morgunblaðið/Theódór Kr. Þórðarson
Hafdís Þórðardóttir frá Kollslæk sér um slátursöluna. Sagði hún áberandi hvað bæjarbúar keyptu
meira af slátri en áður.
Borgarnes;
Nýsjálenskur sérfræðingur
leiðbeinir við sauðfjárslátrun
Borgarnesi.
SLÁTURHÚS Kaupfélags Borg-
firðinga Borgarnesi hefur að
undanförnu notið sérfræðiað-
stoðar til að endurbæta vinnslu-
aðferðir við slátrun og fláningu
til að koma í veg fyrir verkunar-
galla á dilkakjötinu. Vinnslu-
hraðinn er nú kominn í hámark
og er slátrað um 2.200 fjár á dag
og búið að slátra um 20 þúsund-
um af þeim 65 þúsundum sem
áætlað er að slátra í haust sem
gerir um 920 til 930 tonn af
dilkakjöti. Dilkarnir eru heldur
minni í ár en mun feitari og
færri fara því í úrvalsflokk en í
fyrra. *
Aðspurður sagði Gunnar Guð-
mundsson sláturhússtjóri. að for-
saga þessa máls væri sú að árið
1988 var tekið upp nýtt fláninga-
kerfí hjá sláturhúsinu sem hafði
það að megin markmiði að fækka
mannskap við fláningu, minnka
hnífa notkun og nota sjálfvirkan
búnað við að draga gæruna af aft-
ari hluta skrokksins. Þessi vinnslu-
aðferð gerði það að verkum að kjö-
tið varð miklu hreinna. Þessi nýja
vinnsluaðferð tókst nokkuð vel en
henni fylgdu of miklir verkunar-
gallar. Útlitsgallar á kjötinu urðu
of miklir og nú hefði verið leitað
sérfræðiaðstoðar frá nýsjálehskum
manni, sem er slátrari og rekstrar-
stjóri í stóru sláturhúsi í Ástralíu
þar sem samskonar búnaður er í
notkun og reynist mjög vel. Stór
hluti vandans hérlendis er sá að
ekki er unnið við slátrun nema í
um 6 vikur á ári, en t.d. í Ástralíu
sé unnið við slátrun allt árið og
því nái fólkið þar fyrr upp færni
þó breytt sé um vinnsluaðferðir.
Garry Burridge leiðbeinir við
fláninguna.
Kvaðst Gunnar tvímælalaust sjá
miklar breytingar til batnaðar á
þessum tíu dögum sem sérfræðing-
urinn hefur verið hjá þeim. Hann
hefði meðal annars tekið á mynd-
band af vinnslurásinni og sýnt
starfsfólkinu síðan hvað betur
mætti fara. Sagði Gunnar að marg-
ar af þeim breytingum sem að leið-
beinandinn legði til á tæknibúnaði
og vinnutilhögun væri ekki hægt
að taka upp í þessari sláturtíð,
heldur yrði að bíða með þær til
næsta hausts vegna nauðsynlegs
undirbúnings.
Sláturhús KBB seldu 50 tonn
af grillkjöti í sumar
Aðspurður um sölumálin sagði
Gunnar: „Síðustu ár höfum við
verið að þreifa okkur áfram með
markaðssetningu og vöruþróun,
sérstaklega á lambakjöti. Þetta
byijaði reyndar 1987 á prófunum
með að þurrkryddað lambakjöt til
sölu sérstaklega á grill. Þetta hefur
síðan þróast og árið 1989 seldum
við alls um 8 tonn af þessu kjöti
en salan á þessu ári er hins vegar
komin í rösk 50 tonn, þannig að
ar höfum við náð ágætis árangri.
fyrrasumar byijuðum við á ann-
arri nýjung sem er gaspökkun á
nýju og þýddu lambakjöti. Við seld-
um þessa vöru aðallega til veitinga-
húsa og var henni tekið mjög vel.
Þessi aðferð er enn í þróun í sam-
ráði við Fæðudeild rannsóknarstofu
landbúnaðarins. Við þessa gas-
pökkun meyrnar kjötið og hefur
tekist að geyma nýtt kjöt í rúma
tvo mánuði með þessari aðferð við
mínus eina gráðu, án þess að nokk-
uð fyndist að kjötinu annað en að
það meyrnaði og varð betra.“
Markmiðið með þessum tilraunum
sagði Gunnar að væri að reyna að
mæta kröfum neytenda í ríkari
mæli. Bjóða ferskt kjöt til sölu frek-
ar en frosið og reyna að koma í
veg fyrir frekari samdrátt í neyslu
á lambakjöti. Varðandi útflutning
á lambakjöti sagði Gunnar að hann
væri alltaf einhver og þessa dagana
væri m.a. verið að pakka um 5
tonnum af lambahryggjum sem
seldir væru til Finnlands. Sagði
Gunnar að hjá afurðasviði Kaupfé-
lags Borgfírðinga störfuðu á árs-
grundvelli um 30 til 40 manns en
þessar 6 vikur sem að sláturhúsið
stæði yfir færi starfsmannafjöldinn
yfir 200 manns.
- TKÞ.
VERKSTJÓRAR - millistjórnendur
Námskeid ætlað nýjum stjórnendum og
þeim, sem ekki hafa stjórnunarmenntun.
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist og læri að
beita grundvallarþáttum stjórnunar, þáttum sem eru sameigin-
legir öllum stjórnendum, óháð starfsgreinum.
Námskeiðinu er skipt í fimm meginþætti:
- Samvinna og samskipti, þ.e. mannleg samskipti frá sjónarhóli stjórnandans
- Verkstjórn og vinnutækni
- Verkskipulagning og tímastjórnun
- Vinnuhagræðing
- Öryggismál og vinnuvernd
Fyrri hluti námskeiðsins verður haldinn
15.-20. okt.
Upplýsingar og skráning í síma 91-687000
og 91-687410.
Iðntæknistofnun
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholl. 112 Reykjavik
Simi (91)68 7000
Kennarar í MR:
Alþingi afnemi bráða-
birgðalög um launamál
KENNARAR í Mcnntaskólanum
í Reykjavík hafa sent frá sér
ályktun, þar sem þeir mótmæla
setningu bráðabirgðalaga um
launamál og skora á Alþingi að
afnema þau hið fyrsta.
Ályktun Félags kennara Mennta-
skólans í Reykjavík var samþykkt
á aðalfundi félagsins 19. september
síðastliðinn. Þar er setningu bráða-
birgðalaga um launamál frá 3.
ágúst síðastliðnum mótmælt. Minnt
er á, að ríkið hafi samið við háskóla-
menn vorið 1989, en þegar félags-
dómur hafi í sumar kveðið upp end-
anlegan úrskurð um ágreining um
túlkun samningsins, ríkisstjórninni
í óhag, hafi hún brugðist við með
þeim hætti, að setja bráðabirgðalög
á eigin samning og afnema þannig
í raun úrskurð dómaranna. Slík
háttsemi hljóti að teljast vafasöm
frá siðferðilegu sjónarmiði og geri
hvem þann samning, er ráðherra
undirriti, að marklausu plaggi. Þar
með sé traust til ráðamanna að
engu orðið, en um lögmæti fyrr-
greindrar háttsemi verði fjallað fyr-
ir dómstólum.
í ályktuninni er að lokum því
beint til Alþingis, að það afnemi
hið fyrsta bráðabirgðalögin og geri
þar með ljóst, að það sé vilji Alþing-
is, að treysta megi samningum, er
ráðherra í ríkisstjórn íslands undir-
riti.