Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 Norski Verkamannaflokkurinn: Krefjast nýrrar rann sóknar í Syse-málinu Reuter Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttaritara Morgunblaðsins. NORSKI Verkamannaflokkur- mannaflokksins inn heldur áfram að þjarma að Jan P. Syse forsætísráðherra og krefst nú nýrrar, óhlutdræ- grar rannsóknar á einkafjár- málum forsætisráðherrans. Ole Steen-Olsen, ráðunautur Verka- James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hittí utanríkisráð- herra Eystrasaltsríkjanna þriggja, Lennart Mari frá Eistlandi, Alg- irdas Saudargas frá Litháen og Janis Jurkans frá Lettlandi, á ut- anríkisráðherrafundi RÖSE í New York í gær. • • James Baker á fundi utanríkisráðherra ROSE-ríkja í New York: Afvopnimarsamkomulag skilyrði leiðtogafundar New York. Reuter. SAMÞYKKT var á fundi utanríkis- ráðherra ríkja sem aðild eiga að Ráðstefnunni um öryggi og sam- vinnu í Evrópu (ROSE) í New York í fyrrakvöld að stefna að þvi að halda leiðtogafund RÖSE í París 19.-21. nóvember eins og fyrirhugað hefur verið. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þó er hann sleit ráðherrafundinum að ekkert yrði af leiðtogafundinum ef samkomulag um Uppreisnarher ræðst inn í Afríkuríkið Rwanda Brussel. Reuter. STJÓRNARHERINN í Rwanda á i hörðum bardögum við uppreisn- armenn, sem réðust inn í landið á sunnudag frá Úganda, i 70 km fjarlægð frá höfuðborg landsins, Kigali, að sögn talsmanna belgíska utanríkisráðuneytisins. Talsmaður utanríkisráðuneytisins í Brussel staðfesti í gær fregnir þess efnis að stjómin í Rwanda hefði beð- ið fyrrum nýlenduherra sína, Belga, um aðstoð í bardögum við uppreisn- armenn. Ekkert var sagt um við- brögð við beiðninni en sagt að allir möguleikar yrðu'íhugaðir. Um 1.600 Belgíumenn búa í Rwanda. Sótt er frá Úganda og komugt uppreisnarmenn á skömmum tíma langt inn í landið enda yfír marflatt og hindranalaust fenjaland að ræða þar sem átök eiga sér stað. Uppreisn- armenn eru af ættflokki Tutsi-manna sem hraktir voru frá völdum í landinu af Hutu-mönnum, sem mynda meiri- hluta landsmanna, fyrir rúmum 30 árum. fækkun hefðbundins herafla í Evrópu (CFE) yrði ekki í höfn áður. Hermt er að samningamenn Bandaríkjanna og Sovétríkjanna hafi færst nær lokamarki og yfirstigið nokkrar hindranir í vegi samninga síðustu daga. Enn mun þó óleystur ágreiningur um fjölda orrustuflug- véla, en fyrirhugað var að Baker og sovéskur starfsbróðir hans, Edúard Shevardnadze, hittust í gærkvöldi til þess að freista þess að ná samkomu- lagi um þetta atriði. í CFE-viðræðunum er miðað við verulega fækkun hefðbundinna vopna á svæðinu frá Atlantshafi til Úralfjalla. Þrátt fyrir varfæmi Bakers virtust utanríkisráðherrarnir bjartsýnir á að CFE-samningur yrði í höfn .í tæka tíð til þess að halda leiðtogafund RÖSE. Shevardnadze sagði á ráðherra- fundinum í New York að „evrópska afvopnunarlestin væri á áætlun og næði til Parísar á réttum tíma.“ fjármálum, hefur rannsakað hina frægu Syse-skýrslu og komist að þeirri niðurstöðu að forsætísráðher- rann hafi framið 36 lagabrot og virt 21 lagafyrirmæli að vett- ugi auk þess að hafa sýslað sitt- hvað sém verði að teljast á „gráu“ svæði frá lögfræðilegu sjónarmiði. „Við teljum víst að forsætisráð- herrann og ríkisstjómin fallist á að ný rannsókn fari fram,“ sagði Gunnar Berge, varaformaður Verkamannaflokksins. „Annað hlyti að vekja athygli og þá neydd- umst við til að taka málið upp í Stórþinginu.“ Gunnár Berge vísaði því harð- lega á bug að krafa flokksins væri óskammfeilin aðför að for- sætisráðherranum. „Það verður aldrei friður í kringum þetta mál fyrr en óhlut- dræg rannsókn á því hefur farið fram,“ sagði hann og bætti við að Verkamannaflokkurinn hefði komið heiðarlega og málefnalega fram í Syse-málinu. Carl I. Hagen, formaður Fram- faraflokksins, sagði að þama væri um að ræða ofsóknir Verka- mannafiokksins á hendur forsæt- isráðherranum. Hann kvaðst vera hneykslaður á Gro Harlem Brundtland sem gert hefði verið að greiða skattasekt fyrir að nota ríkisbifreið án þess að geta um það á skattaframtali sínu. Hagen sagðist vilja minna á að stjórnmálamenn væru einnig venjulegar manneskjur sem gæti orðið á í messunni. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Reynt að múta aðstoð- armanni Kasparovs New York. Reuter. UMBOÐSMAÐUR Garríjs Kasparovs, heimsmeistara í skák, Andrew Page, sagði í gær að einum helsta aðstoðarmanni meistar- ans hefðu verið boðnar greiðslur fyrir upplýsingar um undirbún- ing Kasparovs fyrir einvígið við Anatólíj Karpov. Page sagði að gengið hefði ver- ið á Zúrab Azmajparashvílí, að- stoðarmann Kasparovs, og honum boðnir 100.000 dollarar, jafnvirði Sjálfstæðiskröfur Litháa ræddar í Moskvu: Hafnar verða samninga- viðræður við Sovétstjórnina Moskvu. Reuter. LEIÐTOGAR Litháa gengu á þriðjudag á fund Nikolajs Ryz- hkovs, forsætisráðherra Sov- étrikjanna, tíl að ræða framtíð landsins, sem lýst var sjálfstætt riki í marsmánuði. Sögðu lithá- ískir embættismenn að fundinum loknum að ákveðið hefði verið að hefja formlegar samningavið- ræður um sjálfstæði landsins. Fyrir sendinefnd Litháa fóru þau Vytautas Landsbergis, forseti landsins, og Kazimiera Prunskiene, forsætisráðherra, en formaður so- vésku viðræðunefndarinnar var Ni- kolaj Ryzhkov forsætisráðherra. Áður en viðræðumar hófust í Moskvu sögðu talsmenn stjómvalda að þær myndu leiða í ljós hvort Sovétstjómin væri reiðubúin að ganga til raunverulegra samninga- viðræðna um sjálfstæði Litháens. Litháar lýstu yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum þann 11. mars en neyddust síðar til að fresta frekari ákvarðanatöku á grundvelli yfirlýs- ingarinnar eftir að hafa mátt þola efnahagsþvinganir af hálfu ráða- manna í Moskvu. Var sjálfstæðis- yfírlýsingin lögð til hliðar til að unnt yrði að ganga til viðræðna við fulltrúa Sovétstjómarinnar. Talsmaður litháísku ríkisstjóm- arinnar, Gintaras Yatkonis, sagði, fundinn hafa verið sérlega gagnleg- an og kvað alvarlegan ágreining ekki hafa komið upp á yfirborðið. Rædd hefðu verið efnahagstengsl Litháa og Moskvustjórnarinnar og stjórnmálalegar hliðar sjálfstæðis- baráttunnar. Haft var eftir Lands- bergis að ákveðið hefði verið að skipa nefndir. sérfræðinga til að ijalla um málið og myndu þær næstu tvær vikumar vinna að því að skipuleggja viðræðurnar. Auk Litháa hafa hin Eystrasalts- ríkin tvö, Eistland og Lettland, lýst •yfir því að þau hyggist segja sig úr sovéska ríkjasambandinu. Míkhaíl S. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og leiðtogi sovéska* kommúnistaflokksins, fordæmdi á sínum tíma sjálfstæðistilburði Eystrasaltsþjóðanna og sagði m.a. að einstök lýðveldi gætu aðeins sagt skilið við ríkjasambandið að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. 5,7 milljóna ÍSK, fyrir upplýsingar um æfingaáætlun heimsmeistar- ans. Hann hefði neitað og skömmu seinna hefði reyksprengju verið stungið inn um bréflúgu á heimili móður hans í Sovétlýðveldinu Ge- orgíu. Hefði hún orðið fyrir smá- vægilegum meiðslum í því sam- bandi. Page sagðist ekki vilja segja að mútutilraunin hefði verið gerð með vitund og vilja Karpovs. Hann sagði að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem tilraunir af þessu tagi væru gerðar skömmu fyrir einvígi Karpovs og Kasparovs. Þeir hefja næstkomandi mánu- dag einvígi um heimsmeistaratitil- inn í New York. Þar tefla þeir 12 skákir og verð- ur þá gert hlé en þráðurinn tekinn upp að nýju í Lyon í Frakklandi þar sem einnig verða tefldar 12 skákir. Mónakó: Maður Karólínu prinsessu beið bana Nice. Reuter. STEFANO Casiraghi, eigin- maður Karólínu Mónakóprins- essu, beið bana í hraðbáta- keppni undan ströndum Món- akó í gær. Casiraghi tók þátt í keppninni og var við stjómvölinn á hinum 15 metra langa bát sínum, Pinot di Pinot, er hann tókst skyndilega á loft á bám og hvolfdi. Mun hann hafa beðið samstundis bana er báturinn skall aftur á sjónum en aðstoðarmaður hans komst lífs af. Casiraghi var að veija heims- meistaratitil sinn í hraðbátasigl- ingum og hafði ákveðið að hætta keppni að móti loknu en það tek- ur vikutíma. Hann tapaði dýrmæt- um mínútum í keppninni á mánu- dag er hann stöðvaði bát sinn til þess að bjarga keppinaut úr brennandi báti hans. „Sigur er ekki útilokaður en ég verð að leggja mig allann fram það sem eftir er,“ sagði hann að því loknu. Talið er að hann hafi hugsanlega siglt báti sínum, sem náði allt að f 180 kílómetra hraða, of géyst í gær í þeirri von að vinna upp þann tíma sem hann tapaði við björgunarstarfið. Casiraghi var seinni eiginmað- ur Karólínu en þau giftust 1983 og .áttu þijú böm. Hann var þrítugur og af auðugri ítalskri fjölskyldu. Karólína er elst þriggja barna Rainiers fursta og konu hans Grace Kelly sem beið bana í bílslysi í Mónakó 1982. Hún var áður gift frönskum kaupsýslu- manni og glaumgosa, Philippe Junot, en þau skildu árið 1980. Stefano Casiraghi og Karólína prinsessa af Mónakó. Reuter

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.