Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGU.R 4. OKTÓBER 1990 37 íasson, sem gekk undir verndar- væng Rósu, rúmlega tvítugur að aldri. Hún lagði vænginn sinn yfir fjölda barna frá heimilum víðs veg- ar að. í gamla daga átti maður þess kost að koma af balii sunnan heiða, koma inn til Rósu, borða kökur og fara síðan inn í Kaldalón með Jóa á Ármúla. Þar var horft á Morillu, bleikjuna, Drangajökul og riíjaðar upp gamlar lygasögur frá Sigga á Ármúla. Síðan var komið við á Ármúla aftur og þaðan heim. Frá fósturbörnum Rósu og Sigga kemur hér kveðja: Þegar undir skörðum mána kulið feykir dánu laufi mun ég eiga þig að rósu; Þegar tregans fingurgómar styðja þungt á strenginn rauða mun ég eiga þig að brosi. (Höf. Stefán Hörður Grímsson.) Með þessu tilskrifi um hana Rósu á Ármúla fylgja sérstakar og góðar kveðjur frá Hallsstöðum. Ennfrem- ur koma kveðjúr frá mínu heimili. Gylfi Guðjónsson og fjölskylda, Mosfellsbæ. Hún er einkennileg þessi mikla kyrrð sem fylgir í kjölfar þeirrar fréttar er sigð dauðans hefur, að þessu sinni, hitt lífsþráð eins vinar úr samferðahópnum. Það er eins og tíminn staðnæmist um stundar- sakir., Þannig fór mér, er mér var tilkynnt lát vinkonu minnar, Rósu Jóhannsdóttur frá Ármúla. Við sem höfðum mælt okkur mót í rólegheit- um í næstu viku er ég hætti að vinna. En nú er hún Rósa horfin á vit þess ókunna sem svo erfitt er að fá svar um. Kynni okkar Rósu eru aðeins fáein ár, urðum sam- ferða í starfi er ég flutti hingað til ísafjarðar 1984. En þessi stuttu kynni tengdu okkur þeim félags- og vináttuböndum sem ekki hefðu rofnað þó samfylgdin hefði orðið lengri. En enginn má sköpum renna. En þessi stuttu kynni sýndu mér svo glöggt að þar fór góð kona sem Rósa fór. Þessi starfsama kona gerði ekki sterkar kröfur fyrir sjálfa sig en var því vökulli fyrir þörfum ástvina sinna og samferðafólks og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd hveijum sem var. Þegar ég lít til baka er ég byrjaði að vinna á Vef- stofu Guðrúnar Vigfúsdóttur öllu og öllum ókunnug, þá stoppa ég við ýmis vandamál í starfinu er voru mér framandi en sem leystust svo auðveldlega því hún Rósa kom og leiddi mig á rétta braut. Þannig urðu kynni mín áfram af þessari góðu konu. Hún hafði ekki hátt og gumaði ekki af sínu, en ávallt tilbú- in ef samferðafólk hennar þurfti hjálpar við. Þeir eru örugglega margir sem sakna vinar í stað þeg- ar hún er horfin af sjónarsviðinu. Þakka ég Rósu samfylgdina. „Hvar sem góðir menn fara eru Guðs vegir,“ segir Björnstjerne Björnsson í einni bók sinni. Því veit ég að hennar leið liggur um Guðs vegi eins og allt hennar líf gerði. Ástvinum hennar votta ég samúð mína. Þó Rósa 'nafi verið aldin að árum -var hún ennþá ung og vökul í hugsun fyrir velferð þeirra. Bless- uð sé minning Rósu. Vilborg Guðmundsdóttir Ég þakka samfylgdina og votta öllum aðstandendum samúð mína. Guð blessi minningu góðrar mann- eskju. Árni Þorvaldsson t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, RUNÓLFUR GUÐMUNDSSON bóndi, Ölvisholti, Hraungerðishreppi, sem lést þann 27. september, verður jarðsunginn frá Hraungerðis- kirkju laugardaginn 6. október kl. 13.30. Sætaferð verður frá B.S.l'. kl. 12.00. Ögmundur Runólfsson, Heidi Runólfsson, Kjartan Runólfsson, Margrét Kristinsdóttir, Sveinbjörn Runólfsson, Lilja Júlíusdóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, fósturfaðir og afi, SVAVAR SIGURJÓNSSON, Glaðheimum 24, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 5. október kl. 13.30. Guðbjörg Árnadóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Guðbjörg Sævarsdóttir, Björn Grétar Sævarsson. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, Kópavogsbraut 10, verður jarðsungín frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn 4. októ- ber, kl. 13.30. Guðmundur Guðmundsson, Samúel Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir, Einar Þór Samúelsson, Guðmundur Jónsson, Sigurður Jónsson, Kristján Jónsson, Guðrún Einarsdóttir, Helgi Eioarsson. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN I. PÉTURSSON, Laugavegi 159a, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 5. október kl. 13.30. Ísafold Kristjánsdóttir, María Jóhannsdóttir, Sigurður Líndal, Sigríður Jóhannsdóttir, Leifur Breiðfjörð og barnabörn. + ÞORSTEINN MATTHÍASSON kennari og rithöfundur frá Kaldrananesi, sem andaðist á Landakotsspítalanum þann 28. séptember sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. október kl. 10.30. Matthías Þorsteinsson, Halldór Þorsteinsson, Björg Guðmundsdóttir, Jón Þorsteinsson, Sigrfður A. Þórðardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför TORFA GUÐMUNDSSONAR frá Drangsnesi, Hlið, ísafirði. Ása María Áskelsdóttír, Dagbjört Torfadóttir, Guðmundur Torfason, Haukur Torfason, Áslaug Torfadóttir, GunnarTorfason, Guðjón Torfason, Þórdís Torfadóttir, Anna Torfadóttir, Guðmundur Halldórsson, Elsa Kristjánsdóttir, Svandís Jóhannsdóttir, Karl Sigurjónsson, Guðríður Jóhannsdóttir, Bergljót Friðþjófsdóttir, Hannes Óiafsson, Aðalbjörn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR STEFANÍU STEINGRÍMSDÓTTUR, Ásgarðsvegi 16, Húsavík. Árni Jónsson, Kristín Árnadóttir, Birgir Lúðvíksson, Steingrimur Árnason, Ragna Pálsdóttir, Sigrún Kristbjörg Árnadóttir, Sveinn Indriðason, Jón Ármann Árnason, Árdís Sigvaldadóttir, Bjarni Árnason, Þórdis Helgadóttir, Sigurður Árnason og barnabörn. + Útför föður okkar, RAGNARS EMILSSONAR arkitekts, fer fram frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 6. október kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeir, sem vilja heiðra minningu hins látna, vinsamlega láti Grindavíkurkirkju njóta þess, spari- sjóðsbók no. 175511 í Landsbanka íslands. Sigurborg Ragnarsdóttir, Emil Jón Ragnarsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi GÍSLI TÓMASSON, Melhóli, Meðaliandi, V-Skaftafellssýslu, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju, Meðallandi, laugardaginn 6. október kl. 14.00. Rútuferð verður frá BSÍ kl. 8.30. Guðrún Gísladóttir, Sigurgeir Jóhannsson, Elín Gísladóttir, Höskuldur Jónsson, Jytta Eiberg, Ragnar Gíslason, Sigrún Gísladóttir, Sveinn Gunnarsson, Magnús Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. + Sonur minn, faðir og sambýlismaður, SIGURÐUR KARL SVEINSSON, Kirkjuvegi 59, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardag- inn 6. október kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélag (slands. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Bernódía Sigurðardóttir, Arna Huld Sigurðardóttir, Guðlaug B. Guðjónsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls AXELS DAVÍÐSSONAR frá Ytri-Brekkum, Vesturgötu 40, Keflavik. Guðbjörg Elsa Axelsdóttir, Björk Axelsdóttir, Þyri Axelsdóttir, Þuríður Axelsdóttir, Davíð Axelsson, Þórdís Þormóðsdóttir, Úlfar Þormóðsson, Hrönn Þormóðsdóttir, Logi Þormóðsson, Anna Björg Þormóðsdóttir. Þórhallsdóttir, Pálmi Ólason, Jón Pálsson, Ásgeir Guðnason, Halldór Ágústsson, Selma Albertsdóttir, Karl Steinar Guðnason, Sólveig Pétursdóttir, Hallbjörn Sævars, Bjargey Einarsdóttir, + Innilegar þakkir til þeirra, er sýndu okkur hluttekningu og vinar- hug við andlát og útför AÐALSTEINS GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR, Vatnsstíg 11, Reykjavík, áður Lindargötu 24. Systkini og aðrir vandamenn hins látna. + Alúðarþakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall mannsins míns, föður og fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, FRÍMANNS ÍSLEIFSSONAR, Fossöldu 3, Hellu. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 11 -E, Landspítalanum. Marta Sigurðardóttir, Sigurður ísfeld Frímannsson, Erla Sigurðardóttir, Guðrún Frfmannsdóttir, Hjalti Sighvatsson, Frímann Már Sigurðsson, Tim Nuamnui, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum af alhug samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, IÐUNNAR JÓNSDÓTTUR, Miðgarðil, Húsavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Húsavíkur. Sigurður Jakobsson, Erna Sigurðardóttir, Haraldur Jóhannesson, Þórhalla Sigurðardóttir, Bjarni Aðalgeirsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.