Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 21 Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra: Arni Gunn- arsson fer ekki fram KJÖRDÆMISRÁÐ Alþýðu- flokksins á Norðurlandi eystra ákvað á fundi á laugardag að halda opið prófkjör um tvö efstu sætin á framboðslista flokksins í kjördæminu fyrir næstu alþingis- kosningar. Mun nýkjörin stjórn kjördæmisráðsins ákveða hve- nær prófkjörið fer fram. A fund- inum tilkynnti Arni Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra, að hann hygðist ekki gefa kost á sér í prófkjörinu. „Þettá er persónuleg ákvörðun og ég held að það sé engin ástæða til að geta um neinar ástæður. Þetta er hlutur sem hefur verið að þróast með mér í nokkra mánuði að verða ekki þarna í framboði aftur,“ sagði Árni Gunnarsson við Morgunblaðið. Aðspurður um hvort hann væri þar með hættur þingmennsku sagð- ist Árni ekki hafa tekið neina ákvörðun um það. Kæmi það í ljós á næstu vikum og mánuðum. Þegar Árni var spurður hvort hugsanlegt væri að hann færi fram fyrir Alþýðuflokkinn á Suðurlandi sagði hann: „Það hefur verið haft samband við mig og spurt hvort að ég hafi áhuga á að gefa kost á mér þar. Ég hef ekkert gefið út á það en bent á að Suðurland væri á margan hátt freistandi kjördæmi fyrir mig. En ég hygg nú að flokks- bræður mínir á Suðurlandi hafi upp á að bjóða menn sem eru góðum kostum búnir til að takast á við þetta. En ef að einhveijar formleg- ar umræður fara fram um þetta. þá mun ég hugleiða málið. Það er stundum sagt að dagur í pólitík sé langur og best að segja sem allra minnst um svona mál.“ Tveir aðilar tilkynntu um þátt- töku í prófkjöri á fundinum, þeir Sigbjörn Gunnarsson, kaupmaður á Akureyri, og Hreinn Pálsson, bæ- jarlögmaður. Heildsölu- álagning lyfja lækkar um 2% HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur lýst sig sammála meiri- hluta lyfjaverðlagsnefndar um að heildsöluálagning lyfja lækki úr 15,5% í 13,5%, og samkvæmt því lækkaði álagning í heildsölu á öll lyf um 2% frá 1. október. Ágreiningur varð í lyijaverð- lagsnefnd um hvort lækka skyldi heildsöluálagningu lyfja eða hún skyldi standa óbreytt, og því var ágreiningnum vísað til úrskurðar heilbrigðisráð- herra. J 1 i 1 ITITET ' 1P( )cork nl 1 1 M II 11 111 m 11 og \N~l/y Wicanders Kork-o-Plast korkflísamerkin komin undirsama þak. Núframleidd ísömu verksmiðju af S.A. & Ármúla 29, Múlatorgi, sími 38640 Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0 Snyrtilegasta gatan í Eyjum 1990, Birkihlíð. Morgunblaðið/Grímur Gíslason Vestmannaeyj ar: Viðurkenningar fyr- ir snyrtilegt umhverfi Vcstmannaeyjum. HEILBRIGÐIS-, umhverfis- og náttúruverndar- nefnd Vestmannaeyjabæjar hefur um nokkurra ára skeið veitt viðurkenningar til einstaklinga, fyrir- tækja og íbúa gatna fyrir snyrtilegt umhverfi og góða umgengni. Fyrir skömmu hélt HUN-nefndin fund og útnefndi þá aðila er viðurkenningar ársins 1990 hlytu. Snyrtileg- asta gata ársins var valin Birkihlíð og húseignin Illuga- gata 13a, sem er í eigu Gylfa Sigutjónssonar og Lilju Þorsteinsdóttur, var valin snyrtile'gasta húseignin. Nefndin ákvað að veita Landakirkju sérstaka viður- kenningu fyrir snyrtilegt umhverfi við kirkjuna og ný- byggt safnaðarheimili. Snyrtilegasta gatan verður merkt með sérstöku skilti. „ . Grimur Nú opnast ný Sparileið! Láttu tímann vinna meb þér og kynntu þér vel nýju Sparileibina frá íslandsbanka, Sparileib 4. Þú getur hringt eftir leibarvísi eba komib á nœsta afgreibslustab til skrafs og rábagerba vib starfsfólk bankans. Góður kostur fyrir þá sem eru vel á veg komnir í sparnaði! Sparileið 4 býöur hœstu vexti innan Sparileiöanna! Meb tilliti til þeirrar stabreyndar ab engir tveir sparrfjáreigendur eru eins er Sparileib 4 í rökréttu framhaidi af öbrum Sparileibum íslandsbanka. Þar bjóbast hœstu vextir innan Sparileibanna, enda er féb bunaib ía.m.k. 24 mánubi. Reikninaurinn er verbtrvaabur oa ber 6% vexti. Sparileiö 4 býöur vaxtatryggingu á bundiö fé! Vextirnir eru endurskobabir á sex mánaba fresti. Þab veitir eigendum reikninganna ákvebna vaxtatryggingu, því vextirnir haldast óbreyttir í sex mánubi í senn. Sparileiö 4 er opin til úttektar tvo mánuöi á ári! Spariieib 4 er einföld og reikningurinn er opinn til úttektar tvo mánubi á ári, í janúar og júlí, svo fremi ab binditími reikningsins sé orbinn a.m.k. 24 mánubir. ÍSLANDSBANKI - í takt við nýja tíma! Sparileiðir íslandsbanka - fyrir fólk sem fer sínar eigin leiðir í sparnaði!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.