Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTOBER 1990
25
S^rgiisttMiiMfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122.
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
SAMEINING ÞYSKALANDS
Toppfundur um
börn
Asama tíma og við íslending-
ar fjöllum um það ófremd-
ar ástand með harm í huga að
slysatíðni á íslenzkum bömum
er meiri en tíðkast víðast hvar
erlendis og sjálfsvíg ungra
drengja fleiri en víðast erlendis
efna Sameinuðu þjóðirnar til
toppfundar um börn og málefni
þeirra í því skyni að draga at-
hyglina að vandamálum og
sorglegri stöðu barna víða um
heim. Þessi fundur hefur verið
harðlega gagnrýndur, m.a. af
belgískum ráðherra, eins og
fram hefur komið hér í blaðinu,
vegna þess að því hefur verið
haldið fram að um hégómaskap
hafí verið að ræða og þeir ijár-
munir sem renna til slíkrar ráð-
stefnu komi börnum að engu
gagni en séu til þess eins að
varpa ljóma á hégóma þeirra
sem halda slíka ráðstefnu og
taka þátt í henni. Ekki verður
tekin afstaða hér á þessum vett-
vangi til þess hvort þessi gagn-
rýni á rétt á sér eða ekki en
hitt hlýtur að vekja athygli sem
fullyrt hefur verið að öryggis-
gæzla vegna þeirra sem sóttu
ráðstefnuna hafi kostað hvorki
meira né minna en á Ijórða
hundrað milljóna íslenzkra
króna. Þessir peningar verða
að a.m.k. ekki ungum borgur-
um þessa heima til hjálpar eða
aðstoðar. En sík ráðstefna gæti
þó rétt hlut fjölda barna
víðsvegar um heim. Vonandi
verður það raunin. Þá yrði ráð-
stefnan árangursrík og ekki
einungis í því skyni haldin að
beina athyglinni að þeim
pólitíkusum sem hvort eð er
baða sig í sviðsljósinu öllum
stundum, og þá ekki sízt í fjöl-
miðlum. Stjómmálamenn nær-
ast á þessu ljósi einsog kunnugt
er en þeir gleymast einatt fljótt
þegar á því er slökkt.
Vel má hafa í huga að talið
er að 2.800 börn hafi dáið úr
kíghósta í heiminum þessa tvo
daga sem toppfundur um börn
stóð yfir, 8.000 úr mislingum,
4.300 úr stífkrampa, 5.500 úr
malaríu, 22.000 úr niðurgangi
og 12.000 úr lungnabólgu, svo
ekki sé talað um aðra sjúkdóma
sem heija á varnarlaus börn
víða um heim; hungur og of-
beldi margskonar.
Vonandi tekst Sameinuðu
þjóðunum að koma vandamál-
um barna í heiminum til skila
svo að hlutur þeirra verði réttur
og mörg þeirra lifi áfram sem
annars dæju úr skorti, sjúkdóm-
um og illri aðbúð yfirleitt.
Kjarni málsins er sá að við verð-
um að leggja fram miklar fjár-
hæðir til að gera það sem unnt
er fyrir þessi börn og veita þeim
alla þá aðstoð sem tiltæk er.
Oft þarf einungis herzlumun til
að bjarga lífi barns. Bólusetn-
ing kostar lítið í okkar augum
en er foreldrum í fátækum lönd-
um einatt um megn. Við eigum
að beina ljóskastaranum að
þessum vandamálum. Ellefu
þúsund börn deyja á degi hveij-
um úr niðurgangi vegna þess
að foreldrar þeirra kunna ekki
skil á því að unrit er að bjarga
lífi þeirra með sykursaltsblöndu
til að stöðva sjúkdóminn. Sjö
þúsund börn deyja daglega
vegna þess að þau fá ekki þá
bólusetningu sem þarf til að
bjarga lífi þeirra þótt hún þyki
sjálfsögð við venjulegar að-
stæður og kosti lítið. Fullyrt er
að fjörutíu þúsund börn deyi
daglega við einhveijar slíkar
aðstæður sem lýst hefur verið.
En maðurinn hefði ráð til þess
að fækka þessum dauðsföllum
um þrjátíu til þijátíu og fimm
þúsund á dag ef notaðar væru
þær aðferðir læknisfræðinnar
sem nú þekkjast beztar og þau
lyf og sú tæknilega kunnátta
sem við njótum til að mynda í
okkar landi.
Fátækt er forsenda þeirra
hörmunga sem hér um ræðir.
Við þekkjum þessa gömlu vofu
úr okkar eigin sögu. Margir
íslendingar hafa dáið úr fátækt
og skorti. Enn búa milljónir
manna við hungursneyð og
margir deyja úr skorti. Vera
má að eitthvert bruðl sé á veg-
um Sameinuðu þjóðanna og
hégómi embættismanna og
stjórnmálamanna sé meiri en
vera ætti. En ef hægt er að
beizla þennan hégóma í þágu
sjúkra og vannærðra barna í
heiminum, þá er betur farið en
heima setið. Við eigum að gera
allt til að búa betur að þessum
börnum og veita þeim aðstoð
sem vinna að því að bæta hag
þeirra og aðstæður. Starfandi
eru margar hjálparstofnanir
víða um heim og engin ástæða
til annars en ýta undir þær með
fjárframlögum. Vel má vera að
það gæti verið raunbezta fram-
lag okkar, lítillar þjóðar, að
beijast gegn sjúkdómum og
hungri í heiminum því slík bar-
átta er oft viðráðanleg og ætti.
ekki að vera okkur um megn
fjárhagslega. Slík barátta væri
verðugur minnisvarði um
þrautseigju íslenzku þjóðarinn-
ar á langri hörmungargöngu
gegnum svörtustu miðaldir.
Kyrrlátur fögmiður
setti svip sinn á há-
tíðarhöldin í Berlín
Bcrlín. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttáritara Morgunblaðsins.
ÞÚSUNDIR Þjóðverja voru kömnir á stjá í miðborg Berlínar
þegar í gærmorgun og spókuðu sig í sólskininu á fyrsta degi
sameinaðs Þýskalands. Samkomur og skemmtiatriði voru víða
um borgina en formleg hátíðarhöld hófust með guðsþjónustu
í Maríukirkjunni. Leiðtogar þjóðarinnar, sendiherrar og gestir
komu síðan saman í Fílharmoníusalnum þar sem Sabine Berg-
mann-Pohl, fv. forseti a-þýska þingsins, Rita Siissmuth, forseti
þýska þingsins, Walter Momper, forseti efri deildar þýska þings-
ins, og Richard von Weizsácker, forseti Þýskalands, tóku til
máls.
Sjónvarpað var beint frá athöfn-
inni í Fílharmóníusalnum, sem er
skammt frá því þar sem múrinn
skipti borginni áður. Fór allt fram
samkvæmt dagskrá þar til austur-
þýskur karlmaður gekk í skynd-
ingu að ræðupúltinu og vildi fá að
láta í ljós skoðun hins óbreytta
íbúa landsins. Vandræðalegt
ástand skapaðist. Gestir tóku að
klappa þegar maðurinn neitaði að
stíga úr stólnum og að lokum var
hann leiddur í burtu af öryggis-
vörðum.
Leiðtogar landsins lögðu allir
áherslu á mikilvægi framtíðarhlut-
verks Þýskalands í Evrópu. Þeir
sögðu að Þjóðveijar myndu stefna
að aukinni og nánari samvinnu
allra Evrópuþjóða. „Við viljum
þjóna heimsfriði í sameinaðri Evr-
ópu,“ sagði Weizsácker.
Islendingar eiga
síðasta sendiherrann
Hjálmar W. Hannesson, sendi-
herra íslands í Þýskalandi, var
meðal gesta í Fílharmóníuhúsinu.
Hann tók við sendiherraembættinu
í Bonn í fyrrahaust og var einnig
sendiherra í Austur-Þýskalandi.
Það dróst að afhenda trúnaðar-
skjölin þar. Var hann loks boðaður
til þess í lok ágúst. Egypski sendi-
herrann afhenti skjöl sín sama dag
en Hjálmar var síðasti sendiher-
rann í sögu alþýðulýðveldisins til
að afhenda þjóðhöfðingja þess
trúnaðarskjöl þjóðar sinnar.
Austur-Þýskaland var formlega
kvatt á þriðjudagskvöld. Kurt Mas-
ur, hljómsveitarstjóri, sem hefur
alla tíð starfað í A-Þýskalandi, nú
síðast í Leipzig, en mun bráðlega
taka við stjóm Fílharmoníunnar í
New York, stjómaði flutningi 9.
sinfóníu Beethovens á hátíðarsam-
komu ríkisstjómar gamla landsins.
Sinfónían var leikin í stað a-þýska
þjóðsöngsins, en hann var ekki
fluttur opinberlega á þriðjudag.
Vestur-þýski þjóðsöngurinn, nú
hinn þýski, hljómaði hins vegar
víða og var leikinn formlega á
miðnætti. Hoffmann von Fallersle-
ben samdi „Lied der Deutschen"
árið 1841 við lag Josephs Haydn.
Það var þjóðsöngur Þýskalands
eftir 1922 en Vestur-Þjóðverjar
sungu aðeins þriðja vers hans eftir
heimsstyrjöldina síðari og Austur-
Þjóðveijar gleymdu honum upp til
hópa. Dagblöð birtu texta þjóð-
söngsins á þriðjudag. í mann-
þrönginni við Brandenborgarhliðið
sá fréttaritari hins vegar engan
taka undir með forsöngvuram,
þegar þjóðsöngurinn var fluttur á
miðnætti.
Um miðnætti á Unter den
Linden
Þrengslin við hliðið urðu gífurleg
Reuter
Hátíðahöldin í fyrrinótt við gamla þinghúsið í Berlín, Reichstag.
rúmum klukkutíma fyrir miðnætti.
Fólk -streymdi að gamla þinghús-
inu, Reichstag, sem er norðvestan
við hliðið, það er vestan við hinn
horfna múr en Brandenborgarhlið-
ið sjálft var austan við hann. Hin
formlega sameiningarathöfn fór
fram fyrir framan þinghúsið. Lög-
regla varð að skjóta þremur við-
vörunarskotum upp í loftið til að
hemja mannfjöldann. Var um tíma
hætta á því að einhveijir kynnu
að troðast undir í mannþrönginni.
Fréttaritari valdi sér stöðu
hálftíma fyrir miðnætti austan við
Brandenborgarhliðið, það er á hinu
fræga breiðstræti Unter den Lind-
en. Þaðan sást á þak gamla þing-
hússins í fjarska. Fánar blöktu við
hún. Töldu þeir sem þarna stóðu
í sljjóli tijánna, að fánarnir yrðu
dregnir niður og upp aftur á mið-
nætti í tilefni sameiningar
ríkjanna. Það gerðist ekki, kirkju-
klukkur hringdu tveimur mínútum
fyrir tólf en fánarnir blöktu áfram.
Þjóðsöngurinn var leikinn og kona
nokkur hrópaði: „Prosit Deuts-
chland!" (Skál Þýskaland) og saup
úr kampavínsflösku. Örfáir kysst-
ust en annars var lítið um fagnað-
arlæti eða að menn létu í ljós til-
finningar sínar. .
Fólk varpaði öndinni léttar og
hrópaði af hrifningu þegar glæsi-
leg flugeldasýning lýsti upp himin-
inn fimm mínútur eftir miðnætti.
Sýningin stóð í 20 mínútur en
ókyrrð skapaðist þegar hún var
um það bil hálfnuð og ýmsir reyndu
að komast leiðar sinnar, flestir
höfðu þó þolinmæði til að horfa á
hana alla.
Gleðin á sameiningarhátíðinni
jafnast ekki á við einlæga og
hömlulausa ánægju Berlínarbúa
9. nóvember síðastliðinn þegar
múrinn féll. Þá var iðandi og
stjórnlaust mannhaf alls staðar.
Fólk brosti og skálaði í kampavíni.
Hátíðin nú er skipulögð og
stemmningin líkust blöndu af 17.
júní og gamlárskvöldskæti á Is-
landi.
Berlínarbúi úr vesturhlutanum
sagði að hátíðin hefði tekist vel.
„Hún var kyrrlát og án ofsafeng-
innar ánægju yfir sameiningu
ríkjanna,“ sagði hann. „Nágrannar
okkar hljóta að fagna því. Hávær
þjóðargleði hefði getað skotið þeim
skelk í bringu."
Austur-Þýskaland „neðan-
málsathugasemd í sögunni“?
eftir Sæmund G.
Halldórsson
Nú þegar þýsku ríkin sameinast
formlega aðeins tæpum ellefu mán-
uðum eftir að Berlínarmúrinn féll
mætti búast við að almennur fögn-
uður ríkti í báðum hlutum Þýska-
lands og að hinn nýi þjóðhátíðar-
dagur landsins, 3. október (áður var
það 17. júní!) verði raunverulegur
hátíðisdagur. Almennir borgarar í
vestur-þýska velferðarríkinu hafa
hins vegar látið sér fátt um finnast
og sú spurning sem oftast heyrist
er sú sem frambjóðandi sósíaldemó-
krata, Oskar Lafontaine, hefur sett
á oddinn: Hvað á þetta allt saman
að kosta og hver á að borga brús-
ann?
í Austur-Þýskalandi hrandi ekki
aðeins stjórnkerfið heldur Ííka allt
efnahagskerfið svo að segja á einni
nóttu. Ósamkeppnisfær ríkisfyrir-
tæki („kombínöt") og geysistórir
ríkisbúgarðar urðu gjaldþrota þús-
undum saman og um ein milljón
af níu milljónum vinnandi fólks er
nú atvinnulaus. Framleiðni og verg-
ar þjóðartekjur hraðlækka en vest-
rænar fjárfestingar sem áttu að
bjarga málunum láta bíða eftir sér.
Astæðan er annars vegar óvissa um
lagalegt eignarhald á lóðum og fyr-
irtækjum og hins vegar eru fyrir-
tæki, húsakostur, vegir, símasam-
band og umhverfi í hörmulegra
ástandi en nokkurn hafði órað fyrir.
Öfugsnúið ástand
Hingað til hafa fyrst og fremst
vestur-þýsk fýrirtæki, sem bjóða
vörur og þjónustu, lagt sig fram
við að ná til sín austur-þýska mark-
aðinum, stóra iðnfyrirtækin halda
að mestu að sér höndum nema þau
sem hafa keypt upp gjaldþrota
framleiðendur í austri til að geta
selt sína framleiðslu á þessum nýja
markaði, án þess að byggja þar upp
ný atvinnutækifæri. Og þó að
Austur-Þjóðveijar viti að þeir stofni
sínu eigin atvinnuöryggi í hættu
með hverri einustu vestrænni vöru
sem þeir kaupa, standa þeirra eigin
vörur óhreyfðar í hillunum meðan
vörur í litskrúðugum umbúðum
studdar af ágengum auglýsingum
yfirtaka markaðinn. Afleiðingin
hefur orðið sú að mjög öfugsnúið
ástand er að myndast. Vestur-þýskt
efnahagslíf hefur tekið mikinn kipp
og framleiðendur anna varla auk-
inni eftirspum á sama tíma og allt
er í kalda koli í austur-þýskum iðn-
aði og viðskiptalífi. Þar ríkir nú
mikið óöryggi meðal almennings og
alger óvissa um framtíðina, fólk
virðist jafnvel vera að glata öllu
sjálfstrausti.
Kvarta undan hroka
Biskup evangelísku kirkjunnar í
Berlín-Brandenburg, Gottfried
Forck, sagði fyrir nokkrum dögum
að sú tilfmning ágerðist að hér sam-
einuðust ekki tvö ríki heldur gleypti
annað hitt án nokkurs tillits til borg-
ara þess ríkis og að svo virtist sem
vestur-þýsk stórfyrirtæki ætluðu
viljandi að horfa á öll 'fyrirtæki
austurhlutans fara á hausinn til að
geta náð þeim undir sig.
Austur-Þjóðveijar kvarta mikið
undan óþolandi sjálfsánægju og
hroka ríkra „frænda“ úr vestri og
þeim finnst þeir 'vera niðurlægðir.
Hagfræðingar benda þó á að engin
leið hafí verið til að sameina and-
stæð efnahagskerfí landanna smám
saman eftir að landamærin voru
opnuð og að seinkun á grandvallar-
breytingum hefði aðeins valdið
meiri fólksflótta. Austur-Þýska-
landi var að blæða út, daglega flutt-
ust allt að 4.000 manns vestur yfír
landamærin eftir að þau voru opn-
uð, til þessa dags yfír 600.000
manns. Þetta breytir þó ekki því
að almenningur í þýska alþýðulýð-
veldinu var engan veginn búinn
undir svona harkalega breytingu til
hins verra.
Allt ber hér að sama branni, þrátt
fyrir ailan skyldleika sameinast
núna íbúar tveggjá gjörólíkra ríkja
sem vita sáralítið hvorir um aðra
og vita ekki meira en svo hvernig
þeir eiga að taka þessum atburðum.
Margir hafa bent á að Vestur-Þjóð-
veijar eigi í dag meira sameiginlegt
með nágrönnum sínum í vestri, eins
og t.d. Hollendingum og Frökkum,
heldur en þessum nýju löndum
sínum. Þess vegna gremst það
mörgum, sérstaklega fólki undir
fertugu, að þeim hefur ekkert tæki-
færi gefist til að segja álit sitt á
þessum ráðagerðum í lýðræðisleg-
um kosningum — þessi neikvæða
stemmning kemur fram í öllum
flokkum.
Stj órnarskrártryggð
Opinskáasti fulltrúi þessarar af-
stöðu er frambjóðandinn Lafontaine
sem hefur aðallega spurt hver eigi
að greiða skattana sem hljóti að
verða settir á en hefur hingað til
gefið fá svör við þeirri spurningu
hvað hann vilji gera öðruvísi en
Helmut Kohl. Ilann játar það sjálf-
ur hiklaust að þessir atburðir hafi
komið sér í opna skjöldu en að því
sé að hyggja að hann sé barn upp-
lýsingarinnar og sambandslýðveld-
isins. Jöfnuður lífskjaranna liggi
honum nær en eining ríkisins. Hann
hæðist að talinu um „föðurland".
Lafontaine hefur tekið upp hugtak-
ið stjórnarskrártryggð (Verfass-
ungspatriotismus) sem hann segir
einkenna Vestur-Þjóðveija öllu
frekar en föðurlandsást. (Þetta hug-
tak er ættað frá Frankfurt-skólan-
um svokallaða, heimspekingunum,
Dolf Sternberger og Júrgen Hab-
ermas, og lýsir einkar vel hugar-
ástandi ungra Vestur-Þjóðveija.)
Reyndar er ekki nema örstuttur tími
liðinn síðan allt upplýst fólk hefði
haldið því blákalt fram að íbúar
þessara tveggja ríkja væru orðnir
tvær mismunandi þjóðir, meira að
segja í splunkunýrri Þýskalands-
sögu eftir ungan sagnfræðing,
Júrgen Mirow að nafni, sem kom
út 1990, stendur þessi setning:
„Greinilega eru Sambandslýðveldið
Þýskaland og þýska alþýðulýðveldið
á leið með að verða að mismunandi
ríkjaþjóðum eins og áður gerðist í
Austurríki og enn fyrr í Sviss.“
Núna gerast breytingarnar hins
vegar svo hratt að margt bendir til
þess að austur-þýski rithöfundurinn
Stefan Heym muni hafa rétt fyrir
sér þegar hann segir, að eftir nokk-
ur ár verði þýska Alþýðulýðveldið
ekki annað en neðanmálsathuga-
semd sögunnar.
Tungan breytist
Á þessu eina ári hefur meira að
segja tungumálið breyst svo í
Austur-Þýskalandi að ekki er eftir
Reuter
Fyrstur í heiminn eftir sameiningu
Ina Schirmer frá Berlín strýkur nýfæddum syni sínum Jakobi um
vangann. Snáðinn kom í heiminn skömmu eftir miðnætti 3. október
og telst vera fyrsta barnið sem fæðist í sameinuðu Þýskalandi.
nema lítill hluti af þeim orðum og
hugtökum sem sérkenndu málið þar
í Iandi og sem flest, en ekki öll,
voru upprunnin af hugmyndafræði-
legum ástæðum. Öruggt má þó telja
að lífsreynsla heilla kynslóða muni
setja sitt mark á sameinað Þýska-
land um langa framtíð. 1 dag er
munurinn öllum Ijós þó ekki væri
nema fyrir það eitt að launþegar í
austurhlutanum hafa tvisvar til
þrisvar sinnum lægri tekjur heldur
en meðaltekjur í samskonar störfum
í vesturhlutanum. í framtíðinni
kynni annar munur að verða mikil-
vægari; Austur-Þjóðveijar eru
sparsamir og nægjusamir og hafa
kynnst ófrelsi af eigin raun og
gætu þess vegna átt það til að beita
sér meira í daglegri pólitík heldur
en ópólitískir og værukærir góð-
borgarar í Vestur-Þýskalandi. En
auk þess verður hið sameinaða
Þýskaland, eins og forsætisráð-
herrann fyrrverandi, Lothar de
Maziere, hefur bent á „svolítið
meira mótmælendatrúar, svolítið
norðlægara og svolítið austlægara",
en hið gamalkunna sambandslýð-
véldi — og bætum við: miklu fijáls-
ara, stærra og sjálfstæðara.
Höfundur er háskólakennari í'
íslensku í Bonn og Köln.
Aðstandendur Nýja bíós kynna myndina „Öruggara kynlíf“.
Kvikmyndafélagið Nýja bíó:
Fræðslumynd um al-
næmi og kynsjúkdóma
KVIKMYNDAFÉLAGIÐ Nýja bíó hefur gefið út fræðslumyndina
„Öruggara kynlíf,,. í myndinni er fjallað um alnæmi og kynsjúk-
dóma og hvemig unnt ér að lifa öruggu en jafnframt skemmtilegu
kynlífí þrátt fyrir hættuna á að smitast af þessum sjúkdómum.
Handritið að myndinni skrifuðu
Mark Schoen, kynfræðingur, Jóna
Ingibjörg Jónsdóttir, kynfræðing-
ur, og Sonja B. Jónsdóttir, dag-
skrárgerðarmaður. Á kápu mynd-
arinnar kemur fram að Mark Scho-
en er sérfræðingur í gerð kyn-
fræðsluefnis á myndböndum og
notkun slíkra myndbanda við
kennslu. Hann hefur framleitt íjöl-
margar myndir sem notaðar eru
við kynfræðslu í Bandaríkjunum
og víðar.
Sigríður Jakobínudóttir, hjúkr-
unarfræðingur og starfsmaður
landsnefndar um alnæmisvamir er
þulur myndarinnar. Einnig koma
fram í myndinni Sigurður Guð-
mundsson, sérfræðingur í lyflækn-
ingum og smitsjúkdómum, sem
fræðir áhorfendur urn sjúkdóminn
alnæmi, og Rannveig Pálsdóttir,
sérfræðingur í húð- og kynsjúk-
dómum, en hún segir frá þeim
kynsjúkdómum sem algengastir
eru hér á landi og afleiðingum
þeirra.
Myndin er 25 mínútna löng og
fyrsta myndin þessarar tegundar
sem gerð er á Islandi.
Könnun Verðlagsstofnunar:
Mikill verðmunur
á físki í verslunum
Nýlega kannaði Verðlagsstofn-
un verð á físki í 46 fiskbúðum og
matvöruverslunum á höfuðborgar-
svæðinuVog 18 verslunum utan
þess.
Niðurstöður könnunarinnar sem
eru birtar í 11. tbl. verðkönnunar
Verðlagsstofnunar frá þessu ári
sýna m.a. að mikill verðmunur er
á fiski eftir verslunum og lands-
hlutum.
Sem dæmi má nefna eftirfar-
andi:
1. Á höfuðborgarsvæðinu var
verðmunur á einstökum fiskteg-
undum allt að 149%.
Lægsta verð Hæsta verð Verðmunur
Rauðspretta, heil 160 399 149%
Karfaflök 230 510 122%
Kinnar saltaðar 220 487 ’ 121%
Saltfískur, útvatn. 300 550 83%
Rauðsprettuflök 320 550 72%
Ýsa heil 220 330 50%
Smálúðuflök 550 790 44%
Stórlúða í sneiðum 538 730 36%
Ýsuflök með roði 410 550 34%
Utan höfuðborgarsvæðisins var enn meiri verðmunur á einstök-
um físktegundum. Lægsta verð Hæsta verð Verðmunur
Rauðspretta, heil 49 315 543%
Rauðsprettuflök 123 496 267%
Stórlúða í sneiðum 275 956 248%
Gellur nýjar 280 743 165%
Ýsa heil 159 258 62%
Ýsuflök með roði 313 450 44%
2. í flestum tilvikum var fískur
á höfuðborgarsvæðinu seldur á
lægra verði í fiskbúðum en í mat-
vöruverslunum. Þannig var meðal-
verð í nær öllum tilvikum lægra í
fiskbúðum en í matvöruverslunum.
Þessi verðmunur á meðalverði í
fiskbúðum og matvöruverslunum
var hins vegar minni nú en í fyrri
verðkönnunum á fiski. Að jafnaði
var meðalverð í matvöruverslunum
um 5% hærra en í fiskbúðum.
Lægsta verð á einstökum fiskteg-
undum á höfuðborgarsvæðinu var
í öllum tilvikum nema einu i fisk-
búðum þar af í átta tilvikum af 14
í Fiskbúðinni Sæbjörgu, Braga-
götu 22.
3. Fiskur var oftast ódýrari á
þeim stöðum utan höfuðborgar-
svæðisins sem könnunin náði til,
en á höfuðborgarsvæðinu. Má sem
dæmi nefna að meðalverð á ýsuflök-
um var 15% hærra á höfuðborgar-
svæðinu en utan þess, smálúðuflök
voru 50% dýrari á höfuðborgar-
svæðinu og stórlúða 26% dýrari.
4. Verðlagsstofnun gerði sams
konár könnun á fiskverði i október
á síðasta ári og nú var gerð. í ljós
kemur að ýsa hefur að meðaltali
hækkað um 18% á tæpu ári. Er það
meiri hækkun en sem nemur al-
mennum verðlagshækkunum. Skýr-
ingarinnar á því er að leita í hækk-
andi fiskverði á útflutningsmörkuð-
um en íslenskir fisksalar þurfa að
etja kappi við útflytjendur í inn-
kaupum á fiski.
(Fréttatilkynning)