Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 Kvennalistakonur hafna ál- veri sem kosti í atvinnumálum Kvennalistakonur klæddar rykgrímum dreifðu í gær bækl- ing í miðbæ Reykjavíkur þar sem þær kynntu andstöðu sína gegn byggingu nýs álvers. í bæklingnum, sem ber heitið Endurbætur á Gjögurvelli Trékyllisvík. UNNIð hefur verið að lengingu flugbrautarinnar á Gjögri og er fyrri áfanga nú lokið. Flugvöllur- inn er rekinn á undanþágu. Framkvæmdimar hófust 1. ágúst og lauk nú um mánaðamótin. Var þá búið að lengja brautina um 200 metra. Næsta vor er vonast til að brautin verði lengd um þá 40 metra sem á vantar til þess að hún stand- ist kröfu um 1000 metra, sem er lágmarkslengd. - V. Hansen. „Kvennalistakonur hafna ál- veri“, segir að dýrmætasta auð- lind okkar sé hrein og óspillt náttúra og að mengun frá álveri sé mikil ekki síst ef slakað sé á kröfum um mengunarvarnir eins og nú eigi að gera. Er spurt hvort við viljum fórna náttúru landsins fyrir erlenda stóriðju. Á blaðamannafundi sem Kvennalistinn boðaði til í gær til að kynna sjónarmið sín í álversmál- inu kom fram að þær höfnuðu stór- iðju almennt sem kosti í atvinnu- málum. Þarna væri um að ræða mjög mikla fjárfestingu í of fáum störfum og mengun af völdum ál- vers væri einnig of mikil. Sú áhætta sem við tækjum væri ekki réttlætanleg, óvissuþættimir væru stórir, og margt benti til að verð á áli myndi fara lækkandi á næstu árum m.a. vegna gruns um að það gæti verið skaðlegt heilsu manna. Sögðust þær telja að þróunin yrði sú að fólk myndi í ríkara mæli kjósa aðrar umbúðir um matvæli en álumbúðir vegna þessa. Um- búðasviðið væri hins vegar það svið sem markaðsskrifstofa iðnað- arráðuneytisins teldi mesta aukn- ingu eiga eftir að verða á. Kvennalistakonur væru þó ekki á móti nýtingu þeirrar auðlindar sem fallvötnin væru, sögðu þær, og bentu á raforkusölu erlendis eða vetnisframleiðslu sem álitlegri kosti. Margt benti til að vetni yrði eldsneyti framtíðarinnar og fram- leiðsla á því væri ekki umhverfis- mengandi. Þær lögðu áherslu á að íslend- ingar væru fyrst og fremst mat- vælaframleiðendur og að álver gæti hugsanlega haft skaðleg áhrif á okkar fískiðnað. Ekki mætti láta „peningasjónar- mið“ ein og sér ráða heldur yrði líka að hugsa um afkomendur okk- ar. VEÐURI iORFUF í DAQ, 4. OKTÓBER YFIRLIT í GA mb lægð ser er vaxandi 9£ suðsuöaustu ER: Skammt n þokast aus 12 mb iægð s af Hvarfi er suðvestur af Færeyjum er minnkandi 972 .tur en um 500 km austur af Dalatanga em hreyfist norðnorðvestur. Um 700 km 983 mb lægð á leiö norðaustur. vrA» NorOöU ara í öðrum stan- og noro landshlutum anait, öusiö&t q iönQ*riU, önnQöy" Skúrir víðast á annesjum norðan- og austanlands en bjartviðri sunnaniands. 1/FfílJRHORFHR NÆ. 077/ ni \GA* HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaust Er w U bfr an- og sunr ranátt með rign» igu eða skúrum víða um land, síst á r 4orðau8turlí indi. Hiti 5-10. HORFUR A LAUGAhDAG: Hvoss i Ing eða slydda norðanlands, skú lorðan- og rir vestania lorðvestanátt. Ri nds en léttsfcýjai gn- 5 á Suðausturlandi. Kóinandi veður. TÁKN: Heiðskírt 'Qk úk m Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / # * * * * * * Snjókoma * * * •JO H'rtastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir # V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveður Wtl veður Akureyri 5 rigning Reyfcjávik " 7 skýjað Bergen aiekýiað Heisinld siíld Kaupmannahöfn 13 þokumóða Narssarssuaq 6 skýjaS Nuuk 1 léttskýjað Osld 13 þokumóða Stokkhólmur 13 skýjað Þórshöfn 10 skúrásfð.klst. Algarve 23 skýjað Amsterdam 20 mistur fiarcelona 20 skiir Bertfh 18 léttskýjað Chlcago 23 alskýjað Feneyjar 23 heiðskírt Frankfurt 16 þokumóða Qlasgow 10 úrkomaígrermd Hamborg 18 hálfskýjað Lea Palmas 26 léttskýjað LomJon 13 rlgnlng LosAngeles 22 íéttskýjað Lúxemborg vantar Madrid vantar Malaga 27 skýjað Mallorca 28 hálfskýjað Montreal 11 léttskýjað NewYork 20 heiðskirt Orlando 32 léttskýjað Paris 21 skýjað Róm 24 þokumóða Vin 16 heiðekírt Washington 23 léttakýjað Winnipeg 23 alskýjaö Fagur fiskur úr sjó Þessi hámeri sem Húnaröstin dró úr sjó vegur 94 kg. Fiskverslun- Hafliða keypti fískinn í gær á Faxamarkaðnum. Hámeri er háfíska- tegund og þykir mikið lostæti en kostar þó ekki nema rúmar 300 kr. kílógrammið. Alþýðubandalagið: Umræðu um álmálið frestað í þingflokki ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins frestaði umræðu um álversmál- ið í gærkvöldi til klukkan 8 í dag. Margrét Frímannsdóttir formað- ur þingflokksins segir að óskað hafi verið eftir nánari upplýsingum, varðandi það áfangasamkomulag sem iðnaðarráðherra hyggst stað- festa i dag. Margrét sagði við Morgunblaðið, að m.a. væri ekki vitað um afstöðu stjórnar Landsvirkjunar til fyrir- liggjandi draga um orkuverðssamn- ing. Ákveðin bóHun væri um Lands- virkjun ætti fyrir sitt leiti að stað- festa orkuverðið en það hefði hún ekki gert ennþá. Einnig væri flest annað í málinu ófrágengið enn, nema staðarvalið. „Raunar sér maður ekki hvað Jón Sigurðsson ætlar að skrifa undir, annað en einhverskonar fundar- gerð. Það liggur ekki fyrir neitt um mengunarmálin, ekkert varðandi Fangelsaður fyrir afbrot gegn dóttur MAÐUR hefur í sakadómi Reykjavíkur verið dæmdur í 6 mánaða fangelsi fyrir kynferðis- afbrot, önnur en samfarir, gegn ungri dóttur sinni. Brotin átt.u sér stað í Reykjavík á árunum 1987 og 1988 en þá var telpan 5 og 6 ára. raforkuverðið og skattamálin eru ekki að fullu frágengin. Þetta virð- ist helst vera þannig að aðalmark- mið iðnaðarráðherra sé að skrifa undir eitthvað, af hvaða ástæðum sem það er,“ sagði Margrét. Þegar Margrét var spurð hvort þingmenn Alþýðubandalagsins ótt- uðust að undirritun áfangasam- komulags um álver í dag leiði til stjómarslita, sagði hún að þeim mun meiri upplýsingar sem þing- menn fengju um stöðu málsins, þeim mun rólegri yrðu þeir, vegna þess að það sé jafn óljóst og það var fyrir mánuði síðan. „Við höfum ekki neitt í höndum í þá veru, að þarna sé um að ræða samkomulag, heldur séu þetta ein- hveijar hugmyndir sem iðnaðarráð- herra ætlar að reifa á morgun og fá menn til að setja nafnið sitt und- ir. Og ef þetta eru bara hugmyndir þá getur það ekki gerst í nafni ríkis- stjómar,“ sagði Margrét Frímanns- dóttir. Framkvæmdastjóm Alþýðu- bandalagsins fjallaði um álmálið á fundi á þriðjudagskvöld. Þar var formanni og varaformanni flokks- ins falið að kalla sem fyrst saman miðstjórn til að ræða þetta mál. Ottast atvinnuleysi drag- ist ákvörðun um álver - segir Guðmundur J. Guðmundsson GUÐMUNDUR J. Guðmundsson formaður Verkamannasambands íslands, segist óttast stórfellt atvinnuleysi í vetur dragist ákvörðun um byggingu álvers á langinn. Hann segir að ákvörðun um bygg- ingu álvers og virkjanir muni hafa úrslitaáhrif á hverjar verði at- vinnuhorfur verkafólks og falli þau áform niður eða dragist álang- inn kveðst hann óttast víðtækari uppsagnir og deyfð í verklegum framkvæmdum. Þetta kom fram þegar leitað var álits Guðmundar á atvinnuhorfum þeirra starfsmanna Hagvirkis sem sagt var upp störfum fyrir helgi en hann segir yfírgnæfandi meirihluta þeirra vera af höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Valdimars Guðmannssonar formanns verkalýðsfélags A-Hún- vetninga voru um 1Ó félagsmenn þess félags í þeim hópi sem fékk uppsagnir hjá Hagvirki fyrir heigi og taldi hann að álíka margt væri úr Skagafirði en allur þorrinn frá Reykj avíkursvæðinu. Að sögn Sigurðar T. Sigurðsson- ar formanns Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði er ljóst að upp- sagnir Hagvirkis snerta tugi félags- manna hans og tók hann í sama streng og Guðmundur um að at- vinnuhorfur yltu á niðurstöðu ál- versmálsins enda væri viðbúið að áhrifa ákvörðunar um byggingu þess tæki fljótt að gæta í auknum framkvæindum þeirra sem vildu ráðast í verk áður en óhófleg eftir- spurn og jafnvel skortur yrði á vinnuafli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.