Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 13 Sininim við mann- réttindum á Islandi? stökum heiðursgesti sem verður ræðumaður kvöldsins. Sig Rogich eða Sigfús Rogich, einn nánasti ráðgjafi og aðstoðarmaður George Bush Bandaríkjaforseta hefur þekkst boð félagsins. Sigfús er bor- inn og barnfæddur Vestmannaey- ingur og er sonur Ragnheiðar Árna- dóttur (Ranný). Sigfús flutti með móður sinni og stjúpföður Ted Rogich til Nevada fimm ára gam- all. Hann lauk háskólanámi í blaða- mennsku og stofnsetti síðar auglýs- ingastofu með bróður sínum. Þetta fyrirtæki er nú eitt stærsta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Sig Rogich tók virkan þátt í kosninga- baráttu Reagan forseta og síðár einnig Bush og síðastliðið haust var hann skipaður í embætti aðstoðar- manns forsetans í Hvíta húsinu. Það er íslensk-ameríska félaginu mikill og táknrænn fengur að fá þennan íslending til landsins til að taka þátt í fimmtíu ára afmælishátíð félagsins. Auk hátíðarræðu verða skemmti- atriði, að sjálfsögðu með íslensk- amerísku ívafi, sem-söngvarar frá íslensku óperunni mun standa að. Á undan hefur sendiherra Banda- ríkjanna boð fyrir alla gesti hátíðar- fagnaðarins í sendiherrabústað , sínum. Þess rriá éinnig geta að í tilefni þessara tímamóta mun Amerísk- íslenska verslunarráðið gangast fyrir fundaröð nú á vetri komanda. Stjórn íslensk-ameríska félags- ins væntir þess að félagar og aðrir velunnarar samskipta íslands og Bandaríkjanna sjái sér fært að taka sem mestan þátt í afmælishátíðinni næstkomandi laugardag. Höfundur er formaður afmælisnefndar Íslensk-ameríska félagsins. eftir Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur Við íslendingar hreykjum okkur af því að vera sú þjóð sem getur boðið öllum þegnum sínum upp á mannsæmandi líf, sem fellst í jöfn- um rétti til náms, til vinnu og til lífs-. En er það svo? Nei. í þessu þjóðfélagi er fámennur hópur sem situr ekki við sama borð og aðrir. Við gætum sett hann við sama borð ef áhuginn og viljinn væri fyrir hendi. Það kostar peninga, það tek- ur tíma en það er hægt. En hverjir eru það í velmegunarlandinu Is- landi, sem ekki búa við jafnan rétt og aðrir. Jú, það eru heyrnarlausir þegnar þess. Við skulum taka dæmi. Ef heyrnarlaus einstaklingur vill sækja nám í framhaldsskóla þarf hann túlk. Öðruvísi hefur hann ekk- ert gagn af kennslunni. Hann verð- ur að fá hana þýdda yfir á sitt mál sem er táknmál. Það liggur í hlutar- ins eðli að sá sem tekur það hlut- verk að sér verður að læra til verka. í eitt og hálft ár er búið að vera að vinna að því í menntamálaráðu- neytinu að koma á fót svokallaðri samskiptamiðstöð sem m.a. er ætl- að það hlutverk að kenna heyrandi fólki táknmál. Hvenær sem þessi miðstöð sér dagsins Ijós veit sjálfsagt enginn. Á meðan búa heymarlausir við sama óöryggið og þeir hafa alltaf gert. Árið 1988 voru gefin út fram- haldsskólalög sem kváðu á um að allir nemendur ættu að fá nám við sitt hæfí. Jafnframt var felít úr gildi 1989 ákvæði í lögum um heyrnleysingjaskóla. Hætt skyldi rekstri framhaldsdeildar sem sinnt hafa framhaldsmenntun heyrnar- lausra nemenda og hafði bryddað upp á þeirri nýjung árið 1986 að senda sína kennara sem túlka út í almenna framhaldsskóla. En hafa stjómendur og starfslið framhaldsskólanna þá þekkingu sem þarf tii að taka við þessu hlut- verki, axla sína ábyrgð og sýna þessu skilning? í hugtakinu „allir nemendur" hljóta líka að teljast heymarlausir. Ég veit um dæmi þess að nemandi sótti um nám í fjölbrautaskóla nú í haust. Hann fékk þau svör að hann væri velkom- inn og var látinn greiða sitt stað- festingargjald. Að hausti þegar hann mætti til skólans höfðu ekki verið gerðar ráðstafanir til að út- vega honum túlk. Þó hafði túlkur staðið þessum skóla til boða. Ekk- ert varð því úr námi hjá þessum nemanda og hér er hreinlega verið að bijóta framhaldsskólalögin á honum. Hveijum um er að kenna veit ég ekki en slíkt skilningsleysi og virðingarleysi er ógnvekjandi. Það er einmitt skilningsleysið á þörfum heymarlausra sem er svo almennt. Flestir geta ímyndað sér hvað er að vera blindur, það þarf ekki annað en að binda fyrir augun. En að ímynda sér veröldina í þögn getur hinn heyrandi ekki. Kannski kemst hann næst því með að horfa á sjónvarp án hljóðs eina kvöld- stund. Hvernig væri líka að ímynda sér að þurfí að ná í neyðartilfellum í lækni, sjúkrabíl, slökkvilið eða lög- reglu og geta ekki notað síma. Er nokkur furða þó þessi hópur fari fram á þau sjálfsögðu mann- réttindi að fá þá þjónustu sem ger- ir þeim kleift að lifa í þessu þjóðfé- lagi. Þá þjónustu er hægt að veita þeim t.d. með textasímum (sérstak- ir símar fyrir heymarlausa), sem ættu að vera í sem flestum opinber- um stofnunum og öðrum þjónustu- miðstöðvum svo og með útlærðum túlkum sem stæðu þeim til boða. Það em líka sjálfsögð mannréttindi að þessi hópur sem lifir í eilífri þögn og einangrun fái að njóta sjón- varps, en til þess þarf að texta efni eins og t.d. fréttir og íslenskt efni. Einhver kann að spyija: „Nú hefur þetta fólk ekki sínar tákn- málsfréttir?“ Jú, mikil ósköp. Af mikilli náð og miskunn fær þessi hópur 4-5 mínútur á dag til að koma frá sér frgttum, sem tekur Valdís Ingibjörg Jónsdóttir „Hvenær þessi miðstöð sér dagsins ljós veit sjálfsagt enginn. Á meðan búa heyrnar- lausir við sama óörygg- ið og þeir hafa alltaf gert.“ að öllu jöfnu um hálftíma, að koma til heyrandi. Það er ekki einu sinni hægt að hafa táknmálsfréttirnar í beinu sambandi við átta fréttir Sjónvarpsins. Þar er borið við pen- ingaleysi en við erum rík þjóð a.m.k. þegar horft er á steinsteyp- una, en við erum greinilega fátæk þjóð þegar búa þarf minnihlutahóp mannsæmandi líf. Höfundur er talmeinafræðingur á Akureyri. T0pasp$kinn er nýjasta nýflt. í T£paspi§kanum helstT^pas alhof jafnferskur, hressandi #g gf&ur, alveg eins •gli^pasá ab vera. Nýi Tópaspokinn er úr plasti, áli og pappír. Eiginleikar þessara efna gera Tópaspokann þéttan, þjálan og þægilegan í meðförum. Landsþekktu Tópaspakkarnir verða að sjálfsögðu á boðstólum áfram svo að þú getur fengið þér annaðhvort Tópaspakka eða Tópaspoka. Fáðu einn Tópas.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.