Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNIN JJ Vanmal varð þeim nærri að falli“ sagði Hörður Magnússon eftir 2:2 jafntefii FH gegn Dundee United í UEFA-keppninni FH-ingar geta borið höfuðið hátt eftir eldskírnina í Evrópukeppn- inni. Þeir voru óheppnir að tapa fyrri leiknum 3:1 gegn Dundee United og að sama skapi lék lánið ekki við þá í seinni leiknum í gærkvöldi. Þeir léku eins og reyndustu atvinnumenn og eftir' að hafa komist í 2:0 fengu þeir góð tækifæri til að bæta við, en urðu að sætta sig við 2:2 jafntefli í leikslok. „í stöðunni 2:0 kleip ég mig í handlegginn til að fullvissa mig um að þetta væri ekki draumur. Takmarkið var auðvitað að komast áfram og sá draum- ur varð nærri að veruleika," sagði Hörður Magnússon, miðherji FH, sár yfir úrslitunum, en engu að síður ánægður með frammi- stöðu Hafnfirðinganna. toúm FOLK ■ DUNDEE United ætlaði að laga markatölu sína í Evrópuleikj- um og var talað um krikketúrslit fyrir leik. Árangurinn lét hins vegar á sér standa og þegar leikmenn gengu af velli í hálfleik, bauluðu áhorfendur á landa sína. ■ FH hefur haft góð sambönd við Skotland og margir skoskir þjálfar- ar hafa stjórnað liðinu. Ian Flemm- ing er einn þeirra og hann var á leiknum. „Ég hefði aldrei trúað að . FH gæti leikið svona vel,“ sagði hann eftir viðureignina í gærkvöldi. H DUNDEE United er í efsta sæti skosku úrvalsdeildarinnar og er grannt fylgst með liðinu. Nokkr- ir útsendarar enskra og skoskra liða voru á leiknum í gær, en engin kaup voru gerð. ■ FH-INGAR gerðu sjálfsmark á 89. mínútu í fyrri leiknum og end- urtóku leikinn á 80. mínútu í gær- kvöldi. Dundee Utd. - FH2:2 Tannadice-leikvangurinn í Dundee, Skotlandi, Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, seinni leikur, miðvikudag- inn 3. október 1990. (Dundee Utd. vann fyrri leikinn 3:1). Mörk FH: Hörður Magnússon (20.), Kristján Gíslason (28.). Mörk Dundee United: Conolly (62.), Guðmundur Hilmarsson (sjálfsm. 80.). Gult spjald: Welsh (33.), Guðmundur Hilmarsson (37.). Dómari: Lxiughins frá Norður-írlandi hafði góð tök á leiknum. Línuverðir: McKnight og Ferry. Lið Dundee Utd.: Thompson, Coppel, Malpas, Clarke, Welsh, Bowmann, Daíy (Conelly vm. á 54.), O’Neal, Mclnally, McKinley, Preston (Cleland vm. á 70.). Lið FH: Halldór Halldórsson, Björn Jónsson, Birgir Skúlason, Guðmundur Hilmarsson, Guðmundur Valur Sig- urðsson, Kristján Gíslason (Leifur Garðarsson vm. * á 86.), Þórhallur Víkingsson (Hallsteinn Arnarson vm. á 96.), Magnús Pálsson, Ólafur H. Kristjánsson, Andri Marteinsson og Hörður Magnússon. Áhorfendur: 5.000. H eimamenn sóttu stíft fyrstu 10 mínúturnar, en Kristján Gíslason gaf FH-ingum tóninn með góðu skoti utan teigs á 13. mínútu og sjö mínútum síðar kom fyrsta markið. Kristján sendi út á vinstri kantinn, þar sem Hörður tók bolt- ann á ferðinni, stefndi inn á miðj- una og lét vaða rétt fyrir utan teig. Markvörðurinn náði að koma við boltann, en skotið var of fast, bolt- inn fór yfir markvörðinn og inn. Skömmu síðar gerði Kristján gull af marki. Hann fékk boltann um 30 metra frá marki, lék aðeins nær marki og skaut þrumuskoti af um 25. metra færi — boltinn beint í vinkilinn. „Þetta er eitt fallegasta mark, sem ég hef séð,“ sagði Hörð- ur. „Það sló þögn á áhorfendur og heyra mátti saumnál detta.“ Skotarnir voru meira með bolt- ann, en færin voru FH-inga. Á 31. mínútu komst Hörður framhjá ein- um varnarmanni og sendi fyrir markið, þar sem Ólafur Kristjáns- son og Ándri Marteinsson voru í dauðafæri. Andri skaut rétt yfir, en hefði betur látið Ólaf fá boltann, sem var í enn opnara færi. Skömmu síðar fengu heimamenn besta færi sitt í hálfleiknum eftir hornspyrnu, en Guðmundur Valur bjargaði á marklínu. Undir lok hálfleiksins áttu Guðmundur Valur og Þórhallur Víkingsson þrumuskot rétt framhjá og Skotarnir sluppu með skrekkinn. Seinni hálfleikur var tíðinda- minni, en mark Skotanna lá í loft- inu og Conelly minnkaði. muninn um miðjan hálfleikinn með óverj- andi skoti. Þremur mínútum síðar fékk Hörður ákjósanlegt færi rétt utan markteigs, en markvörðurinn varði meistaralega. Guðmundur Hilmarsson varð síðan fyrir því óhappi að senda boltann í eigið mark 10 mínútum fyrir leikslok, Kristján Gislason skoraði glæsi- legt mark gegn Dundee United. þegar hann ætlaði að skalla frá marki. „Við erum 13 Hafnfirðingar, sem lékum gegn sjóuðu Evrópuliði, en ekki mátti á milli sjá hveijir voru áhugamenn og hveijir atvinnumenn og því erum við ánægðir með okkar hlut,“ sagði Hörður Magnússón. „Þeir ætluðu að laga markahlutfall sitt og gera betur en Rangers, sem vann Valetta 6:0, en annað kom á daginn. Vanmat varð þeim nærri að falli.“ Rafmagnslaust var í Sofíu í 35 mínútur: „Hryililegt að dúsa í myrkrinu - sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA, sem tapaði, 0:3, fyrir CSKA Sofía í Evrópukeppni meistaraliða „ÞEGAR við gengum til bún- ingsklefans fór rafmagnið af hér í Sofíu og við þurftum að dúsa í myrkrinu í búningsklef- anum í 35 mín., en sfðan að skokka um á óupplýstum vell- inum. Strákarnir urðu óþolin- móðir og misstu einbeitinguna þegar seinni hálfleikurinn hófst,“ sagði Guðjón Þórðar- son, þjálfari KA, eftir að Akur- eyrarliðið hafði mátt þola tap, 0:3, fyrir CSKA Sofía í Evrópu- keppni meistaraliða. V ið byrjuðum leikinn með því hugarfari að halda jöfnu, 0:0. Okkur gekk vel í byijun og fékk Bjarni Jónsson gott tækifæri til að Guðjón Þórðarson, þjálfari KA: „Við erum med besta hægri vængmanninn“ Guðjón Þórðarson,-þjálfari KA, sagði að þegar að því er gáð, að ellefu af þrettán mönnum sínum hafi verið að leika sinn fyrsta Evrópuleik á útivelli, þá geti hann ekki annað en verið ánægður. „Strákana skorti reynslu, en þeir gerðu hvað sem þeir gátu. Bestir voru þeir Ormarr Örlygsson og Jón Grétar Jónsson, sem hafa reynslu fram yfir aðra.“ „Mér finnst það einkennilegt að landsliðsþjálfari íslands hafí ekki fyigst nægilega vel með hægrí vængnum hjá KA-liðinu. Við erum með besta hægri vængmanninn á islandi og það er einkennilegt að hann sé ekki í íslenska landsliðinu. Það er maður með reynslu, þor og getu. Ég tel það veikleika hjá landsliðinu að hann sé ekki með,“ sagði Guðjón. Örmarr Örlygsson lék vel með KA. skora rétt áður en við fengum á okkur fyrsta markið, 0:1, á 19. mínútu. Þá sofnuðu strákarnir á verðinum og Marashliev náði að skora. Búlgararnir voru ekkeit að gera umfram það sem þeir sýndu á Akureyri," sagði Guðjón Þórðar- son. Versti punkturinn kom síðan þegar við gengum til búningsklefa - þegar að myrkrið skall á. Leik- menn urðu tvístígandi og óvissan í hámarki. Spurningin var hve lengi við þurftum að dúsa í myrkrinu. Við vorum rétt búnir að átta okkur á að flóðljósin voru tendruð, þegar við þurftum að hirða knöttinn aftur úr netinu hjá okkur. Georgiev skor- aði markið á 48. mínútu. Eftir það lögðum við áherslu á að skora og minnka muninn í 1:2, sem hefði dugað til að komast áfram. Ormarr Örlygsson fékk tvö ágæt tækifæri til að skora, en gaf sér ekki nægilega góðan tíma áður en hann skaut. Þvert á gang leiks- ins kom svo þriðja mark Búlgar- anna og var það Marashliev sem það skoraði tíu mínútum fyrir leiks- lok. Okkur vantaði herslumuninn til að skora mark í stöðunni 0:2. Það sem réði úrslitum í tveimur leikjum okkar gegn CSKA var að leikmenn Sofíu nýttu þijú af fimm tækifærim sínum hér í Sofíu, en við nýttum aðeins eitt af fjölmörgum færðum okkar á Akureyri," sagði Guðjón. CSKA Sof ía - KA 3:0 Sofía, Búlgaría. Evrópukeppni meist- araliða, miðvikudagur 3. október 1990. Mörk KA: Marashliev 2 (19., 80.), Georgiev (48.) Áhorfendur: 12.000. KA: Haukur Bragason, Hafstenn Jak- obsson,’ Gauti Laxdal, Halldór Hall- dórsson, Halldór Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Bjarni Jónsson, Jón Grétar Jónsson (Örn Viðar Arnarsson 82.), Kjartan Einarsson (Árni Hermannsson 65.), Steingrímur Birgisson, Ormarr Örlygsson. _ JJ mörk urðu okkurað falli“ - sagði ÓlafurJóhann- esson, þjálfari FH F H-ingar voru nálægt því að halda jöfnu í fyrri leiknum gegn Dundee United, en fengu tvö mörk á sig undir lokin og töpuðu 3:1. í gærkvöldi varð draumurinn nærri því að veru- leika, en Hafnfirðingarnir urðu að sætta sig við jafnteflið. „Þetta var stórkostlegt," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálf- ari FH við Morgunblaðið, „en tvö sjálfsmörk urðu okkur að falli. Við gerðum ráð fyrir að þeir myndu reyna að draga okk- ur fram á miðjuna og vorum ákveðnir í að nýta okkur það sem og við gerðum. Við fengum mjög góð færi í fyrri hálfleik, sérstaklega Andri og Þórhallurj en lánið var ekki með okkur. I seinni hálfleik bökkuðum við ósjálfrátt og þeir voru meira með boltann án þess að skapa sér færi. Mótlætið fór í skapið á þeim og þeir voru heppnir að ná jafntefli." „Sigur fyrir fimleika- félagið" Þórir Jónsson, formaður knattspyrnudeildar FH var mjög ánægður. „Þetta var mikill sigur fyrir fimleikafélagið. Strákarnir blómstruðu og fyrri hálfleikur var sá besti, sem liðið hefur sýnt. Enda sagði Jim Mc Lean, yfirþjálfari Dundee að 4:0 hefði ekki verið ósanngjarnt í hálf- leik.“ ittéfflR FOLK ■ LEIKMENN KA fengu stöðugt að vita um hvaða lið CSKA Sofía hafi „slátrað“ í Evrópukeppninni í Sofíu. Þegar þeir voru að hita upp fyrir leikinn gegn CSKA var sagt frá því í hátalarakerfi vallarins að lið eins og Liverpool og Benfica hafi mátt þola tap í Sofíu. „Þetta var greiniléga gert til að hrella okkur og draga úr okkur kjarkinn," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA. ■ GUÐJÓN stjórnaði KA-liðinu í síðasta sinn, en samningur hans við KA rann út eftir leikinn. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvað ég geri,“ sagði Guðjón, sem verður ekki áfram með KA. ■ „ÉG vil þakka Guðjóni fyrir samstarfið, sem hefur verið ánægu- legt,“ sagði Stefán Gunnlaugsson, formaður KA, eftir leikinn. ■ KJARTAN Einarsson meiddist og varð að fara af leikvelli á 65 mín. Kjartan meiddist á læri eftir að markvörður CSKA braut á hon- um. ■ TÓLF þúsund áhorfendur klöppuðu leikmönnum KA lof í lófa eftir leikinn í Sofíu og þjáifari CSKA, Nicodinov, gekk til KA- manna og þakkaði þeim fyrir drengilegp keþpni. ■ KA-menn eru ánægðir með lífið í Sofíu, þar sem allt er gert fyrir þá. Þeir verða þar í dag og morg- un, en koma heim á laugardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.