Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 t Móðir mín og tengdamóðir, ÁGÚSTA EINARSDÓTTIR, áður til heimilis á Vallargötu 7, Keflavík, lést á Garðvangi 24. september. Útför hefur farið fram. Ólafur Þórðarson, Helga Albertsdóttir. t Móðursystir mín. KATRÍN ÞORBJARNARDÓTTIR, Kirkjuvegi 42, Keflavík, lést á Landspítalanúm 2. október. Þorbjörn Datxko. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, KRISTINN GUÐJÓNSSON, Víðimel 55, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 9. október kl. 13.30. Sigurveig Eiríksdóttir, Rannveig Hrönn Kristinsdóttir, Guðrún Drifa Kristinsdóttir, Kristín Mjöll Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Sonur okkar og bróðir, EGGERTBERGSSON, Kveldúlfsgötu 18, Borgarnesi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugardaginn 6. október kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á björgunarsveitina Brák eða Slysavarnafélagið. Bergur Sigurðsson, Jónina Eggertsdóttir, og systkini. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR BJARNASON, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, 27. september sl., verður jarðs- unginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. október kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélag (slands. Guðmundur H. Sigurðsson, Guðrún V. Þórarinsdóttir, Hallgeir Bjarni Sigurðsson, Erna G. S. Ohlsson, Gösta Ohlsson, Dóra Sigurðardóttir, Jóhannes Jónasson, Jónina B. Sigurðardóttir, Hafliði Hjartarson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, Nóatúni 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks deildar 12-A, Land- spítalanum, og heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Þorvaldur Ármannsson, Dagrún Þorvaldsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Viktoría Þorvaldsdóttir, Magnús Sigurjónsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Þórdór Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð, hlý- hug og veittan stuðning vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdafööur, afa og bróður okkar, HAUKS HLÍÐBERG flugstjóra. Unnur Magnúsdóttir, Valur-Hlíðberg, Alma Hlíðberg, Haukur Hlíðberg, Aðalheiður Sævarsdóttir, Arndfs B. Smáradóttir, Gísli Georgsson, Smári Jónsson, Unnur Hauksdóttir, Jón Þröstur Hauksson, systkini og aðrir aðstandendur. Minning: Asgerður Rósa Jó- hannsdóttir frá Armúla Fædd 23. marz 1915 Dáin 9. september 1990 Laugardaginn 15. september sl. gerði mikið hvassviðri við ísafjarð- ardjúp. Þessu veðri fylgdi skýfall svo mikið að undrun sætti og líkja mátti við að himinninn gréti. Slík veður eru sem betur fer fátíð á þessum slóðum, enda stytti upp er á daginn leið. Sólin skein og yljaði gróðrinum við Ármúlann og því fjöl- menni er safnast hafði þar saman þennan dag. Við þessar aðstæður fór fram útför hennar Rósu frá Ármúla. Mér hefur komið í hug, að þarna hafi endurspeglast Iífsferill þessarar konu, sem svo margt brotnaði á og vildi öllum gott gera, hvort sem það var hennar lífsförunautur, börnin, aðrir samferðamenn á lífsleiðinni eða náttúran umhverfis hana. Það var ávallt margmenni í kring um hana. Jarðarförin fór fram frá Melgras- eyrarkirkju að viðstöddu miklu fjöl- menni. Fólkið var svo margt að staðið var milli bekkja milli sitjandi' fólks um alla kirkjuna. Tæpast var hægt að loka dyrum og meðan rok- hviður skóku húsið utan hvarflaði að mér að þetta guðshús hefði ver- ið byggt of lítið. Prófasturinn í Vatnsfirði, -séra Baldur Vilhelms- son, jarðsöng. Mér fannst það til- komumikið er presturinn fylgdi eft- ir kistunni í hífandi rokinu með fólkinu og kvaddi þar konuna með viðhöfn. Síðan lægði veðrið. Ásgerður Rósa Jóhannsdóttir fæddist á Skjaldfönn í Skjaldfann- ardal í Nauteyrarhreppi 23. marz 1915. Hún var dóttir hjónanna Jónu Sigríðar Jónsdóttur, sem fæddist að Hjarðardal í Önundarfirði 2. ágúst 1882 og Jóhanns Jens Matt- híasar Ásgeirssonar, sem fæddist á SKjaldfönn 22. janúar 1885. Jóna Sigríður lærði til ljósmóðurstarfa í Reykjavík og varð síðan ljósmóðir í Nauteyrarhreppi. Jóhann erfði jörð sína að þeirra tíma sið og varð stór- bóndi á Skjaldfönn. Þau eignuðust 8 böm og eru þau: Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daera. Legsteinar Framleiðum allar stærðirog gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIfMA SKEMMUVEGI48. SIMI78677 Aðalsteinn, f. 16. maí 1909; Guð- jón Gunnar, f. 15. júní 1910; Magn- ús, f. 3. september 1912; Ásgerður Rósa, f. 23. marz 1915; Karen Ólafía, f. 19. apríl 1918; Kristján, f. 25. september 1919; Halldór Valgeir, f. 3. apríl 1921, ogÁsthild- ur Sigurrós, f. 13. júní 1923. Ennfremur átti Ásgerður Rósa hálfsystur, sem var barn Jóhanns frá Skjaldfönn og Maríu Helgadótt- ur frá Lónseyri. Það var Guðrún Hallfríður, f. 5. ágúst 1914, og fæddist í Selhúsum móti Skjald- fönn. Þetta stúlkubarn varð mikil- hæf og góð kona og ól aldur sinn á Kirkjubóli í Langadal. Hún dó 2. febrúar 1987. Það hlýtur að hafa verið ljúft líf fyrir Rósu litlu að alast upp með hjalandi bæjarlæk við hliðina, Selá með sína sjóbleikju, Kaldalón við hliðina, Drangajökul fýrir ofan og fullt af glaðværum systkinum allt árið um kring í öllum áttum. Dal- verpið hlúði að fólki sínu og um- hverfi, foreldrar hennar hlúðu vel að börnum sínum. Rósa trúlofaði sig ungum manni frá Ármúla um hátíðir 1936 á Skjaldfönn. Ekki hefi ég heimildir um hvernig þessi trúlofun gekk fyrir sig, en hún hélt vel. Hún kenndi veikinda í baki haustið 1937. Þá kann að hafa runnið upp sú stað- reynd fyrir unnustanum að ekki væri allt með felldu með ungu kon- una hans._ Sigurður Holm Hannes- son frá Ármúla gekk með henni veginn til enda. Hún lagðist í-Lands- pítalann með berkla og lá þar í 3 ár. Hann beið á meðan. Árið 1941 fór hún af spítalanum og þau giftu sig skömmu síðar í Reykjavík. Það- an lá leiðin vestur að Djúpi og þau tóku við hluta af búi Hannesar föð- ur hans. Árið 1943 töldu þau Rósa og Sigurður að þau hefðu unnið bug á þeim sjúkdóm sem hijáði hana. Þau tóku við búi af foreldrum Sigurðar, en nokkru síðar tók Kristján Hann- esson, bróðir Sigurðar, og kona hans, Guðbjörg Jónsdóttir við öðr- um parti jarðarinnar. Þau Guðbjörg og Kristján eru bæði látin, en þeirra börn eru: Gunnar Hannes, Guðjón Arnar, Guðrún Oddný og Gísli Jón. Það gekk furðuvel hjá bræðrunum og konum þeirra að stunda búskap- inn á Ármúla. Fyrst var verið sam- an í gamla húsinu, sem hann Sig- valdi Kaldalóns læknir bjó í, en síðan fluttu þau Siggi og Rósa í nýtt hús um 1960. Þá rýmkaðist til á báða bóga. Ég var sendur til fósturs frá ísafirði inn í Djúp, að verða fjög- urra ára. Ég lenti á góðu heimili og óx þar úr grasi. Fyrir mér voru öll heimili eins við ísafjarðardjúp. Þau voru full af kökum, áhyggjum af börnum, kaffi, körlum í einhveij- um erindum og konum sem stóðu frammi fyrir öllu saman. Ég færði rólega út kvíarnar og endaði með Ég ætla mér ekki þá dul að fjalla um uppruna og æviskeið Halldóru Guðmundsdóttur, til þess eru mér aðrir hæfari. Hitt er mér meira í mun, að drepa lítillega á hvemig hún kom fyrir sjónir og reyndist mér þau 19 ár sem við þekktumst. Aldrei fannst mér hún bera kala til nokkurs manns. En kærleika og skilning veitti hún þeim, sem þurftu þess mest með, eitt sinn var ég einn ■ þeirra og naut svo góðs af, að aldr- ei verður fullþakkað. Halldóra hafði betra vald á þögninni en gekk og gerðist, hlýjan sem frá henni staf- aði þurfti ekki orða við. Á árum áður hafði Halldóra unn- því að kynnast öllum strákunum á báðum Ármúlaheimilunum. Rósa og Siggi gátu ekki eignast börn. Þá tóku þau til bragðs að taka fóst- urbörn, en þau eru: Jóhann Alex- andersson, f. 11. apríl 1944; sjó- maður á ísafirði, giftur og á 3 börn; Karl Georg Kristjánsson, f. 23. apríl 1945, giftur og á 6 börn, Sigurrós Sigurðardóttir; f. 3. nóvember 1956, gift og á tvö börn; og síðan Guðný Björk Hauksdóttir, f. 3. marz 1960, ógift í námi við Há- skóla íslands. Við krakkarnir við Djúp nutum þess ofurlítið að mikið var umleikis hjá Sigga og Rósu. Kaldalón var rétt fyrir innan og þeirra hús var í þjóðleið. Inn á heimili Rósu komu þingmenn, ráðherrar, listamenn og fólk á faraldsfæti. Ýmsa þurfti að flytja yfir Lón á þeim tíma og bæði Ármúlaheimilin stóðu saman að því. Jóhannes Kjarval kom mikið að Ármúla og málaði þar. Rósa hafði í kring um sig hænur, kýr, kindur, hesta, presta, þingmenn, ferðamenn og nágranna. Hún not- aði nóttina til að baka, sofnaði síðust og vaknaði fyrst. Þegar við unga fólkið fórum loks að spretta úr sporunum tók hún okkur opnum örmum. Við áttum harmonikku sem spilað var á aftur í jeppa og hún lofaði okkur að spila inni í stofunni á Ármúla, meðan hún bakaði til næsta dags. Þessi móttaka konunnar á heimii- inu, þar sem allt var nánast á öðrum endanum, en mér umhugsunarefni enn í dag. Ég horfi nú á haustlauf- in falla af öspinni hérna fyrir utan og það er eðlilegur hlutur. Senni- lega hefur Rósu verið það jafn eðli- legur hlutur .að hlúa vel að öllum í kring um sig. Rósa á Ármúla sáðí sterkum rót- um. Það sterkum að hún hefur merkt öll sín fósturbörn og alla sína samferðamenn. Sigurður Hólm Hannesson á Ármúla dó á nýjársdag 1973. Ekkj- an sat jörðina í eitt og hálft ár og seldi síðan ásamt Guðbjörgu og Kristjáni jörðina til Gerðar Kristins- dóttur og Kristjáns Sigurðssonar. Hann fórst í Ljósufjöllum í flug- slysi. Gerður situr nú jörðina og hefur Rósa gengið frá sínum málum með þeim hætti sem best má vera. Þar er nú reisn yfir húsum og erfis- drykkjan fór þar fram. Þarna hitti ég margt fólk, m.a. Tryggva Mar- ið mikið að félagsmálum og var orðlögð málafylgjumanneskja, hún kom ýmsum hugðarefnum sínum í framkvæmd, enda sópaði að henni hvar sem hún fór. Eiginmaður hennar, Benedikt, lést fyrir 28 árum. Þau eignuðust þijú börn, Halldór, sem er látinn, Helgu og Guðmund, sem lifa for- eldra sína og bróður. Halldóra var stolt móðir, hún vissi það mætavel að einhvern haustmorguninn mundi hún hitta frumburðinn sinn, hann Halldór, sem var henni svo líkur í mörgu, og aðra ástvini sem á undan voru gengnir, þar hafa orðið fagn- aðarfundir. Minning: Halldóra Guðmunds- dóttirf Miðengi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.