Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 4. OKTÓBER 1990 Aðalsalur Þjóðleikhússins mótast á ný Aðalsalur Þjóðleikhússins er nú óðum að taka á sig nýja mynd með á nýju svalirnar eins og sjá má á myndinni. Þar sést einnig nýi inn- einum svölum og upphækkuðu salargólfí. Um 70 menn vinna daglega gangurinn úr Kristalssal í aðalsal, en sýningar hefjast aftur í Þjóðleik- að endurbótum og lagfæringum á Þjóðleikhúsinu. Búið er að steypa húsinu 15. febrúar n.k. nýja hljómsveitargryfju, verið er að sjóða undirstöður undir gólfið og Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins: Ríkisstjórnin beitir fólk blekkingfum í álmálinu Þingrof og kosningar eina ráðið til að ná málinu fram ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að misvísandi yfirlýsingar ráðherra í álmáiinu sýni að annaðhvort sé verið að blekkja erlendu viðsemj- endurnar eða Alþingi og íslend- inga. Hann segir að seta núver- andi ríkissljórnar selji álmálið í hættu, og eina leiðin til að ná því fram, sé að ijúfa þing og boða til nýrra kosninga. Þorsteinn sagði við Morgunblað- ið, að iðnaðarráðherra segði að sam- komulag væri um alla meginþætt- ina, þar á meðal orkuverð og skatta. En aðrir ráðherrar segðu að ekkert samkomulag væri um skatta og verulega vanti á að niðurstaða sé fengin um orkuverðið. „Það er því alveg ljóst, að annað hvort er verið að blekkja erlendu viðsemjenduma í samningagerðinni, eða þá að það er verið að blekkja Alþingi og íslendinga. Og það er ekkj í fyrsta skipti sem blekkingum er beitt í meðferð þessa máls, því að í langan tíma er búið að blekkja fólk úti á landi um að einhvem- tímann hafí komið til greina að byggja álverið utan þéttbýlissvæðis- ins. Þetta era mjög ámælisleg vinnu- brögð. Við sjálfstæðismenn munum því krefjast þess að málið verði tek- ið til umfjöllunar um leið og Alþingi kemur saman, og þar verði gerð grein fyrir efnislegum niðurstöðum og stjómskipulegri stöðu málsins," sagði Þorsteinn. Um það samkomulag, sem iðnað- arráðherra hyggst skrifa undir í dag með fulltrúum erlendu álfélaganna, sagði Þorsteinn, að þar væri verið að staðfesta, eins og iðnaðarráð- herra orðaði það, mikilvægan áfanga í samningunum. „Þar er verið að ákveða samn- ingsniðurstöðu um alla meginþætti samninganna. Þar með eru fengnar bindandi niðurstöður um það atriði og um leið og þetta hefur verið undirritað ber öll ríkisstjórnin ábyrgð á þeirri niðurstöðu. Allt ann- að er barnaskapur, því það er ekk- ert til sem heitir að Jón Sigurðsson hagfræðingur úti í bæ, beri á þessu persónulega ábyrgð. Það er beinlínis hlægilegt, að ráðherrar og þar á meðal forsætisráðherra, skuli halda því fram að staðfesting mikilvæg- ustu atriða þessara samninga sé einkamál einhvers manns sem komi ríkisstjóm ekkert við og skuldbindi hana ekki á neinn hátt. Það mætti halda að mennirnir væru ekki með réttu ráði,“ sagði Þorsteinn. Forastumönnum Sjálfstæðis- flokksins hafai verið kynnt öll gögn um álsamningana og era þeir að fara yfír þau, að sögn Þorsteins. Þegar hann var spurður hvort til greina kæmi að Sjálfstæðisflokkur- inn styddi heimildarlagaframvarp um samninga um nýtt álver, legði iðnaðarráðherra það fram í eigin nafni, sagði Þorsteinn að þing- mannaframvörp komi ekki fram um samninga sem ríkisstjórnir gerðu. Forsætisráðherra hefði marglýst því yfír, að ,-málið verði ekki afgreitt með atbeina stjómarandstöðunnar, þannig að hún ráði úrslitum. „Það er engin önnur staða uppi, og miðað við óbreytt stjómarsam- starf getur málið ekki komið til kasta Sjálfstæðisflokksins. Niður- staðan er augljós, að seta núverandi ríkisstjórnar setur þetta mál hættu. Vilji menn ná því fram, er augljóst að það þarf að ijúfa þing og éfna til kosninga þegar í stað,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Verð lækk- ar á olíu- mörkuðum OLÍUVERÐ lækkaði á heims- markaði eftir helgina. Ekki er talið að þessi lækkun sé vísbend- ing um ákveðna þróun niður á við á olíumörkuðum, verðið gæti hækkað snögglega aftur, ef til tíðinda dregur við Persaflóann. Lækki verðið frekar næstu vik- una, getur það haft áhrif á verð hér á landi, þar sem búist er við að farm- ar af gasolíu og bensíni hingað verði lestaðir um næstu helgi. Á þriðjudag var verð á tonni af súperbensíni komið í 415 dollara á Rotterdammarkaði og hafði lækkað um 25 dollara frá mánudeginum. Blýlaust bensín kostaði á þriðjudag 365 dollara, hafði lækkað um 25 dollara og verð á þotueldsneyti lækk- aði um 28 dollara, var 472 dollarar á þriðjudag. 23 dollara lækkun varð á gasolíutonninu, það fór niður í 816 dollara. Lítil breyting varð á svar- tolíuverði. Sjá verð á olíumörkuðum á bls. 27 Sláturkostn- aður tæpar 1,2 millj. kr. á meðalbú SAMKVÆMT ákvörðun fimm- mannanefndar er slátur- og heildsölukostnaður kindakjöts nú 134,83 kr. á hvert kíló, en við það bætist síðan 12 króna verðmiðlunargjald, sem er óbreytt að krónutölu frá því í fyrrahaust. Heildarkostnaður- inn er því 146,83 kr. á hvert kíló og hefur hann hækkað um 6% frá því í síðustu sláturtíð. Kostn- aðurinn nemur samkvæmt þessu um 2.130 kr. á meðaldilk, eða tæplega 1.200 þúsund krónum á meðalbú. Á fundi fímmmannanefndar var ákveðið að felía niður vaxtagjald, sem reiknað hefur verið eftir því sem liðið hefur á verðlagsárið, og ríkið hefur niðurgreitt að hluta. Endanlegt verð á sauðfjárafurðum til neytenda verður því óbreytt frá því sem það var fyrir þessa slát- urtíð, og grundvallarverð til bænda er óbreytt frá því sem þeim var reiknað í desember á síðastliðnu ári. Að sögn Gísla Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, er grandvallarverð til bænda í sauðfjárframleiðslu nú 394,94 kr. fyrir hver£ kíló af 1. flokks dilkakjöti (2. verðflokkur). Vegna hækkaðs sláturkostnaðar hafa niðurgreiðslur ríkissjóðs hækkað á móti, eða um tæplega 8 kr. að meðaltali á hvert kíló, og miðað við 8 þúsund tonna sölu á ári verður kostnaðarauki ríkisins þess vegna rúmlega 60 milljónir króna. Hnífsstungnmálið í Leifsstöð: Reyndi að komast inn í stjórnklefa Flugleiðavélarínnar Keflavík. RANNSÓKNARLÖGREGLAN á Keflavíkurflugvelli fór í gær framá að árásarmaðurinn sem veittist að norskum þyrluflugmanni í Leifs- stöð á þriðjudagskvöldið og stakk hann í kviðinn með hníf verði úr- skurðaður í 30 daga gæsluvarðhald. Á leiðinni frá Grænlandi til ís- lands reyndi maðurinn að komast inn í flugstjórnarklefa Flugleiða- þotunnar sem flutti hann. Dómarinn í málinu tók sér sólarhrings frest áður en hann tekur afstöðu til kröfunnar. Þyrluflugmaðurinn gekkst undir aðgerð í sjúkrahúsinu í Keflavík aðfaranótt miðvikudags og er hann á batavegi. Árásarmanninum, sem er 31. árs Austurríkismaður, hafði verið vísað úr landi í Grænlandi og var hann á leið þaðan til Kaupmannahafnar með viðkomu í Keflavík þegar atburður- inn átti sér stað. Austurríkismaður- inn mun hafa verið illa búinn að ráfa í Tugtutooq sem er nánast óbyggt svæði 6 km suður af Nassaq. Lögregla var látin vita af ferðum mannsins og kom norski þyrluflug- maðurinn þar við sögu við leit að honum. Eftir að Austurríkismaður- inn hafði verið yfírheyrður af lög-- reglu og farið i læknisskoðun var ákveðið að vísa honum úr Iandi. Ekki var talinn ást?eða til að hann færi í lögreglufylgd. Flugstjóri Flugleiðavélarinnar varð að læsa að sér á leiðinni til íslands, þar sem maðurinn gerði ítrekaðar tilraunir til að komast inn stjórnklefann. Einnig var hann með áreitni við norska þyrluflugmanninn sem var farþegi með vélinni. Flug- stjórinn óskaði eftir aðstoð lögregl- unnar sem síðan fylgdist með mann- inum á meðan viðkoma var höfð í Leifsstöð. Þar var ákvörðun tekin um að hann færi héðan í fylgd lög- reglu. Austurríkismaðurinn hafði engan farangur meðferðis. Hann dvaldi í Keflavík áður enn hann hélt til Grænlands 20. september og mun m.a. hafa leitað ásjár hjá sóknar- prestinum á staðnum. -BB Enginn tekur mark á félagsmálaráðherra - segir Þorsteinn Pálsson ÞORSTEINN Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Jóhanna Sigurðsdóttir félagsmálaráðherra hafi ekki leitað til sjálfstæðismanna um stuðning við tillögur um aukin framlög til húsnæðismála. Félagsmálaráðherra hefur lýst ágreininingi við ríkisstjómina vegna áforma um verulega skert framlag til húsnæðismála í fjár- lögum næsta árs. Áskildi hún sér rétt til að knýja fram aðra niður- stöðu á alþingi, en fjárlög gera ráð fyrir. „Það er augljóst að enginn ein- asti ráðherra í ríkisstjórninni, og síst af öllu hinir alþýðuflokksráð- herrarnir, taka mark á félags- málaráðherranum. Hvers vegna ættu þá aðrir að gera það?“ sagði Þorsteinn Pálsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.