Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.10.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 1990 33 ekki fær um að sjá um sig sjálf svo hún var til skiptis hjá börnum sín- um. Það var alltaf svo gott að koma til mömmu á Skagann og vita að amma Rósa var þar. Hún var mjög hrifin af barnabarnabörnunum sín- um og leið vel þegar þau voru nærri henni. Amma Rósa og dóttir mín, Sólveig Heiða, sem er tveggja ára, sátu oft saman við eldhúsborð- ið á Garðabrautinni og drukku kringlukaffi. Ef sú litla var á undan með sinn skammt þá settist hún við hlið ömmu og mataði hana. Eins mataði hún ömmu Rósu oft ef henni fannst hún vera of lengi að borða og líkaði ömmu það vel. Eg sat líka oft á móti ömmu við eldhúsborðið, hélt í heilbrigðu höndina á henni og strauk hana. Þá þurftum við amma engin orð; við horfðumst bara í augu. Eg þakka fyrir að börnin mín tvö skyldu fá að kynn- ast ömmu Rósu og veit að þau eiga alltaf eftir að búa að því. Dauði ömmu Rósu var mér mikið áfall og á ég eftir að sakna hennar mjög. Eg hugga mig við það að nú líður henni vel og vel hefur verið tekið á móti henni hinum megin. Nú er hún komin til afa Jóns sem dó fyrir 25 árum, litlu stúlkunnar sinnar (Guðríðar) sem dó á þriðja ári og elsku Marenar sonardóttur sinnar sem dó þegar hún var tæp- lega 16 ára. Fallin er hjartans fögur rós . og föl er kalda bráin. Hún sem var mitt lífsins ljós ljúfust allra er dáin. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. í krafti trúar kveiki ljós og kveðju sendi hljóða. (Höf. Jóna Rúna Kvaran.) Já, hún elsku amma Rósa var einstök rós og minning hennar mun dafna og blómgast í huga mínum. Guð blessi minningu elsku bestu ömmu minnar. Margrét Rósa Pétursdóttir Það er erfitt að sætta sig við að amma Rósa sé dáin. Ef ég hugsa til baka þegar ég var lítil stúlka, þá finn ég hjarta mitt gráta, ó hvað ég einsömul er. Hjá ömmu varð heimurinn, lífið og tilveran svo einföld. Sorgirnar, þrautirnar hurfu á braut og hjá ömmu var lífið bara gott. Og ég reyndi að lifa vitandi betur og ég vissi og lærði að amma var best. Margar voru næturnar sem ég kúrði mig upp að ömmu, ó hvað mér fannst það gott. Ég veit að elsku ömmu minni líð- ur nú vel, því hún er komin til hans afa, litlu stúlkunnar sinnar og Mar- enar. Hafi elsku amma þökk fyrir allt. Sigurrós Allansdóttir FESTINGAJARN FYRIR BURÐARVIRKI FLESTAR GERÐIR TILÁ LAGER. GETUM AFGREITT SÉRPANTANIR MEÐ STUTTUM FYRIRVARA. Þ.ÞPRBBlMSSOW&CO ARMÚLA29, SfMI 38640 Sigríður Einars- dóttir — Minning Fædd 18. september 1906 Dáin 25. september 1990 Skjótt skipast veður í lofti, jafnt í mannlífinu sem í náttúrunni. Ekki óraði mig fyrir þessu snögga frá- falli míns aldna skjólstæðings þegar ég kvaddi þau blessuð hjón Sigríði og Guðmund að loknum skyldu- störfum heimilisþjónustu á fimmtu- degi né að ég fengi ekki að sjá hana aftur á þriðjudegi. Sigríður var fædd á Grund á Eyrarbakka, dóttir Einars Jónsson- ar er þar bjó og síðari konu hans, Oddnýjar Guðmundsdóttir. Þar ólst hún upp í stórum systkinahópi til unglingsára, er hún flutti með föður sínum til Reykjavíkur og hafði þar heimili með honum og systur sinni um nokkurt skeið. Mér er kunnugt um að faðir hennar var sín síðustu æviár í sambýli við Sigríði og Guð- mund í litla húsinu þeirra á Kópa- vogsbraut 10 og þar mun Guðrún systir Sigríðar hafa dvalið líka, og þær sinnt um föður sinn, en milli þeirra systra, Guðrúnar, sem komin er yfir nírætt og Sigríðar, fannst mér vera mikill systra kærleikur, og ekki lqið sá dagur að þær hefðu ekki samband í síma. Sigríður var íjölhæf, og í henni þessi kunni þjóðlegi listamaður, sem gerir alla hluti af natni og samvisk- usemi, hvort heldur eru erfið heimil- isstörf í eldhúsi eða fínasta handa- vinna. Það sýna best máluðu mynd- irnar á stofuveggnum og fallegu munirnir sem hún nú síðast var að vinna í Sunnuhlíð í dagvistinni þó sjónin væri orðin mikið léleg, þá var viljinn óbugaður og sköpunar- þrájn síung. Á yngri árum starfaði hún mikið með leikfélagi Kópavogs og frá þeim árum átti hún margar góðar minningar sem hún talaði gjarnan um, og myndirnar sem hún átti og. úrklippur úr blöðum frá þeim tíma eru fjársjóður út af fyrir sig. Að ferðast var hennar líf og yndi, og á árum áður voru þau hjón í hópi góðra félaga hér í Kópavogi sem fóru langar og skemmtilegar ferðir vítt og breitt um landið, þetta voru henni gersemar í minningum. Eins höfðu þau farið til Bandaríkj- anna í heimsókn til skyldmenna og notið þess í ríkum mæli. Það var gaman að heyra hana tala um þessi ferðalög, hún var stálminnug og þrátt fyrir dvínandi líkamskrafta var hennar andlega ástand síungt. „Félagsvera" var sannmæli um Sig- ríði, hún hafði yndi af að vera inn- Á VEGGI, LOFT OG GÓLF TRAUSTARI HUÓÐEINANGRUN, ÞYNGRI OG STEINULL ÞVÍ ÓÞÖRF. A FLOKKUR ELDTRAUSTAR VATNSHELDAR ÖRUGGT NAGLHALD KANTSKURÐUR SEM EGG HOLLENSK GÆÐAVARA Þ.ÞOR6RÍMSSOH&CO ARMÚLA 29, SÍMI 38640 Hraðlestrarnámskeid...með ábyrgð! Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú verða mikið betri námsmaður og auðvelda þér nám- ið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á hraðlestrarnámskeið. Næsta námskeið hefst laugardaginn 6. október. Skráning alla daga í síma 641091. Ath. VR og mörg önnur félög styrkja þátttöku félaga sinna á námskeiðunum. HRAÐLESTRARSKOLINN inn io ára esí an um fólk og blanda við það geði. Og samverustundir í safnaðarheim- ili kirkjunnar okkar á Kársnesinu hjá henni Hildu Þorbjarnardóttur var það sem hún hlakkaði til á kom- andi vetri. Mennirnir áforma, en guð ræður, og engin ræður sínum næturstað, Sigríður mín, eðá hún Sigga mín, eins og ég kallaði hana gjarnan, er farin yfir móðuna miklu, og mun ekki oftar taka mér opnum örmum þegar ég kem til að snúast í kringum hana og létta henni heim- ilisstörfin. Ég var svo lánsöm að vera hjá henni tvö -síðastliðin ár, meira.og minna. Þetta áttu bara að vera nokkur kveðjuorð til þessarar elskulegu gömlu konu sem svo skyndilega kvaddi þennan heim en ekkert tæm- andi æviágrip. Ég bið guð að leiða nr iveturim PHILIPS - WHIRLPOOL IFRYSTISKÁPAR OG KISTURI Góð tæki - Gott verð hana í öðrum og betri heimi, og þakka henni fyrir allt það góða sem hún var mér. Syni hennar, Samúel, og hans fjölskyldu, öldruðum eigin- manni og systkinum svo og öðru venslafólki sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Þuríður Egilsdóttir NYR ARATUGUR - NÝ VIÐHORF ITC gefur tækifæri til að: k Þjálfa hæfileika til forystu k Auka hæfni sem áheyrandi og flytjandi k Þjálfa skipulagshæfileika. k Byggja upp sjálfstraust k Ná meiri viðurkenningu í starfi Landssamtök ITC halda kynningarfund í kvöld kl. 20.30 á Holiday Inn. Notið tækifærið og verið með. ELFA : =:9 . L ■ \,\' 'V ■’* i'i' h ....................... I Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, símar: (91) 622900 og 622901 - Næg bílastæði philips Whirlpool Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISIMI6915 20 í SQfiUUttíJUtK'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.