Morgunblaðið - 20.10.1990, Qupperneq 13
13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990
Laugarneskirkja
það starf hefur hann unnið með konu
sinni Jónu H. Bolladóttur guðfræði-
nema og ijölda sjálfboðaliða. Það eru
miklar vonir bundnar við starf að-
stoðarprestsins og bjóðum við hann
innilega velkominn til starfa. Sr.
Bjarni var vígður til starfsins sunnu-
daginn 7. október sl.
A 50 ára afmæli Laugarnessóknar
horfum við bjartsýn fram á veginn.
Starfið hefur vaxið jafnt og þétt og
verður nú í vetur boðið upp á fjöl-
breyttara starf en nokkru sinni fyrr.
Kirkjusókn hefur farið mjög vaxandi
á síðustu árum og er það uppörvandi
fyrir alla sem standa að starfinu.
Carl P. Stefánsson er núverandi
formaður sóknarnefndar og Ástráður
Sigursteindórsson er safnaðarfull-
trúi.
Góður guð hefur farið fyrir starf-
inu hér öll þessi ár, þess vegna lofum
við hann fyrir allt það sem við höfum
fengið að njóta í helgihaldi og félags-
starfi kirkjunnar.
„Ef Drottinn byggir ekki hús, erf-
iða smiðirnir til ónýtis."
Jón Dalbú Hróbjartsson,
sóknarprestur.
SINFÓNÍU-
TÓNLEIKAR
Tónlist____________
Jón Ásgeirsson
Aðrir tónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands á þessum vetri,
voru haldnir sh fimmtudagskvöld
í Háskólabíói. Á efnisskránni voru
verk eftir Pál ísólfsson, Þorkel
Sigurbjörnsson, Seint-Saens og
Rakhmanínov. Einleikari var sel-
lósnillingurinn Erling Blöndal
Bengtsson og stjómandi Petri
Sakari.
Fyrsta verkið var Lofsöngur
úr Alþingishátíðarkantötu Páls
ísólfssonar og söng Langholtskór-
inn, sem Jón Stefánsson stjórnar,
þetta ágæta verk vel og satt best
að segja, ánægjulegt að heyra það
svo vel flutt sem raun varð í
þetta sinn. Annað verkið var
frumflutningur á sinfónísku verki
eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sem
hann nefnir Trífóníu. Þetta verk
Þorkels er sérlega tónalt í gerð
og lagrænt. Aðalstefið minnir á
lýdískan tónhátt en á móti leikur
Þorkell með slagverkshrynstef og
káotlskt tónferli (eins konar tón-
þyrpingar) oftast í blásurum, sem
tekur á sig ýmsar myndir I sam-
spili við aðalstefið. Vinnsla og
mótun stefjanna er skýr og verkið
í heild mjög áheyrilegt, á köflum
áhrifamikið og>var ágætiega flutt.
Síðasta verkið fyrir hlé var
fyrsti sellókonsert Seint-Saens og
lék meistari Erlingur Blöndal
Bengtsson á sellóið. Þessi konsert
er meðal vinsælustu verka Saint-
Saens og á margan hátt skemmti-
lega unnið. Bengtsson lék það
frábærlega vel og launaði ánægð-
um áheyrendum með meistara-
lega vel leikinni Gavottu eftir
Bach.
Síðast á efnisskránni var önnur
sinfónía Rakhmanínovs, sem er
langt og erfitt verk í flutningi.
Fyrsti kaflinn ber sterk einkenni
af sinfóníum Tsjaikovskís, einkum
þeirra sjöttu, enda áttu báðir við
þunglyndi að stríða. Rakhmanínov
hefur þurft að búa við það að
kvikmyndatónskáld, einkum
bandarísk, hafa sótt í smiðju
hans, sérstaklega er varðar hljóm-
sveitarrithátt og þar með ofgert
eyrum manna með hástemmdum
„flæðihljómum“ og ísmeygilegum
laglínum í fiðlum og Waldhornum,
sem rísa til skiptis upp úr þessu
þétta tónaflóði. Þá er ekki síður
að snöggar áherslur hafa nýst til
að skerpa áhrifamikil og óvænt
atriði kvikmyndanna og hefur allt
þetta snúist svo, að tónlist þessa
sérkennilega listamanns minnir á
kvikmyndir fyrri ára og nýtur því
ekki sannmælis fyrir bragðið.
í heild var leikur hljómsveitar-
innar mjög góður og áttu einstaka
meðlimir sveitarinnar ágætar ein-
leiksstófur, eins og t.d. Einar Jó-
hannesson klarinettuleikari í
þriðja þætti sinfóníunnar. Það var
auðheyrt að Sakari lætur vej að
stjórn Rakhmanínov og náði oft
að laða fram skemmtilegan leik
hjá hljómsveitinni, sem nú er á
förum til Finnlands og á inni hjá
öllum ósk um góða ferð og far-
sæla heimkomu.
KJÓSENDUR
í prófkjöri sjálfstæðismanna
Hef opnað kosningaskrifstofu með
stuðningsmönnum mínum, þarsem
verður starfað fram á kjördag og
við fögnum öllum sem vilja leggja
okkur lið. Ég óska eftir stuðningi í
3.-5. sæti listans.
Skrifstofan er á Laugavegi 170 (eldra Hekluhúsinu),
1. hæð og er opin frá kl. 14-21 á virkum dögum
en 10-18 um helgar. Símar: 25820 og 25821.
Björn Bjarnason.
NÚERAÐ HTTTAÁ RÉITU KÚWRNAR.
Efþú hiMrfœrðu milljónir
Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511.
SAMEINAÐA/SlA