Morgunblaðið - 20.10.1990, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1990
IÞROTTAMAL
Nauðsynlegt að sam-
eina ÍSÍ og UMFÍ
eftirÁgúst
Ásgeirsson
A rúmlega ári höfum við orðið vitni
að ótrúlegum breytingum á skipu-
lagi þjóða í Evrópu austan járn-
tjalds. Ríkjandi þjóðskipulag þröng-
sýni og forneskju hefur hrunið til
grunna. Úr rústunum eru tekin að
rísa samfélög sem byggja á frelsi
og lýðræði. Enginn sá þessar breyt-
ingar fyrir og fyrir nokkrum árum
hefðu þær verið taldar óhugsandi.
En flestir eru sammála um að þær
séu eina leiðin til hagsældar og'
aukinnar velferðar viðkomandi
þjóða.
Á sáma tíma eiga sér stað miklar
breytingar á skipulagi og starfsemi
íþróttasamtaka þessara ríkja. Aðal-
breytingin er í því fólgin að þau
verða ekki lengur deild í viðkom-
andi alræðisflokki hugmyndafræði
hans til framdráttar, heldur byggð
upp sem frjáls og óháð félagasam-
tök. Lúta því ekki lengur beinni
pólitískri forsjá.
En meðan þessir stórsögulegu
atburðir eiga sér stað búa íslending-
ar við nánast sama íþróttaskipulag
og fyrir stríð þar sem tvenn megin
samtök takast á um áhrif og for-
ystu; íþróttasamband Íslands (ÍSÍ)
og Ungmennafélag íslands (UMFÍ).
«Eina megin breytingin frá stofnun
þessara samtaka (UMFÍ 1907 og
ISÍ 1912) er tilkoma sérsambanda
ÍSÍ sem fara með yfirstjórn sér:
greinamála í landinu fyrir hönd ÍSÍ
og viðkomandi alþjóðasambanda.
Formlega er æðsta stjórn íþrótta-
mála óumdeilanlega hjá ÍSÍ og sér-
samböndum þess. Samkvæmt eigin
skilgreiningu er UMFÍ almenn
æskulýðssamtök sem láta sig ýmis
mál varða og eru íþróttir ekki í
efstu sætum viðfangsefnalistans.
Félagið er fyrst og fremst stofnað
sem þjóðernishreyfing í byijun ald-
arinnar þegar sjálfstæðismálin
brunnu hvað mest í hugum lands-
manna og baráttan fyrir eigin þjóð-
fána var í algleymingi. Það spratt
úr jarðvegi sem er afar framandi
þeim sem eru undir sextugu í dag.
Bera lög félagsins greinileg merki
uppruna þess.
I seinni ’tíð hefur UMFÍ hins veg-
ar fyrst og síðast látið íþróttir til
sín taka. Fyrir vikið er að ýmsu
leyti um tvíverknað í stjórnunarmál-
um héraðssambanda og íþróttafél-
aga að ræða þar sem þau eru all
flest innan beggja íþróttasamtak-
anna. Sömu menn sækja sækja þing
og fundi beggja auk ársþinga sér-
sambanda, héraðssambanda og ein-
stakra félaga. Þeir fjalla því um svo
til sömu málin á fundi eftir fundi,
þingi eftir þingi. í þetta fer vita-
skuld dijúgur tími sem er því ekki
til ráðstöfunar í starfið heimafyrir;
grasrótarstarfið sem hreyfingin
stendur og fellur með.
Því miður auðnaðist ungmenna-
og íþróttafélögunum ekki að sam-
einast í öndverðu og vinna saman
í anda Guðbrands Magnússonar
fyrrum sambandsstjóra UMFI sem
hvatti þau öll fyrir rúmum 75 árum
til að ganga í ÍSÍ til þess að hinar
litlu lindir íþróttauppsrettunnar
víðsvegar um Iandið næðu að kom-
ast sem fyrst í réttan farveg, eins
og hann komst að orði. íþróttirnar
voru neðarlega á stefnuskrá ung-
mennafélaganna og einstök félög
misjafnlega virk á þeim vettvangi.
Sambandsstjórninni ofbauð reyndar
íþróttastarfsemin í landinu um 1930
og taldi hana komna út í öfgar og
hvatti ungmennafélögin til þess að
taka ekki þátt í mótum hjá félögum
sem stæðu utan við UMFÍ.
Tel ég það afar brýnt að íþrótta-
hreyfingin sameinist í einum sam-
tökum og þar sem UMFÍ sinnir
fyrst og fremst íþróttastarfi en hef-
ur enga “lögsögu“ í þeim efnum,
ef svo mætti að orði komast, liggur
beinast við að félagið renni saman
við ÍSÍ. Ætla verður að öðrum bar-
áttumálum félagsins sé rækilega
sinnt á vettvangi samtaka og félaga
sem helgað hafa sig viðkomandi
viðfangsefni eingöngu. Skógrækt-
armálum er t.a.m. vel fyrir komið
hjá skógræktarfélögunum, hags-
munasamtök iðnaðarins og bænda-
samtökin láta ekki deigan síga í
áróðri fyrir neyslu og notkun inn-
lendrar framleiðslu, góðtemplarar
halda áfram að beijast gegn áfeng-
isneyslu, o.s.frv.. Vonandi geta
menn svo verið sammála um að
andi íþróttanna rúmi að einhveiju
leyti hugsjónir ungmennafélags-
hreyfingarinnar um ræktun lýðs og
lands og iðkun þeirra hjálpi æsku-
lýðnum til þegnlegs þroska.
Nauðsynlegt er að fyrir íþrótta-
starfinu fari ein samhent forystu-
sveit, m.a. gagnvart ríkisvaldinu því
ég er sannfærður um að hin
tvískipta forysta eigi mestan þátt í
því hve hlutfallslega lítið framlag
hins opinbera er til þessa fijálsa
félagastarfs sem allir viðurkenna
að hefur ótvírætt þjóðfélagslegt
gildi. T.a.m. fá stjórnmálaflokkarn-
ir einir margfalt hærri upphæðir
af skattfé almennings til ráðstöfun-
ar í eigin þágu. Það liggur vonandi
í augum uppi að hreyfingin er veik-
ari í augum valdhafanna þegar for-
ingjar hennar koma á þeirra fund
sitt í hveiju lagi hver með sinn
málstað. Samningsstaðan er þá
ekki eins sterk og menn eiga ekki
annarra kosta völ en þiggja sem
að þeim er rétt.
Með því að sameina kraftana í
einum farvegi vinnst margt:
í fyrsta lagi yrðu komin til sög-
unnar voldug samtök sem, að áunn-
um ákveðnum trúverðugleik, yrði
að taka mark á í samfélaginu, eins
og glöggt má sjá í löndunum um-
hverfis. Samtök sem væru betur í
stakk búin til að ná fram ýmsum
hagsbótum í þágu heildarinnar.
I öðru lagi einhópa forysta sem
hefði mun betri samningsstöðu •
gagnvart ríkisvaldi og bæjar- og
sveitarstjórnum hvað varðar öll að-
stöðumál almennings- og keppnis-
íþrótta. Forysta sem þyrfti ekki að
ganga fyrir valdhafana eins og
beiningamenn heldur til þess að
reka hnefann í borðið, ef þess þyrfti
með, og krefjast sanngirnis þegar
á þætti hallað.
I þriðja lagi losnuðu menn við
ýmiss konar tvíverknað og fengju
þar með meiri tíma til starfsins
heima fyrir. Það mundi styrkja
stöðu hreyfingarinnar í bæjum og
byggðum landsins. Meiri festu vant-
ar í grasrótarstarfið en það hefur
alltof lengi staðið og fallið með
þeim einstaklingum sem verið hafa
i forystu hjá félögunum og áhuga
þeirra. Það segir sig sjálft að hann
dofnar þegar dreifa þarf kröftunum
í marga staði.
I- fjórða lagi gæfist tækifæri með
því að sameina skrifstofur samtak-
anna tveggja tii að gera alla þjón-
ustu höfuðstöðvanna skilvirkari og
starf samtakanna yrði allt mark-
vissara.
Ekki býst ég við því að allir séu
Ágúst Ásgeirsson
„Því miður auðnaðist
ungmenna- og
íþróttafélögunum ekki
að sameinast í önd-
verðu og vinna saman
fanda Guðbrands
Magnússonar fyrrum
sambandsstjóra UM-
FÍ sem hvatti þau öll
fyrir rúmum 75 árum
til að ganga í ÍSÍ til
þess að hinar litlu
lindir íþróttauppsret-
tunnar víðsvegar um
landið næðu að kom-
ast sem fyrst í réttan
farveg, eins og hann
komst að orði.“
mér sammála og fyrir ýmsa yrði
það ugglaust sársaukafullt að sjá
ISÍ og UMFÍ renna saman. En oí
mikil tilfinningasemi má ekki
standa íþróttunum fyrir þrifum.
Framtíð þeirra er í veði. Forystu-
mönnum þessara samtaka er engin
vorkunn að setjast niður og semja
um samruna þeirra. Sameining
þeirra verður að eiga sér stað fyrr
en seinna. Óttast ég að ímynd
íþróttanna versni ef hreyfingunni
auðnast ekki að sameinast undir
einum hatti. Á undanförnum árum
hefur illu heilli gætt aukinnar til-
hneigingar til að ala á ríg milli
höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis
innan íþróttasamtakanna. í tvíarma
hreyfingu er auðveldara að finna
áráttu af þessu tagi farveg en besta
leiðin til að koma í veg fyrir að hún
valdi óbætanlegu tjóni er að hreyf-
ingin sameinist og bundið verði
þannig um skipulagshnúta að hags-
munir heildarinnar verði hafðir í
öndvegi.
Nú um helgina verður íþróttaþing
haldið í Kópavogi en það fer með
æðsta vald íslenskra íþrótta. Voii-
andi koma þessi mál þar til umræðu
en það er vænlegast til árangurs
að áhuginn fyrir breytingum vakni
í hreyfingunni sjálfri en komi ekki
utan frá.
Að lokum vil ég taka fram að
tveir mikilhæfir menn veita bæði
ÍSÍ og UMFÍ forystu og þekki ég
þá ekki að öðru en vilja hag íþrótt-
anna sem mestan. Þeim er fyllilega
treystandi til að sameina hina
tvístruðu krafta.
Höfundur er blaðamaður og
fyrrverandi formaður
Frjálsíþróttasambands íslands.
VERSLUNARRÁÐ
ÍSLANDS
Momunverðarfundur í Átthagasal
Hótels Sögu, míðvíkudaginn
24. októher 1990, kl. 9-9.30
VERÐUM VIÐ C-ÞJÚÐ í
LÍFSKJÖRUM ÞEGAR ÁRIU
2000 GEHGUR í GARÐ?
Tilefni fundarins eru staðhæfingar um sföðnun í íslensku
efnahagslífi og ýmsar hrakspór um þróunina á næstu árum.
Þarf að faka upp nýja siði, árangursríkari stjórnun og
finna þjóðfélaginu íraustari efnahagsgrundvöll?
Hver er staðan oq hvaða kosti er um að ræða?
Ómar Þ. Ragnarsson,
fréttamaður
á Stöð 2.
Morgunverðarhlaðborð í Atthagasalnum frá klukkan 7.50.
Þátttökugjald (morgunverður innifatinn) kr. 500.
Vinsamiega tilkynniö iiátttöku fyrirfram í síma 678910.
Framsögumenn:
Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri
Verslunarráðsins.
Ari Skúlason,
hagfræðingur
Alþýðusambandsins.
Mm
FOLK
H SÆBJÖRN Guðmundsson,
fyrrum landsliðsmaður og leikmað-
ur 1. deildar liðs KR, hefur verið
ráðinn þjálfari 4. deildar liðs Gróttu
í knattspyrnu. Sæbjörn mun einnig
leika með liðinu.
I MARTEINN Geirsson var í
gær endurráðinn sem þjálfari 2.
deildar liðs Fylkis í knattspyrnu.
Marteinn hefur verið með liðið
undanfarin fimm ár, en er að auki
þjálfari U-21 landsliðsins.
■ EYJÓLFUR Ólafsson dæmir
leik írlands og Skotlands í EM
U-21, sem fram fer 6. nóvember.
Línuverðir verða Bragi Bergmann
og Egill Már Markússon.
■ GUÐMUNDUR Haraldsson
verður eftirlitsdómari á Evrópuleik
Fram og Barcelona á Laugar-
dalsvellinum á þriðjudag.
■ ÞORSTEINN Karlsson, sem
varð Noregsmeistari í sjómanni
fyrir skömmu, tekur þátt í Heims-
meistarakeppninni, sem fram fer í
Boston í Bandaríkjunum um miðj-
an nóvember. Þorsteinn, sem hefur
búið í Noregi í sex ár, keppir sem
Norðmaður.
Um helgina
HANDBOLTI
Laugardagur
1. deild karla:
Höll, Fram-KR ......16:30
Kaplakriki, FH-ÍR....16:30
Selfoss, Selfoss-Haukar 16:30
Seltj.nes., Grótta-ÍBV ...16:30
Valsh., Valur-Stjarnan ..16:30
2. deiid karla:
Digranes, HK-ÍBK.......14
Digranes, UBK-Þór Ak.. 15:15
Sunnudagur:
Höll, Ármann-Þór Ak. ...14:15
Njarðvík, UMFN-UMFA ....14
Strandgata, ÍH-ÍS......14
KÖRFUBOLTI
Sunnudagur
Urvalsdeijd:
Hlíðarendi, Valur-ÍBK..20
Njarðvík, UMFN-Snæfell ...20
Sauðárkrókur, UMFT-Þór.,16
Seljaskóli, ÍR-Haukar..16
BLAK
Laugardagur
Karlar:
Hagask., Fram-Þrót. N.. 16:15
Konur:
Hagask., Vík.-Þrót. N..15
Sunnudagur
Digranes, HK-UBK....21:15
TORFÆRUHLAUP
Hið árlega torfæruhlaup á
Hellu fer fram í sandgryfjun-
um suðaustan við Hellu í dag
og hefst kl. 14, en keppnin
er flokkaskipt. Búningsað-
staða við sundlaugina á Hellu.
Skráning á staðnum.
BORÐTENNIS
Borðtennismót Víkings og
Café Operu verður haldið í
TBR-húsinu á morgun og
verður keppt í punktakeppni.
Kl. 13 hefst keppni í 2. fl.
karla, kl. 14 í mfl. og 1. fl.
kvenna og kl. 16 í mfl. og 1.
fl. karla.
FÉLAGSMÁL_
íþróttaþing ÍSÍ
60. íþróttaþing ÍSÍ verður
haldið í dag og á morgun í
félagshefmili Kópavogs,
Fannborg 2. Þingið verður
sett kl. 10 í dag, en rétt til
þingsetu eiga yfir 200 kjörnir
fulltrúar með atkvæðisrétt
auk margra með málfrelsi og
tillögurétt.
Uppskeruhátíð Þróttar
Uppskeruhátíð knattspyrnu-
deildar Þróttar verður í
Glæsibæ á morgun og hefst
kl. 14. Allir velunnarar deild-
arinnar eru velkomnir.
SJÓNVARP
Úrslitaleikur Evrópubanda-
lagsi'ns í tennis verður í beinni
útsendingu hjá Sjónvarpinu
og hefst útsendingin kl. 14 á
morgun.