Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 5

Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 5 Ljjósmynd/Amór Barkarson Jólastemmning í Ármúlaskóla Síðasti kennsludagur fyrir jól var í Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær. Af því tilefni bauð nemendaráð skólans nemend- um upp á jólaglögg, og jólasveinar útdeildu eplum til þeirra, en nemendaráðið hafði skreytt skólann með jóladúkum og kerta- ljósum. Sungin voru jólalög og nemendurnir dönsuðu í kringum jólatré, en framundan hjá þeim eru nú lokapróf á haustönn. Jarðhræringamar út af Reykjanesi: Vísbending- ar um neð- ansjávargos SKJÁLFTAHRINAN sem mældist á Reykjaneshryggnum er nú lokið en að sögn Páls Einarssonar jarð- eðlisfræðings stóðu hræringarnar óvenju lengi yfir, eða í þrjár vikur. Helstu vísbendingar um að þarna hafi orðið 'neðansjávargos eru úr sjávarrannsóknum sem gerðar voru í rannsóknarskipinu Bjarna Sæ- mundssyni, en að sögn Páls virðist mega túlka þær á ýmsa vegu. „Það virðist hafa gruggast upp botníagið í sjónum í kringum Steinahól þar sem er jarðhitasvæði. Þetta þótti rann- sóknarmönnum vísbending um að neðansjávargos hefði orðið en það hefur ekki fundist neitt hraun enn- þá,“ sagði Páll. Hann sagði að manganið sem hefði fundist hefði verið á eldra bergi og væri jarðhitaummyndun sem tengist jarðhitasvæðinu við Steinhól. Páll sagði að svæðið sem um væri að ræða tilheyrði virka eidgosabeltinu sem liggur eftir endilöngu Atlants- hafinu og kemur upp á Reykjanes- skaganum. Gosbelti Islands sé hluti af þessu sama virka svæði. Framkvæmdastjórn YSÍ um fjármögnun byggingarsjóðanna: Ekkí lengur forsendur fyrir samningum við lífeyrissjóðina EKKI eru lengur forsendur til þess að hvelja lífeyrissjóði til samn- inga um skuldabréfakaup af byggingarsjóðunum, þar sem sú sam- tvinnun réttinda og skyldna sem húsnæðislánakerfið frá 1986 byggði á hverfur með lokun almenna lánakerfisins. Þetta kemur fram í samþykkt framkvæmdastjórnar Vinnuveitendasambands Islands, sem birt er í nýjasta tölublaði fréttabréfs VSÍ, Af vettvangi. í samþykktinni segir að á grund- bréfakaup af Húsnæðisstofnun, þar velli samkomulags aðila vinnu- markaðarins og stjórnvalda árið 1986 hafi verið mótað nýtt lána- kerfi húsnæðismála þar sem saman fór fjármögnun úr lífeyrissjóðum og forgangur sjóðsfélaga til lána. Lífeyrissjóðirnir hafi samið við Hús- næðisstofnun um skuldabréfakaup og þannig tryggt félögum sínum lán frá stofnuninni. „Hefur þorri lífeyr- issjóða farið þessa leið og varið allt að 55% af árlegu ráðstöfunarfé með þessum hætti,“ segir í samþykkt- inni. Þá segir að síðan kerfinu var hleypt af stokkunum 1987 hafi ekki verið haft samráð við VSÍ um breyt- ingar á helstu þáttum þessa nýja kerfis. „Fyrir lá að munur á vöxtum veittra lána og tekinna hjá Bygg- ingarsjóði ríkisins mætti ekki fara úr hófi en þessi munur var u.þ.b. 1,5% þegar grunnforsendur nýja lánakerfisins voru lagðar,“ segir í samþykktinni. „Það er mat framkvæmdastjórn- ar VSÍ að glæfralega hafi verið staðið að framkvæmd og þróun nýja húsnæðislánakerfisins, einkum að því er varðar tregðu yfirvalda húsnæðismála til að láta vexti af lánum byggingarsjóðanna fylgja vaxtaþróun frá 1986 þegar forsend- ur lánakerfisins voru lagðar. Vax- andi erfiðleikar Byggingarsjóðs ríkisins hafa verið rökrétt afleiðing þessa aðgerðaleysis og um leið ver- ið notaðir til að byggja upp ýmis tilbrigði svonefndra félagslegra lausna," segir ennfremur í sam- þykktinni. Þá segir að meginbreytingin sé sú, að lífeyrissjóðirnir tryggi ekki lengur sjóðsfélögum rétt umfram aðra með samningum um skulda- sem allir njóti nú sama réttar án tillits til aðildar að lífeyrissjóði og þátttöku hans í fjármögnun kerfis- ins. „Með hliðsjón af þessari breyttu stöðu húsnæðismála vill fram- kvæmdastjórn VSÍ taka fram, að sambandið telur ekki lengur for- sendur til þess, að hvetja lífeyris- sjóði til samninga um skuldabréfa- kaup af byggingarsjóðunum," segir í samþykktinni, og ennfremur: „Við þær aðstæður hljóta lífeyrissjóðirnir að horfa til þess eins, hvar og hvern- ig þeir fái ávaxtað fjármuni sjóð- anna best. Þótt viðskipti við ríkis- sjóð, byggingarsjóði og aðra opin- bera aðila geti vel fallið að þessu markmiði, eru ekki lengur forsend- ur til þess að binda þau samskipi í eitthvað sérstakt samningsform. Þessi samskipti eiga að lúta lögmál- um markaðarins eins og önnur lána- starfsemi.“ Ekki bætt fyr- ir fótbrot sem hundur olli VÁTRYGGINGAFÉLAG ís- lands hefur hafnað bótakröfu konu sem varð fyrir því að hundur hljóp hana um koll svo hún fótbrotnaði. Eigendur hundsins höfðu keypt ábyrgðartryggingu gegn þeirri bótaskyldu sem á þá kynni að falla vegna hundsins en tryggingafélagið hafnaði kröf- unni þar sem ekki liggi fyrir að óhappið megi rekja til saknæmr- ar og ólögmætrar hegðunar eig- anda hundsins. Konan hefur ákveðið að fara með málið fyrir dómstóla. Slysið varð í janúar og bar þannig til að tvær konur voru að viðra hunda sína í Heiðmörk. Hundarnir voru lausir og hlupu um. Hundur annarrar konunnar hljóp utan í hina sem féll við, fótbrotnaði og hefur átt lengi í meiðslum. Umferð um íslenskt flugstjórnar- svæði hefur aukist um 7-8% á árinu VEGNA stóraukinnar flugum- ferðar um íslenskt flugstjórnar- svæði íhugar flugmálastjóri nú nauðsyn þess að skipuleggja flæð- isstjórn, þar sem flugumferð er skömmtuð inn á íslenska flug- stjórnarsvæðið. Síðastliðin fimm ár hefur flugumferð frá Evrópu til Ameríku aukist um 62% og á þessu ári hefur hún aukist um 7-8%, og að sögn Guðmundar Matthíassonar, framkvæmda- stjóra flugumferðarþjónustu Flugmálastjórnar, hefur undan- farna mánuði gætt tilhneigingar flugsljórnarmiðstöðva í ná- grannalöndunum að beina um- framflugumferð sinni inn í íslenskt flugstjórnarsvæði. Guðmundur sagði að um 170 flug- vélar færu að meðaltali um íslenskt flugstjómarsvæði á dag, en fjöldinn hefði farið upp í um 350 vélar. Hann sagði það vera neyðarúrræði að þurfa að gripa til flæðisstjórnar, þar sem Flugmálastjórn hefði ætíð lagt metn- að sinn í að flýta fyrir flugumferð og veita henni sem besta þjónustu. „Við höfum verið að gera ýmsar endurbætur til að fylgjast með tímanum, eins og til dæmis með aukinni radarvæðingu og tölvuvæð- ingu, og unnið hefur verið að undir- búningi sjálvirknibúnaðar flugum- ferðarstjórnar, sem tekinn verður i notkun eftir tvö ár. Þá þarf að hefja byggingu nýrrar flugstjómarmið- stöðvar, og er nú unnið að útvegun fjárveitinga í þá framkvæmd. Á næstu tveimur áram eru nauðsynleg- ar framkvæmdir fyrir samtals um 500 milljónir króna, og þá meðal annars til að byggja flugstjórnarmið- stöðina, en þennan kostnað fáum við endurgreiddan sem leigu fyrir þá þjónustu sem við veítum, “ sagdi hann. Alþjóðaflugsþjóriustan skilaði um 400 milljónum króna til íslands árið 1989, en um 120 íslendingar hafa atvinnu af þessari þjónustu, og er allur rekstur og framkvæmdir vegna þjónustutíma greiddur af eriendu fé. Ryðið úr Nesjavallaæð; Vonandi sést fyrir endann - segir Gunnai’ Kristinsson hitaveitustjórí „ÞAÐ var mjög mikið að gera um tíma. Við náðum ekki alltaf að anna eftirspurn; fólk þurfti að bíða einn eða í mesta lagi tvo daga, en við náðum að hreinsa upp allt sem fyrir lá á laugardag," sagði Gunnar Kristinsson, hitaveitustjóri í Reykjavík, í samtali við Morgun- blaðið vegna þeirra vandræða sem fólk hefur orðið fyrir vegna gruggs í vatni sem settist í inntakssíur húsa fyrir stuttu. „Ég vona að ástandið sé að komast í eðlilegt horf,“ sagði Gunnar. Hitaveitustjóri sagði hita hafa lækkað í húsum og vatnskraft minnkað, en fólk hefði ekki þurft að bera neinn beinan kostnað vegna ástandsins. Morgunblaðið veit dæmi þess að grugg hafi farið gegnum síur og inn í ofna, en Gunnar sagð- ist teija ólíklegt að ofnar gætu skemmst af þessum völdum. „Það 'eru 0,5 og 0,7 millimetra göt á síun- um, þannig að það er þá eitthvað fíngert sem kemst í gegn. Það er þó ekki ólíklegt að eitthvað hafi get- að farið inn í kerfin en við höfum ekki fengið neinar þess háttar kvart- anir.“ Hann sagði gruggið geta stíflað ventla á ofnum en ekki ætti að vera erfitt að kippa því í lag. Umrætt grugg er ryð úr 27 km langri pípu frá Nesjavöllum sem byij- að var að nota í ágúst. Hitaveitu- stjóri sagði ekki útilokað að meira grugg losnaði úr pípunni ef mikið frost skylli á; nefndi 1Ö gráður í því sambandi, en sagðist ekki reikna með að ástandið yrði eins slæmt og um daginn þó eitthvað losnaði til viðbótar af ryði í pípunni. „En ég vona auðvitað að við höfum séð fyr- ir endann á þessu,“ sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.