Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 10

Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 GIMLIGIMLI Þorsgat.i 26 2 hæö Sinu 25099 ^ Þorsgata 26 2 hæd Simi 25099 ^ HÁTÚN - LYFTUHÚS s ee3 æ ara œ ■iiaimi[BW aa sa i HBsa œ linilnilil 1 lnili>!lnil Höfum ti! sölu stórglæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir sem afh. tilb. undir trév. með fullfrág. lóð og sameign. Afh. í jan.-febr. 1991. Byggingaraðili: Giss- ur og Pálmi. Teikn. og allar nánari uppl. á skrifst. -S* 25099 Einbýli - raðhús BOLLAGARÐAR Fallegt ca 190 fm endaraðhús á tveimur hæðum með góðum innb. bílsk. 4 svefn- herb. Skemmtil. skipulag. Parket á stof- um. Ákv. sala. KAMBASEL Ca 227 fm raðhús á tveimur hæðum ásamt risi. Stórar stofur, 4 svefnherb. Hagst. áhv. lán ca 2,5 millj. Verð: Tilboð. SMYRLAHRAUIM - HF. - RAÐHÚS + BÍLSK. Ca 150 fm raðhús á tveimur hæðum. 4 svefnherb. Ákv. sala. Parket á herb. KRÓKABYGGÐ - MOS. - NÝTT PARHÚS Glæsil. 116 fm parhús að mestu leyti fullfrág. Garður mót suðri frág. Áhv. 3,3 millj. við húsnæðisstj. og 800 þús. til 5 ára. Ákv. sala. Verð 8,2 millj. ÞINGÁS - EINB. Glæsil. 152 fm einb. á einni hæð ásamt 50 fm tvöf. bílsk. Húsið er fullb. m. vönduðum innr. Glæsil. nýstands. garður. Eign í sérfl. 5-7 herb. íbúðir VEGHÚS - 6 HERB. - ÁHV. 4,6 MILU. Gfæsil. ca 140 fm 6 herb. íb. á tveimur hæðum í nýju glæsil. fjölb- húsi á eftirsóttum stað í Grafar- vogi. Endaíb. mjög vel skipulögð. Hringstigi kominn. Verð 8,3 millj. ÁLFHOLT - HF. - ÁHV. 4,6 MILU. Stórgl. 120 fm íb. í gfæsil. nýju iitlu fjölbhúsi. Afh. tilb. u. trév. að innan með fullb. sameign. Áhv. lán við húsnstjórn ca 4,6 miilj. HOFSVALLAGATA Falleg 110 fm neðri hæð ásamt aukaherb. í kj. 33 fm bílsk. í góðu standi. Arinn. Nýl. gler. V. 8,6 m. 4ra herb. íbúðir HRÍSATEIGUR Falleg 4ra herb. hæð í steyptu tvíbhúsi. Endurn. gler og rafmagn. Eign í góðu standi. Sérinng. Laus strax. V. 6950 þ. KAPLASKJÓLSVEGUR Mjög falleg 4ra herb. íb. á 3. hæð í KR- blokkinni. Tvennar svalir. Parket. Fallegt útsýni. Hús nýl. endurn. að utan. Áhv. 2 millj. viö veðdeild. Verð 8,2 millj. VANTAR 4RA HERB. - HRAUNBÆ Höfum fjárst. kaupanda að góðri 4ra-5 herb. íb. í Hraunbæ. Ef þú ert í söluhug- leiðingum hafðu þá vinsamlega samband strax. AUSTURBERG - BÍLSK. Mjög falleg 4ra herb. íb. á 4. hæð ásamt bílsk. Suðursv. Fallegt útsýni. Laus. Lyklar á skrifst. Verð 6,5 millj. KEILUGRANDI - 4RA Góð 105 fm 4ra-5 herb. íb. á 2. hæö í fullb. nýl. fjölbh. ásamt stæði í fullb. bílskýli. 3 svefnh. Suðursv. Mjög ákv. sala. VANTAR 4RA HERB. GRAFARVOGI Höfum traustan kaupanda að góöri 4ra-5 herb. íb. í Grafarvogi. Ef þú ert í söluhugleiöingum þá vinsam- lega hafðu samband. 3ja herb. íbúðir BARMAHLÍÐ Falleg 3ja herb. íb. í kj. Mikið endurn. Nýtt gler. Laus um áramót. Verð 5,2 millj. KEILUGRANDI Glæsil. ca 90 fm 3ja-4ra herb. íb. á tveimur hæðum ásamt stæði í bílskýli. Parket. Suðursv. Fallegt útsýni. Mögul. á 3 svefnherb. Áhv. 2,2 milij. hagst. lán. FLYÐRUGRANDI Góð 3ja herb. ib. i eftirsóttu fjölb- húsi. 2 svefnh. Þvottah. á hæð. Sauna i sameign. Mjög ákv. sala. Verð 6.2-6,3 millj. VÍÐIHVAMMUR - KÓP. ÁHV. 2,3 M. V. 5,9 M. Falleg 3ja-4ra herb. efri hæö með sér- inng. í grónu hverfi í Suðurhlíðum Kóp. Glæsil. útsýni. HRÍSMÓAR - 3JA Glæsil. 3ja herb. rúmg. íb. í lyftuhúsi. Nýjar innr. Sérgeymsla og -þvhús. Áhv. gott húsnlán. KRUMMAHÓLAR - LAUS Falleg 3ja herb. íb. á 3. hæð ásamt stæði í bílskýli. Geymsla á hæð. Verð 5,6 millj. SELÁS - BÍLSKÚR Glæsil. 3ja herb. íb. á 2. hæö ásamt bílsk. Tvennar svalir. Fallegt útsýni. V. 7,7 m. VANTAR - 3JA - ÞINGHOLTIN Höfum traustan kaupanda að 3ja-4ra herb. íb. í Þingholtunum. Má þarfnast standsetn. 2ja herb. íbúðir HVERAFOLD Glæsil. 74,5 fm 2ja herb. íb. á neðri hæð í tvibhúsi. Fullb. eign. Frág. garður. mjög góð staðsetn. Áhv. hagst. húsnlán. HRAUNBÆR - 2JA Falleg 2ja herb. íb. á sléttri- jarðhæð. Nýl. eldhús og danfoss. Ákv. sala. Verð 4,3 millj. VESTURBERG - 2JA Falleg íb. á 1. hæð 63,6 fm. Góðar innr. Ákv. sala. Verð 4,7 millj. ÁSBRAUT Snotur lítil 2ja herb. íb. á 2. hæð. Ákv. sala. Verð 3,6 millj. JÖKLAFOLD - BÍLSK. Glæsil. 2ja herb. íb. á 3. hæð ásamt bílsk. í litlu fjölbhúsi. Vandaðar innr. Laus strax. Áhv. veðdeild ca 2.300 þús. Verð 6,5 millj. AUSTURSTRÖND - VEÐDEILD 2,0 MILLJ. Falleg 2ja herb. íb. í vönduðu, fullb. fjölbhúsi ásamt stæði í bílskýli. Stórglæsil. útsýni í norður. Áhv. 2,0 millj. veðd. Verð 5,4 millj. HJARÐARHAGI Mjög falleg 40 fm ósamþ. einstaklíb. í toppstandi. Ákv. sala. Verð 2,8 millj. FROSTAFOLD Stórglæsil. 2ja herb. 63ja fm nettó íb. á 5. hæö í lyftuh. Allt fullfrág. innan sem utan. Sérþvottah. Áhv. húsnmálalán ca 3,0 millj. Eign í sérfl. VESTURBERG - LAUS Mjög falleg 73 fm íb. á 2. hæö. Vestursv. Eign í toppstandi. Laus strax. Lyklar á skrifst. Húsvörður. Þvhús á hæöinni. VANTAR 2JA HERB. Á SÖLUSKRÁ Vegna mikillar sölu undanfarið í 2ja herb. íb. vantar okkur tilfinnanlega 2ja herb. íb. á söluskrá okkar. Fjölmargir kaupendur. Árni Stefánsson, viðskiptafr. ptotggsssÞIiifrife Hringvegurinn og Hin hlið Islands __________Bækur_______________ HaraldurSigurðsson Ari Trausti Guðmundsson: A ferð um hringveginn. Reykjavík: Líf og saga, 1990. 258 bls. í stóru fjögurra blaða broti. Ari Trausti Guðmundsson og Hreinn Magnússon: Hin hlið Islands. Reykjavík: Líf og saga, 1990. 88 bls. grbr. Ari Trausti Guðmundsson er jarð- eðlisfræðingur og afkastamikill rit- höfundur um sín fræði. Meðal ann- ars hefur hann ritað kennslubók í jarðfræði og rit um íslenskar eld- stöðvar, sem kom út fyrir nokkrum árum, auk útvarps- og sjónvarps- þátta og fjölda blaðagreina. Að þessu sinni tekst Ari Trausti ferð á hendur um hringveginn eða veg 1 eins og hann heitir á máli vegamálastjómarinnar. Lagt er upp frá Reykjavík og haldið austur og norður um land, og er lesandanum bent á hið helsta sem fyrir augun ber á leiðinni. Hefst frásögnin þegar komið er upp að Lækjarbotnum og lesandanum sýnd Tröllabörnin, en þau eru sérkennileg gervigígaþyrp- ing við veginn. Þar fær lesandinn að heyra allt um eðli þeirra og ætt- erni. Síðan er ferðinni haldið áfram, uns loks er staldrað við í Elliðaár- dalnum, áður en komið er aftur í bæinn eftir 1470 km akstur, og eru þá ekki taldir með nokkrir smærri útúrdúrar, krókar og vik frá vegi til athyglisverðra fyrirbæra í grennd við veginn. Stundum verður ráðlegast að taka til fótanna, ef stofna á til nánari kynna við sumar af furðum landsins, sem blasa við ekki ýkja langt úr leið, en oft verðum við að láta okkur nægja frásögn höfundar- ins eða gera aðra ferð á vit þeirra fyrirbæra. Þannig víkur frásögninni alla leið upp að og inn fyrir Veiði- vötn, þegar ekið er austur Flóa og yfir Veiðivatnahraun, upp til Kverk- fjalla af Möðrudalsöræfum, og Herðubreiðar af Mývatnsöræfum. Til slíkra ferða er vænlegast að hafa traustara farartæki en venjulegan langferðabíl, að minn'sta kosti til Kverkfjalla og Herðubreiðar. Höfundurinn segir í formála bók- arinnar, að tilgangur hennar sé „að miðla fróðleik um valda staði eða valin fyrirbæri, sem blasa við af þjóð- vegi 1. Áhersla er lögð á jarðfræð- ina, en þar að auki er eitt og annað tínt til af sögulegum, bókmenntaleg- um og almennum fróðleik." í bókinni gerist þetta á þann hátt, að höfund- urinn velur sér 75 áningarstaði á leiðinni. Þar tekur hann lesandann undir hönd sína, og sýnir honum þá hulduheima sem blasa við, og jarð- fræðingar einir sjá og kunna veruleg skil á. Hann sýnir honum hvemig landið mótaðist og þreyttist, hlóðst upp og rofnaði á ný við átök elds og ísa, bendir á fornar megineld- stöðvar, þar sem nú sést ekki annað eftir en lítt athyglisverðar rústir, ef þær eru ekki algerlega horfnar af yfirborði jarðar, huldar nýrri jarðlög- um að meira eða minna leyti, jafnvel sokknar í hafið. Það er ef til vill ekki svo auðvelt fyrir okkur að trúa því og enn erfiðara að skilja það, að einu sinni hafi verið „hátt eldfjall, þar sem nú eru Sundin við Reykjavík og Kollafjörður". Þetta segja jarð- fræðingamir okkur og við stöndum varnarlausir gegn visku þeirra og neyðumst til að trúa. Jarðfræði- vísindi hafa sótt fram síðari árin og rannsóknir aukist. Eldri hugmyndum hefur verið hrundið og nýjar í mót- un. Mig grunar t.a.m., að mælingar á gjósku í rúmmetrum og rúmkíló- metram sé ekki ýkja traustur fróð- leikur, ekki síst ef um öskugos er að ræða, enda ber líklega helst að líta á slíkar tölur sem vinnutilgátur. Tæpur helmingur bókarinnar fjall- ar um Austurland eða svæðið milli Jökulsár á Sólheimasandi og Jökuls- ár á Fjöllum, enda er það svæði býsna athyglisvert frájarðfræðilegu sjónar- miði og hefur verið töluvert rannsak- að hin síðari ár. Hvergi á landinu er náttúran jafn fjölbreytt. Jöklar mestir og atorkusamastir, fjöllin tigulegust með tindum sínum og strípum og gerð jarðlaga fjölbreytt- ust. Mér er það um megn að gera fræðilega úttekt á frásögn Ara Trausta. Frásögnin er hvarvetna á léttu og lipru máli og auðsætt, að höfundurinn hefur glöggt auga fyrir þeim náttúmfyrirbæmm er verða á leið hans og meðfram henni. Lýsing- in er öll hin gleggsta og frásögnin hófsamleg og laus við málalenging- ar. Þó get ég ekki varist því, að mér þykir orðið afgösun (bls. 10) herfí- FASTeiGNASALA VITASTÍG 13 Krummahólar. 2ja herb. íb. ca 45 fm auk bílskýlis. Mikiö endurn. Gott húsnián áhv. Verö 4,3 millj. Arahólar. 2ja horb. íb. 55 fm á 7. hæð f lyftuhúsi. Hús i toppstandi. Glæsil. fjölbýli. Verð 4,5 millj. Drápuhlíd. 3ja herb. íb. í kj. Góð lán áhv. Verð 4,5 millj. Kaplaskjólsvegur. 4ra herb. íb. 95 fm á 1. hæð. Parket. Verð 7,5 millj. Lyngmóar. 3ja herb. falleg ib. 92 fm auk bílsk. Verð 7,8 millj. Framnesvegur. 3ja herb. íb. 57 fm i tvíbhúsi. Verð 3,5 millj. Einarsnes. 3ja herb. ib. 53 fm í risi. Verð 3,5-3,7 millj. Lyngás — Gbæ. 3ja herb. ib. á jarðh. 108 fm. Ib. selst tilb. u. trév. Nýl. húsnlán. Verð 6,5 millj. Klapparstígur. 3ja herb. ib. 112 fm. Fráb. útsýni. íb. skilast tilb. u. trév. Til afh. strax. Ljósheimar. 4ra herb. íb. 103 fm á 5. hæö. Fallegt útsýni. Góð lán áhv. Verð 6,5 millj. Hraunbær. 4ra-5 herb. ib. á 3. hæð. Suðursv. Fallegt útsýni. Verð 7,0-7,2 millj. Melabraut. 4ra herb. sérh. ca 100 fm auk bilsk. Frábært útsýni. Verð 8 millj. Granaskjól. 5 herb. sérh. 146 fm auk 30 fm bílsk. Verð 11 millj. Logaland. Raöhús á tveim- ur hæöum 218 fm auk bílsk. Suöurgarður. Hjallasel. Endaraöhús 244 fm með innb. bílsk. Mögul. á séríb. á jarðhæö, einnig á garö- stofu. Verð 12,5 millj. Garðhús. Parhús á tveimur hæðum 195 fm með innb. bílsk. Húsið selst fullb. að utan og tilb. u. trév. að innan. Verð 10,5 millj. Til afh. strax. Gunnar Gunnarsson, lögg. fasteignasali, hs. 77410. Svavar Jónsson hs. 657596. Ari Trausti Guðmundsson lega ljótt stofnanaorð. Sem betur fer held ég að það komi ekki fyrir nema í þetta eina skipti. Inn í frásögnina eru fleygaðir, oftast í sérstakri um- gjörð, kaflar úr þjóðsögum og eldri fræðiritum, sem tengjast staðalýs- ingunni og gefa henn líf og færa hana nær bjástri okkar mannanna, tengja saman land, þjóð og sögu. Það mun þykja óbjörgulegt, að rita svo um bók að ekkert sé fundið að henni. Til þess skortir mig um of þekkingu á megin viðfangsefni bókarinnar, að úr slíku verði annað en kák. Þó vil ég benda á fáein at- riði. Á bls. 32 er þess getið, að liðin séu rúmlega 980 ár frá Heklugosinu 1104. Þau eru auðvitað ekki nema rúmlega 880. Taldir eru upp þeir sem fyrstir hófu rannsóknir á brenni- steinssvæðunum í Suður-Þingeyjar- sýslu, án þess að geta þeirra Eg- gerts og Bjarna sem einmitt hófu þær árið 1752 (bls. 174). Sagt er frá göngu Englendinga á Eiríksjökul og Olafur bóndi í Kalmanstungu talinn fylgdarmaður þeirra. Ólafur fæddist ekki fyrr en 1865, að sögn Kristleifs á Stóra-Kroppi. Það mun hafa verið Stefán faðir hans sem fylgdi þeim á íjallið (bls. 222). Á bls. 229 segir svo frá, að Homsdalur (Hornsárdalur) sé vestan Skessuhoms, en hann er austan þess. Allt er þetta smávægi; legt og sumt ef til vill prentvillur. I sambandi við gönguna á Eiríksjökul má geta þess til gamans, að einn þátttakendanna í förinni var George Webbe Dasent, sem fyrstur þýddi Njáls sögu á ensku og átti auk þess dijúgan þátt í útgáfu mikillar íslensk-enskrar orðabókar, sem löng- um er kennd við þá Cleasby og Guð- brand Vigfússon. í bókinni em á annað hundrað lit- myndir og koma þar átján höfundar og stofnanir við sögu. Langflestar þeirra eru eftir Rafn Hafnfjörð, og hygg ég þær vafalaust jafnbestar. Mikill fengur er bókinni að flestum þeirra og margt skýra þær fyrir le- sandanum, þótt sumar séu ef til vill fremur til skrauts en skýringar. Eitt er víst að margar þeirra em stórfal- legar. Auk myndanna er fjöldi upp- drátta og skýringarmynda. Sumar þeirra em teknar upp úr eldri bókum eða dregnar upp með hliðsjón af þeim af Gunnari H. Ingimundarsyni, en aðrar em lesandanum til skilnings á efni frásagnarinnar og em þær eftir höfundinn. Auk þess hefur Har- aldur Haraldsson teiknað nokkrar smærri myndir eins og af fuglum við kaflafyrirsagnir. Litgreining og prentun myndanna hefur tekist vel eins og raunar gerð bókarinnar allr- ar. Hin hlið íslands. Af nafninu virð- ist helst ráðið, að bókin sé að ein- hverjum hætti viðauki við hring- ferðabókina. Þó er hún það í raun- inni ekki, heldur sjálfstætt rit. Bókin hefur að geyma rúmlega áttatíu myndir, flestar úr fjallgöngum í ná- grenni Reykjavíkur, um Suðuijökla og sunnanverðan Vatnajökul. Um verkaskiptingu höfundanna er ekkert talað en helst virðist mér, að Hreinn Magnússon hafi gert myndirnar en Ari Trausti ritað stuttan texta sem þeim fylgir og birtur er á íslensku, ensku og þýsku. Flestar myndanna eru prentaðar í litum. Nokkrar þeirra em snotrar, þó að tæpast verði það sagt um þær allar. Þær minna mig helst á safn tjósmynda sem margir taka heim með sér til minja úr ferða- lagi og til að sýna kunningjunum, án nokkurs sérstaks tilgangs eða bakþanka. Þó em sumar klifurmynd- irnar ekki óskemmtilegar. Þetta er ugglaust þægilegt kver til þess að stinga i höndina á útlendum kunn- ingja, en um leið meinlega einhæft til slíkra bragða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.