Morgunblaðið - 29.11.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 29.11.1990, Síða 12
augljós MOÚGUNBLADIT) ’FÍMMTUDAGUR 29: NÓVUMBKR T«Í90 t- ÚR ISSRÁP FRÁ LEC ENSKIR SKAPAR A FRABÆRU VERÐI KÆLISKAPUR 215 L KÆLISKAPUR MEÐ FRYSTI 215 L KÆLISKAPUR 113 L KÆLISKAPUR MEÐ FRYSTI 113 L GOTT VERÐ-GÖÐ KIÖR-GOÐ WÓNUSTA HEIMIUS- OG RAFTÆKJADEILD Andlit að utan _________Myndlist_______________ EiríkurÞorláksson Um þessar mundir er að ljúka sýningu Sigrid Valtingojer í Gallerí einn einn við Skólavörðustíg. Lista- konan hefur undanfarin ár unnið mest með íslenskt landslag í sinni grafík, og því kemur efni þessarar sýningar nokkuð úr annarri átt en fólk á að venjast frá hennar hendi. Listakonan hefur lýst því í við- tölum, að hún hafi dvalið í nokkra mánuði á síðasta ári í París og heill- ast þar af umhverfinu, þ.e. fyrst og fremst hinu mannlega umhverfi. Þar sé að finna fólk úr öllum heims- hornum, auk þess fjölda safna, sem hafa dregið að sér listamenn sem aðra gesti um áratuga skeið. Andlit mannanna hafa fangað listamenn meira en nokkuð annað viðfangsefni allt frá upphafi tímans. Þar er að finna einkenni hverrar persónu fyrir sig, þau eru spegill sálarinnar og vottur allra skap- brigða sem mannlegt eðli hýsir. Meira að segja kúbistamir töldu andlitið heppilegasta efniviðinn í tilraunir sínar með formin, og nýttu sér þar þekkingu á list framstæðari þjóða, þar sem andlitsgríman gegndi mikilvægu hlutverki. Það er ekki furða að Sigrid hafi fundið þetta í mannmergð stórborgarinn- ar, auk þess sem þjóðlistasöfnin þar hafa sjálfsagt einnig orðið henni dijúgur brannur. í myndunum á sýningunni má sjá ákveðinn feril í því hvemig lista- konan hefur tekist á við verkefnið. Fyrstar í þeim ferli era krítar- teikningarnar, sem hún hefur unnið á pappír. Þarna getur að líta helstu andlitsdrættina, nef og augu, og minna margar myndanna á afrískar grímur eða fyrstu tilraunir Picasso og Bra.que á sviði kúbismans um 1907. Hins vegar era krítarlitimir nokkuð daufir á gráum pappímum, og verka myndimar flatari en ella þess vegna. Þessu næst mun Sigrid hafa unn- ið litlar grafíkmyndir, sem bera með sér ýmsa þætti úr krítarteikningun- um, en era sterkari í dráttum vegna ætingartækninnar. Endanlegur svipur þeirra mótast síðan af lífleg- um vatnslitum, sem gefa þeim sér- stakan blæ, og má í því sambandi benda á „Einfari II“, „Samviskan 11“ og „Komdu nú I“. Þessar mynd- ir eru einn besti hluti sýningarinnar. Út frá þessum smærri grafík- myndum hefur listakonan að lokum unnið stórar grafíkmyndir, sem hún tengir sögu Islands og gefur nafn Hrafna-Flóka. Grímur sem slíkar Sigrid Valtingojer: Hrafnaflóki. 1990. eru ekki þekktar í fornsögu okkar, ef öndvegissúlur eru undanskildar, en þar fyrir er ekki hægt að hafna slíkum tengslum, þar sem grímur bera oftar en ekki með sér tákn sem tengja þær víðara samhengi, t.d. öndum, veiðum og loks landakönn- un, eins og má lesa í línurnar hér. Segja má að þessi sýning sé öll afrakstur dvalar listakonunnar í París. Þar sem hér er um að ræða talsverða breytingu frá því sem hún hefur verið að gera undanfarin ár, verður tíminn að leiða í ljós hvort hér er um að ræða örlítið hliðarspor í ferli hennar eða eitthvað meira. Viðfangsefnin nú eru ef til vill per- sónulegri en oft áður, og aldrei að vita nema þau hafi varanleg áhrif á verkefnaval listakonunnar. Sýningu Sigrid Valtingojer í Gall- erí einn einn lýkur fimmtudaginn 29. nóvember. Bubbi Morthens Bók um Bubba verslana- og þjónustumiftslöft í hjarta Kópavogs „viÖ erum i leiðinni . . . . . . næg bííastæði" Opið alla laugai'daga til kl. 16.00 HAMUBORG ff Allt á einum stað" Eftirtalin fyrirtæki standa að þessari auglýsingu: Bakhúsið • Blómahöllin • Bræðraborg • Búnaðarbanki íslands • Bylgjan hárgreiðslustofa og snyrtivöruverslun Doja tískuverslun • Filman • Gleraugnaverslun Benedikts • Hannyrðaverslunin Mólí • íslandsbanki • Klukkan Kópavogs Apótek • Mamma Rósa • Nóatún • Óli Prik • Ratvís • Sevilla • Skóverslun Kópavogs • Sólarland Sportbúð Kópavogs • Sveinn Bakari • Telefaxbúðin • Tónborg • Veda bókaverslun • Verslunin Inga Vídeómarkaðurinn • VÍS - Vátryggingafélag íslands eftir Silju Aðal- steinsdóttur ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Bubbi eftir Silju Aðal- steinsdóttur og Asbjörn Morth- ens. Bubbi Morthens fór fyrst af al- vöru að láta að sér kveða í íslensku tónlistarlífi fyrir 10 árum og vakti þá dæmafáa athygli. Margir töldu að þar hefði verið brotið blað í ís- lenskri dægurtónlist. Vinsældir hans hafa ekki dvínað síðan. Bókin varpar ljósi bæði á feril Bubba og merkilegan þátt í íslensku menning- arlífi. I henni segir Bubbi frá bemsku sinni og uppvexti, mis- heppnaðri' skólagöngu og litríkum tíma sem farandverkamaður, frá árunum í rokkinu en líka frá freist- ingum dópsins, sorginni og ástinni. í bókinni sem er 286 bls. era á annað hundrað ljósmyndir, fjöldi texta er birtur og sömuleiðis ér þar að finna ítarlega plötu- og laga- skrá. Hönnun bókarinnar annaðist Björn Br. Bjömsson en hún er prentuð í prentsmiðjunni Odda hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.