Morgunblaðið - 29.11.1990, Síða 13

Morgunblaðið - 29.11.1990, Síða 13
MQR(;UNm.ABI» FIMMTlJDAQVfi NÓVEMBEIt 1990 P Light I Viewer Image Ljjós — Almynd — Myndlíki — Skoðandi ALMYNDIR Myndlist Bragi Ásgeirsson í anddyri Norræna hússins var sl. laugardag opnuð merkileg sýn- ing, sem nefnist „Heilmyndir" (Hologram). Hér er um að ræða byltingar- kennda aðferð við töku ljósmynda með samloðandi ljósi leysigeisl- ans, og þótt framþróun tækninnar komi manni töluvert á óvart nú þegar, þá markar þetta aðeins upphafíð, eins og svo margt í hátækni samtímans. Minnumst þess að saga ljósmyndarinnar er rúmlega 150 ára og sennilega höfum við ekki ímyndunarafl til þess að gera okkur í hugarlund hvemig þróunin verður næstu áratugina og hvað þá 150 ár fram í tímann! Þegar mig bar að garði við opnun sýningarinnar voru þar örfáir gestir og minnist ég þess ekki að hafa verið við jafn fá- menna opnun, en vonandi verður það til þess að þeim mun fleiri skoða sýninguna í ró og næði og það er aðalatriðið. Orðabókin nefnir athöfnina hvorutveggja „heil- sem almynd- un“ og er það réttnefni vegna þess, að það er sem hluturinn standi ljós- lifandi þráðbeint frammi fyrir skoð- andanum. Á seinni hluta sjötta áratugarins fóru myndlistarmenn að nota tæknina, t.d. Bruce Nauman og Robert Indiana í Ameríku, D. Jung og H.M. Mielke í Þýskalandi og C.F. Reutersward í Svíþjóð. Einnig hefur tæknin verið notuð af um- hverfíslistamönnum og menn hafa notað hana ásamt speglatækni við leikmyndir. Stundum er tæknin nefnd „gluggi með minni“ því að það er eins og maður sé að horfa út um glugga og að myndefnið sé svíf- andi í rýminu fýrir framan skoð- andann. Fræðikenningin sjálf, hvernig hægt væri að gera almynd, er nokkuð eldri en leysitæknin. Árið 1948 uppgötvaði eðlisfræðingurin Dennis Gabor möguleikana á að framkalla þrívíðar myndir með að- stoð hreins og velskipulagðs ljóss. En fyrst þegar leysigeislatæknin kom fram í upphafí sjötta ára- tugarins var mögulegt að búa til almynd. Þar með var sannað að fræðikenning Dennis Gabors væri rétt og voru honum veitt Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði árið 1971. Orðið holografi er tekið úr grísku og þýðir alskrift eða heilskrift og við tæknina notast menn hvorki við ljósmyndavél né linsur. í stað- inn lýsir maður myndefnið með leysigeisla, samloðandi ljósi. Munurinn á venjulegu ljósi og leysigeisla er að leysigeislinn er mjög hreint og vel skipulagt ljós. Leysigeislinn er „mónókrómatísk- ur“ þ.e.a.s. ein Ijósbylgja, sem numið getur alla liti og hefur eina vegalengd (lit) og er samloðandi. Þeim sem ekki skilur þetta skal til nánari útlistunar bent á, að augað nemur einungis almyndina rétt standi maður beint fyrir framan hana. Til gamans má svo geta, að kostnaðurinn við útbúnaðinn við að gera almyndir fer eftir stærð og fulikomnun og er á bilinu nokkr- ir tugir þúsunda og upp í hálfa milljón. Það var heilmikið ævintýri að skoða þessar myndir í anddyri Norræna hússins og það svíkur engan að kynnast þessari merki- legu tækni, sem mun koma flestum á óvart, og er þó einungis upphafið. Maður þakkar fyrir sig. Frásagnir af æskuástum BÓKAÚTGÁFAN Forlagið hefur sent frá sér bókina Ég elska þig. Hún hefur að geyma níu smásögur og frásagnir eftir íslenska höf- unda. Sögurnar eru allar samdar sérstaklega fyrir þessa útgáfu. „Þetta eru sögur um æsku og ástir“ segir í kynningu Forlagsins. „Sögur sem ylja unglingum á öllum aldri um hjartarætur, kveikja drauma, vekja ljúfsárar minningar og fá jafnvel suma til að roðna. Þær lýsa fyrsta fálmi unga fólksins á ástarbrautinni, augnaráðum, koss- um, boðum og bönnum. Sumar sög- urnar bera með sér blæ endurminn- ingarinnar, og allar eru þær úrvals skáldskapur, einlægar, ástríðufullar og skemmtilegar." Um ástir unglinganna skrifa þau Guðbergur Bergsson, Guðmundur Andri Thorsson, Magnea J. Matt- híasdóttir, Nína Björk Árnadóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Ólafur Haukur Símonarson, Ólafur Gunn- arsson, Sigurður A. Magnússon og Stefanía Þorgrímsdóttir. Ég elska þig er 152 bls. AUK hf./Jóna Sigríður Þorleifsdóttir hannaði kápu. Prentsmiðjan Oddi prentaði. Áskriftarshninn er 83033 Mjófirðingasögur III eftir Vilhjálm komnar út BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út ritið Mjófirðingasög- ur III eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku, en fyrri bindi þeirra komu út 1987 og 1988. Er þetta áttunda bók Vilhjálms er gerst hefur mikilvirur höfundur á síðari árum. Útgefandi kynnir Mjófirð- ingabækur III þessum orðum á kápu: „Þriðji hluti af Mjófirðinga- sögum Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku, fyrrum alþingismanns og ráðherra, rekur enn byggðarsöguna í átthögum höfundar eystra og spannar bólstaði norðan fjarðar. Lýkur með honum yfírferð sem hófst út undir Nípu en endar á Dalatanga. Hefur þá verið farin boðleið um Mjóafjörð og greint frá jörðum þar, búsetu og mannlífi. í Mjófirðingasögum eru taldir upp allir kunnir mannabústaðir í Mjóafírði og eftir því sem til vannst, allir húsráðendur eða heimilisfeður frá því um 1700. Æviágrip eru nærri 370 í ritinu.“ Höfundur segir í formála að Mjó- firðingasögum III: „Sá er munur á öðrum og þriðja hluta þessara frá- sagna, að í hinum fyrri, sem fjallar um Suðurbyggð og Fjarðabýli, lýk- ur sögu byggðar að mestu á 6. tug Friðarboðskapur Jesú Krists aldarinnar. Á því svæði sem hér er sagt frá eru aftur á móti tíu heim- ili þegar þetta er ritað, og frásögn- in nær til „dags dató“ eins og þar stendur." Mjófírðingasögur III skiptast í fjóra meginkafla: Norðurbyggja þátt I, Þorpsbúa þátt, Norður- byggja þátt II og Dalakálks þátt. Myndir í bókinni eru 515 talsins, en 980 í ritinu öllu. ítarleg nafna- skrá fylgir þessu bindi eins og hin- um fyrri. Mjófírðingasögur Vilhjálms á Brekku segja frá svipmikilli byggð og sérstæðum persónuleikum. Ritið er austfirsk skuggsjá og merkilegur hluti af íslandssögu. Mjófirðingasögur III eru 518 bls. að stærð. Bókin er unnin í Prent- smiðjunni Eddu, en kápu gerði Sig- urður Örn Brynjólfsson. Kápumynd er af Dalatanga og Akurfelli, tekin af Jóni Snorrasyni. Vilhjálmur Hjálmarsson VÍSDÓMS-útgáfan gefur út í íslenskri þýðingu handrit sem ber titilinn Friðarboðskapur Jesú Krists. I kynningu útgefanda segir m.a.„að þama sé um að ræða 1. ald- ar handrit sem rituð voru á ara- meisku af lærisveininum Jóhannesi, þar sem sagt er frá andlegum lækn- ingum Jesú Krists." Þýðing arameiska frumtextans á ensku var unnin af Dr. Edmond Bordeaux Szekely en íslenska þýð- ingu gerði Ólafur Ragnarsson með aðstoð Óskars Ingimarssonar. ís- lensk bókadreifíng sér um dreifingu bókarinnar. í formála Dr. Szekelys segir eftir- farandi: „Rétt um tvö þúsund ár eru liðin frá því að Mannssonurinn kenndi mannkyninu veginn, sann- leikann og lífið. Hann færði heil- brigði til hinna sjúku, visku til hinna fáfróðu og hamingju til þeirra er þjáðust af andlegri vanlíðan. Orð hans urðu hálf gleymd og var ekki safnað saman fyrr en nokkrum kyn- slóðum eftir að þau voru kunngerð. Þau hafa verið misskilin, ranglega Útskýrð, ótal sinnum endurskrifuð og ótal sinnum umbreytt, samt sem áður hafa þau þrátt fyrir allt varð- veist í nærri tvö þúsund ár. Og þó að orð hans eins og þau koma fram fyrir okkur í dag í Nýja testament- inu, hafa verið hræðilega afbökuð og þeim misþyrmt, hafa þau þrátt fyrir allt sigrað hálft mannkynið og alla menningu Vesturlanda. Það er þung ábyrgð að lýsa því yfír að -.■Nýja testamenti líðandi stundar, sem er undirstaða allrar kristinnar kirkju, sé afmyndað og breytt, en engin trú- arbrögð eru æðri sannleikanum." BORG Listmunir-Sýningar-Uppboð Pósthússtrati 9, Austurstrati 101 Reykjavík Sími: 24211, P.O.Box 121-1566 Listmunauppboð nr. 30 Haldið í samvinnu við Listmunauppboð Sigurðar Benediktssonar hf. að Hótel Sögu fimmtudaginn 29. nóvember 1990 kl. 20:30 Ath! Símar á uppboðsstað 985-28167 og 985-28168

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.