Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 26

Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 Forskólanemendur spila í Hafnarborg. Hvers vegna hljóðfæranám? Allir foreldrar ættu að hugleiða að hljóðfæranám getur verið áhrifa- ríkur þáttur í þroska bams þegar vel tekst til. I nýútkomnu afmælis- riti Tónlistarskólans skrifar Kristín Ólafsdóttir píanókennari athyglis- verða grein þar sem hún einmitt telur að velheppnað tónlistarnám veiti nemandanum aukinn þroska til betra lífs. Kristín kemst m.a. þannig að orði: „Fjöldi foreldra sendir böm sín í hljóðfæranám. Ég segi „sendir“ vegna þess að ég tel að í fæstum tilfellum óski bömin sjálf eftir að fá að læsa á hljóðfæri. Á ég þá við börn á aldrinum 6-10 ára. Velflest fulltíða fólk hefur orðið snortið af tónlist í einhverri mynd og vill því gefa börnum sínum kost á að kynn- ast töfraheimi tónanna. Mörgum er einnig ljóst, að hljóðfæranám getur verið stórkostlegur þáttur í þroska barns þegar vel tekst til. Með orðunum „þegar vel tekst til“ á ég ekki við að komið hafi í ljós að barnið sé slíkum snilligáfum gætt, að frægðarferill kunni að vera framundan. Nei, ég á við allt annað. Ef barnið lítur á hljóðfæranámið sem eðlilegan þátt í daglegu lífi, er sátt við hljóðfæri sitt, kennara sinn og þær kröfur sem hann gerir til þess varðandi heimaæfíngar og nýtur þar að auki jákvæðrar hvatn- ingar og áhuga heimafyrir, já, þá hlýtur að takast vel til. í þessari fullyrðingu felast marg- ir þættir. Barnið lærir að einbeita sér og sýna þolinmæði við að yfir- stíga hindranir sem á vegi þess verða. Það lærir að hlusta og tjá sig. Það lærir svo áþreifanlega að það uppsker eins og það sáir. Þegar best tekst til fær barnið útrás íýrir sköpunarþörf sína og þá fyrst má kannski segja að það komist í snert- ingu við tónlistargyðjuna." í lok greinar sinnar kemst Krist- ín Ólafsdóttir að þessari niðurstöðu: Hvort sem hljóðfæranemanda dvelst lengur eða skemur við námið öðlast hann alltaf einhveija þekk- ingu og oftast aukinn þroska til betra lífs. Ég minntist á það í upp- hafi að flestir kæmust í snertingu Eldmeyjan flutt í Bæjarbíói. við tónlist, nytu hennar sem hlust- endur. Ekkert er auðveldara en að njóta tónlistar; svo greiðan aðgang á þessi guðdómlega listgrein að hjörtum okkar mannanna. En að iðka tónlist er óneitanlega ennþá nánari snerting við tónlistar- gyðjuna og ólýsanleg nautn. Þá er dýrmætt að hafa lært. Við, sem -erum svo lánsöm að hafa átt foreldra sem gerðu okkur kleift og hvöttu okkur til að læra á hljóðfæri, lítum á þessa þekkingu sem dýrmætan fjársjóð sem aldrei verður frá okkur tekinn. Því segi ' ég: Foreldrar, haldið áfram að senda börnin ykkar í hljóð- færanám. Hafnarfjarðar. Af þeim eru um 80 í forskóla. Starf forskólans hefur ávallt verið mikið en aðalmarkmið forskólans er að kenna börnunum söng, dans, samhæfingu hugar og handar, nótnalestur, samspil, hóp- vinnu svo eitthvað sé nefnt af hinu fjölmarga sem nemendurnir læra þar. Undanfarin ár hafa nemeridur forskólans auk nemenda úr kór og hljóðfæradeildum skólans sett upp litla söngleiki s.s. eins og „Litlu Ljót“, „Barnabas, björninn dans- andi“ og „Eldmeyjuna" og hafa þessi verk m.a. verið sýnd í Bæj- arbíói. I skólanum eru nú starfandi Eftir nemendatónleika í Bæjarbíói 1963. TÓNLISTARSKÓLINN í HAFNARFIRÐI40 ÁRA eftir Gunnar Gunnarsson Að upphafi Árið 1946 stofnuðu áhugasamir menn Tónlistarfélag Hafnarfjarðar. Þettavoru þeir Benedikt Tómasson skólastjóri Flensborgarskóla, Ás- geir Júlíusson teiknari og Beinteinn Bjamason útgerðarmaður. Fyrir tilstilli félagsins gafst Hafnfirðingum kostur á að hlýða á hina bestu tónlistarmenn bæði inn- lenda og erlenda. Tónleikar þessir voru haldnir í Bæjarbíói og var flygillinn, sem þá var á sviðinu, talinn einhver hinn besti á öllu landinu. En Tónlistarfélagið í Hafnarfirði lét ekki þar við sitja. 1950 stofnaði það Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og tók skólinn til starfa um haust- ið. Þessir miklu eldhugar um tónlist- arlíf í Hafnarfirði voru svo lánsam- ir að þá var organleikari við Hafnar- íjarðarkirkju Páll Kr. Pálsson og var hann ráðinn fyrsti skólastjóri við skólann. Á þessum tíma hafði Páll engin tök á að sníða skólann að einhverri fyrirmynd því líklegt er að Tónlistarskóli Hafnarfjarðar hafi verið annar skóli sinnar teg- undar, sem stofnaður var utan Reykjavíkur. Páll vann því frum- herjans starf og samdi m.a. reglu- gerð fyrir skólann, sem er líklega sú fyrsta sem samin var fyrir slíka stofnun, enda fór svo að þeir skólar sem á eftir komu sóttu fyrirmynd sína í hana. Þegar Tónlistarfélagið hætti starfsemi sinni 1955 starfaði skólinn sem sjálfseignarstofnun undir stjóm skólastjórans og skóla- nefndar sem í áttu sæti Eiríkur Pálsson lögfræðingur, Bergur Vig- fússon kennari og Finnbogi Jónsson póstafgreiðslumaður og síðar Anna Guðmundsdóttir bókavörður. Þann- ig má segja að skólinn hafí starfað allt til ársins 1974 er Hafnarfjarð- arbær tók við rekstri hans. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um þá miklu breytingu sem orðið hefur á starfi skólans í tím- anna rás. í upphafi vom nemend- umir aðeins 16 og lögðu flestir stund á píanónám. Skólinn hafði þá aðgang að einni skólastofu. Nú 40 áram síðar era 400 nem- endur í skólanum sem leggja stund á mjög fjölbreytt tónlistamám und- ir leiðsögn 27 kennara. Á fjöratíu áram hafa margir komið við sögu í uppbyggingu skól- ans. Starf Páls Kr. Pálssonar verð- ur seint fullþakkað, en hann stýrði skólanum um tveggja áratuga skeið eða frá 1950-1971. Aðrir prýðilegir stjórnendur á starfstíma skólans hafa verið Egill Friðleifsson, Páll Gröndal, Þorvaldur Steingrímsson og Örn Arason. Auk þeirra hefur skólinn einnig ávallt notið góðs af fjölhæfum og áhugasömum kennur- um öll þessi ár. Gunnar Gunnarsson Fiðlusveitin á æfingu undir stjórn Katrínar Árnadóttur fiðlukennara. Skólalúðrasveitin á æfingu. Afmælisvikan 26.-30. nóvember Fjöratíu ára afmælis skólans verður minnst með mjög fjöl- breyttri dagskrá í vikunni. Reyndar má segja að byijað hafi verið að minnast afmælisins í síðustu viku þegar kennarar og skólastjóri skól- ans mættu á fund Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og vöktu athygli bæjarstjórnenda á þeim tímamótum sem skólinn er nú á og þeirri starf- semi sem í skólanum fer fram. Kennaramir fluttu síðan verkið Sancta Maria eftir W.A. Mozárt og virtist þessi heimsókn falla í góðan jarðveg meðal bæjarfulltrúa. Nú í þessari viku fer hópur nemenda úr Tónlistarskólanum og heimsækir alla grunnskóla bæjarins og spilar fyrir nemendur. Forskólanemendurnir fara í heimsókn á allar dagvistarstofnanir bæjarins og fiðlu og harmónikku- leikarar ætla að spila fyrir starfs- fólk og viðskiptavini í þremur bönk- um við Strandgötu. Lúðrasveit skól- ans kemur ekki til með að sitja auðum höndum því hún ætlar að spila í_ ráðhúsinu og fyrir starfs- menn ÍSAL. Þá ætla kennarar og nemendur að leika fyrir eldri borg- ara bæjarins á Víðistöðum, Hrafn- istu og Sólvangi. Afmælisvikunni lýkur síðan með hátíðartónleikum í Hafnarborg föstudaginn 30. nóvember kl. 20.00 og era allir núverandi og fyrrver- andi nemendur auk velunnara skól- ans hjartanlega velkomnir. Að tón- leikunum loknum verður gestum boðið að þiggja veitingar í húsnæði skólans við Strandgötu. Eins og áður sagði eru nú um 400 nemendur í Tónlistarskóla Kristín Ólafsdóttir píanókennari ásamt nemanda sínum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.