Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 38

Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 38
MÖRGIÍNBLAÐIÐ' l’IMMTUDAGUR 29. NÓVÉMÖER 1990 Skátamir sem tóku þátt í göngunni að Nykurtjörn. Morgunblaðið/Hannes Dalvík: Landvættir við Nykurtiörn Dalvík. V EFTIR þriggja stunda göngu upp Grundargil í Svarfaðardal komu 40 skátar frá Dalvík að Nykur- Ragnar Sverrisson formaður Kaupmannafélags Akureyrar sagði að ákveðið hefði verið að hafa sam- eiginlegan opnunartíma í öllum verslunum á Akureyri, en svo hefði ekki verið áður. Þá verða verslanir í bænum einnig opnar mun lengur en áður hefur tíðkast í þessum mánuði. Ragnar sagði það gert til að mæta kröfum tímans um aukna þjónustu. tjörn en hún er umgirt þver- hníptum hömrumi 700 m hæð yfir sjávarmáli. Veður var stillt Sem áður sagði verða verslanir opnar til kl. 16 næsta laugardag, en síðan verður opið laugardaginn 8. desember til kl. 18 og 15. des- ember til kl. 22. Þá verður opið fimmtudaginn 20. desember frá kl. 9 til 22 og föstudaginn 21. einnig til 22 um kvöldið. Laugardaginn 22. desember verður opið til kl. 23 og á aðfangadag verða verslanir opnar frá kl. 9 til 12. og þokuslæðingur í fjöllum. Ma- treiddar voru pylsur að hætti víkinga og raddböndin þanin svo undir tók í hamrasölum. Þessi gönguferð var liður í skáta- ferð skátafélagsins Landvætta sem farin var dagana 16.-18. nóvember á Grund í Svarfaðardal. Eins og skáta er háttur var þeim ekki til setunnar boðið heldur þreyttu næt- urratleik, póstaleik og. á kvöldvök- um sveif andinn fyri vötnum. Landvættir er fjölmennt félag og setur svip á félagslíf unglinga á Dalvík. Þeir eiga sitt eigið skáta- heimili, Mímisbrunn, þar sem flokk- arnir sjö, Vofur, Svörtu ekkjurnar, Kutar, Bleiknefjar, Trítlur, Strymp- •ur og Njálgar kyija söng, binda hnúta, leysa málin og skvetta úr klaufunum. Lokapunktur ársins er áramóta- brenna sem brennuvargamir byij- uðu að safna í snemma hausts og útlit fyrir að brennur álfa blikni við samanburðinn um áramótin næstu. - Hannes. Kaupmannafélagið og KEA: Sameiginlegur opnunar- tími ákveðinn í desember VERSLANIR á Akureyri verða opnar á laugardaginn, 1. desember frá kl. 10 til 16, en samstarf hefur tekist á milli Kaupmannafélags Akureyrar og Kaupfélags Eyfirðinga um sameiginlegan opnunartima verslana í desember. Fjórðungssamband Norðlendinga: Fundir um umhverfismál haldnir í báðum kjördæmum Fjórðungssamband Norðlend- inga efnir til tveggja funda um umhverfismál, sá fyrri verður haldinn í Safnahúsinu á Sauðár- króki á morgun, fimmtudag, en hinn síðari á Hótel KEA á Akur- eyri á föstudag. Á fundunum verða kynntar tillögur nefndar umhverfisráðherra um bætta sorphirðu í landinu. Júlíus Sólnes umhverfisráðherra hefur fram- sögu á báðum fundunum, en þeir hefjast báðir kl. 13. Birgir Egilsson frá Hollustuvemd ríkisins mun einnig hafa framsögu á báðum fundum sem og Davíð Egilsson frá Náttúruvemdarráði og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá um- hverfísráðuneyti. Þá mun Vilhjálm- ur Grímsson tæknifræðingur kynna lausnir sem til álita koma, bæði tækni- og fjárhagslega, en hann vinnur að þessum málum fyrir Suð- umesjamenn. Á fundinum sem ætlaður er fyrir Norðurland vestra hafa framsögu, Sveinn Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits, Bjami Þór Einarsson sveitarstjóri á Hvammstanga og Snorri Björn Sig- urðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki. Heimamenn á Norðurlandi eystra sem framsögu hafa em Valdemar Brynjólfsson fram- kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Eyjafjarðar, Auður Arnórsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftir- lits á Norðurlandi eystra, Guðmund- ur Guðlaugsson yfirverkfræðingur hjá Akureyrarbæ og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Dalvík. Eftir þessa fundi mun Fjórðungs- samband Norðlendinga leita eftir samstarfi heimaaðila um staðarval sorpeyðingu og staði til söfnunar brotamálma. (Úr fréttatilkynningu) Ný bátahöfn tekin NÝ BÁTAHÖFN hefur verið tekin í notkun í Grímsey, en með til- komu hennar þurfa Grímseyingar ekki lengur að geyma báta sína við ból úti á legu. Grímseyjarhöfn var orðin eina höfn landsins þar sem svo var ástatt. Heildarkostnaður vegna framkvæmdanna, sem gengið hafa vel, er um 83 milljónir króna, eða rúmum 20% lægri en upphaflegar áætlanir frá 1988 gerðu ráð fyrir. Aðalverktaki var ístak hf. í Reykjavík. Bátahöfnin var formlega tekin í notkun í fyrradag, að viðstöddum samgönguráðherra, þingmönnum kjördæmisins, hafnamálastjóra, starfsmönnum Istaks og heima- mönnum. Hafnarmálastofnun vann að rannsóknum og undirbúningi vegna framkvæmdanna í nokkur ár, en þeim lauk fyrir tveimur árum er byggt hafði verið líkan af höfninni í rannsóknarskála stofnunarinnar. Nýja bátahöfnin er innan við gömlu bryggjuna og var þar byggðu 140 metra langur gijótgarður til að skýla höfninni. Þá var svæði innan garðsins dýpkað með spreng- ingum þar sem klöpp er á öllu hafn- arsvæðinu. Byggð var 40 metra löng trébryggja innan við garðinn og 12 metra langri flotbryggju komið fyrir. í þessum fyrsta áfanga framkvæmdanna náðist að dýpka allt nýja hafnarsvæðið, en það gef- Fimm sækja um stöðu leikhússljóra hjá LA Fjallað um umsóknir á fundi leikhúsráðs í dag FIMM sóttu um stöðu leikhússtjóra hjá Leikfélagi Akureyrar og mun leikhúsráð fjalla um umsóknir á fundi sínum í dag, miðviku- dag. Allir umsækjendur hafa lokið prófi í leikhúsfræðum. Þau sem sækja um stöðuna eru Signý Pálsdóttir, leikhúsritari hjá Þjóðleikhúsinu, en hún hefur áður gegnt starfí leikhússtjóra hjá Leik- félagi Akureyrar, Hávar Siguijóns- son, leikstjóri, María Sigurðardótt- ir, leikari, Erlingur E. Halldórsson, leikritaskáld, og Jakob S. Jónsson, en hann hefur lokið prófi í leikhús- og kvikmyndafræðum. Sunna Borg, formaður Leikfé- lags Akureyrar, sagði að fjallað yrði um umsækjendur á fundi leik- húsráðs í dag. „Ég kýs helst að það gangi sem fyrst í gegn að ráða nýjan leikhússtjóra, sé enga ástæðu til að láta það bíða, því best er að nýr leikhússtjóri komi til starfa sem fyrst,“ sagði Sunna. Sigurður Hróarsson, núverandi leikhússtjóri, hefur verið ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur. Sunna sagði að ætlunin væri að Sigurður fylgdi söngleiknum „Kysstu mig Kata“ eftir og myndi hann því láta af störfum um mán- aðamótin mars/apríl. Gagnamiðlun: IFE á 250 þúsund kr. Hlutafé Iðnþróunarfélags Eyfirð- inga í fyrirtækinu Gagnamiðlun hf. er 250 þúsund krónur og heildar- hlutafé fyrirtækisins er 5 milljónir. í frétt í blaðinu í gær skoluðust þessar tölur aðeins til, þannig að útkoman varð sú að Iðnþróunarfé- laginu var eignað allt hlutafé fyrir- tækisins. Það leiðréttist hér með. Tónleikar haldnir á Laugnm í Reykjadal AKUREYRSKAR hljómsveitir koma fram á tónleikum sem haldnir verða á menntasetrinu Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu annað kvöld, föstudagskvöld, en þeir hefjast kl. 21 Hljómsveitimar sem fram koma eru Norðanpiltar, Hrafnar, Amma Dýrunn, Skurk, 1/2 Dust, Helgi og hljóðfæraleikararnir og Exit. Þessar sveitir héldu velheppnaða tónleika í Dynheimum á Ákureyri fyrir skemmstu og vilja nú kynna ná- grönnum sínum afurðir sínar. Dag- skráin hefst kl. 21 og stendur yfir í rúma þijá tíma. Miðaverði er stillt mjög í hóf. (Fréttatilkynning) Kammerhijómsveit Akureyrar: Tónleikar á Akur- ( eyri og í Skagafirði Kammerhljómsveit Akureyrar heldur tvenna tónleika um næstu helgi. I Akureyrarkirkju á laugardag kl. 17 og á sunnudag fer hljóm- sveitin í sína fyrstu tónleikaferð er hún sækir Skagfirðinga heim og heldur tónleika í Miðgarði, Varmahlíð, kl. 16. Kammerhljómsveitin, sem skipuð er 30 tónlistarmönnum leikur undir stjórn Arnar Óskarssonar, en ein- leikari á klarinett verður Sigutjón Halldórsson. Á tónleikunum verður leikið úr Vatnasvítunni eftir Hándel, sem er á meðal vinsælustu hljómsveitar- verka allra tíma. Einnig verður fluttur konsert fyrir klarinett og hljómsveit fyrir Johann Stamitz, Pavane eftir Ravel auk „Þriggja mynda Botticelli" eftir ítalska tón- skáldið Respighi. Örn Óskarsson stjórnar nú Kammerhljómsveit Akureyrar í fyrsta sinn, en hann stjórnaði á þessu og síðasta ári yfir 60 tónleik- um Fílharmoníuhljómsveitar Bajio í Mexíkó. Akureyringurinn Siguijón Halldórsson lýkur einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík næsta vor, en hann kemur nú fram sem einleikari með Kammerhljóm- sveit Akureyrar í fyrsta sinn. Aðgöngumiðasala er við inn- ganginn og hefst hálftíma fyrir tón- leika. í notkun í ur möguleika á að lengja bryggjur um allt að 80 metra síðar meir. Vinna við grjótöflun var boðin út 1989 og var verktaki Stefán Guðjónsson frá Sauðárkróki, en kostnaður við þann þátt hafnar- gerðarinnar var á síðasta ári rúmar 12 milljónir króna. I byijun þessa árs var boðin út vinna við að full- gera fyrsta áfangann, þ.e. bygging brimvarnargarðs, dýpkun og smíði bryggju. Lægsta tilboðið kom frá verktakafyrirtækinu ístak hf. í Reykjavík og var gengið til samn- inga við fyrirtækið, en tilboð þess þótti það hagstætt að ákveðið var að stækka verkið og ljúka allri dýpkun í fyrirhuguðu hafnarsvæði. Kostnaður við framkvæmdir í ár Grímsey er rúmar 70 milljónir króna, en heildarkostnaður um 83 milljónir eða rúmum 20% lægri en upphaf- legar áætlanir 1988 gerðu ráð fyrir. Fjármögnun hefur verið í sam- ræmi við hafnalög, en auk þess hafa Hafnabótasjóður og Byggða- stofnun hlaupið undir bagga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.