Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 47

Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 47 Syrtlur - nýr bókaflokkur frá Máli og menningu. Syrtlur - nýr bókaflokk- ur frá Máli og menningu ÚT ERU komnar hjá Máli og menningu fjórar bækur í nýjum bóka- flokki sem hlotið hefur nafnið Syrtlur. Hér er um að ræða þýdd skáldverk í mjög vandaðri kiljuútgáfu og er markmið forlagsins að koma með þessum hætti á framfæri athyglisverðum erlendum bók- menntum undanfarinna ára og áratuga, ekki síst eftir höfunda sem hingað til hafa alltof lítið verið kynntir á íslensku. er þó aðeins hálf sagan sögð. Nauð- synlegt er að byggja líka brú á Hvítá á móts við Bræðratungu, en sú brú er ekki inni á vegaáætlun. Með byggingu brúar á þessum stað yrði komið á tengingu milli mið- stöðvar tveggja stærstu hreppanna í uppsveitum Amessýslu en saman- lagður íbúafjöldi í þessum tveimur hreppum er rúmlega 1100 manns. Ekki þarf að fjölyrða um hve mikil lyftistöng þessi tenging yrði fyrir atvinnulíf þessara sveitarfélaga ef það yrði eitt atvinnusvæði, en fátt er jafnbrýnt um þessar mundir og einmitt efling atvinnulífs í sveitum landsins til þess að mæta sam- drætti í framleiðslu landbúnaðaraf- urða. Göngubrú á Ölfusá Göngubrú á Ölfusá á Selfossi var upphaflega á vegaáætlun 1990. Framkvæmdum var hins vegar frestað vegna byggingar nýrrar brúar á Múlakvísl sem ekki var inni á vegaáætlun. Nauðsynlegt er hins vegar að byggja þessa brú vegna ört vaxandi byggðar Selfoss norðan Ölfusár. Er hér um að ræða bæði íbúðar- og iðnaðarhús. Á næsta ári em 100 á.r frá byggingu fyrstu brúar yfir Ölfusá og er því verðugt verkefni að taka í notkun nýja göngubrú á þeim tímamótum. Einn- ig er haldið upp á afmæli byggðar á Selfossi á sama ári. Niðurskurður á vegafé Með vegaáætlun fyrir 1989-1992 var mörkuð viðunandi stefna að því er varðar árin 1989-1992 en með breytingu á vegaáætlun fyrir 1990 sem afgreidd var í fyrra, vora fram- lög til vegamála skorin niður af stjómarliðum um tæpan milljarð. Samkvæmt fregnum úr stjómar- herbúðum á enn að vega i sama knérann og skera annað eins í við- bót af fé til vegamála samkvæmt samþykktri vegaáætlun fyrir árið 1991. Ætli stjórnarliðið að halda sér við þann ásetning við afgreiðslu vegaáætlunar síðar í vetur er engin önnur leið til að leysa jafnþýðingár- mikil verkefni og nýja brú á Mark- arfljót ásamt varnargörðum og veg- tengingu nema með auknum lán- tökum. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokks fyrir Suðurlandskjördæmi. Bækumar fjórar eru: Heimur feigrar stéttar, skáldsaga eftir suður-afrísku skáldkonuna Nadine Gordimer sem oft hefur verið orðuð við Nóbelsverðlaun. Sögusviðið er Suður-Afríka í ólgu sjötta og sjö- unda áratugarins. Söguna segir hvít millistéttarkona. Fyrrum eiginmaður hennar, vanmáttugur og ráðvilltur uppreisnarmaður, hefur fyrirfarið sér. Konunni verður hugsað til lífs þeirra saman og baráttu gegn að- skilnaðarstefnunni. Ólöf Eldjárn þýddi bókina sem er 128 bls. Blekspegillinn er smásagnasafn eftir argentínska rithöfundinn og Islandsvininn Jorge Luis Borges. Þessi mikli brellumeistari tuttugustu aldarinnar leikur sér á mörkum draums og veraleika og skáldskapar og fræða. Grunntónninn í sögum hans er seiðmagnaður og suður- amerískur; þær era í senn fyndnar og spennandi. Sigfús Bjartmarsson valdi og íslenskaði sögurnar og ritar einnig eftirmála. Bókin er 119 bls. Undirleikarinn er skáldsaga eftir rússnesku skáldkonuna Ninu Ber- berovu, en verk hennar hafa verið þýdd víða um heim undanfarin ár. Aðalpersónand, Sonja, er fædd utan hjónabands og flytur til Pétursborgar með móður sinni á áram rússnesku byltingarinnar. Hún fetar í fótspor móðurinnar og gerist píanóleikari og hlutskipti hennar verður að leika undir hjá frægri söngkonu. Sonja lif- ir sig inn í einkalíf stjömu.nnar og þráir að leika stærra hlutverk í lífinu en hún gerir — en allt kemur fyrir ekki. Árni Bergmann þýddi bókina sem er 85 bls. Utz er skáldsaga eftir enska rit- höfundinn Brace Chatwin sem dó fyrir aldur fram árið 1989. Söguhetj- an Kaspar Utz á óviðjafnanlegt safn af Meissenpostulíni, matarílát og skrautmuni, sem honum hefur tekist að varðveita á tímum margvíslegra ógna. Hann er aðalsmaður af gamla skólanum, sem býr með postulíns- safni sínu og þjónustustúlku í tveggja herbergja íbúð í Prag. Sögumaður kemur á fund hans og verður margs vísari um merkileg örlög á umbrota- tímum. Unnur Jökulsdóttir og Þor- björn Magnússon þýddu bókina sem er 117 bls. Allar era bækurnar prentaðar í Prentsmiðjunni Odda hf. Robert Gu- illemetta hannaði kápur. (Fréttatilkynning) JARUNN 3ja ára AFMÆLIS- TILBOD síðasti dagur afmælistilboðsins er í dag HAMBORGARI OG KÓK ér nýja bœklinginn í ncestu matvörubúö rjoma

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.