Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 1990 53 vanum sjálfum. Fitulagið á kjötinu gulleitt og þunnt. Miðlungs-kjöt (Standard) kemur frá ungum nautgripum í lágum gæðaflokki, með litla fitu og nær ekkert fítuofinn í vöðva. Vegna ungs aldurs gripsins eru braggæðin misjöfn og er ekki hægt að treysta því að kjötið sé meyrt. Vinnslukjöt (commercial and utility) í þessa flokka 5. og 6. flokk fellur horað kjöt af eldri gripum. Það getur verið bragðmeira en „miðlungskjötið" en það er grófara og seigt. Fyrsta flokks nautakjöt er af ungneyti Þegar farið er yfir flokkun þessa erlenda nautakjöts, sem neytendum vestan hafs stendur til boða, og um leið reynt að gæðameta það kjöt sem neytendum stendur til boða í hér verslunum, er ljóst að stór hluti af okkar fyrsta flokks nautgripa- kjöt, kallast ungneytakjöt sem flokka má sem„miðlungs-kjöt,“ og að einhverju leyfi „gæða-kjöt.“ Nú þegar bændur eru sjálfir farn- ir að ræða af alvöru um innflutning á landbúnaðarvörum, ætti það að vera þeirra hagur að bæta kjötgæð- in og sjá til þess að kjötmatið nái til neytenda, vilji þeir viðhalda markaðinum. Ef neytendur kynnast betra kjöti innfluttu, er hætt við íslensku framleiðslunni verði smátt og smátt hafnað m.a vegna sveiflna í gæðum. Framtíð kjötframleiðslu ræðst af aðlögunarhæfni Draga má lærdóm af reynslu áttunda áratugarins, en þar má að hluta fínna skýringu á því hvers- vegna sala á lambakjöti er jafnt og þétt að dragast saman. Framleið- endur eiga að hluta til þátt í þeirri þróun sem varð. Á árunum eftir ’7o þegar unga fólkið hafnaði feitu lambakjöti, þá tóku framleiðendur og seljendur lambakjöts ekki tillit til óska neytenda um fituminna kjöt. Framleiðendum felldu allar kvartanir undir matvendni og kenj- ar og jafnvel slæmt uppeldi! Reynd- ar má heyra þessar viðbárur ennþá. Niðurstaðan er því sú, að þeir sem voru ungir og á mótunaraldrinum í upphafi áttunda áratugarins og vöndust af lambakjötsneyslu að mestu, eru nú komnir undir fertugt og þegar búnir að ala upp nýja kynslóð í nýjum siðum og við aðrar matarvenjur en áður tíðkuðust. Breytingar á neyslumunstri fólks eru ekki hraðfara, en þegar þær eru orðnar fastmótaðar þá verður þeim ekki auðveldlega breytt á ný. Framtíð kjötframleiðslu í landinu mun því ráðast af aðlögunarhæfni að neytendamarkaðnum í næstu framtíð. M. Þorv. Hvanneyrarkirkju færð minningargjöf Hvannatúni í Andakíl EFTIR messu í Hvanneyrar- kirkju sl. sunnudag var kveikt á gönguljósum í kirkjugarðinnum hjá kirkjunni. Þau eru gjöf frá Guðrúnu Salomonsdóttur, fyrr- verandi húsmóður á Ytri-Skelja- brekku á Andakil. Guðrún gefur ljósin til minningar um eiginmann sinn Sigurð Sigurðs- son, sem lést fyrir fjórum árum. Þau bjuggu á Ytri-Skeljabrekku í 40 ár. Áður höfðu þau gefið rausna- legar gjafír til kirkju, kirkjugarðs og kvenfélagsins í heimasveitinni. Guðrún er nú 88 ára og dvelst á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, en gat ekki verið viðstödd messuna sökum heilsufars. Sóknarpresturinn sr. Agnes M. Sigurðardóttir, Sveinn Haligrímsson skólastjóri og jafn- framt kirkjubóndi og formaður sóknarnefndar Bjarni Vilmundar- son færðu Guðrúnu alúðarþakkir fyrir höfðingjalega gjöf. Á meðfylgjandi mynd, eru safn- aðargestir ásamt presti Hvanneyr- arkirkju sr. Agnesi M. Sigurðar- dóttur og eitt af gönguljósunum við legstein eiginmanns Guðrúnar, Sig- urðar Sigurðssonar. - D.J. Morgunblaðið/Diðrik Jóhannsson Súkkulaðiterta með rommkremi Notaðu AKRA með öðru úrvals hráefni.... ogútkoman verður frábær! Súkkulaðiterta með römmkremi Léttþeytið 70 g AKRA smjörlíki, 90 g sykur, 90 g púðursykur og 3 egg. Hrærið saman við 150 g hveiti, V2 tsk. natron, 2 tsk. salt, 25 g kakó og 150 g mjólk. Bakið við 190°C í 20 mínútur. Rommkrem Hrærið saman 50 g kakó, 500 g flórsykur og 350 g AKRA smjörlíki og bætið í rommdropum eftir smekk. Skreytið kökuna. Verði ykkur að góðu! /300 SMJÖRLÍKISGERÐ Akureyri ARGUS/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.