Morgunblaðið - 29.11.1990, Side 54
54
MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990
Nýborg;#
Ármúla 23, sími 83636
Borðbúnaður
og gjafavara
★ GBC-Skírteini/barmmerki
fyrir: félagasamtök, ráðstefnur,
starfsmenn fyrirtækja, o.m.fl.
Efni og tæki fyrirliggjandi.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 9 ■ 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
tlöfóar til
XX fólks í öllum
starfsgreinum!
og
Wicanders
*&L Kork-o-Plast
korkflísamerkin komin
undirsama þak.
Nú framleidd í sömu
verksmiðju af
J 1 1TTTTTPT
ipo< 3orK
iTrrr
i± M M I
08 Ármúla 29, Múlatoigi, sími 38640
Þ. Þ0RGRÍMSS0N & C0
í Kaupmannahöfn
FÆST
í BLADASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OG Á RÁDHÚSTORGI
ÞINGBRÉF
STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Hærri skattleysismörk
eða hærra skattþrep?
Tvö skattþrep í staðgreiðsluumræðu árið 1987
Þann 16. marz 1987 vóru
samþykkt samhljóða í efri deild
Alþingis lög um staðgreiðslu
opinberra gjalda. Tveim dögum
síðar vóru samþykkt samhljóða
í sömu þingdeild lög um tekju-
skatt og eignaskatt, þ.e. lög um
skattstofn og álagningarregl-
ur. Lögin fólu í sér þá megin-
breytingu að skattar verði inn-
heimtir af tekjum jafnóðum og
þær verða til sem og einföldun
álagningar með afnámi frá-
dráttarliða, einum föstum per-
sónuafslætti, einu skattþrepi,
einni skattprósentu.
Hugmyndir Olafs Ragnars
Grímssonar, fjármálaráðherra,
sem hann hefur nýlega viðrað,
standa hins vegar til þess að
taka upp tvö skattþrep, þ.e.
sérstakt „háskattaþrep". Þess-
ar hugmyndir skutu upp kolli
þegar við fyrstu umræðu stað-
greiðslufrumvarpa 1987.
I
Frumvarp um staðgreiðslu
skatta var fyrst lagt fram á Al-
þingi árið 1977. Annað stað-
greiðslufrumvarp leit dagsins ljós
árið 1981. Staðgreiðsla skatta
hafði hins vegar verið til umræðu
um langt árabil áður en frumvörp
þessi komu til sögunnar.
Þorsteinn Pálsson, þá fjármála-
ráðherra, mælir fyrir frumvarpi
um staðgreiðslu opinberra gjalda
í febrúarmánuði 1987. Hann flutti
jafnframt þrjú fyígifrumvörp: um
tekju- og eignaskatt, ‘ um gildi-
stöku staðgreiðslu og tímabundin
úrlausnarefni og um tekjustofna
sveitarfélaga. Frumvörpin hlutu
lagagildi með minniháttar breyt-
ingum.
Nokkrum mánuðum fyrr höfðu
Alþýðusamband íslands, Vinnu-
veitendasamband íslands og
Vinnumálasamband samvinnufé-
laganna sent ríkisstjóminni sam-
eiginlegt „minnisblað" um skatta-
mál, sem trúlega hefur flýtt fyrir
framvindu málsins, sem var þó
vel á veg komið í umfjöilun ríkis-
stjórnarinnar. Stefán Benedits-
son, þá þingmaður Alþýðuflokks,
sagði í þingræðu 1987: „Þetta
frumvarp er þess vegna fram
komið að aðilar vinnumarkaðar-
ins, ASÍ og VSÍ, gerðu það að
skilyrði í seinustu samningum
sínum að komið yrði á fót stað-
greiðslukerfi skatta. Ríkisstjórnin
lofaði að koma því í framkvæmd.
Það er það loforð sem nú er verið
að efna.“
II
Meginkostir staðgreiðslukerfis-
ins frá sjónarhóli skattgreiðand-
Þorsteinn Pálsson, fjármála-
ráðherra þegar staðgreiðslu-
frumvarpið var flutt.
ans séð eru þessir: Staðgreiðslan
myndar ekki skuld hjá skattgreið-
andanum. Hann hefur til frjálsrar
ráðstöfunar það sem hann fær í
launaumsiag sitt (þó ekki megi
gleyma framhaldsskattheimtu í
söluskatti/virðisauka, sem tekinn
er í verði vöru og þjónustu). í
annan stað fylgir staðgreiðslan
„hagsveiflunni". Hún innheimtir
meira þegar vel árar tekjulega
hjá fólki - minna þegar tekjusam-
dráttur segir til sín - eða fólk
minnkar við sig vinnu vegna ald-
urs eða veikinda.
Kostir staðgreiðslunnar fyrir
ríkið og sveitarfélögin eru m.a.
þeir að hið opinbera fær skatttekj-
ur til ráðstöfunar strax og skatt-
stofninn, þ.e. tekjur skattgreið-
enda, verða til. Áður skiluði skatt-
arnir sér löngu eftir á, oft í minni
krónum. Fækkun undanþága og
frádráttarliða bætir og skattskil,
dregur úr vinnuálagi á skattstof-
um og gerir þeim betur kleift að
sinna endurskoðun skattframtala
og rannsóknum. Með þessu kerfi
eykst aðhald, samanber álit
nefndar sem kannaði umfang
skattsvika á þessum tíma.
III
Margir talsmenn staðgreiðsl-
unnar lögðu áherzlu á að aðeins
yrði innheimtur eínn tekjuskattur
(felldir niður markaðir tekjuskatt-
ar), að sömu frádráttarreglur
giltu um alla launarnenn (sérstak-
ir frádráttarliðir felldir niður),
sett yrði ákveðin skattleysismörk
(m.a. til að skjalda láglaunafólk)
og nýtt eitt skattþrep með sér-
stökum persónuafslætti.
Ólafur Ragnar Grímsson, fjár-
málaráðherra, viðrar hug-
myndir um tvö tekjuskattsþrep.
Strax við fyrstu umræðu stað-
greiðslufrumvarpanna ýjuðu tals-
menn Alþýðubandalags og Sam-
taka um kvennalista að því að til
greina kæmi að taka upp tvö
skattþrep.
Ragnar Arnalds (Abl-Nv) sagði
m.a.:„Að sjálfsögðu gæti vel kom-
ið til álita að skatthlutföllin væru
tvö, þrátt fyrir allt, en ekki eitt -
og hygg ég að ekki væri neinn
umtalsverður munar á innheimtu
skattsins þó skatthlutföllin væru
tvö.“
Sigríður Dúna Kristmundsdótt-
ir (SK-Rv) sagði m.a. að skoða
þyrfti vandlega, „hvort ekki sé
rétt að hafa ekki aðeins eina
skattprósentu heldur tvær eins og
víða tíðkast... í þessu efni snýst
málið í rauninni aðeins um hvort
menn telja að þeir sem mestar
tekjur hafa skuli greiða hlutfalls-
lega meira eða minna af tekjum
sínum til ríkisins en þeir sem
færri krónurnar hafa.“
Jón Kristjánsson (F-Al) sagði
„nauðsynlegt að gera sér sem
gleggsta grein fyrir því hvaða
áhrifa þetta atriði [eitt skatthlut-
fall] hefur á skatta þeirra sem
hæstar tekjur> hafS.“
IV
Jón Baldvin Hannibalsson (A-
Rv) sagði í þessari umræðu að
Alþýðuflokkurinn styddi fækkun
og einföldun skatta, fækkun frá-
dráttarliða og undanþága og
„lækkun skatthlutfalla, sérstak-
lega jaðarskatts á launatekjur. í
því efni er rétt að minna á að sá
hluti launþega, sem vinnur langan
vinnudag þar sem fyrirvinnur fjöl-
skyldu eru fleiri en ein og afla
hárra tekna, tiltölulega hárra
tekna, sem að vísu eru í reynd
ekkert nema liðlega meðaltekjur,
lendir iðulega í hæsta skattþrepi.
Fyrir þorra skattgreiðenda verði
skatthlutfallið í sameinuðum
tekjuskatti einstaklinga aðeins
eitt, persónuafsláttur og barna-
bætur verði hækkaðar og þar með
skattfrelsismörk.“
Þorsteinn Pálsson, þá fjármála-
ráðherra, mælti gegn því að hafa
tvö eða fleiri skattþrep. Skjalda
mætti þá lægst launuðu með
ákvörðun skattleysismarka. „Eins
verða menn að hafa í huga að
fastur krónutölufrádráttur, per-
sónuafsláttur, kemur hlutfallslega
þeim að mestum notum sem
lægstar hafa tekjurnar og býr
þannig rí raun til stighækkandi
skattþrep í þessu kerfi.“
J
Eins af framansögðu sést eru
hugmyndir Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, fjármálaráðherra, um tvö
skattþrep, tvær skattprósentur,
ekki nýjar af nál, þó þeim væri
lítt fylgt eftir við setningu stað-
greiðslulaga 1987 - eða á þeim
tíma sem síðan er liðinn. Hug-
mynd ráðherrans mun standa til
48% hátekjuskatts, nýs skatt-
þreps, sem mæli 8% hærri skatt.
Þeir sem gagnrýna þessar hug-
myndir fjármálaráðherra benda
m.a. á eftirfarandi:
1) Frá því staðgreiðslukerfi skatta
var tekið upp hefur skattprósent-
an verið hækkuð um rúmlega
fjögur prósentustig.
2) Hátekjuþrep er skref aftur á
bak frá einföldun skattkerfisins
1987. Það dregur úr vinnufram-
lagi og hamlar, eins og allar
skattahækkanir, gegn hagvexti,
sem ekki er of mikill fyrir.
3) Skatturinn getur bitnað mjög
harkalega á venjulegu launafólki,
sem vinnur langan vinnudag tíma-
bundið (t.d. vegna þess að það
er að koma sér þaki yfir höfuðið)
sem og einstökum starfsstéttum
(t.d. sjómönnum). Hyggilegra er
að skjalda láglaunafólk með hærri
skattfrelsismörkum.
4) Reynslan af Þjóðarbókhlöðu-
skatti og sérstöku gjaldi í Fram-
kvæmdasjóð aldraða o.fl. eyrna-
merktum sköttum sýnir ljóslega
að slík skattheimta rennur fljót-
lega að stærstum hluta í ríkis-
hítina.
Hugmyndir fjármálaráðherra
um tvö skattþrep, „hátekjuskatt1',
munu vera til meðferðar í ríkis-
stjórninni. Stjórnarflokkunum
hefur tekizt að fara í hár saman
um viðfangsefni, sem hafa minna
vægi út í þjóðfélaginu en þetta
„kosningamál“ fjármálaráðher-
rans.
Stykkishólmur;
Starf aldraðra er hafið
Stykkishólmi.
FÉLAG eldri borgara, Aftanskin, er þegar tekið til starfa og hefur
nú komið með og ákveðið starfsáætlun í vetur í samstarfi við félögin
í bænum.
Aftanskin hefur þegar starfað í
allt að 10 ár. Pálmi heitinn
Frímannson sem hér var héraðs-
læknir átti frumkvæðið að þessari
félagsstofnun og er líklegt að spá
hans og tilgangur hafi ræst.
Þá er á vegum bæjarfélagsins
starf fyrir aldraða bæði í dvalar-
heimilinu og eins í Lionshúsinu og
þetta stóreykur tómstundir eldra
fólks hér í bænum sem hefur úr
mörgu að velja.
Þá má ekki gleyma öllu föndrinu
sem í kringum þetta er og ótrúlegt
hversu margt listaverkið kemur frá
hinni öldruðu hendi. Þetta er svo'
óspart notað til jólagjafa.
- Árni.
Morgunblaðið/Arni Helgason
Félagslíf aldraðra í Stykkishólmi er nú hafið og er af mörgu að
taka, m.a. að grípa í spil eins og þetta heiðursfólk á myndinni er
að gera.