Morgunblaðið - 29.11.1990, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 29.11.1990, Qupperneq 56
MDIÍGVNHLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR '29. NÖVEMBER >1990 Milutin Kojic heiðursræðis- maður — Minning Fæddur 16. febrúar 1922 Dáinn 19. nóvember 1990 í dag kveðjum við mág minn og vin, Milutin Kojic, og langar mig því til að minnast hans með nokkr- um kveðju- og þakkarorðum. Milutin Kojic fæddist í Zakútu í Serbíu í Júgóslavíu hinn 16. febrúar 1922. Foreldrar hans voru hjónin Milunka og Aleksander Kojic. I Júgóslavíu ólst Milutin upp og þar hlaut hann sína menntun. Áð loknu prófi í utanríkisviðskiptum frá há- skólanum í Belgrad lá leiðin til New York. í New York kynntist hann systur minni, Guðrúnu Óskarsdóttur (Hamely),_ og í framhaldi af því kom hann til íslands og voru þá örlög þeirra ráðin. Þau giftu sig í Belgrad 9. nóvember 1954. Á þeim tíma voru samgöngur mjög heftar við Austur-Evrópu sökum járntjaidsins og óttuðumst við systkinin að við fengjum ekki framar notið návistar systur okkar, en sá ótti reyndist sem betur fer ástæðulaus. Eftir tveggja ára dvöl í Belgrad fluttu Hamely og Milutin til Islands og hér í Reykjavík hafa þau átt heimili siðan. Hér eru líka dæturnar íjórar fæddar og búsettar. Milutin tókst fljótt að aðlaga sig nýju þjóð- félagi sem á svo margan hátt var ólíkt hans. Góð tengsl mynduðust milli hans og íslendinga og hér eignaðist hann marga samstarfs- menn, sem bundust honum vináttu- böndum. Eftir að Milutin fluttist til íslands starfaði hann fyrst á Keflavíkur- flugvelli en síðar rak hann í nokkur sumur síldarsöltunarstöðina Óskarsstöð á Raufarhöfn ásamt svila sínum, Einari Sigurðssyni. Snemma á starfsárum sínum stofn- aði Milutin til gagnkvæmra við- skipta- og menningartengsla milli Júgóslavíu og íslands og hafði milli- göngu um komu júgóslavneskra verktakafyrirtækja hingað vegna stærri virkjana. Þá annaðist hann og greiddi fyrir útflútningi á íslenskum framleiðsluvörum, aðal- lega ull, til heimalands síns. Milutin var tilnefndur heiðurskonsúll Júgó- slava á íslandi árið 1967. Sem vott um það traust og þá virðingu, sem hann naut í heimalandi sínu, veitti ríkisstjóm Júgóslavíu honum hina júgóslavnesku alþýðuorðu með gull- stjörnu árið 1988. Milutin Kojic var vandaður maður og hafði sterkan persónuleika. Með störfum sínum átti hann mikinn þátt í að efla og glæða viðskipta- og vináttutengsl Júgóslava og íslendinga. Það em einmitt vináttutengslin sem mér em efst í huga nú þegar ég lít til baka, vináttutengsl sem aldrei bar skugga á. Þegar litið er yfir langa samfylgd er margs að minnast. Tengslin milli fjölskyldna okkar hafa alltaf verið mjög náin og mikill samgangur milli heimil- anna. Þetta á bæði við um okkur systurnar og börnin okkar, en þau hafa alltaf verið aufúsugestir á báðum heimilunum, og það sama á við um tengda- og barnabömin. Söknuður okkar allra er því mikill. Jón, maðurinn minn, og Milutin bundust strax sterkum vináttu- böndum. Þeir unnu saman að sam- eiginlegum áhugamálum og studdu hvor annan í störfum, gleði og hryggð. Þegar Jón féll frá 1984 fann ég best og mest hve góðan vin ég átti og sú vinátta sem Milut- in og Hamely hafa sýnt mér og bömum mínum í orði og verki er ómetanleg. Hér á árum áður ferðuðust Jón og Milutin mikið um ísland, einnig fóru þeir í veiðiferðir og nutu úti- verunnar saman. Minningar frá • slíkum ferðum voru oft rifjaðar upp á góðum stundum. Einkum minntist Milutin páskaferðar sem farin var í Öræfasveit fyrir um það bil aldar- fjórðungi, en þá léku veðurguðimir stórt hlutverk og gerðu ferðina að eftirminnilegu ævintýri. En á sama hátt og ísland opnaði sinn ævintýraheim fyrir Milutin þá gengum við á vit ævintýranna í Júgóslavíu. Hamely og Milutin hafa ávallt dvalist á æskustöðvunum í Zakútu á sumrin og enda þótt dæt- umar hafi stundað nám hér á ís- landi yfir vetrartímann þá fengu afi og amma að njóta samvistanna við þær og fjölskylduna alla á sumr- in. Við hjónin áttum þess kost að heimsækja þau nokkrum sinnum þangað. Einnig hafa börnin okkar og þeirra fjölskyldur notið gestrisni fjölskyldunnar í Zakútu, og Halla, yngsta dóttirin, dvaldi einu sinni sumarlangt á þessu mæta heimili, þar sem gestunum frá íslandi hefur ætíð verið tekið opnum örmum. Það að upplifa sveitina í Zakútu og mannlífið þar er ævintýri út af fyrir sig og öllum ógleymanlegt. Állt er svo frábrugðið því sem við eigum að venjast og enda þótt tæknin hafi nú á seinni ámm breytt ýmsu þar þá er samt mjög margt sem enn er unnið á sama hátt og tíðkast hefur mann fram af manni. Fólkið í sveitinni vinnur hörðum höndum og oft er vinnudagurinn bæði langur og strangur, en þrátt fyrir það er stutt í brosið. Mjög áberandi þættir í eðli þessa fólks eru góðvild og gestrisni. Foreldrar Milutins og systkini hafa alla tíð boðið íslenska vini og vandamenn hans hjartanlega velkomna, og það sama á við um nágrannana í sveit- inni. Þeir hafa líka viljað sýna vin- áttu sína og verið ötulir við að bjóða heim hinum erlendu gestum, slík er samkenndin í sveitinni. Þar er glaðst með glöðum en líka sam- hryggst með sorgmæddum. Núna ríkir sorg í Zakútu og á sama tíma og útför Milutins Kojic fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík mun verða haldiri minningarathöfn í kirkjunni í sveitinni hans. Á sama hátt og hjónaband Milut- ins og Hamelyar varð til þess að ættingjar og vinir þeirra fóru að ferðast til Júgóslavíu þá hafa líka nokkrir júgóslavneskir vinir og vandamenn komið til íslands. Það hefur því verið mér og fjölskyldu minni mikil ánægja að geta að nokkru endurgoldið gestrisni þessa góða fólks. Ég vil sérstaklega nefna hve ánægjulegt það var að foreldrar Milutins skyldu geta heimsótt son sinn og fjölskyldu hans í Reykjavík, en þau hjónin komu nokkrum sinn- um og dvöldust hér um tíma.Síðast kom Aleksander árið 1986, þá orð- inn ekkjumaður. Eins og að líkum lætur var mik- ill gestagangur á heimili Hamelyar og Milutins. Þangað komu bæði þjóðhöfðingjar og alþýðufólk og nutu gestrisni og hjálpsemi húsráð- enda, en þau hjónin voru mjög sam- hent um að taka sem best á móti gestum sínum og láta þeim líða vel. Matarboðin þeirra voru engu lík. Oft var undirbúningur einstakra rétta hafinn nokkrum dögum áður og tók Milutin ekki síður þátt í elda- mennskunni en kvenfólkið á heimil- inu, ekki síst þegar bera átti á borð júgóslavneska rétti. Já, þær eru margar góðu stundirnar sem við höfum átt á heimili systur minnar og mágs og átti Milutin ekki síst þátt í því að gera þessar stundir ánægjulegar með ljúfmannlegri framkomu sinni og glettnum til- svörum. Nú á kveðjustund verður okkur hugsað til þess hvets við höfum notið og hvað við höfum misst. Með hrærðum huga og söknuði viljum við öll þakka samfylgdina. Minning- in um merkan heiðursmann og góð- an fjölskylduvin mun lifa. Erna Óskarsdóttir og fjölskylda. Við skyndilegt fráfall góðs vinar er maður óþægilega minntur á, að enginn á sér morgundaginn vísan. Hann var nýlega kominn heim af Borgarspítalanum á góðum bata- vegi eftir umferðarslys. Tvisvar heimsótti ég hann á spítalann, þar sem svo vel var fyrir öllu séð og umhyggjan fyrir sjúklingunum slík að hans mati, að hann mátti til með að lýsa því fyrir mér með mörgum fögrum orðum. Þegar ég kom í þriðja sinn var hann útskrifaður og kominn heim á Flyðrugranda.. Fjór- um dögum síðar kom kallið mikla. Nú er lífshlaup hans allt orðið að minningum. Minningum um góð- an dreng, farsælan í öllu, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var sinnar eigin gæfu smiður eins og títt er komist að orði um menn, sem af atorku brjótast áfram í lífínu og skapa sér sjálfir starfsgrundvöll ævinnar í framandi landi langt frá fóstuijarðar ströndum. Kojic var fæddur í héraðinu Zak- uta í Serbíu 16. febrúar 1922. Þar ólst hann upp og þurfti að þola hörmungar síðari heimsstyijaldar- innar og alla þá grimmd og mann- vonsku sem henni fylgdu. í þeim hildarleik stóð líf hans og annarra föðurlandsvina, félaga hans, oft tæpt án þess að frásagnir af þeim ósköpum verði tíundaðar nánar hér. Heyrt hefí ég sagnir frá þessum tíma í Júgóslavíu af grimmdarverk- um sem þeir sem við bjuggu gleyma aldrei. Að stríðinu loknu aflaði hann sér menntunar á sviði utanríkisvið- skipta við háskólann í Belgrad og lauk þaðan prófi árið 1950. Þaðan lá leiðin til New York þar sem hann starfaði fyrir ríkisfyrirtækið In- vest-Import. í New York kynntust þau Ham- ely og Kojic og voru þau gefin sam- an 9. nóvember 1954. Fyrstu tvö árin bjuggu þau í Belgrad en fluttu þá til íslands og áttu hér heimili síðan. Kvonfang vinar míns Kojic mun hafa ráðið því að þau ákváðu að búa á íslandi. Þar hefir íslendingur- inn í Hamely orðið Serbanum í Kojic yfirsterkari. Fyrir mann með hans menntun var ekki að miklu að hverfa hérlend- is á hans sérsviði. Útflutningsversl- un á framleiðsluvörum þjóðarinnar hefir allt til þessa dags verið að mestu tengd og bundin útflutnings- samtökum með allt að því einokun- araðstöðu. Mörgum hefði nú ekki þótt árennilegt að ætla sér að byggja upp lífsstarf á útflutningi íslenskra framleiðsluvara, en ekki honum. Hann sá, að íslenska ullin bauð uppá sérstaka eiginleika og ein- beitti sér að útflutningi á ullarbandi og framleiðslu í Júgóslavíu, Aust- urríki og víðar á peysum og öðrum fatnaði sem ullin hentar vel til, auk þess sem hann hafði milligöngu um sölu á öðrum íslenskum afurðum. Þá vann hann einnig markað fyrir júgóslavneskar vörur hérlendis og flutti þær inn. Þetta var í stórum dráttum lífsstarf Kojic, ásamt því að vera ræðismaður á Islandi fyrir þjóð sína, en það var oft á tíðum umfangsmikið og tímafrekt starf. Heimili þeirra hjóna, sem alla tíð hefur borið þjóðrækni þeirra beggja fagurt vitni, stóð alltaf opið löndum hans, hvort sem um var að ræða einstaklinga, sem komu hér til lengri eða skemmri dvalar, opinbera embættismenn, skákmenn sem komu hingað til skákmóta, eða heil landslið í handknattleik sem ekki var talið eftir sér að taka á móti, veita og fagna í góðra vina hópi. Fjölskyldan hefír ætíð verið eink- ar samhent og ræktað arfleifð og menningu Serba og Islendinga með einstökum hætti. Dæturnar fjórar heita allar íslenskum og serbnesk- um nöfnum. Tala tungu beggja þjóðanna jöfnum höndum og þegar vænta má komu farfugla hingað til lands á vorin var fjölskyldan flogin til Zakuta og dvaldi þar sumar- langt, nú síðustu árin ásamt barna- börnum og var þá dvalið í eigin húsi, sem þau hjónin reistu sér í sveitinni í Zakuta. Þetta stóra fram- tak að reisa sér hús á heimaslóðum er lýsandi dæmi um ættjarðarást Kojic og þau sterku bönd, sem eig- inkona, börn og barnabörn hafa frá upphafí tengst við fæðingarhérað hans og ættingja þar búandi. Það var fjölskyldunni mikill fögn- uður, þegar brúðkaup næstyngstu dótturinnar stóð þar í sveit fyrir nokkrum árum með þátttöku fjölda vina héðan að heiman. Kojic naut þess einnig að foreldr- ar hans komu hingað til lands nokkrum sinnum og fengu með þeim heimsóknum að kynnast um- hverfi og þjóðfélagsháttum í þessu öðru heimalandi hans. • Á fyrsta dvalarári hans hérlendis tókst með okkur Kojic og fjölskyld- um okkar einlæg vinátta sem aldrei hefir rofnað. Segja má, að móðir mín, sem nú er 92 ára, hafí lagt hornsteininn að þessari vináttu, þegar henni hugkvæmdist að bjóða Kojic og fjölskyldu til sviðaveislu fyrir röskum 30 árum. Þegar boðið er uppá jafn þjóðlegan mat og heit svið er aldrei hægt að gera sér grein fyrir því fyrirfram, hvernig bömum og útlendum manni úr fjar- lægu landi líki slík matföng. Teflt var því á tvær hættur með það hvemig til tækist. Reyndin varð sú, að á hveiju ári síðan hefir sviða- veisla verið árlegur viðburður og þá gjama að haustlagi, en komið hefir þó fyrir að vegna fjarvista einhverra þeirra, sem hafa áunnið sér seturétt í sviðaveislu, hefur þurft að fresta veislunni frameftir vetri. Osk móður minnar var ætíð sú, að enginn mætti missa af þess- um viðburði, sem þar átti að vera með. Undirbúningur fyrir sviða- veislu haustsins var hafínn en dag- setning ekki ákveðin. Nú verður þessari gleðistund frestað um sinn, en venjunni haldið í heiðri til að rækta vinskapinn og heiðra minn- ingu þeirra, sem ekki geta verið með lengur. Skyndilega er nú rannin upp kveðjustund. Kojic verður minnis- stæður vinum sínum vegna mann- kosta sinna. Atorka, hógværð og drenglyndi vora hans aðalsmerki og einkenndu líf hans allt. Sárastur er söknuður eiginkonu, bama og barnabama, en minningin um umhyggjusaman og vamm- lausan mann, sem allstaðar lét gott af sér leiða mun hjálpa þeim yfír þröskuld sorgarinnar, ásamt trúnni á þann sem öllu ræður. Hannes Þ. Sigurðsson í dag kl. 13.30 fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Milutins Kojic,_ heiðursræðismanns Júgóslavíu á íslandi, tengdaföður míns, sem lést á heimili sínu 19. nóvember síðastliðinn. Milutin var fæddur 16. febrúar 1922 í þorpinu Zakuta í Serbíu í Júgóslavíu. Hann ólst þar upp og gekk til mennta þar nærri, þar til grimmd og skelfing seinni heims- styijaldarinnar helltist yfír héraðið í mynd aftökusveita nasista. í fjöldamorðunum íKragujevac 1941 mátti hann þola missi nærri allra skólafélaga sinna og síðasta ár styijaldarinnar barðist hann með skæraliðum til að frelsa land sitt undan morðingjunum. Um reynslu sína á þessum áram var hann yfír- leitt fámáll, en af þeim fáu orðum sem féllu mátti heyra að mark þessa óhugnaðartíma var djúpt. Að stríðinu loknu tók hanri til hendinni, eins og aðrir ungir hug- sjónamenn hinnar nýju Júgóslavíu, við endurreisn landsins undir merkj- um kommúnistaflokks Titos. Hann starfaði við ungmennahreyfíngu flokksins, varð ritari flokksdeildar sinnar og stjómaði útgáfufyrirtæk- inu Novi Dani (Nýir tímar). Árið 1950 lauk hann prófí í milliríkjaviðskiptum frá háskólan- um í Belgrad og þaðan lá leiðin til New York sem sendifulltrúi á veg- um ríkisverslunarfyrirtækisins In- vest — Import. Þár kynntist hann Guðrúnu, dóttur Óskars Halldórs- sonar útgerðarmanns og Guðrúnar Ólafsdóttur konu hans. Milutin og Guðrún Óskarsdóttir vora gefin saman í Belgrad 9. nóvember 1954. Eftir tveggja ára dvöl þar, fluttust þau hjónin til íslands, stofnuðu hér heimili og eignuðust fjórar dætur, Irenu, Helenu, Milunku og Aleks- öndru. Milutin hóf fljótlega að starfa að viðskiptum milli íslands og Júgó- slavíu og fyrir störf sín var hann tilnefndur heiðursræðismaður Júgóslavíu á íslandi árið 1967. Um svipað leyti hóf hann að flytja íslenskt ullarband til Júgóslavíu og fljótlega urðu þau umsvif að hans meginstarfi. í kringum þessa vöra og hönnuðinn Dobrilu Smiljanic byggðist svo upp blómlegur heim- ilisiðnaður í grennd við þorpið Sirogojno. Peysurnar þaðan era seldar um allan heim og bera því víða hróður landa hans beggja. Árið 1988 þáði Milutin úr hendi forseta Júgóslavíu á heimili sínu hér í Reykjavík hina Júgóslavnesku Alþýðuorðu með Gullstjömu, vegna starfa sinna í þágu landsins á svið- um viðskipta og stjórnmála. Milutin átti djúpar rætur þar sem sveitin Zakuta er. Þar var ekkert til sparað til að gera fjölskyldu sinni og sveitungum vel. Hann lagði mik- ið kapp á að Zakuta yrði og væri annað heimili Guðrúnar og dætra þeirra og síðustu árin var hans helsta áhugamál húsið sem hann reisti Ijölskyldu sinni við hlið húss foreldra sinna þar. Þangað flutti fjölskyldan sig á hveiju sumri og þar kvæntist ég Milunku fyrir sex áram. Milutin var eilíft að betrambæta og lagfæra kringum húsið og garð- inn og allt vildi hann að ég lærði, hvort sem var leyndardómar vínvið- ar eða sláttur með orfí og ljá. Hann var seinþreyttur til skipulagningar verkefna langt fram í tímann, því aldrei var of vel um fjölskyldu hans búið að hans mati og sveitavistin skyldi vera okkur jafn kær og hún var honum. Hann sagði sögur af liðinni tíð, fékk rómantískt blik í auga og svo var hann kominn af stað, nú skyldi byggja eldunarhús, rækta einhvem góðan ávöxt eða bæta enn einni trjátegundinni í garðinn. Svo var það gert. Við skyldum öll saman fá að lifa það sem bjartast var í æskuminningum hans. Milutin tók við mér sem ég væri af hans eigin blóði og gerði sér sérstakt far um að ég yrði heima- maður í Zakuta, bæði í augum sveit- unga sem og í mínu eigin hjarta. Það að honum hafði tekist það ætl- unarverk sitt fann ég aldrei betur en þegar við urðum tveir eftir á svölunum á síðkvöldum og nutum engisprettukórsins í þess konar þögn sem einungis bestu vinir eiga saman. Ég mun sakna þess að sjá vin minn næst er ég sit þar. Nær- vera hans mun samt vera í nætur- kyrrð sveitarinnar og ég veit að hann lifir í þeim friði hér eftir. Karl Aspelund Milutin Kojic dó skyndilega mánudaginn 19. nóvember sl. á heimili sínu Flyðrugranda 20 í Reykjavík. Kojic, eins og hann var kallaður meðal vina, fæddist 16. febrúar 1922 í Sakuta, sem er lítið serbn- eskt sveitaþorp. Kojic fór ekki í búrekstur eins og flestir ungir menn í Sakuta, heldur í menntaskóla og seinna í háskóla, þar sem hann stundaði nám í utanríkisverzlun. Vegna hersetu nasista frá 1941 til 1945 tafðist nám hans, og hann tók þátt í skæraliðastríði Titos. Eins og margir aðrir á þeim tíma gekk Kojic í kommúnistaflokkinn em
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.