Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 66

Morgunblaðið - 29.11.1990, Page 66
66 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER 1990 FRJALSAR IÞROTTIR / SPJOTKAST ,, Nemeth-spjótið íjafnlausu lofti og áður - segir EinarVilhjálmsson, en hann og Svíinn Patrick Bodin eru að semja greinargerð um spjótið, sem þeir senda alþjóða tækninefndinni íí „ÉG hef tekið þá stef nu að hætta að velta mér upp úr umræðunum um Nemeth- spjótið lengur, því að þrátt fyr- ir að tækninefnd alþjóða frjáls- íþróttasambandsins hafi út- skurðað spjótið ólögleg, eru reglur um notkun þess íjafn lausu lofti og áður,“ sagði Ein- ar Vilhjálmsson. „Alþjóða frjálsíþróttasambandið mun taka málið fyrir í Tókýó og ef spjótið verður samþykkt hefst enn nýtt tímabil hjá spjótköst- urum.“ Þess má geta að meðan engin ákvörðun um spjótið hefur ver- ið tekin er það undir mótshöldurum í Grand Prix-mótunum komið, hvort spjótin verða leyfð eða ekki, en eitt er þó ljóst að Nemeth-spjótið verður ekki leyft á heimsmeistaramótinu í Tókýó í lok ágúst. „Það er í hendi íþróttamannanna sjálfra hvort þeir noti Nemeth-spjó- tið eða ekki. Mér persónulega þykir það ódýrt kveðið, að alþjóða frjáls- íþróttasambandið geti ekki tekið 'ákvörðun um notkun spjótsins, eins -og þegar sænska Orbit-spjótið var bannað 1986. Þegar staðan er orðin þannig - að formlega er ekki búið að stöðva áhaldið, þá er það undir mótshöldurum komið hvort að sjótið verði leyft á ákveðnum mótum. Það er vitað að Svíar og Finnar hafa ekki samþykkt spjótið og Bretar hafa ekki verið hlynntir því, en aft- ur á móti hafa franskir og þýskir spjótkastarar notað Nemeth-spjótið óspart," sagði Einar. Það er ljóst að ef Einar notar ekki Nemeth-spjótið í þeim Grand Prix-mótum sem þau verða leyfð, er hann ekki samkeppnishæfur - því fullsannað er að þeir sem nota spjótið kasta lengra en þeir spjót- kastara sem nota sgjót frá Sandvik, Held eða Appalo. „Ég geri mér full- komlega Ijóst að þessi staða getur komið upp. Ég fer ekki í mót til að tapa viljandi, þannig að ég mun einnig æfa mig í _að ná valdi á Nemeth-spjótinu. Ég er þó ekki búinn að gera upp hug minn hvort ég nota það eða ekki. Eins og ég hef áður sagt þá er það siðferðilegt mat hvers og eins hvað þeir gera. Ég veit það fullvel að maður getur bætt sig verulega á mjög stuttum tíma með Nemeth- spjótinu, en hvaða ánægja er í því að vera að bæta sig án þess að finna framfarir koma jafnt og þétt. Ég hef keppt í spjótkasti fyrir ánægjuna - og þá sérstaklega þeg- ar maður hefur getað fylgst vel með ferli sínum með einu og sama áhaldinu,“ sagði Einar. Andreas Borgström, landsliðs- þjálfari Svía, er einn þeirra sem hafa barist mest gegn öNemeth- spjótinu og skorað á spjótkastara að skrifa alþjóða tækninefndinni bréf, þar sem þeir segja sitt álit á spjótinu. Einar og sænski spjótkast- arinn Patrick Bodin, sem setti heimsmet á árinu, eru nú að semja greinargerð sem þeir ætla að senda til tækninefndarinnar. Sautján Grand Prix-mót fyrir úrslitin í Barcelona Það verður í mörg horn að líta næsta keppnistímabil, sem verður eitt það lengsta sem ég man eftir,“ segir Einar Vilhjálms- son. „Aðalmótið verður að sjálf- sögðu heimsmeistaramótið, sem fer fram í Tókýó í lok ágúst og úrslitakeppni Grand Prix, sem verður i Barcelona í september.“ Einar sagði að alls yrðu haldin sautján Grand Prix fyrir úrslita- keppnina í Barcelona 20. sept- ember og þar af væri þijú eftir heimsmeistarakeppnina í Tókýó. „Til að komast í úrslitakeppni Grand Prix verð ég að ná góðum árangri í fímm stigamótum, en fyrsta þeirra verður í San Jose í Bandaríkjunum 25. maí. Ég hef mikinn hug á að ná takmarkinu í byrjun keppnistímabils - tryggja mér góða stöðu snemma, þannig að ég geti undirbúið mig sem best fyrir heimsmeistaramótið í Tókýó, án þess að vera að ham- ast við að keppa út um allt,“ sagði Einar. Fyrir utan að taka þátt í Grand Prix hefur Einari verið boðið á þtjú geysilega öflug mót; í Cardiff, Malmö og Koblens. „Ég veit að Carl Lewis og Ben Jo- hnson koma til með að keppa í Malmö,“ sagði Einar. Mótalistinn yfir Grand Prix-stigamótin, er þannig: Sanjose 25. maí. Bratislava 5. júní, Moskva 9. júnf, Ríó de Janeiro 18. júní, Helsinki 26. júní, Stokkhólmur 2. júlí, Osló 6. júlí, Lausanne 10. júlí, London 12. júlí, Nice 14. júlí, Róm 17. júlí, New York 28. júlí. Monte Carlo 3. ágúst, Zúrich 9. ágúst. Heimsníeistara- keppnin í Tókýó verður 24. ágýst til 1. september, en síðan koma þijú Grand . Prix-mót; Köln 7. september, Berlín 9. september og f Brússel 12. september. Úrslitakeppni stigamótanna fer fram í Barcelona 20. september. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLEIKIR I DANMORKU Einar Sigurðsson, einn af ungu leikmönnunum í landsliðinu. ff Höldum uppbygg- ingunni áfram“ - segirÞorbergurAðalsteinsson, landsliðsþjálfari ÍSLENSKA landsliðið í hand- knattleik tekur þátt í fjögurra liða móti í Danmörku um helg- ina. Leikið verður gegn Frökk- um á morgun, Dönum á laugar- dag og Bandaríkjamönnum á sunnudag. „Við höldum upp- byggingunni áfram og reynum að bæta það, sem misfórst KNATTSPYRNA UEFA sektar KSÍ Knattspymusamband íslands hefur verið sektað af Knattspymusam- bandi Evrópu, UEFA, um 5.000 svissneska franka, eða um 215 þús- und íslenskar krónur, vegna fjögurra gulra spjalda í Evropuleiknum gegn Spánveijum í Sevilla 10. október. Atli Éðvaldsson, Sigurður Jónsson, Kristján Jónsson og Sævar Jónsson fengu allir að líta rauða spjaldið í umræddum leik og þykir það of mikið í Evrópuleik. Sævar fékk gula spjaldið fyrir að sparka gosdós upp í áhorf- endastúku, en dósinni var kastað til hans er hann var að taka aukaspyrnu út við hliðarlínu. Sævar vildi koma dósinni til síns heima með áðurnefndri aðferð, sem reyndar er ekki viðurkennd af UEFA. Þetta er í fyrsta sinn sem KSÍ fær sekt fyrir gul spjöld leikmanna. gegn Tékkum,“ sagði Þorberg- ur Aðalsteinsson, landsliðs- þjáifari. Ísland mætti Frakklandi síðast á HM í Tékkóslóvakíu og tapaði stórt. „Frakkarnir ætla að byggja á sama liði ,á Olympíuleikunum 1992 og verða því örugglega erfið- ir,“ sagði Iandsliðsþjálfarinn. Um leikinn gegn heimamönnum, sem verður í beinni útsendingu sjón- varps í Danmörku, sagði Þorbergur að spennandi yrði að sjá hvar íslenska liðið stæði gagnvart Dön- um, „hvort við höldum áfram að bæta okkur. Fyrstu tveir leikirnir verða því sérstaklega áhugaverðir, en það þarf líka að halda haus gegn Bandaríkjamönnum, sem geta bitið frá sér.“ Birgir Sigurðsson, sem var hvorki með gegn Tékkum né Bandaríkjamönnum vegna meiðsla, leikur á mótinu, en eftirtaldir leik- menn skipa landsliðshópinn: Markverðir: Guðmundur Hrafnkelsson, FH, Bergsveinn Bergsveinsson, FH og Hrafn Margeirsson Víkingi. Hornamenn: Jakob Sigurðsson, Val, Konr- áð Olavson, KR, Bjarki Sigurðsson, Víkingi og Valdimar Grímsson, Val. Línumenn: Birgir Sigurðsson, Víkingi og Geir Sveinsson, Granollers. Leikstjórnendur: Guðjón Ámason, FH og Jón Kristjánsson, Val Skyttur: Sigurður Bjamason, Stjörnunni, Héðinn Gilsson, Dússeldorf, Júlíus Jónas- son, Asnieres og Einar Sigurðsson, Selfossi Unglingaliðið gegn Dönum Unglingaliðið, sem undirbýr sig fyrir HM í Grikklandi í september á næsta áci, leikur þijá leiki gegn Dönum á sama tíma og skipa það eftirtaldir leikmenn; Markverðir: Axel Stefánsson, KA og Hallgrímur Jónasson.ÍR. Aðrir leikmenn: Finnur Jóhannsson, Val, Patrekur Jóhannesson.Stjörnunni, Jón B. Ellingsen, HK, Friðleifur Friðleifsson, Gróttu, Sveinberg Gíslason, Haukum, Gunnar Andrésson, Fram, Óskar Sigurðs- son, Haukum, Björgvin Þór Rúnarsson, Víkingi, Magnús Sigurðsson, Stjörnunni, Jóhann Ö. Ásgeirsson, ÍR, Róbert Þ. Rafns- son. ÍR orr Jason Kr. Ólafsson, Fram Einar Vilhjálmsson. URSLIT Knattspyrna 16-liða úrslit UEFA-bikarkeppninnar - fyrri leikir: Moskva, Sovétríkin: Torpedo Moskva - Mónakó........2:1 Tichkov (19.), Savichev (44.) - Passi (56.) 10.000 Kaupmannahöfn, Danmörk: Bröndby - Bayer Leverkusen.....3:0 Frank 2 (6., 66.), Christensen (60.) 23.000 V7n, Austurríki: Admira Wacker - Bologna........3:0 Gretschnig 2 (31., 55.), Muller (36.) 8.000 Brussel, Bcigía: Anderlecht - Borussia Dortmund....1:0 Marc Van der Linden (75.) 18.000 Köln, V-Þýskalandi: Köln - Atalanta................1:1 Progna (50. - sjálfsm.) - Bordin (55.) 24.000. Mílanó, Ítalía: Inter Milanó - Partizan Belgrad...3:0 Lothar Mattháus (32.), Andrea Mandorlini (49.), Alessandro Bianchi (70.) 65.000. Róm, Ítaiía: AS Róma - Bordeaux.............5:0 Rudi Völler 3 (10., 45. - vítasp., 50.), Manu- el Gerolin 2 (60., 75.) 50.000. Amsterdam, Holland: Vitesse Arnhem - Sporting Lissbon.0:2 - Carlos Xavier 2 (23., 36.) 10.000. Handknattleikur FH - Víkingur 12:12 Íþróttahús FH í Kaplakrika, íslandsmótið í handknattleik - 1. deild kvenna, miðviku- daginn 28. nóvember 1990. Mörk FH: Hildur Harðardóttir 3/2, Rut Baldursdóttir 3/2, Björg Gilsdóttir 2, María Sigurðardóttir 2, Amdís Aradóttir 1, Helga Lea Egilsdóttir 1. Mörk Víkings: Andrea Atladóttir 3, Heiða Erlingsdóttir 3, Inga Lára Þórisdóttir 3/2, Svava Sigurðardóttir 2, Erna Aðalsteins- dóttir 1. Tilþrifalítið jafntefli FH og Víkingur skildu jöfn í til- þrifalitlum leik í gærkvöldi. Bæði lið áttu í erfiðleikum með sóknarleik- inn og varð leikurinn fyrir bragðið ■■■■■I óskemmtilegur á að Hanrta Katrín horfa. FH var einu Friðriksen marki yfir í leikhléi, skriíar 6:5 og náði þriggja marka forskoti snemma í síðari hálfleik. Víkingsstúlk- um tókst að vinna þann mun upp, en FH náði aftur yfirhöndinni þar til stutt var til leiksloka. 2. KARLA: UBK-ÍH..................... 24:28 HK-UMFA......................27:17 1. DEILD KVENNA: Keflavík-ÍR..................23:16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.